Morgunblaðið - 26.09.1963, Page 15
Fimmtudagur 26. sept. 1963
15
MORGUNBLAÐIÐ
r
Pálína Biörgólfsdóttir
F. 1896 — D. 1962
MINNING
Fellur til foldar
án fyrirvara,
eitt mannlíf af öðru,
ungir sem gamlir.
Einn, nú kveðjum
úr okkar hópi,
konu kyrrláta
og kostum búna.
Héðan hvarf
úr heimi þessum
í vetrarbyrjun,
þá vindar blésu,
sumar að baki,
svanninn prúði.
Inndæl móðir
einnar dóttur.
Greind hún var
með gerðarþokka.
Yfirlitsbjört
af innri göfgi.
Á andansbrautum
oft hún dvaldi.
Með þjóðmálum
þó vel fylgdist
Ekkiauður
né allsnægtir
styrk veittu
í störfum dagsins,
heldur vilji
vits og kosta
trú að vera
og traust á drottni.
Opin augu
ætíð hafði
um rétt og rangt
í rysjóttum heimi.
Lið veitti
um lausn mála
að betri veröld
og bættum kjörum.
Hög var hönd
og hennar neytti
ótrautt
af elju og snilli.
Barg með því
barni og kjörum,
þá mann missti
mjög kæran.
Ætíð Pálína
umvafði
einkadóttur
ást og hlýju.
Lagði henni
ljúft í mundu
leiðarhnoða
að lífsins vegum.
Barnabörnum
blíðu sýndi.
Hug þeirra átti
og hjartanstrúnað.
Þau fræddi
og fræjum sáði
ungum sálum
til auðnu og þroska.
ömmu grætur
ungur hópur,
mikið saknar
mildi hennar.
Ljós hér hvarf,
er lýsir ei framar.
Sorg ríkir yfir
sæti auðu.
Dóttir kveður
dýra móður,
angri níst
og innra blæðir.
Þakkar henni
með þungum trega
ást alla
og undurhlýju.
Aðrir þeir,
sem eitthvað þekktu
úrvalskonu
óvenjulega,
harma hana
héðan gengna,
hægláta, þekka
og hugartrausta.
Eigi vill Pálína,
að við syrgjum
brottför hennar
í betri heima.
Þar bíða vinir
og vel fagna.
Sól fögur rís
úr sæ að nýju.
Eiríkur Pálsson
frá Ölduhrygg.
Níræður:
Jón Arinbjarnarson
15. SEPT. s.l. átti níræðisaf-
mæli elzti bóndi í Miðfirði, Vest-
ur-Húnavatnssýslu, Jón Arn-
bjarnarson á Stóra Ósi. Jón er
fæddur á Stóra Ósi og hefir átt
þar heimili alla ævi. Hann er
sonur Arnbjarnar hreppstjóra
Bjarnasonar og Sólrúnar Árna-
dóttur, er bæði voru hið mesta
atgerfisfólk, enda stóðu að báð-
um merkar og traustar ættir.
Jón var næst elztur sjö systkina
er til aldurs komust. Hin voru.
Helga húsfrú á Syðri Reykjum
Hólmfríður ljómóðir, Sigurlaug,
Eggert, Friðrik hreppstjóri og
Theodór ráðunautur B.í. Áttu
þau systkinin alla ævi heimili
á Stóra Ósi að undanteknum
þeim Helgu og Theodóri, þó mun
Friðrik um tíma hafa átt heimili
að Melstað. Bjuggu þau Jón,
Eggert, Hólmfríður og Sigurlaug
jafnan saman ógift, en Friðrik
bjó alltaf í tvíbýli við þau. Öll
voru þau atgerfisfólk og ekki
síður mannkosta og drengskapar
fólk, sem lengi mun minnzt af
sveitungum' og öðrum er til
þekktu og. ekki voru fáir, því
heimilið stóð í þjóðbraut og var
opið, jafnt háum sem lágum, og
alra nauðsyn var leyst, ef kost-
ur var. Meðan hin eldri ferða-
tækni var ráðandi munu hafa
verið teljandi þær nætur og dag-
ar sem gestlaust var á Stóra
Ósi. Mátti því segja að þar „stæði
skáli of þjóðbraut þvera“. Þó
nokkuð hafi umferðin breytzt
á seinni árum er ennþá gest-
kvæmt á Ósi. Er það og sann-
mæli er kveðið var: „Gestrisnin
á garði þeim götur út á náði“.
Jón hefir eins og áður er getið
alla ævi átt heimili á Ósi. Vann
hann að búi foreldra sinni og
að föður sínum látum gerðist
hann bústjóri hjá móður sinni.
Eftir lát hennar bjuggu þau
systkin fjögur saman á Stóra
Ósi eins og fyrr er sagt, þar
til fyrir fáum árum að Jón stóð
einn uppi þeirra ágætu systkina,
síðustu ári* mun hann hafa not-
ið mikils styrks bróðursona
sinna við bústörfin. Var sam-
heldni og heimilistryggð þeirra
Stóra Óss systkina með slíkum
ágætum að til fyrirmyndar var.
Ekki var legið á liði sínu að
bæta jörðina að húsakosti og
ræktun, mun nú Stóri Ós vera
ein hin túnstærsta jörð í Vestur-
Húnavatnssýslu. Enginn þarf að
ganga þess dulinn að oft hefir
þar verið unnið hörðum hönd-
um og stundum þurft að leggja
nótt við dag í önnum búsins.
Ekki var hlutur Jóns síztur
við framkvæmdir og störf í
þágu búsins. Mun hann ekki oft
hafa gengið óþreyttur til hvíld-
ar að dagsverki loknu.
Ég veit að Jón, vinur minn,
er ekki hrifinn af því að far-
ið verði að skrifa um hann
langa lofgerðarrollu og mun ég
því ekki skrifa um hann langt
mál, enda vona ég að til þess
verði mér færari menn.
Jón á Ósi er öllum, sem kynni
hafa haft af honum, minnis
stæður persónuleiki og fáa hef
ég þekkt eins heilsteypta og
trausta sem hann, svo var um
þau systkini öll.
Ekki er Jón gefinn. fyrir að
bera sínar tilfinningar á torg og
er oft hrjúfur hið ytra, en inni-
fyrir býr hinn trausti og raun
góði drengskaparmaður, sem
allra þörf vill leysa. Ég get ekki
stillt mig um að taka hér upp
vísu úr eftirmælum um Eggert
bróður Jóns ,því hún lýsir hon-
um ekki síður en Eggerti:
„Yfirborðið oft var hrjúft,
auðvelt þó að greina
innifyrir eðli ljúft,
eðalmennsku hreina“.
(Svb. Ág. Benónýsson)
í skoðunum sínum er Jón
fastur fyrir, þó án allra öfga,
mun fám hent að hrekja rök
hans, ef til kappræðu kemur.
1 landsmálum hefir hann alltaf
fylgt Sjálfstæðisflokknum að
málum, enda hefur hann flest-
um öðrum fremur verið sjálf-
stæðismaður í þess orðs beztu
merkingu.
Hestamaður hefir Jón alltaf
verið ágætur og jafnan átt góð-
hesta er lyft hafa huga hana
yfir annir hversdagsleikans og
glatt hann marga góða stund.
Fjárhirðir var Jón ágætur, enda
sannur dýravinur.
Nú tekur að nálgast ævikvöld
þessa merka manns, en vinsæld-
ir hans hafa ekki farið dvín-
andi og munu fylgja honum leng
ur en lífið endist. Vonandi verð-
ur honum ævikvöldið farsælt.
Hann ber ellina vel, en sjón-"
depra er farin að gera honum
erfitt um störf.
Ég sendi þér kveðju og þakk-
ir, Jón minn, ég þakka þér
sæmdarríkt starf ög drengskap.
Ekki sízt þakka ég þér áratuga
órofa tryggð og vináttu. Þá
kveðju veit ég að allir Mið-
firðingar taka undir með mér
og ótalmargir fleiri, sem kynni
hafa haft af drengskap og hjálp-
fýsi Jóns.
Lifðu heill.
Gamall vinur.
Brákar-
sundsbru
EIN aðalumferðaleið í Borgar-
nesi er um brún* yfir Brákar-
sund. 1930 var hafnarmannvirkið
gert fremst við Brákarey, til
þess að komast þangað varð að
brúa sundið — Brákarsund. —
Þetta var á þeim tíma mikil
og nytsöm framkvæmd, og nauð-
synleg samgöngubót. Úti á Brák-
arey, eins og það er kallað hér
í daglegu tali, hefur verið byggt
m.a. slátur- og frystihús, mikið
bílaverkstæði, birgðarstöð fyrir
benzín og olíur, naglaverksmiðja,
afgreiðsluhús o.fl. svo þangað er
Stöðug umferð. Samgönguleið hér
aðsins er fram á hafnarbakk-
ann, flutningur hingað og mjólk-
in héðan til Reykjavíkur með
Akraborg.
Vafalaust mundi mörgum
bregða í brún, ef stöðva þyrfti
umferð um brúna lengri eða
skemmri tíma, — eða setja upp-
hækkaðan timburpall yfir götin
á Brákarbrúnni, sem í þann veg-
inn eru að myndast.. — Um all
langt timabil hafa nagazt holur
í steypulagið á brúnni, en haft
er eftir ráðamönnum, að deila
•é um hvort Borgarneshreppur
eða ríkissjóður eigi að annast
viðhaldið, og þar með hefur ekk-
ert verið gert.
Svipað ástand var á Langár-
brúnni, sem er skammt frá Borgí
arnesi, sem endaði með því að
gat kom á hana sem orðið var
hættulegt umferðinni, setti þá
vegagerðin upphækkaðan timb-
urpall yfir bilunina, þvert yfir fj
Framh. á bls. 17
Kúlupennar
frábær sænsk gæðavara
★ Stórt og vandað blekhylki.
★ Létt og jöfn skrift.
★ Blek-kúla, sem er nýjung
á heimsmarkaðinum.
^ Blek, sem fölnar ekki.
^ Skrifar um leið og oddur-
inn snertir pappírinn.
epoca
Myndin sýnir EPOCA-
penna í réttri stærð.
Sendum um
allt land.
Heildsala: Þórður Sveinsson & Co. h.f.
~iiitniiiftiMn»——mmm
52 síður af spennandi
lestrarefni fyrir aðeins
20 krónur.
LÍFIÐ ER LEIKUR, VIKAN
situr lokahóf tveggja til sex
ára barna í leikskólanum á
Selfossi í sumar.
BILUÐ FLUGVÉL, BRUNN-
INN BÁTUR OG EINBÚINN
A ARNGERÐAREYRI. Blaða
maður VIKUNNAR skrifar
grein úr Vestfjarðaför.
VELKOMIN HEIM, ELSA.
Skemmtileg og óvænt smásaga
eftir Kim Hammer.
RAUÐIR BÍLAR 1 GRÆNU
RÍKI. Tólf ungir Bandaríkja-
menn tóku sig til og fóru á
þremur fólksbílum gegnum
frumskóiginn Darien í Pana-
ma, siðasta ósnortna hluta
Mið-Aroeríku, sem áður hafði
verið taiinn ósigrandi á bílum.
DAUFDUMBA VITNIB. Sönn
frásögn um daufdumban
vanskapning, sem með lát-
bragði sínu kom upp um erf-
itt morðmál.
UNDRIN TÓLF í SOVÉT.
Frásögn af nýjustu tækniaf-
rekum Sovétmanna.
BOÐFLENNA i BRÚÐKAUPI
Skemmtileg smásaga eftir
Joseph Judge.
Framhaldssögumar. TTL-
HUGALÍF og HVAÐ KOM
FYRIR BABY JANE Kvenna
efni, húmor í miðri Vikn,
krossgáta, stjörnuspá og margt
fleira.
VIKAM