Morgunblaðið - 14.09.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1963, Blaðsíða 24
 BRAGÐAST BEZT IMíu slösuðust í „Fleiri börur!“, kallar slökkviliðsmaðurinn, sem stendur í dyr- um strætisvagnsins, en haiin var einn þeirra, sem komu með sjúkrabifreiðunum á slysstaðinn í gær. Lítið barn, sem slasað- ist, er borið burtu, en móðir þess liggur á sjúkrabörunum. þessu athæfi gerist það brotlegt við landslög, því að almennt ^a,nn, er slíkum verknaði, Náttúruverndarráð hefur nú beðið Náttúruverndarnefnd Snæ fellsnessýslu að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Erfitt er þó að hafa eftirlit með hellinum, því að gæzla hans mundi verða fjárfrek. Kærur vegnu sölumannanna ÓLAFUR Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra, tjáði Morg- unblaðinu í gær, að embætt- inu hefðu borizt nokkrar kær ur vegna sölumannanna frá bandaríska blaðsölufyrir tæk- inu Hi-Fidelity Circulation Guild, en þeir fara nú um Reykjavík og hafa á boð- stólum um 40 bandarísk tíma rit. Ein kæran er frá Félagi bóksala. Að því er Morgun- blaðið veit bezt, hafa sölu- mennimir ekki verið kall- aðir fyrir lögreglustjóra enn- þá. Skemmdir unnar á Vegamannaheiii hafa unnið skemmdir á berg- myndunum í hellinum. Þar eru steinrunnin „grýlukerti", dröngl ar, sem hanga neðan í hellis- rjáfrinu, og dropasteinar, sem hlaðizt. hafa upp úr gólfinu (stalaktítar og stalagmítar). Nokkur brögð munu hafa verið að því„ að ferðafólk hafi brotið sér steinkerti úr hellinum, til þess að láta þau skarta á stofu- gólfum heima hjá sér. Virðist fólk ekki gera sér ljóst, að með Drengur slasnst undir dráttorvél Sjúkraflugvél frá Birni Páls- syni sótti í gær slasaðan dreng til Stykkishólms. Hafði dreng- urinn orðið undir dráttarvél á Staðarfelli á Fellsströnd og slas- ast talsvert. Með í flugvélinni suður var kona, sem var að því komin að ala barn, en skipta þurfti um blóð í* barninu. ATHYGLI Náttúruverndarráðs hefur verið vakin á því, að ferðamenn, sem farið hafa í hinn svonefnda Vegamannahelli ná- lægt Búðum á Snæfellsnesi, en hann fannst fyrir nokkru, muni Telpa slasast LAUST fyrir kl. 14 á föstu- dag varð telpa fyrir bíl neðst á Bókhlöðustíg, rétt austán Lækjargötu. Jeppi kom eftir Lækjargötu og beygði upp stíg- inn. í sömu mund segir sjónar- vottur, að telpan hafi hlaupið út á stíginn og ætlað norður yf- ir hann. Hún mun þá hafa orð- ið bílsins vör og ætlað að snúa við, en varð fyrir hægra fram- enda jeppans. aKstaðist hún í götuna og meiddist við það á höfði. Hlaut hún skurð og senni lega heilahristing. Hún flutt í Slysavarðstofuna. hörkuárekstri í gær MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Lönguhlíðar cg Miklubrautar kl. 16.50 í gær, þegar strætisvagn, fullur af fólki, og stór vöruflutninga bifreið skullu saman. Fjöldi fólks hlaut áverka, flesta þó minni háttar, og fóru tveir sjúkrabílar, fullir af fólki, í Slysavarðstofuna af slys- staðnum. Kl. 16.50 var strætisvagn á leið austur Miklubraut. Hvert sæti vagnsins var skipað, og auk þess stóðu nokkrir. 1 sama mund kom mjög stór, yfirbyggð vöruflutn- ingabifreið sunnan Lönguhlíð. Umferðarlögreglan hafði ekki fullkannað atburðinn í gær, og liggur þvl ekki fyrir, hvernig áreksturinn bar að höndum, en fólk á staðnum, sem Mbl. átti tal við I gær, sagði, að sfrætisvagn- inn hefði ekið út á featnamótin gegn gulu Ijósi, en flutningabíll- inn gegn grænu. Talsverð ferð mun hafa verið á báðunr bílun- um. Þeir skullu saman af miklu Fonnst lótinn í Straum- íjorðaró í GÆR fannst látinn mað- ■ í Straumfjarðará á Snæ- fellsnesi, og mun hann hafa drukknað \ ánni. Maður þessi sem er frá Reykjavík, var að laxveiðum ásamt fleira fólki. Um kl. þrjú fór hann einn sins liðs til veiða, en kl. hálfsex fannst hann látinn í ánni. Talið er, að hann hafi drukknað, en þegar Mbl. vissi síðast til í gærkvöldi, var læknir ekki kominn á vett vang til þess að kveða á um dánarorsökina. afli, og lenti vöruflutningabíllinn á hægri hlið strætisvagnsins, framan við miðjú. Báðir bílarnir snerust til, strætisvagninn til vinstri út af Miklubraut, en flutn ingabíllinn til hægri. Fleygðust þeir skáhallt upp á götueyjuenda norðanvert við gatnamótin, lentu á Ijósastaur og brutu hann. Ljósa staurinn hentist yfir á eystri ak- braut Lönguhlíðar, skall á höfuð- ið, og mölvuðust lampakúlurnar á götunni. Svo vel vildi til, að enginn var staddur í námunda við staurinn, þar sem hann kom niður. Strætisvagninn lenti á fólks- bifreið, sem stóð kyrr austan götueyju í Lönguhlíð við gatna- mótin og sneri í suðurátt. Vissi bílstjóri þess bíls ekki fyrri til en vagninn skall á honum. Kl. 16.52 var lögregla og sjúkra lið kvatt á staðinn. Hliðin á strætisvagninum beyglaðist inn á við við höggið, og urðu farþegar fyrir margvíslegu hnjaski og slýs um. Tveir sjúkrabílafarmar af meira og minna slösuðu fólki fóru í Slysavarðstofuna. — Níu manns þurftu læknishjálpar við. Ekki var hægt að fá nákvæmar upplýsingar í gær um meiðsl fólksins, en eftir því, sem Morg- unblaðið komst næst, voru engin Sexmanna- nefndin á fundi • SEXMANNANEFNDIN kom saman á fund í gærkvöldi. Stóð sá fundur enn, er blaðið fór í prentun. Sáttafundur með farmönnum SÁTTAFUNDUR í farmannadeil- unní stóð til kl. tvö aðfaranótt föstudags. Fundur hófst aftur kl. fjógur í gær og stóð, enn, er blaðið fór í prentun. •þeirra talin mjög alvarleg. Má það teljast mikið lán, því að áreksturinn var mjög harður og hrottalegur, eins og að framan greinir. Sjá ennfremur myndir og frásögn á bls. 3. FLOTADEILD Barry Ander- sons, kapteins, kom til Reykja víkur um kl. 2 í gærdag. í deildinni eru fjórir tundur- duflaslæðarar og birgðaskip. ■Á mánudagsmorgun halda skipin til Eyjafjarðar, þar sem þau munu slæða tundur- duflasvæði frá stríðsárunum. Anderson mun í dag ganga á fund utanríkisráðherra og borgarstjóra. Anderson I heimsókn hjá Landhelgisgæzlunni. Er að ræða við Gunnar Bergsteinsson. Anderson stendur við líkan af varð- skipinu Óðni. Ferð okkar híngað er tákn um vináttu Sandanna — sagði Barry Anderson í viðtaii við lUbl. í gær Morgunblaðið átti í gær við tal við Barry Anderson um borð í skipi hans, Reclaim. Kapteinninn sagði m.a.: — Auk birgðaskipsins komu til íslands 4 tundurduflaslæð- arar, Wolverton, Wiston, Yan- ton og Lewiston. Þeir eru lítil skip, um 450 tonn að stærð, byggð úr tré og er ekki til stál um borð, heldur aðeins kopar, og verður svo að vera vegna hlutverks skipanna, er þurfa að sigla yfir segulmögn- uð dufl. — Þetta er í fyrsta skipti sem skipin fara svo langt frá Bretlandi, en þau eru mjög grunnrist og ekki ætluð til út- hafssiglinga. Við lentum í mjög slæmu veðri á leiðinni hingað og iðulega gat ég ekki komið auga á skipin úr brúnni. Þau hurfu algerlega í bylgjurnar. — Ferð okkar til að slæða I Eyjafirði og Seyðisfirði er farin sem tákn um vináttu brezku og íslenzku ríkisstjórn- anna. Það var einskær tilvilj- un, að mér var falin stjórn skipanna, einskær tilviljun (hér skaut Brian Holt, ræðis- maður, því inn, að kapteinn- Framhald á bls. 23. Brezka flotadeildin í Reykjavíkurhöfn, 4 tundur duflaslæðarar og birgðaskip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.