Morgunblaðið - 14.09.1963, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
t
laugardagur 14. sept. 1963
I
BRJÁLAÐA HÚSID
ELIZABETH FERRARS ---------
— Ef þú hættir ekki að gagnrýna akstur minn, geturðu sjálfur
tekið við stjórninni.
1. kafli ^
StúlVan, sem stóð við dyrnar,
var rúmlega tvítug, meðalhá og
fallega vaxin. Hún hafði látið
bleikja á sér hárið. Hún var í
stuttum, rósóttum kjól, sem var
dáh'tið þröngur- á velvöxnum
iíkama hennar. Utan yfir kjóln-
um var hún í jakka, sem var
sýnilega af öðru tagi. Ljósa,
úfna hárið var bundið upp með
dökkrauðum borða og hún var
berhöfðuð. Ofurlítil sterkrauð
sletta markaði fyrir krakkaleg-
um munninum. Nefið var lítið
og augnaráðið vingjarnlegt og
allt var fas hennar ákaft og ungl
ingslegt. Nú tyllti hún sér á tá,
með hendurnar samankrepptar
og brosti með örvæntingarfull-
um ákafasvip móti mannmum,
sem kom til dyra.
En þrátt fyrir glaðlega fram-
komu, svo og málningu og augna
brúnalit, var það sýnilegt, að
hún hafði verið að gráta.
Maðurinn var hávaxinn, dökk-
ur yfirlitum og rúmlega þrítug-
ur. Svipur hans bar meira vott
um uppgjöf en vinsemd. Það var
hvorki fyrsta né önnur hring-
ingin hennar á bjölluna hjá hon-
um né heldur sú þriðja, sem
hafði komið honum til dyra. En
þegar síminn hans hafði hringt,
hafði hann svarað í hann. Þá
hafði hún hringt frá dyraverð-
inum niðri og sagt honum, að
hún vissi, að hann væri heima,
af því að hún sæi ljós undir
gluggatjaldinu hjá honum.
-— Ég verð að tala við þig,
Toby. Ég veit, að það er fram-
orðið, en ef þú vilt ekki, að ég
komi inn, gætirðu þá ekki kom-
ið fram í nokkrar mínútur? Já,
það er afskaplega áríðandi. Það
er kaffipallur á horninu hinu-
megin við götuna, gætirðu ekki
hitt mig þar,- eftir svo sem fimm
minútur? Ég á við, ef þú vilt
ekki, að ég komi upp til þín —
ef þú hefur gesti eða þessháttar.
Ég skal ekki tefja þig lengi. Ég
fullvissa þig um það, Toby, að
þetta er áríðandi. Gerðu það
Toby . . . !
— Gott og vel, komdu bara
upp, Lou. Ég vissi ekki þegar þú
hringdir, að það væri þú. Dyke
lagði frá sér símann og leit á
klukkuna. Hana vantaði tuttugu
mínútur í tólf á miðnætti.
En hann var hlédrægur og var
um sig, þegar hann heilsaði
stúlkunni, sem stóð við dyrnar.
Hún lét sem hún sæi það ekki.
Þegar hún gekk inn um dyrnar,
var líkast því, sem henni væri
skotið inn um þær, svo snöggar
voru hreyfingar hennar. Inni á
miðri gólfábreiðunni í stofu
Tobys, tók húp nokkur dansspor
og hnykkti höfðinu til beggja
hliða, um leið og hún leit snöggt
á hægindastólana, skrifborðið,
tem var allt var á kafi í blöðum,
röndóttu gluggatjöldin og vindl-
ingaöskuna, sem var í gasofmn-
um sem ekki hafði verið kveikt
á, og svo slitnu gólfábreiðuna.
En öll þessi fjörlegu gleðilæti
voru ekki annað en misheppnuð
hula yfir örvæntinguna, sem hélt
henni í greipum sér.
— Það er voða heitt hérna —
þú ættir að opna glugga. Haxm
er sama sem ekkert opinn —
ég skil ekki, hvernig þú getur
þolað þetta. Það er júnímánuður,
eins og þú veizt, Toby. Hvers
vegna opnarðu ekki ofurlítið? Þú
hefur ekki hugmynd um, hvað
mér> er heitt hérna inni. .
— Ég kalla það nú ékki júní
fyrr en það fer eitthvað að likj-
ast júní. Hann settist á bríkina
á einum hægindastóinum, og
rétti vindlingabréf til hennar.
Hann var þunnleitur og andlitið
var fölt, og skarpieitt eins og
á tatara. — Þú hefur verið að
gráta, Lou, sagði hann.
Lou Cápell snerist enn á hæli.
— Já, dálítið, sagði hún, — en
annars hef ég líka kvef; það
er aðallega það, sem gengur uð
andlitinu á mér. það er alveg
voðalegt að fá kvef á sumrin,
finnst þér ekki? Mér er alltaf
meinilla við sumarkvef, það er
einhvernveginn ekki hægt að
dekra við sjálfan sig með það,
eins og á veturna. Mér lízt vel
á íbúðina þína, Toby. Ég hef
aldrei komið hingað áður — eða
er það? Þú bauðst mér emu
sinni hingað upp á te, en þegar
ég svo kom, þá varstu ekki
heima. Og það er heil eilfíð síð-
an ég hef hitt þig. Orðin komu
í belg og biðu og hún var loð-
mælt af kvefinu.
— Jæja, hvað var svo erind-
ið? sagði Toby.
Hún svaraði: — Æ, guð minn
góður, það er næstum komið mið
nætti! Ég hlýt að koma þér til
óþæginda. En ég þekki svo fátt
fólk, sem .... Hún iðaði í sæt-
inu eins og hún væri í vandræð-
um með sjálfa sig. — ... svo
fátt fólk, sem getur tekið hlutina
skynsamlega, skilurðu. Það er þá
forvítið, eða . . . þú skiiur . . .
það misskilur mann, svo að
manni finnst maður vera einhver
bjáni. Þessvegna kom ég til þín.
— Ég skil. Og hvað var það
Svo?
Hún leit aftur kring um sig
í stofunni áður en hún svaraði,
og virtist beina allri athyglí
sinni að horninu við arininn.
Þangað einblíndi hún, og svaraði
svo: — Ég ætlaði að biðja þig
að lofa mér- að sofa hérna í nótt,
Toby.
Toby Dyke hrökk við. — Mér
skildist þú ekki ætla að stancia
við nema örfáar mínútur.
— Já, það var hitt, erindið,
en ég er bara svo hrædd við
þessi gistihús. Ég svaf í einu
þeirra í nótt sem leið. Það var
hræðilegt — mér kom ekki dúr
á auga. Ég læsti að mér, en samt
var ég dauðhrædd. Það er alltaf
svona í gistihúsum — ég veit
ekki hversvegna, en ég verð bara
svo óttalega hrædd. Gætirðu
ekki lofað mér að vera í nótt,
Toby, ég gæti sett saman þessa
tvo stóla og þá getur farið ágæt-
lega um mig. Ég skal ekki gera
þér neina fyrirhöfn.
— Ég hélt þú hefðir sjálf íbúð,
sagði Toby.
— Já, en Druna er þar. Þú
þekkir Drunu, er það ekki?
Hann hristi höfuðið.
— Er það ekki?
— Nei.
Hún setti upp undrunarsvip. —
Druna Merton . . . við leigjum
saman.
— Og hvað hefur hún gert
þér?
— Gert mér?
Með þolinmæðissvip, sem er
gott merki um óþolinmæði, kink
aði hann kolli.
Hún hló. — Nei, Druna er
ágæt. Ef þú hefur ekki kynnzt
henni, verð ég að koma því í
kring. Þér mundi finnast hún
alveg dásamleg. Ég skal koma
því kring undir eins og ég er
laus við þetta.
— Þetta hvað? sagði Toby. —
Og ef Druna er svona dásamleg,
hversvegna geturðu ekki farið
heim til hennar í kvöld?
Það var eins og augnaráðið
kæmist í varnarstellingu. —
Druna er dásamleg . . . ég á við,
hún er svo róleg og staðföst —
ég á við viljasterk, skilurðu . . .
hún er ekki eins og fló á skinni,
eins og ég. Hún veit alltaf, hvað
hún vill og lætur ekkert aftra
sér frá að framkvæma það. Ég
dáist alltaf að þessu .... gerirðu
það ekki líka? En stundum
finnst mér ekki ....
— Nú, hún kúgar þig, áttu
við?
— Guð minn góður . . . alls
ekki. Nei, ég meina það, Toby,
ég dáist afskaplega að Drunu.
Fyrir það fyrsta er ég alltaf hrif
in af fallegu fólki . . . ég er bein
línis hrifin af að fá að horfa á
það. Ég er öllu slíku fólki þakk-
lát. En samt sem áður kemur
það fyrir, að . . . . Og nú var
eins og hún ætlaði að fara að
gráta aftur.
Toby hleypti brúnum og blés
frá sér reykjarstrók í áttina til
hennar. En svo brýndi hann aUt
í einu raustina og kallaði:
— Georg!
Utan úr litla eldhúsinu, sem
var við hliðina á setustofunni
heyrðist ógreinilegt svar.
Lou Capell hnykkti til höfð-
inu. — Ég vissi ekki, að neinn
væri þarna.
— Það gerir ekkert til með
hann Georg, svaraði Toby. —
Hann er maður, sem hefur til
að bera djúpa og víðtæka samúð.
Hann brýndi raustina aftur. —
Hvernig gengur með þetta kaffi,
Georg?
— Það er að koma.
— Jæja, Lou! Toby setti upp
strangleikasvip er hann horfði á
ókyrra líkamsstellingu hennar
og tárvott andlitið. — Hvað
gengur að þér? Þegar þú hefur
sagt mér það, get ég sagt þér,
hvort þú færð að vera hérna
í nótt.
— Já, en ég get ekki sagt hér,
hvað að mér gengur. Ég má ekki
segja það neinum,-
Toby andvarpaði. Lou endur-
tók andvarpið hátt og fleygði sér
niður í stól.
— Toby, sagði hún. — Get-
urðu lánað mér fimmtán pund?
í sama bili kom Georg inn með
bakka með þrem bollum á, og
stóra leirkönnu með kaffi í.
Georg var lágur maður
en þrekvaxinn, með stuttar,
breiðar hendur og Ijósrautt and-
lit. Og í þessu ljósrauða andliti
gætti lítt andlitsdrátta. Hann var
ljóshærður og með blíðleg, b’.á
augu, íklæddur kragahárri
peysu, sem var girt niður í bláar
buxur, slitnar. Ljósmyndir af
andliti hans, bæði að framan og
frá hlið, voru í eigu Scotland
Yards — en það getur nú líka
átt heima um allra bezta fólk.
— Þetta er hann Georg, sagði
Toby.
Georg setti frá sér bakkann og
beygði togleðursandlitið niður
að bollanum. — Mjólk, fröken?
Sykur?
Lou leit á hann vingjarnlega,
rétt eins og hún væri að hugsa
upp eitthvað sniðugt til að segja.
En hugsun hennar var eins og
lömuð. Fingurnir læstust um
slitnu, rauðu leðurtöskuna, með
slitna hankanum, sem hún var
með, svo að taugaæsingur henn-
ar og feimni var bersýnilegt.
í stað þess að svara, raulaði hún
lagastúf. En svo var eins og hún
yrði þess vör, að þetta raul kæmi
upp um hugarástand hennar. —
Ert þú amerískur? tókst henni að
segja.
— Æ, farðu nú ekki að rann-
saka ættina hans Georgs, sagði
Toby, — það er allt í lagi með
hana. Og sama er að segja utn
fortíðina hans.
— Ég spurði af því að hann
býr til svona gott kaffi, flýtti
hún sér að segja. — Ég á ekki við
að ég hafi nokkurntíma smakk-
að amerískt kaffi, en þeir eru
alltaf að segja, að við kunnum
ekki að búa það til, og þá er
víst eitthvað til í því, býst ég
við.
Toby tók við bolla hjá Georg
og tautaði um leið fyrir munni
sér: — Fimmtán pund. Það er
ekkert smáræði fyrir stritandi
blaðamann.
Hún leit .snöggt á hann. — Það
er hræðilegt, að þurfa að vera
að biðja þig um það, en ég verð
að fá þessa peninga. Og ég get
engum sagt, hversvegna, og það
gerir ekki nema illt verra. En
ég skal borga það aftur. Þess
vegna kom ég til þín, Toby —
að minnsta kosti sumpart þess
vegna. Ég hélt,að þú gætir reitt
þig á, að ég borgaði þér aftur.
Georg svaraði: - Þegar maður
lánar peninga, á maður ekki að
búast við að fá þá aftur. Því
ef maður fær þá aftur, þá er
það óvænt ánægja, en fái maður
þá ekki aftur, þá eru allir jafn-
góðir eftir. Þetta er ein aðferð-
in til þess að verða ekki súr
í skapi.
Hún leit niður fyrir sig en
sagði ekkert.
Toby sagði í rellutón: - Þú ert
svoddan óskaplegur ráðleysingL
Ef ég vissi, hvað um er að vera,
þá , . ,
ailltvarpiö
Laugardagur 14. september
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Óskalög sjúklinga (Kristfn Anna
Þórarinsdóttir).
14.30 Laugardagslögin.
1€.30 Veðurfregnir. — rjör í kringum
fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson
kynnir nýjustu dans- og dæg-
urlögin.
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyras
Séra Hjalti Guðmundsson velur
sér hljómplötur.
18.00 Söngvar í léttum tón.
18.30 Tómstundaþáttur oarna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 „Gróðurhúsið", smásaga eftir
Anders Bodelsen, í þýðingu
Stefáns Jónssonar rithöfundar
(Steindór Hjörleifsson leikari),
20.15 írskur tenór og þýzkur barýtonj
Guðmundur Jónsson minnir
hlustendur á söngvarana Johu.
McCormack og Heinrich Schlus-
nus.
21.00 Leikrit: Þættir úr „Paradísar-
heimt'* eftir Halldór Kiljan Lax-
ness, saman teknir af Lárusl
Pálssyni fyrir leiksýninguna
Kiljanskvöld 1961 og stjórnað al
honum. Leikendur: Helga Val-
týsdóttir, Rúrik Haraldsson, Har-
aldur Björnsson, Valur GlslafMU»
og Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlök.
KALLI KUREKI
K- — *•-
Teiknari; FRED HARMAN
THANK. HEAVEM SHE'S SOHE f SHE WAS
LKE A BLUSHIM’ BRIDE , WAITIM' FOR.
TH’OL’-TlMER T'S-ET BACK WITH TH’
LICEMSE THEM SHE TEIED T’
HIM» WHAT HAPPENED ?
rtT WAS JLIST A KMOT-HEADED LUCKV
BLUMDER ON HIS PACT/ H£ PICKED .
UP THAT PUP FOR A S-IFT FOR f
MABEL , AN’ TOOK IT WITH HIM N
WHEN HE WENT FOR TH’LICENSE ••*
HE WAS SO FLUSTECED
HE JUSTASKED FÖR A
LICENSE' TH’ CLEGK SAW
TH’PUP, AN’MADE A
NATURAL MISTAKE.'
— Guði sé lof að hún er farin. Hún
var rjóð í kinnum eins og brúður,
bíðandi eftir því að gamli maðurinn
kæmi með leyfið. Og svo reyndi hún
að skjóta hann. Hvað er eiginlega að
gerast?
— Þetta var aðeins bjána-
mistök hans sjáifs. Hann fékk þenn-
an hvolp til þess að gefa Mabel, og
tók hann með sér þegar hann fór að
sækja leyfið.
— Hann ætlaði varla að koma upp
úr sér orði, og bað bara um leyfi.
Skrifstofumaðurinn sá hvolpinn og
gerði skiljanlega skyssu.
— f>ú átt við að gamli maðurinn
hafi fengið hundaleyfi?