Morgunblaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. sept. 1963 Hvers vegna DeGaulle mun mistakast ■ Dr. Arnold Toynbee ræðir framtíð Evrópu i Ijósi skoðana og drauma Frakklandsforseta AFSTAÐA de Gaulle, Frakklandsforseta, til al- þjóðamála er og hefur ver- ið, umræðuefni á Vestur- löndum um alllangt skeið. Ráðamönnum margra vestrænna landa hefur þótt forsetinn ósamvinnu- þýður, fara eigin leiðir, og þá um leið brjóta í bága við ýmsar hugmyndir, sem legið hafa til grundvallar samstarfs Vesturlanda- þjóða, að heimsstyrjöld- inni síðari lokinni. Sumir sérfræðingar halda því fram, að de Gaulle sé haldinn stórveld- isdraum, draum um að gera Frakkland að veldi, sem haft geti úrslitaþýð- ingu í deilum stórveld- anna. Margt styður þessa kenn ingu: De Gaulle hefur að miklu leyti hafnað sam- starfi við bandalagsríki í NATO og Frakkar vinna nú að því að koma upp sín- um eigin kjarnorkuher; Frakkar hindruðu þátt- töku Breta í Efnahags- bandalaginu, að margra áliti til að koma í veg fyr- ir aukin bandarísk áhrif, og þá um leið nánara sam- starf þjóða beggja vegna Atlantshafs; loks þykir mörgum til þess benda, að de Gaulle ætli sér að endur móta Efnahagsbandalagið eftir „frönskum hugmynd- um“i í grein þeirri, sem hér birtist, gerir dr. Arnold Toynbee, sem er heims- kunnur fyrir þekkingu sína á sögu Evrópu, fyrr og síðar, grein fyrir því, hvers vegna hann álítur, að de Gaulle muni ekki takast að ná marki sínu. Byggir hann hug- myndir sínar aðallega á iðnaðarmætti Evrópulanda innbyrðis, og samanburði við stórveldi á því sviði. Þannig telur Toynbee, að jafnvel þótt Frökkum tæk ist að seilast til tímabund- inna áhrifa innann Efna- hagsbandalagsins, þá yrðu þau skammvinn, og myndu síðar færast í hendur V.- Þjóðverjum. Þegar Frakkar áttu í styrj- öld við Breta meðan á frönsku byltingunni stóð, var uppi hópur franskra hagfræðinga, sem nefndu sig fýsíókrata. Þeir töldu landbúnað eðlileg- an þátt hagkerfisins, sem myndi standa um aldur og ævi; siglingar, verzlun og iðn- að töldu þeir hins vegar óeðli- lega þætti, sem ekki fengju staðizt. í Frakklandi er senni- lega um fimm sinnum meira ræktunarland en á Bretlands- eyjum. Af þessum sökum töldu fýsíókratarnir, að Frakk land myndi ná sterkari að- stöðu er fram í sækti. Nærri tvær aldir eru nú liðn ar frá því að fýsíókratarnir settu fram skoðanir sínar. Frakkland stendur nú betur efnahagslega en nokkru sinni fyrr. Ræktunarmöguleikar og framleiðni jarðarinnar hefur fyrir Frakka, hvað þeir eigi að gera við umframfram- leiðslu landbúnaðarins, þ. e. finna þeim vörum markað, sem tryggt getur sömu af- komu bænda og iðnaðar- manna í Frakklandi. Efnahagslíf Frakklands byggist nú fyrst og fremst á iðnaði. Hve styrk er þá að- staða Frakka? De Gaulle, Frakklandsforseti, telur, að hún sé svo styrk, að Frakkar geti leikið stórhlutverk á at- ómöld, þ.e. gerzt stórveldi á DeGaulle — forsetinn, sem dreymir og Loðvíks XIV. drauma Napóleons vaxið svo, að jafnvel fýsíó- kratarnir myndu verða undr- andi fengju þeir séð. Þessi mikli árangur hefur m.a. náðzt vegna þess, að ekki hefur verið farið eftir kenningum fýsíókratanna. Teljist Frakkland nægtaríki í dag, þá er það vegna þess, að eftir stríðslok lögðu Frakk- ar mikla áherzlu á „óeðlileg- an þátt“, iðnvæðingu, þ.e. lögðu út á sömu braut og Bretar gerðu á tímum Napóle- ons, og Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn á 19. öld. Þegar frönsku byltingunni var að ljúka, þá ieit út fyrir það um stund, að Frakkar, ekki Bretar, yrðu fyrstir til að hrinda af stað iðnbyltingunni. Napóleon kom þó í veg fyrir það, er hann reyndi að endur- taka tilraun Luðvíks XIV. til þess að leggja undir sig Ev- rópu með hervaldi. Því er það fyrst á okkar dögum, að lagt hefur verið í stórfellda iðn- væðingu í Frakklandi, og nú- verandi auðlegð landsins má rekja til þess, að ekki hefur verið fylgt stefnu fýsíókrata. Nú, á miðri tuttugustu öld, haldast framfarir í frönskum landbúnaði í hendur við fram- farir í iðnaði. Þessu var ekki þannig farið í Englandi á 19. öld. Hins vegar eiga Frakkar nú í nokkrum vandræðum með landbúnað sinn. Efna- hagsbandalaginu hefur ekki tekizt að leysa þann vanda borð við Bandaríkin eða Sov- étríkin. Það má öllum vera ljóst, að Frakkar geta ekki náð þessu marki. Slíka metorðagirnd verður að telja jafn fráleita og hugmynd frosksins, sem ætlaði að blása sig út, þar til hann yrði jafn stór og uxi. Það þarf reyndar ekki að taka það fram, að froskurinn sprakk fyrr en varði. Tilraun- ir de Gaulle til að „blása upp“ Frakkland eru enn tilgangs- lausari en viðleitni Þjóðverja og Japana til að ná heimsyfir- ráðum með síðustu styrjöld. Ástæðan fyrir því, að Jap- önum og Þjóðverjum mistókst er einnig ástæðan fyrir því, að Frökkum mun mistakast. Bandaríkin og Sovétríkin eru stórveldi, vegna þess á- taks, sem þar hefur verið gert í iðnaðarmálum. Þar hafa náttúruauðlindir verið hag- nýttar í þágu iðnaðar land- anna. Þjóðir á borð við Jap- ani' og Þjóðverja gátu aðeins náð að komast á svipað stig með því að ná undir sig auð- lindum annarra þjóða, til við- bótar eigin. Þetta var tilgangur Þjóð- verja og Japana, þegar þeir reyndu að leggja undir sig heiminn. Þeir voru að reyna að gera það, sem Frökkum hafði tvívegis mistekizt. Þeir leiddu yfir sig sömu óham- ingju, og bæði Lúðvík XIV. og Napóleon höfðu gert, hvoi um sig. Þeir vöktu einnig andúð og hatur þeirra þjóða, sem þeir reyndu að kúga, og stóðu að lokum uppi ráða- lausir. Velmegun er nú mikil, bæði í Japan og Vestur-Þýzkalandi, þótt ekki sé hún eins mikil ög í Bandaríkjunum. Þessi tvö ríki eru nú vel á vegi stödd efnahagslega, vegna þess, að þau hafa lært af reynslu síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Vel- megunin byggist þar á skyn- samlegri hagnýtingu eigin auð linda. Svo er hins vegar ekki að sjá, að de Gaulle hafi lært neitt af þessari reynslu Jap- ana og Þjóðverja. Hann virð- ist einbeita sér að því að reyna að bæta Frakklandi það sem glatazt hefur af ítökum erlendis. Forsetinn virðist á- kveðinn í að reyna enn það, sem fyrr hefur verið reynt: að leggja Evrópu undir Frakk land. Rétt er það, að hann reynir ekki að leggja Evrópu undir sig með hervaldi. Hann reyn- ir að beita fyrir sig efnahags- legri getu Frakklands til þess að fá hinar þjóðirnar í Efna- hagsbandalaginu til að styðja Frakkland á stjórnmálasvið- inu. Hann lítur þannig á, að þetta muni takast, þar eð bandalagsþjóðirnar 5 njóta góðs af efnahagslegu sam- starfi við Frakka. Það verður að teljast mjög vafasamt, að þjóðsrnar 5 muni vilja missa af ágóða þeim, sem efnahagssamstarfið hefur í för með sér fyrir þær. Hins vegar — ef nokkurt mark má taka á þróun sögu Evrópu síðustu 1000 árin — þá verður að telja a.m.k. jafn ólíklegt, að þessar þjóðir vilji lúta for- ystu Frakka, þótt slíkri for- . ystu sé komið á með efna- hagslegum, ekki hernaðarað- gerðum. Þjóðir Evrópu hafa hafnað erlendum yfirráðum, í hvert skipti, sem slíkt hefur verið reynt, án tillits til þess, hve mikið þyrfti að leggja í sölurnar. Er ekki andspyrnu- hreyfing síðari heimsstyrjald- arinnar bezta dæmið? ins. Misnotkun þess myndi verða öllum heiminum til tjóns. — Efnahagsbandalagið þarfnast frelsis og meðlima- ríkjunum þarf að fjölga. Drottnunargirni Frakka má ekki stefna bandalaginu í hættu. Hins vegar er hugsanlegt, að afstaða de Gaulle kunni að hafa þveröfugar afleiðingar við það, sem forsetinn telur sjólfur. Charles de Gaulle er ekki fyrstur í röð þeirra leið- toga Evrópu, utan Þýzka- lands, sem „þjónað hafa kon- unginum í Prússlandi", án þess að gera sér grein fyrir því. Tækist de Gaulle að breyta Efnahagsbandalaginu í heimsveldi, þá er hæpið, að til langframa yrði um franskt heimsveldi að ræða. Er liði að lokum þess, (hve skjótt það myndi bera að, veit enginn) myndi Þýzkaland, ekki Frakk land, sitja í forystusæti. Vöxturinn í frönsku efna- hagslífi hefur verið mikill, en er þó ekki sambærilegur við gróskuna í Vestur-Þýzka- landi. Sé um það að ræða, að eitt Evrópuríki sé valda- mest á efnahagssviðinu, a.m.k. um stund, þá hlýtur það að verða Vestur-Þýzkaland, þ. e. a. s. tækist de Gaulle að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Aðeins eitt getur tryggt framtíð Efnahagsbanda lagsins; það verður að halda tryggð við þær hugmyndir, sem voru lagðar því til grund- vallar. De Gaulle, forseti, er að reyna að flytja Frakkland aft- ur í tímann, til tímabils Napó- leons eða Lúðvíks XIV. Sé gert ráð fyrir, að Frakkar hafni þessum hugmyndum, sem færa á þjóðinni hefðbund inn, franskan „grandeur", þá mun hún geta horft vonglöð fram á veginn, eins og þær þjóðir, sem ekki fást aðallega við að reisa loftkastala. Frakkar munu aldrei geta orðið jafningjar Sovétríkj- anna eða Bandaríkjanna á sviði iðnaðar. Þrátt fyrir fram farir á þessu sviði, verða Frakkar alltaf nokkuð á eftir Vestur-Þjóðverjum. Þó geta Því er óhætt að fullyrða, aðFrakkar a.m.k. verið jafningj- fyrr segi þjóðirnar 5 sig úr Efnahagsbandalaginu, en þær sætti sig við að verða lepp- ríki Frakklands. Þar til de de GauUe tók að nota Efna- hagsbandalagið til að auka völd Frakka í Evrópu, var bandalagið ein merkasta til- raun, sem gerð hefur verið, til að sameina Evrópu, frá því að Karlamagnús leið. Verði snúið baki við þess- ari hugmynd, þá er ekki hægt að binda miklar vonir við framtíð Efnahagsbandalags- ar Breta, sem höfðu þó á sín- um tíma forystu um iðnbylt- inguna. Fýsíókratarnir eiga margt líkt með öðrum, vel gefnum spámönnum, þ.e.a.s. spádóm- ar þeirra áttu ekki við á tíma þeirra. Undir lok 20. aldar- innar, þegar jarðarbúar verða tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri en nú, þá mun landbún- aður enn á ný verða afar þýð- ingarmikill. Þá mun ræktun- arland Frakka fá úrslitaþýð- ingu. Smábarnaskóli Smábarnakennslan í Langholtsskóla hefst í byrjun október. — Innritun í síma 15796. Elín Ólafsdóttir. Fokheld i við Stigahlíð 6 herb., eldhús, bað, þvottahús og 2 klósett. STEINN JÓNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.