Morgunblaðið - 26.09.1963, Qupperneq 3
Fimmtnclfieur 26. sept. 1963
MQRGUNBLAÐIÐ
3
TVEIR brezkir sjóliðar liggja
nú í Landakotsspítala. Þeir
veiktust báðir sl. laugardag
um borð í skipum sínum, sem
lágu á Seyðisfjarðarhöfn. —
Flugvél frá Landhelgisgæzl-
unni flutti ménnina til Reykja
víkur. Á Landakoti voru þeir
báðir skornir upp, annar við
kviðsliti, en úr hinum var tek-
inn botnlanginn.
Blaðamaður Morgunblaðsins
brá sér í heimsókn til. sjúkl-
inganna, þar sem þeir lágu
í rúmum sínum og horfðu á
regnið og slydduélin lemja
rúðurnar — heldur ókræsilegt
útsýni í ókunnu landi.
Malcolm Giles, yfirmannakokkur Edmond Smith, kokkur
Kokkar með innanskömm
í fremra rúminu liggur
Malcolm Giles af birgðaskip-
inu Reclaim.
— Hvernig hefur þú það?
— Ekki sem verst, botnlang
inn er farinn og stúlkurnar
hérna á spítalanum gera allt,
sem í þeirra valdi stendur, til
þess að létta okkur þrautirn-
ar. Það versta er, að skipin
skuli vera farin. Við erum
hálfgerðir strandaglópar og
verðum víst að fara fljúgandi
heim. Hvenær heldurðu að við
losnum héðan?
— Það er víst betra* að
spyrja læknana að því. Ertu
giftur?
— Nei, en hjónabandið er
skammt undan. Ég var að
skrifa kærustunni. Sjáðu,
hérna er mynd af henni, tek-
in á Trafalgar Square í Lond-
on. Þar er allt fullt af dúf-
um. Ég vildi vera kominn til
London.
— Áttu þar heima?
— Nei, ég á heima í Bristol.
— Hvaða starf hefur þú um
borð í Reclaim?
— Ég er kokkur yfirmann-
anna. Á Reclaim eru 100 ó-
breyttir liðsmenn og 11 yfir-
menn. Eru tveir kokkar fyrir
hvorn hóp. Foringjarnir halda
sig mjög vel í mat, það þýðir
ekkert að bjóða þeim nema
það bezta.
— Eruð þið kjöldregnir, ef
ykkur mistekst?
— Mér mistekst aldrei.
f rúminu við gluggann ligg-
ur Edmund Smith, sem skor-
inn var upp við kviðsliti.
Hann er skipverji á tundur-
spillinum Wiston.
— Ert þú að lagast í kviðn-
um?
■— Ég er að skríða saman,
en það er mjög sárt að þurfa
að fara fram úr rúminu.
— Hvað gerir þú á Wiston?
— Ég er líka kokkur. Á
Wiston eru bara 40 menn. Við
kokkum tveir.
— Hvernig er heilsa skips-
félaga ykkar, úr því að þið
þolið ekki sjálfir ykkar eigin
mat?
Þeir fullyrða nú báðir, að
enginn hafi fengið neina inn-
anskömm, eins lengi og þeir
Vaxandi starfsemi Fél-
agsmálastofnunarinnar
NÁMSFLOKKAR Félagsmála-
etofnunarinnar í fundarstörfum
og mælsku, verkalýðsmálum og
hagfræði munu hefjast 20. októ-
ber nk. en námsflokkurinn um
fjölskylduna og hjónabandið upp
úr næstu áramótum, að sögn
Hannesar Jónssonar, félagsfræð-
ings, sem átti í gær viðtal við
blaðamenn til þess að skýra frá
starfsemi stofnunarinnar í vetur.
Innritun í fundarstörf og
mælsku, verkalýðsmál og hag-
fræði er hafin og eru þátttöku-
skírteini seld í bókabúð KRON í
Bankastræti.
Hannes skýrði svo frá, að þátt-
taka í námsflokkunum hefði ver-
ið langtum meiri en gert var ráð
fyrir í upphafi. T.d. hefðu 105
nemendur verið í námsflokkun-
um fyrsta starfsárið en 369 sl.
skólaár. Langmest aðsókn hefur
verið að námsflokkunum um
fundarstörf og mælsku og fjöl-
skylduna og hjónabandið.
í fyrra var í fyrsta skipti starf-
ræktur framhaldsnámsflokkur í
félagsstörfum og mælsku. Gafst
sú starfsemi mjög vel. Allir nem-
endurnir, sem ástunduðu mælsku
æfingar af kostgæfni, náðu mjög
1 Z' NA 15 hnútar 1 y SV SOhnútar H Sn/Hama • úii 7 Shirir S Þrumur W.Z KuUaM HitaaW r'* Uj
i ^^
góðum árangri, og í lok nám-
skeiðsins stofnuðu þeir málfunda
félagið Muninn. Er því ætlað að
verða þriðja stigið í mælsku-
þjálfun Félagsmálastofnunarinn-
ar. Félagið er þó sjálfstætt og
óháð stofnuninni en rekið af
fyrri nemendum hennar og eitt
af inngönguskilyrðunum er, að
menn hafi sótt mælskunámskeið
Félagsmálastofnunarinnar. For-
maður félagsins er Torfi Ólafs-
son, bankafulltrúi.
Auk námsflokkastarfseminnar
rekur Félagsmálastofnunin
fræðslu- og leiðbeiningarstarf-
semi fyrir einstök félög. Felst
hún einkum í því, að flutt eru á
þeirra vegum einstök fræðsluer-
indi, reknir fyrir þau sérstakir
námsflokkar og leiðbeiningar
veittar um félagsleg skipulags-
mál. Hafa mörg félög þegar hag-
nýtt sér þessa þjónustu. ,
Jafnframt fræðslu- og leið-
beiningarstarfseminni rekur Fé-
lagsmálastofnunin útgáfustarf-
semi og annast frumrannsóknir á
hafi fengizt við matseld.
— Þú ert Skoti, Smith,
segir blaðamaðurinn.
— Nej, ég er Lundúnabúi.
— Víst ertu Skoti.
— Ég er Skoti að uppruna,
og Edinborg er heimahöfn
skipanna. Það heyrist kann- ,
ske á mæli mínu.
— Ert þú kvæntur?
— Já harðgiftur og á tvö
börn.
— Hafið þið komið til ís-
lands áður?
— Nei, en við kunnum á-
gætlega við okkur. Sérstak-
lega skemmtum við okkur vel
á Akureyri. En eitt getum við
ekki skilið, af hverju í ósköp-
unum drekkið þið ekki á mið-
vikudögum?
Nú vefst blaðamanni tunga
um tönn og tekur hann það
til bragðs að kveðja í skyndi
og óska þeim félögum góðs
bata.
sviði félagsmála. Um þessar
mundir er að koma út önnur bók
in í bókasafni stofnunarinnar.
Nefnist hún Fjölskyldan og
hjónabandið. En rannsóknarverk
efnið, sem unnið er að, er um
sögu og starfssvið íslenzku laun-
þegasamtakanna. Sagði Hannes
Jónsson, að rannsókn þessi hefði
gengið hægar en ráð var fyrir
gert, þar sem mörg félögin hefðu
sýnt fálæti við að svara og end-
ursenda spurningaskrá stofnun-
arinnar, en fé ekki enn fengist
frá Vísindasjóði til þess að bera
kostnað af að senda mann eftir
svörunum. Sagðist Hannes vona,
að úr þessu mundi rætast og fé-
lögin senda spurningaskrárnar
útfylltar, einkum þó ef forystu-
menn félaganna gerðu sér Ijóst,
hversu mikilvæg þessi rannsókn
gæti orðið fyrir félögin sjálf.
Fræðslustarfsemi Félagsmála-
stofnunarinnar verður nú sem
fyrr til húsa í Gagnfræðaskólan-
um við Vonarstræti. Kennt verð-
ur á sunnudagseftirmiðdögum.
UM hádegi í gær var djúp
lægðarmiðja (970 millibar)
skammt austur af Langanesi
og olH NV eða N átt um allt
land. Á Vestfjörðum var N-
hríð en frostlaust á láglendi.
Norðan lands var 2—5 stiga
hiti og rigning, en þurrt og
bjart veður suðaustan lands.
Mikil úrkoma var aðfaranótt
miðvikudagsins á Norður-
landi, 27 mm á Horni, 20 á
Siglunesi, en ekki nema 2 á
Akureyri.
Fróðletj hók um tjöl-
skyldu- off hjú-
skaparmál
t DAG kemur í bókaverzlanir
ný og fróðleg bók á vegum Fé-
lagsmálasto-fnunarinnar, og nefn-
ist hún „Fjölskyldan og hjóna-
bandið“. Ritstjóri bókarinnar er
Hannes Jónsson félagsfræðingur,
en auk hans rita í bókina Pétur
H. J. Jakobsson, forstöðumaður
fæðingadeildar Landsspítalans,
Siigurjón Björnsson, sálfræðing-
ur, dr. Þórður Eyjólfsson, hæsta-
réttardómari, og Þórir Kr. Þórð-
arson, prófessor.
í formála bókarinnar segir að
meginefni hennar hafi fyrst ver
ið kynnt í tíu erindum í náms
flokki Félagsmálastofnunarinnar
nr. 6 í marzmánuði í ár. Er hér
„að vissu leyti um brautryðjenda
starf að ræða, þar sem fram að
þessu hefur enga skipulega
fræðslu verið að fá hér á landi
um fjölskyldu- og hjúskaparmál
efni, og þetta mun vera fyrsta
Framh. á bls. 23
STáKSTEINAR
Kommúnistar tapa
Eftirtektarverðasta breytingin
í norsku sveitarstjórnarkosning-
unum er sú að kommúnistar tapa
um helmingi fylgis síns. Aðrir
flokkar ýmist vinna lítillega á
eða tapa nokkuð. Kommúnistar
hafa verið fylgislitlir í Noregi,
svo að ekki var af miklu að taka,
en samt tókst þeim að tapa nú
svo miklu atkvæðamagni, að
segja má að kommúnistar séu
þurrkaðir út í Noregi.
Okkur íslendingum hefur
tekizt ver en frændum okkar
Norðmönnum að þurrka út þau
óþrif, sem kommúnisminn er.
Hér hafa kommúnistar vaðið
uppi og jafnvel verið taldir sam
starfhæfir í ríkisstjórn. Fleiri
og fleiri átta sig þó á því, að
hinn svonefndi kommúnista-
flokkur er ekki stjórnmálaflokk
ur í venjulegum skilningi
heldnr fjarstýrð klíka, sem ætíð
tekur hagsmuni erlends ógnar-
valds fram yfir hagsmuni þjóðar-
innar. Þess vegna hallar líka
undan fæti hjá kommúnistum
hér á landi og nauðsynlegt er að
hraða algjörum ósigri þeirra.
Varað við slysum
Eftirfarandi ritstjúmargrein •
birtist í Alþýðublaðinu í gær:
„Hér er hugmynd fyrir þá sem
berjast gegn um.ferðaslysum til
að draga úr manntjóni, heilsu-
tjóni og eignatjóni.
Hvernig væri að taka 2-3 bíla
sem eru illa famir eftir árekstur
eða umferðarslys og setja á
stalla við fjölfarna vegi og
götur ökumönnum til áminn-
ingar?
Ekki væri þetta til að fegra
bæinri, en fátt mundi reynast
eins kröftug áminning til öku-
manna og slík sjón.
Þetta hefur verið reynt í
öðmm löndum, væri ekki tilvinn
andi að gera slíka tilraun hér?“
Deilurnar magnast
Deilurnar innan kommúnista-
flokksins, og milli hinna flokks-
bundnu kommúnista og banda-
manna þeirra, rragnast nú.
Þannig segir „Þjóðviljinn“ í
fyrradag, að óskiljanleg sé ósk
Frjálsþýðinga um sameiningu við
flokksbundna kommúnista og
bætir við:
„Minnir þetta einna helzt &
talsmáta Jústs þess, sem bjó á
Fæti undir Fótafæti: „Eg skal
skera af þér hausinn — elsku
vinur.“ , .
Síðan bætir blaðið við:
„Annars er erfitt að sjá hvaða
hagsbót ætti að felast í þvílíkri
sameiningu heilbrigðra manna
og bersyndugra. Aðalhluthafar
Frjálsrar þjóðar hafa verið að
sanna það allar götur sínar
síðan 1953, hvernig flokkur, sem
að eigin sögn hafði alla verðleika
til að bera, heldur áfram að tapa
fylgi. Kosningatölur frá því i
sumar virðast bera það með sér
að þá hefði fylgi hans verið
orðið þó nokkrum hundruðum
minna en ekki neitt og munu
fáir eftir leika.
En það er alkunn stærðfræði-
leg regla að ekki fæst stærri út-
koira með því að leggja saman
jákvæða stærð og neikvæða,
heldur nefnist slík reikningsað-
ferð frádráttur."
Auðljóst er að með þessum
orðum er verið að sneiða að
þeim mönnum í kommúnista-
flokknum, sem ólmir vildu sam-
vinnu við Þjóðvarnaflokkinn í
síðustu kosningum og þeim
borið á brýn, að þeir hafi orðið
þess valdandi, að kommúnista-
flokkurinn tapaði fylgi, því að
samvinnan við Þjóðvörn hefðl
ekki orðið til fylgisauka, heldur
gagnstætt.