Morgunblaðið - 26.09.1963, Page 22

Morgunblaðið - 26.09.1963, Page 22
22 MORGUNBLADID Fimmtndagur 26. sept. 1963 Vondomól íþróttnhreyfingorinnar Valsmenn sigruðu Vest- mannaeyinga með 2 gegn 0 En Vestmannaeyingar komu á óvart með vaxandi liði sinu VALSMENN sigruðu Vestmanna eyinga í Bikarkeppni KSÍ í gær- da; með 2 mörkum gegn engu. Markatalan gefur alranga mynd af leiknum, sem var mikill bar- áttuleikur og leikur hinna glöt- uðu tækifæra Vestmannaeyinga við mark Vals. Vestmannaeying- ar komu nokkuð á óvart með snerpulegum leik og um leið og lið þeirra fær meiri leikreynslu verður J>að án efa skeinuhætt flestum liðum. MISHEPPNUÐ TÆKIFÆRI Vestmannaeyingar f e n g u snemma í leiknum tvö ágæt færi og var Sigmar innherji að verki í bæði skipin. í fyrra skipt- ið tókst Valsvörninni að stöðva knöttinn á marklínu eftir að Sigmar hafði brotizt framhjá Björgvin markverði Vals. í síð- ara skiptið tókst Björgvin að bjarga með hárréttu úthlaupi. Vestmanneyingamir komu Valsvörainni oft í klípu og vantaði þá aðeins herzlumun til að skora. Hraða höfðu þeir nógan og snerpu, en vald þeirra yfir knettinum í hröðu upphlaupi er ekki nóg og rann því margt upplagt tækifærið út í sandinn. FORYSTA VALS Á 24 mínútu ná Valsmenn forskoti. Bergsveinn Alfonsson renndi knettinum í netið eftir að vörn Eyjaskeggja hafði átt mjög klaufalegan leik í sínum eigin vítateig. Bæði liðin áttu í hálfleiknum góð tækifæri og það var Björg- vin markvörður Vals sem mestan heiður átti af því að Valur hélt forystu í hálfleik. Á 8. mín hálfleiks bætti Hans Guðmundsson öðru marki Vals við með fremur lausu en hnit- miðuðu skoti af stuttu færi — aftur fyrir mistök varnarmanna ÍBV. Örfáum mín. síðar áttu Vals- menn sitt fallegasta upphlaup og Bergsveinn skallaði í þverslá. Valsmenn fengu því mörk sín úr heldur lélegum upphlaupum en þau góðu tókust ekki. LIÐIN Eyjarskeggjar sóttu meir í leiknum en Valsmenn og oft brá fyrir laglegum leik. Mesta at- hygli vöktu úr liði Eyjamanna Guðm. Þórarinsson (Týrsi) inn- herjarnir Bjarni Baldursson og Sigmar og Viktor Helgason mið- vörður og markmennirnir báðir. Attu þeir allir góðan leik en gallinn er að þeir hafa ekki það vörur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Reykjafoss, Hveragerði Atvinna Maður óskast til afgreiðslustarfa í véla- verzlun vorri. H É Ð I N N vélaverzlun sími 24260. U nglingsstúlku vantar til sendiferða á skrifstofu okkar. Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda Aðalstræti 6, III. hæð. Auglýsing um hundahald í Reykjavík. Samkvæmt lögum nr. 8, 1924 og reglugerð nr. 61 sama ár og 161. gr. heilbrigðissamþykktar er hundahald'bannað í Reykjavík. Er því hér með brýnt fyrir þeim, er kunna að eiga hunda hér í borginni, að fjarlægja þá tafar- laust þaðan, að viðlagðri ábyrgð. Lögreglustjórinn í Reykjvík, 24. september 1963. vald yfir knettinum sem nauð- synlegt er, enda lítt leikreyndir. Valsmenn áttu á köflum í vök að verjast og kom það stundum út í alltof grófum leik varnar- innar. Bezti maður liðsins var Björgvin í markinu og svo ungu piltarnir Bergsveinn og Her- ÍR-Kefla- vík saman 'í Nú eru aðeins 4 lið ósigruð í Bikarkeppni KSÍ og hefurf verið dregið um það hvaða lið leiki saman í 5. umferð sem verður á sunnudaginn kemur. Akurnesinðar mæta Vals- mönnum og fer leikur þeirral fram á Melavellinum kl. 2 síðdegis. Sama dag kl. 5 mætast svo bikarameistarar KR og nýlið arnir í 1. deild Keflvíkingar. Er ekki að efa að það verð- ur hörkuleikur því bæði lið- in eru baráttulið. Keflavíkur- liðið „sló út“ Akureyrarlið- ið á heimavelli þess s.I. sunnu dag en KR-ingar áttu í erfið- leikum gegn B-Iiði Akraness. UM ÞETTA efni er því miður hægt að skrifa þykka bók, en einnig örfáar kjarnyrtar línur, sem ef til vill verða lesnar og metnar einhvers, frekar en lang ar greinar, sem fyllt gætu heila bók, sem enginn nætti vera að að lesa. Ég mun gera örstutta grein fyrir því, sem ég hygg til bóta fyrir íþróttamál: 1. Stóraukinn áróður á öll- um sviðum fyrir íþróttum og gildi íþrótta. Samkeppni við freistingar æskufólks verður íþróttahreyfingunni erfið, því margt glepur og er gyllt af þeim, sem lifa af skemmtana- lífi, en þeir sem það stunda skilja gildi auglýsinga og þess- vegna m.a. eru skemmtistaðir svo vel sóttir, það er beinlínis auglýst eftir fólki til að koma, — og það kemur. Það er vel þess virði að reyna að breyta straumnum með vel skipulögð- um áróðri. 2. Störf framkvæmdastjóra allra stærri íþróttafélaga skulu verði fullt starf og vel launuð. Héraðssambönd með mörg félög skulu á sama hátt hafa a.m.k. einn eða fleiri forystumenn í fullu starfi, launuðu, fyrir við- komandi félög og ferðast við- komandi aðili á milli félaga og skipuleggur starfsemi. Ástæðan er einföld: Það er geysimikið starf að stjórna stór um íþróttafélögum og íþrótta- samböndum og er ógerningur svo eitthvert vit sé í nema við- komandi geti algjörlega einbeitt sér að starfinu. 3. Komið verði á þeirri reglu í öllum íþróttafélögum og sam- böndum að nefnd starfi að félags legri endurskoðun og skili ávallt áliti á aðalfundum félaga og sambanda. Tilgangur þessara nefnda, sem verða að vera sett- ar af völdu fólki, er að hafa vakandi auga með framgangi félagsmóla og draga niðurstöður saman í lok starfstímabils, og um leið benda á það sem miður og vel hefur farið á starfstíma- bilinu, og gera tillögur til úr- bóta ásamt tillögum um starfs- tilhögun viðkomandi félags næst komandi starfsárs. Nefndir þess- ar gætu veitt stjórnum félaga nauðsynlegt aðhald og verið sem ráðgefandi aðili, sem ávallt veitti aðstoð eftir þörfum. Aðeins skipulögð starfsemi, með mátulegu aðhaldi stjórna, geta borið varanlegan árangur. 4. Reynt verði eftir mætti, að hafa æfingastaði fyrir íþrótta- fólk opið á kvöldin og um helg- ar þegar mest er hætt á óreglu samri útivist unglinga og sé það auglýst á áberandi stöðum í blöð um, götuauglýsingum og útvarpi. Sérstaklega skal bent á sund- laugar í þessu sambandi. 5. Forystumenn íþróttamála ferðist um land allt, í hvert einasta byggðarlag, og ræði við borgara, forystumenn íþrótta- mála og bæjarstjórnir á hverj- um stað til eflingar íþróttalífs og útbreiðslustarfsemi. — Áhugamaður. íþróttablaðið koinið út íþróttablaðið, septemberheft- ið, er komið út. Á forsíðu þess eru myndir frá íþróttahöllinni I Laugardal og í heftið skrifa að þessu sinni Einar Björnsson um „Hljótið sigurlaunin“, Hallur Símonarson um „Islandsmeistar- ar í 18. sinn“, og landsleikinn við Breta, Örn Eiðsson um Anægjulegt meistaramót og ágætan formannafund ÍSÍ. Grein er um Jóhann Bernhard rit- stjóra og um „Kópavog og íþrótt ir“ auk smærri greina og fastra þátta. IVIinnmg Asmundur Jónsson frá Skúfsstöðum EITT LÍF er slokknað. Ásmund- ur Jónsson frá Skúfsstöðum treð ur ekki lengur götur Reykja- víkur. Jafnvel þótt maður hafi átt við langvarandi vanheilsu að stríða er dálítið erfitt að fella sig við að hann sé ekki lengur í lifenda tölu, ekki sízt þegar sá hinn sami var manna vísastur til að færa með sér birtu og yl hvar sem hann fól. Ég get ekki sagt að okkar vinskapur hafi verið langur, enda eru ekki nema rúm tvö ár frá því að við sáumst fyrsta sinni, en þeim mun einlægari var okkar vinátta. Ég rek ekki lífs- feril þinn, enda þekkti ég hann ekki, en mér er ljóst að ég er vini fátækari. Og mér finnst birtuna vanta á skrifstofu mína eftir að þú hættir að líta inn. Það var ætíð gleðibragur yfir ferðum þínum, jafnvel þótt þú værir sárþjáður. Og þú hafðir ætíð einhverju að miðla af vizku brunni þínum. Þú varst manna fróðastur og kunnir vel að segja skemmtilega frá, svo að unun var á hlýða. En það sem kannske ein- kenndi alla þína framkomu og hugarfar hvað mest, var rétt- lætiskenndin, sem þá lést aldrei víkja fyrir sýndarmennsku. Þú varst ekki einungis gott skáld. Þú varst líka maður til að standa fyrir þínu. Þú veikst ekki af hólmi, hver sem í hlut átti, ef þér fannst málum hallað frá því sem rétt var og sanngjarnt. Og þeir munu ófáir er þú rétt- ir hjálparhönd er í nauðir rak, þó að þú hefðir ekki af ver- aldlegum auði að státa voru ráð þín góð og hughreystandi. Og þú taldir ekki eftir þér sporin ef þú hélzt að þú gætir beint erfiðu hlutskipti einstaklings til betri vegar. Þú vannst að hugðarefnum þín um í kyrrþey og ekki kæmi mér á óvart þó að eftir þig fyndust mörg gullkorn, enn óskráð, er eiga eftir að fegra íslenzkar bók- menntir. Það var engin tilvilj- un að þú matzt Einar Benedikts son meir en önnur skáld íslenzk, enda mun það ekki ofmælt, að þú hafir verið sá maður er bezt gazt túlkað verk þess mikla skálds. Og mun það skarð seint bætt er þín nýtur ekki lengur við. Ég minnizt þess er ég kom heim til þín eftir að þú hafðir fengið 'áfall það er leiddi þig til bana, að á borðinu hjá þér lá bókin Hrannir eftir Einar Benediktsson og þú sagðist hafa verið að fara yfir nokkur kvæði Einars. Já, þú varst til hinztu stundar trúr fegurð og hreinleik íslenzkra bókmennta. Þannig mun þín minnst í dag er síðustu skrefin eru gengin með þér til moldar. Ég þakka þér vinur fyrir margar ánægjustundir. Og sér í lagi þakka' ég þér fyrir þann fróðleik er þú veittir mér um íslenzkar bókmenntir fyrr og nú. Og þó að ekki skuli um það dæmt hvort framför eða afturför hafi orðið í íslenzkum bókmenntum á seinni árum þá mun Ásmundur Jónsson hafa mikið til síns máls er hann hélt því fram að menningu vorri sé hætt ef kastað er höndunum ttf orðsins listar. Lifi minning þín. Andrés Guðnason. SYLVANIA Ð'.n’On of emnAi Tíupvtmtmmnomcs wftntT/om STUNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.