Morgunblaðið - 14.09.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.09.1963, Qupperneq 8
8 MOttGUNBLAÐIÐ Lawgarctagur 14. sept 1963 Rannsóknir amerískra vís- indamanna í meira en áratug hafa nú borið þann árangur, að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur leyft frjálsa sölu til al- mennings á fleski, sem hefur verið rotvarið hrátt með geisl- un. Dósaflesk geymist ætilegt, án allrar frystingar, í minnst tvö ár, þó að hitinn í geymsl- unni sé allt af 100°F. Þegar svo fleskið er tekið úr dós- inni, er það tilbúið til suðu Niðursneitt, hrátt flesk, tilbúið Bandaríkjastjórnar, í nágrenni komið í dósirnar er það geislað balt-60. — í dósirnar, í geislunarstöð Boston, Mass. Þegar kjötið er með gammageislum frá kó- leiðslu geislaðra matvæla. Að- aláherzlan var lögð á kjöt, sem væri sterkgeislað eða al- veg gerilsneytt. Þar næst var rætt um minni geislun eða pasteuriseringu. Þá var hafin bygging á geislunarstöðinni í Massachusetts, þar sem gólf- rýmið er 21.000 ferfet og marg ir vísindasamningar voru gerð ir við háskóla og iðnfyrir- tæki. í stöðinni er hleðslurúm þar sem stórir farmar af nýju fleski eru afhentir, kjötiðnað- arrúm þar sem kunnáttumenn frá her og borgaralegum að- ilum meðhöndla kjötið, og svo smærri rannsóknarstofur, þar sem tilraunir eru gerðar. Eftir að gengið hefur verið frá kjötinu, er það flutt á færi- böndum inn í geislunina, og kunnáttumenn fylgjast með öllu, sem gerist í „lokuðu“ sjónvarpi. Rotvarnif með geislnn og ekki hægt að finna mun á því og nýju fleski. Fleskið er sneitt niður hrátt, sett í lokaðar dósir og síðan fær það sterka geislun með gammageislun frá geislavirku kóbalt-60, en þessi geislun drepur allar smáverur, sem valda skemmdum. Hver dós er vandlega rannsökuð til þess að komast að raun um, að 1 TILEFNI af frétt Morgun- blaðsins um Ara Brynjólfs- son, sem unnið hefur að smíði kolbolt-geislabyssu í Banda- rikjunum, birtir blaðið eftir- farandi grein úr SCIENCE HORIZONS um rotvarnir með geislun. f Bandarikjunum hefur nú verið leyft að selja til al- menningsneyzlu hrátt, niður- sneitt flesk í dósum, sem hef- ur verið geislað með geisla- virku kóbalt-60. ekki leynist með henni geisla- virkni. Kjarnorkunefndin kom á fót geislunarstöð handa hern- um í nágrenni Boston, Mass. Þessi stöð er talin sú fyrrsta, sem reist er beinlínis til að geisla matvöru, og sú eina með tvenns konar geislun og rúm fyrir meðferð matvara, allt undir sama þaki. Stærsta stöð með kóbalt-60 Þarna er stærsta þekkta stöðin með kóbalt-60, með geislavirkni á við meira en milljón grömm af radíum. Þarna er einnig 24 milljóna elektron-volt aflstöð, þar sem hægt er að geisla matvöru með annarri aðferð. í janúar 1963 var geislun- arstöðin höfð í gangi meðan á stóð alþjóðaráðstefnu um geislunarrannsóknir. Meira en 300 vísindamenn frá átta lönd- um og sameinuðu þjóðunum tóku þátt í þessari ráðstefnu, sem Bandaríkjaher og Vísinda stofnun Bandaríkjanna geng- ust fyrir í félagi. Ef frá er talin niðursuða, er geislunin fyrsta algjörlega nýja aðferðin til geymslu mat væla, síðan sögur hófust. Þurrkun, reyking, frysting og aðrar alþekktar aðferðir, eru jafngamlar menningunni. Flesk, sem geislað hefur verið fyrir mörgum mánuðum, eta nú Bandaríkjahermenn í heimskautalöndunum, hitabelt inu og annars staðar. Borgara- legir sjálfboðaliðar og svo her menn hafa etið margar teg- undir geislaðrar fæðu undan- farið, án þess að það hefði nokkrar skaðlegar afleiðingar. Fleiri tegundir Aðrar nýjar matvörur, sem verið er að gera tilraunir með að geisla, til manneldis, eru ferskjur, hakkað kjöt, gulræt- ur, grænar baunir, kál, þorsk- ur, rækjur og túnfiskur. A ár- unum 1963 og 1964 hefur yfir- stjórn þessara mála í hyggju að bæta þarna .við geisluðum kjúklingum, hveitimjöli, nýj- um appelsínum, svínslærum og kartöflum. Almennir möguleikar á geisl un matvæla voru þekktir þeg- ar árið 1949 á rannsóknar- stofum í Bandaríkjunum. Þá vildi svo til, að Kjarn- orkunefndin tók snemma á ár- inu 1950 að athuga möguleika á að nota kóbalt-60 og önnur úrgangsefni, sem voru tekin að safnast fyrir við kjarnorku tilraunir. Og visindamennirn- ir komu brátt auga á mögu- leika til að nota þessi efni til að rotverja matvörur. Dr. Samuel Goldblith og dr. Bernhard E. Prootor, sem nú er látinn, en báðir störfuðu við verkfræðiskólann í Massachu- setts, voru meðal brautryðj- enda á þessu sviði. Rannsókn- ir þeirra sýndu, að geislun gæti hindrað smitun af völd- um skordýra á kornvörum og öðrum matvörum. Árið 1953 birtu Bandaríkin heiminum tillögur sínar um kjarnorku til friðsamlegra nota. Á fyrstu ráðstefnunni um slíka notkun árið 1955 lögðu Bandaríkjamenn fram vísindalegar ritgerðir um kjarnorkugeislun matvæla. Og síðan hafa þeir haldið áfram að dreifa slíkum fróðleik með- al allra þeirra, er áhuga hafa á slíkum málum. Árið 1961 kom Bandaríkja- stjórn fram með sex ára áætl- un um rannsóknir og fram- Mikill tilkostnaður Sökum þess hve gífurlega er dýrt að koma upp geislunar- stöðvum og framkvæma geisl- un í stórum stíl, er ekki búizt við, að einkaframtakið geti komið þeim upp, fyrst um sinn. En kunnugir telja að geislun verði komin að fullu gagni fyrir allan almenning í lok yfirstandandi áratugar. Kjarnorkunefndin hefur nú í smíðum geislunarstöð fyrir fisk í Gloucester, Mass. Þar verða lággeislaðar eða past- euriseraðar matvörur úr sjó, svo sem ýsa, skelfiskur og rækjur. Þessi meðferð drepur meira en 95% af gerlunum og gerir matinn geymsluhæfan í mánaðartíma með venjulegri "kælingu. Þessi stöð, sem á að verða tilbúin 1964, á að geta afkast- að allt að einni smálest af fiski á klukkustund með kó- bolt-60 geislun, sem jafngild- ir 300.000 grömmum af radí- um. Stöðin verður rekin af fiski- máladeild innanríkisráðuneyt- is Bandaríkjanna, og þess er vænzt, að hún geti varnað skemmdum á vörunni og gert framboðið til almennings jafn- ara. En aðalhagnaðurinn er þó hinn nýi fiskmakaður á stöðum, sem eru óaðgengileg- ir með núverandi dreifingar- aðferðum. Varna spírun Kanada og Sovétríkin hafa áð ur leyft notkun kartaflna, sem höfðu verið geislaðar lítilshátt ar, til að varna spírun, en þetta byggist að mestu á til- raunum, sem áður höfðu ver- ið gerðar í Bandaríkjunum. „Electro-accelerator“, sem notaður er við geislun á matvæl- K«V wv iVVMMbl VMMI* Fjórðungsþing Ungru Sjdlf- stæðismonnn d norðurlondi Haldið á Húsavik 14. september — Erlend tiðindi Framh. af bls. 6 • Á því leikur nú ekki leng- ur neinn vafi, að Kínverjar telja áhrif Sovétríkjanna í Asíu sýna Og sanná, að leiðtogarnir í Kreml séu enn heimsvaldasinnar, þrátt fyrir kenningar Lenins. • í stuttu máli má segja, að Kínverjar haldi því fram, að Sovétríkin hafi ekki rétt til þátt- töku í samtökum Afríku og Asíu, þar eð þau hafi á sínum tíma lagt undir sig hluta af Asíu með valdi. í þessu sambandi má hafa í huga, að Kína, ekki Sovétrík- io, tóku þátt í Bandung-ráð- stefnu stjórna Afríku og Asíu 1955. Fulltrúar Sovétríkjanna í einingarhreyfingu Afríku sitja í Kaíró. • Kínverjum tókst að hindra þátttöku sovézkra blaðamanna 1 ráðstefnu blaðamanna frá Afríku og Asíu, sem haldin var í Dja- karta í apríl sl. Kínverjar héldu því fram þá, að sovézkir Asíu- búar (þar með taldir íbúar lýð- veldanna Uzbekistan og Tadzhik- istan, sem oft senda fulltrúa á ráðstefnur Afríku- og Asíuríkja) séu ekki sjálfstæðir. Er þá vísað á bug öllum fullyrðingum sov- ézkra yfirvalda, sem halda fram sjálfstæði þessa fólks, og jafn- rétti þeirra við þá, sem búa í sjálfu Rússlandi. • í seinni tíð hafa margir þótzt sjá þess merki, að Kínverj- ar séu að setja á stofn ýmis sam- tök Afríku- og Asíuríkja, sem sovézkir Asíubúar eigi ekki að fá neina aðild að. Til dæmis má nefna, að í júní og júlí buðu Kínverjar veukalýðsleiðtogum til U M langt árabil hafa ung- ir Sjálfstæðismenn í Norð- lendingafjórðungi komið Peking. Þar var kveðið á um sérstakan fund þeirra í Djakarta. Skal hann haldinn í anda „Bandung", þ. e. án sovézkrar þáttöku. Þannig er landamæra- deilan orðin vopn í höndum Kínverja, og þeir beita því til að seilast tD áhrífa i vanþróuðum löndum. saman einu sinni á ári og haldið fjórðungsþing. Þing þessi hafa verið vettvang- ur umræðna um félagsmál ungra Sjálfstæðismanna í Norðlendingafjórðungi, stjórnmál almennt, svo og atvinnnumál og önnur sér- mál f jórðungsins. Nú hefur verið ákveðið að halda fjórðungsþingið á Húsavík laugardaginn 14. sept. n.k. og hefst það kl. 4. Rétt til setu á fjórð- ungsþinginu hafa ungir Sjálfstæðismenn í Norður- landskjördæmum eystra og vestra. Formaður f jórðungssam- bandsins nú er Kári Jóns- son, Sauðárkróki og veitir hann frekari upplýsingar. Ennfremur formenn félaga ungra Sjálfstæðismanna á svæðinu svo og skrifstofa S.U.S. í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.