Morgunblaðið - 26.09.1963, Side 12

Morgunblaðið - 26.09.1963, Side 12
12 MORGUNBLADID Fimmtudagur 26. sept. 1963 tJtgefandi: Hf. Arvakiu-, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Kom'áð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. tTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðristræti 6. Auglýsingar og afgreiðslá: Aðalstræti 6. Sími '22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu kr. 4.00 emtakib. HEIÐUR AF KAUP- HÆKKUNUM - ÁBYRGÐ Á VERÐ- HÆKKUNUM l>áðir stjórnarandstöðuflokk " arnir, kommúnistar og Framsóknarmenn, hafa mjög hrósað sér af því að hafa haft forystuna um kauphækkanir, og er það rétt, að þessir flokk- ar hafa viljað ganga lengra en stjórnarflokkarnir töldu æskilegt á braut kauphækk- ana og fengið því framgengt, að kaup hefur hækkað meira en nokkrar líkur voru til að gæti orðið launþegunum til hagsbóta. í kjölfar kauphækkananna hafa síðan siglt verðhækkan- ir, enda skilur nú orðið hvert mannsbarn að kauphækkahir umfram framleiðsluaukningu geta ekki orðið til annars en verðhækkana. Að því er land búnaðarvörurnar varðar er þetta einfalt reikningsdæmi. Þar er það óháður dómstóll, sem ákveður verðið eftir föst- um reglum og miðar við það, að bændur fái sömu kaup- hækkanir og aðrir hafa áður fengið. Þess vegna segir það 'sig sjálft, að þeir, sem telja sig eiga heiðurinn af því að hafa komið fram kauphækkunum, hljóta líka að bera ábyrgðina á þeim verðhækkunum, sem af því leiða. Þegar stjórnar- andstæðingar því segja: „Það er okkur að þakka, að kaup hefur hækkað,“ þá segja þeir í rauninni líka: „Við berum ábyrgðina á því að verðlag hækkar." Því er ekki að leyna, að kaup hefur að undanförnu hækkað meira en skynsam- legt getur talizt og þar með verðlag. Menn hafa keppzt við að bæta hag sinn og sinn- ar stéttar og ekki viljað hætta á það að dragast aftur úr öðr- um í kaupphlaupinu. Viðreisnarstjórnin hefur viljað, að frelsi einstaklinga og samtaka þeirra væri sem mest, en ríkisvaldið væri ekki að seilast inn á öll svið þjóð- lífsins. Þess vegna hefur ver- ið reynt að láta samtök laun- þega annars vegar og vinnu- veitenda hins vegar um það að semja um kjörin. Ljóst er hins vegar að takmörk eru fyrir því, hve langt er hægt að ganga á braut víxlhækk- ana kaupgjalds og verðlags. Hin stöðuga kröfugerð bendir raunar til þess að fólk- ið ætlist til þess, að ríkis- yaldið grípi í taumana ef of langt er gengið. Vissulega væri æskilegast að unnt yrði að komast hjá því, en svo mikil getur vitleysan orðið að ekki sé annarra kosta völ. Það er heldur ekki einsdæmi, að ríkið láti mál þessi til sín taka og einkum var það einkenn- andi á tímum vinstri stjórn- arinnar, að ríkisvaldið bein- línis skammtaði kjörin. UTANFERÐIR IZ ommúnistamálgagnið er sýknt og heilagt að hamra á því að íslenzku ráðherrarn- ir sýni „undirgefni við er- lent vald“ og hvað það nú -allt er kallað og telur sam- skipti okkar við erlendar þjóð ir sérstakt sannindamerki þess. Sannleikurinn er sá, að fremur mætti ásaka íslend- inga fyrir þjóðarrembing en undirlægjuhátt í samskiptum við aðra. Nú á síðari helm- ingi 20. aldar er leitazt við að leysa málefni hinna ýmsu þjóða með viðræðum og sam- komulagi, en þjóðarrembing- ur fyrri tíma er yfirleitt eng- um talinn til sæmdar, enda hefur skefjalaus þjóðernis- kennd leitt miklar hörmung- ar yfir mannkynið sem kunn- ugt er. En þótt þjóðrembingur sé engum til sóma, er heilbrigð- ur þjóðarmetnaður einkenni meginþorra íslendinga. Frá þessu er þó ein undantekn- ing, og er þar auðvitað átt við kommúnistahjörðina, Magnús Kúbufara, Einar Ol- geirsson, Lúðvík Jósefsson o.s.frv. Þessir menn fara ár- lega, og oft á ári, austur fyr- ir járntjald. Þeir ferðast þang að á kostnað erlendra vald- hafa og lifa í vellystingum af fjármunum þeim, sem kúgar- arnir í Kreml taka af rúss- neskri alþýðu. Allir íslendingar vita um tilgang þessara ferðalaga. Það er verið að sækja línuna, láta erlenda menn segja sér fyrir um það hvernig haga eigi baráttunni hér uppi á ís- landi, og jafnframt er svo lífs- ins notið í lúxusvillum rúss- nesku valdhafanna. Árangur af þessum ferða- lögum verður oft talsverður, því að sendimennirnir koma ekki einungis heim með nýju línuna, heldur líka fulla vasa Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu og 6 aðrir ráðherrar reknir MEIRIHÁTTAR hrein- gerning var gerð í stjórn- arbúðum Tékkóslóvakíu sl. laugardag. Þá vísaði Ant- onin Novotny, forseti, for- sætisráðherra landsins og sex ráðherrum öðrum úr stöðum sínum. f embætti forsætisráðherra var skip- aður Josef Lenart, sem áð- ur var formaður Þjóðráðs Slóvakíu, William Siroky, sem vís- að var úr forsætisráðherra embættinu, hefur gegnt því í tíu ár. Nú hefur mið- stjórn tékkneska kommún- istaflokksins gefið honum að sök, að hafa framið ým- iss konar pólitísk afglöp, vanrækt starf sitt og unn- ið gegn stefnu flokksins. Tveir varaforsætisráðherr- ar voru leystir frá störfum, Jaromir Dolansky og Ludmilla Jankovcova. Jafnframt var Dolansky settur frá sem for- maður tækniþróunar- og vís- indanefndar ríkisins. Aðrir sem fengu að fjúka að þessu sinni voru Julius Duri, fjár- málaráðherra, Frantisek Ka- Viliam Siroky, fráfarandi for- sætisráðherra Tékka. huda, fræðslu- og menntamála ráðherra, Josef Krosnar, mat- vælaiðnaðarmálaráðherra og Frantisek Vokac, samgöngu- málaráðherra. Ráðherra sá, Olrich Cernik, sem áður fjallaði um eld- sneytismál, var skipaður vara forsætisráðherra og formað- ur skipulags nefndar ríkis- ins. Novotny forseti tilkynnti þessar breytingar á ríkisstjórn inni á fundi þingflokks komm únista, sem sérstaklega var til boðað í Prag. Var máli hans mjög fagnað og yfirlýs- ing gefin út eftir fundinn, þar sem sagði, að breytingar þessar hefðu verið gerðar til þess að koma í veg fyrir van- rækslu í stjórn landsins og væru þær jafnframt liður í framkvæmd yfirlýsingar 12. flokksþingsins, sem haldið var í desember 1962. í yfirlýsingunni var einnig sagt, að ákveðið hefði verið að stofna sérstakar nefndir, er fjalla skyldu um efnahagsmál þjóðarinnar, landbúnað, al- menn lífskjör og hugmynda- fræði. Væri nefndum þessum ætlað að leysa vandamál ein- staklinganna í hinum sósil- istíska þjóðfélagi Tékkósló- vakíu þannig, að þær leggðu vandamálin og tillögur sínar til úrbóta fyrir miðstjórn flokksins, sem síðan fjallaði um málin og tæki endanlegar ákvarðanir. Þess má að lokum geta, að síðasta meiri háttar hreins- un í Tékkóslóvakíu var gerð í janúar sl., en þá var fjór- um ráðherrum vísað úr starfi, m.a. ráðherra þeim, er fjallaði um þungaiðnað og samgöngu- málaráðherranum þáverandi. Ný ljóðabók eftir Kristin Reyr Kennsla hjá IMámsflokk- um Reykjavíkur hefst 2. október n.k. NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur taka til starfa 2. október n.k. og stendur kennsla til 31. marz. — Velja má eina eða fleiri náms- greinar og hefst innritun í Mið- bæjarskólanum 25. september n.k. og stendur til 30. septem- ber. Innritað er milli kl. 5 og 7 og 8 til 9 síðdegis. Innritunar- gjald er kr. 75,00 fyrir bóknáms- flokka en kr. 150,00 fyrir verk- námsflokka. fjár, sem notað er til starf- rækslu kommúnistadeildar- innar hér á landi, til að byggja eða kaupa stórhýsi, gefa út blaðsnepil o.s.frv. Fé þetta er greiðsla fyrir þjónustusemi „íslenzkra“ kommúnista, sem daglega kemur í ljós og nú síðast í sambandi við Austfjarðasíld- ina, sem „Þjóðviljinn“ dæmdi „úldna“ að kröfu hinna rúss- nesku yfirboðara. SKYLDA RÁÐHERRA ¥ heimi nútímans verða þjóð- * irnar að halda uppi marg- háttuðum skiptum við þjóðir annarra landa og fyrir smá- Bóklegar greinar eru foreldra fræðsla, leikhúskynning, sálar- fræði, íslenzka, íslenzka fyrir út lendinga, enska, danska, þýzka, franska, spánska, reikningur, al gebra, bókfærsla. Verklegar greinar eru föndur, kjólasaumur, barnafatasaumur, sniðteikning. Kennsla fer fram .á kvöldin kl. 7,30 til 10,30 samkvæmt stunda skrá. ríki er sérstaklega mikilvægt að gæta vel hagsmuna sinna og heiðurs í alþjóðaviðskipt- um. Af því leiðir að oft og tíð- um verður að senda menn til annarra landa til þátttöku í ráðstefnum og fundum, þar á meðal er það ein af frum- skyldum ráðherra að taka sjálfir virkan þátt í þessu alþjóðlega samstarfi. Þegar ráðherrar fara utan til þess að sitja mikilvæga fundi er því sízt ástæða til að ásaka þá. Slíkar ferðir eru lítt til skemmtunar fallnar, eins og sumir kunna að halda. Oft er auðvitað matsatriði, hver nauðsyn það sé, að ráð- herrar sæki sjálfir fundi, en fráleitar eru ásakanirncu: á KRISTINN Reyr hefur sent frá scr nýja ljóðabók, sean hann nefnir „Mislitar fanir“, og er bað sjöbta ljóðabók hans. Etfni hinnar nýju bókar er satfn atf gamanvísum, re.ýu'SÖngvum og sbopkvæðum frá ýmsuim tímum. Hún sikipitiBit í þrjá kafla, sem heita „Kvartélaski'ptastemning- ar“, „Kef 1 aivíkurre'ý'uisöngvair,,1 og „Kómíkurtimaspeglanir“. Kriistinn Reyr birti um skeið gaimankveðskap sinn undir diul- ne—inu „Fuglinn" £ Speglinum, Faxa og ffleiri ritum. Sá kveð- skapur er niú á einum stað I þersari bók, en annað efni he mar hetfur hvergi birzt áður. Fyrri bækur höfundiar eru „Suður með sjó“ (1942), „Sólgull í skýjum" (1950), „Turnar við torg“ (1954), „Teningum kast- að“ (1058) og „Minni og menn“ (1961). „Mislitar fanir'* hefur að geyima 42 kvæði. Bókin er 112 blaðsíður, prentuð í Alþýðu- pramtsmi'' junni. Höfundur hetfur sjálfur gert kápumymd og katfla- teiikningar. hendur Ólafi Thors, forsætis- ráðherra, fyrir það, að fara utan til þátttöku í fundi for- sætisráðherra Norðurlanda. Sannleikurinn er sá, sem for- sætisráðherra játar sjálfur, að fremur mætti ásaka hann fyrir það að hliðra sér hjá því að fara til slíkra funda en hitt, að hann sé stöðugt í för- um erlendis. Þetta vita raun- ar allir og þess vegna falla dauðar árásir kommúnista- blaðsins á forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.