Morgunblaðið - 26.09.1963, Page 8
8
MORCUNBLADID
FimmtudagUT 26. sept, 1963
Versto leitaveður í 100 ár
Fé kannski \
fönn eða lækjum
* *
segir Agúst bóndi í Asum
UM FIMMLEYTIÐ í gærdag
var safn Gnúpverja komið
framhjá Gaukshöfða á leið nið
ur Hagaflatir, milli Hagafjalls
og Þjórsár. í fararbroddi reið
Bjarni Kolbeinsson, bóndi í
Stóru-Mástungu, en hann er
aldursforseti leitarmanna. Eft-
ir honum fylgdi forystukindin
frá Hæli, fast og dyggilega.
við lögðum samt upp í tveim
ur hópum. Annar átti að
smala austan í svonefndum
Hjöllum niður með Þjórsá.
Hinn hópurinn fór vestar með
trússahestana. Ekkert varð þó
úr smalamennsku, því að bylj
ir stóðu yfir allan daginn, með
afspyrnuroki. Skyggni var oft
ast aðeins 10 til 20 metrar.
Ágúst Sveinsson, bóndi í Ás
um, sem farið hefur í göngur
Gnúpverja í marga áratugi
sagði svo frá:
— Ég er þess fullviss, að
veðrið að undanförnu er hið
versta, sem gert hefur um
gangnatíma að minnsta kosti
síðustu hundrað árin. Faðir
minn, Sveinn Einarsson, sagði
mér margt um göngur, en gat
aldrei um svo slæmt tíðarfar.
— Þeir, sem lengst fóru,
lögðu af stað inn í Arnarfell
fyrir 9 dögum og fengu strax
á sig slyddur og éljagang.
Hélzt vont veður allt þar til
í fyrradag, en þá var það sæmi
legt. Svo skall yfir moldar-
bylur í fyrrinótt. Það var sann
kölluð heppni, að það var svo
snemma, að ekki var búið að
skipta í leitir, því annars er
óvíst, hvernig farið hefði fyr-
ir okkur. Við höfðum gist 1
Gljúfurleit allir gangnamenn
irnir, 26 talsins. Frá Gljúfur-
leit eru strangar 2 dagleiðir
niður að rétt.
— Við ákváðum að bíða
með að halda af stað, þar til
eftir hádegi í von um betra
veður. Veðurbatinn brást, en
Bjarni Kolbeinsson,
í Stóru-Mástungu.
heilir á húfi í tjaldstað í
Hólaskógi skammt ofan við
Stöng. Þar sváfum við, en í
morgun voru 10 menn sendir
til að smala svæðið, sem taka
átti fyrir í gær. Síðar í dag
fóru flutningabílar til móts
við þá og munu þeir flytja
féð til réttarinnar.
—■ Svo mikið hefur snjóað,
að fé kann að hafa fennt. Einn
ig hefur allmikið krap safn-
ast í læki og gæti það orðið
kindum að grandi.
Fréttamenn Morgun-
blaðsins brugðu sér aust-
ur í Hreppa í gærdag og
hittu að máli gangnamenn
en þeir hafa átt við hið
versta óveður að etja síð-
ustu daga, einkum Gnúp-
verjar, sem ekkert gátu
smalað í fyrradag og urðu
að senda menn og fjárflutn
ingabíla aftur inn á afrétt
í gær til þess að reyna að
smala það svæði, er þá var
skilið eftir.
Safn Hrunamanna komið í girðingu hjá Hrunarétt laust fyrir sólsetur. — Ljósm. Mbl. Þ. H.
Losnuðum vlð
versta veðrið
rætt við fjallkóng Hrunamanna
ÞEGAR komið var að Hruna-
rétt laust fyrir sólsetur í gær-
kvöldi höfðu Hreppamenn ný-
lokið við að reka féð inn í
girðingu vestan við réttina
fyrir nóttina. Gangnamenn
Fjallakóngur Hrunamanna,
Gestur Guðmundsson
í Syðra-Seli.
voru sem óðast að tínast t
burtu og sumt féð var þegar
lagzt þótt enn væri styggð á
því.
Fjallakóngur Hrunamanna
er Gestur Guðmundsson í
Syðra-Seli, og þangað var far-
ið til fundar við hann. Hann
hefur verið fjallkóngur í 11
ár, en hefur farið á fjall síð-
an 1919, „oft fjórum sinnum
sama árið“.
__ Mér skilst að við höfum
losnað einkennilega vel við
versta veðrið, og sannast að
segja hef ég áður fengið verra
veður á fjalli. Við fórum í
tveimur hópum á fimmtudag
og föstudag, alls 41 maður, og
á leiðinni inn eftir fengum
lp>iíSinrlA rifcvnninrr
þetta er skínandi mannskapur
sem ég var með.
— Þið Hrunamenn hafið
stóra afrétt?
— Hún er að minnsta kosti
erfið, það þarf hvergi annars
staðar að hafa sjö gangnakofa.
Við þurfum að smala öll
Kerlingarfjöll, og það er heil
dagleið kringum þau. í góðu
sumri er féð auk þess uppi
um öll fjöllin.
— Hvernig var svo veðrið
í lokin?
— Það var slæmt, en alls
ekki afleitt. Við fengum skaf-
renning, éljagang og byl og
svoleiðis, en það var nú ekki
mikið. Skyggnið var afar
slæmt, en við gátum þó leitað
í gær. Við fengum alltaf veðr-
ið á eftir okkur, og það er
mikill munur.
— En hvernig gekk hjá
ykkur í náttstað?
— Það gekk heldur illa að
sofa í fyrrinótt fyrir veður-
gný í tjöldunum, og við urð-
um alltaf að fara upp annað
slagið til að treysta tjöldin
svo þau fykju ekki ofan af
okkur.
— Og hvernig voru þá
snjóalögin?
— Það var rétt svo að hest-
arnir gátu marið gegnum
skaflana. Féð hefur runnið
mikið nú í haust, því það hef-
ur verið þungur snjór inni á
fjöllum í nærri hálfan mánuð.
Samt virðist féð vera vænna
en verið héfur síðustu þrjú
árin. Það var nóg gras á af-
réttinni og féð hefur þrifizt
vel í sumar.
__ Og hvað heldurðu að þið
hafið komið með margt af
fjalli?
— Ég mundi gizka á að
það væri hátt á áttunda þús-
und. Það eru ékki nærri allir
hér í sveit sem reka á fjall,
en svo er alltaf nærri þúsund
fjár úr öðrum sveitum, sem
kemur á okkar afrétt.
Snjórinn, sem fallið hafði í
fyrradag, var að mestu horf-
inn af láglendi, en er ofar dró
í hlíðarnar var jörð alhvít.
Austanmegin Þjórsár virtist
fönnin lífseigari. Sólskin bað
aði snævi þaktar rætur Hekiu
en efri hluti hennar var hul-
inn skýjabólstrum. í Þjórsá
var talsvert krap- og íshröngl.
— Engan sakaði þó, hvorki
mann né hest, og allir komust
Fjárrekstur Gnúpverja undir Hagafjalli nokkru fynr neðan Haga.