Morgunblaðið - 26.09.1963, Síða 24
FERDAÞJdNUSTA OG
FARMI8ASALA
ÁN aukagjalds
1Z
208. tbl. ■— Fimmtudagur 26. september 1963
laugavegi 26 simi 206 10
Brezkur háseti
bíður bana
ísafirði. 25. sept.: —
Brezkur togarasjómaður beið
bana í gærkvöldi er togarinn St.
Giles frá Hull fékk sjó á sig
um 30 miiur frá Horni. Hásetinn,
Barry Newton að nafni, skall í
þilfarið, þegar sjórinn reið yfir
og beið hann þegar bana. Hafði
hann hálsbrotnað og höfuðkúpu-
brotnað. Hásetinn var tvitugur
að aldri.
í þessu sama ólagi handleggs-
ÍHcukur Eiríks-
son blaðomoð-
brotnaði annar háseti og var
hann fluttur í sjúkrahús ísafjarð
ar, þegar togarinn kom hingað í
morgun.
Fjórir brezkir togarar að auki
liggja nú hér inni; þrír með bil
aðan radar.
lotinn
HAUKIJR Eiríksson blaðamaður
við Morgunblaðið lézt í Borgar-
sjúkrahúsinu í Reykjavík í g'ær-
dag, 33 ára að aldri. Haukur
starfaði hjá Morgunblaðinu frá
1956, fyrst sem prófarkalesari,
síðan sem blaðamaður, síðustu
árin var hann einn af starfs-
mönnum Lesbókar Morgunblaðs-
ins.
Haukur Eiríksson var fæddur
30. ágúst 19 0 á Ási á Þelamörk,
en fluttist með foreldrum sínum
til Akureyrar 13 ára gamall.
Hann gekk í Menntaskólann þar
í bæ og lauk stúdentsprófi vorið
1950. Þá um haustið innritaðist
hann í íslenzkudeiíd Háskóla ís-
lands, en hvarf frá námi og flutt-
ist á æskustöðvar sínar, þar sem
hann gerðist starfsmaður hjá
Útgerðarfélagi Akureyrar og síð-
ar hjá Gefjun. Eins og fyrr get-
ur, fluttist hann aftur til Reykja-
víkur 1956 og átti þar heima til
dauðadags.
Haukur Eiríksson var góður
starfsmaður og félagi. Hann var
prýðilegur verkmaður og leysti
af hendi öll sín störf í blaða-
mennsku af öryggi og smekkvísi.
Hann var glaðvær og hrókur alls
fagnaðar í hópi vina sinna og
félaga. Hann unni fögrum listum
og var sérlega vel að sér í bók-
menntum, en þó átti tónlistin
drýgstan spöl í sál hans og’ huga,
enda var hann söngmaður ágæt-
ur og stundaði í einn tíma söng-
nám við Tónlistarskólann.
Haukur Eiríksson lætur eftir
sig föður, eiginkonu og fjögur
börn. Starfsfólk Morgunblaðsins
sendir þeim öllum innilegustu
samúðarkveðjur, um leið og það
saknar vinar í stað.
Siglufjarðar-
skarð enn lokað
SAMKVÆMT upplýsingum, er
blaðið fékk hjá Vegamálaskrif-
stofunni í gærkvöldi, var Siglu-
fjarðarskarð enn lokað og
Möðrudalsöræfi ófær. Oddsskarð
átti að moka í gær.
100 ARA I DAG
VALGERÐUR Stefánsdóttir,
Reynimel 48 hér í borg, er
hundrað ára í dag. Valgerður
hefur verið rúmliggjandi sl.
tvö ár og sjónina missti hún
fyrir fimmtán árum. Engu að
síður fylgist hún vel með öllu
enda minnisgóð með afbrigð-
um.
Valgerður er fædd að Núps-
túni í Hrunamannahreppi 26.
september 1863 og bjó í þeirri
sveit ásamt fyrra manni sín-
um, Bjarna Jónssyni, er lézt
árið 1896.
Síðari maður Valgerðar er
Frímann Tjörfason. Bjuggu
þau um skeið á Bíldudal og
ísafirði, en fluttu hingað til
Reykjavíkur árið 1921 og
hafa búið hér síðan, nú á
heimili sonar síns og fóstur-
dóttur.
Þjóðverjarnir fjórir skammt frá Skaftþolti. Talið frá vinstri: Klaus Nendel, Detlef Reise, Jörn
Scheer og Hartmut Usinger.
Vörubíll í sjóinn
í Óluisvík
ÓLAFSVÍK 25. sept. — Á tíunda
tímanum í morgun fór fimm
tonna vörubílli með hlass á palli
fróim af nýja hafnargarðinum,
sem hér er verið að gera. Vöru-
bíllinn var að bakka með grjót
fram í garðinn, en þegar hann
var rétt kominn fram á brúnina
byrjaði að hrynja undan hon-
um. Gerðist þetta svo snögglega,
að ökumaðurinn og eigandi
bílsins, Sverrir Sigtryggsson, gat
með naumindurn forðað sér. Sá
hann á eftir bíl sínum, þar sem
hann steyptist í sjó fram. Er
alldjúpt á þessum stað og ekkert
sást á bifreiðina um fjöruna í
dag.
Ætlunin er að láta kafara fara
niður og koma á bílinn böndum
til að ná honum upp. — Frétta-
ritari.
Gangnamenn hittu 4
Þjdðverja á öræfum
sem ekki höfðu hitt neinn
í 6 vikur
ÞEGAR ÞEIR gangnamenn Gnúp
verja, sem lengst fara, komu að
Bólstað við Sóleyjarhöfðavað á
Þjórsá á Sprengisandsleið, síðast
liðinn föstudag, urðu þar fyrir
þeim fjórir þýzkir náms-
menn, sem hafa verið á
ferðinni á fjöllum í 8 vikur og
ekki séð mann í 6 vikur. Þeir
hafa m.a. dvalið við Tungnafells
jökul, í Þjórsárveri og víðar og
skoðað jurtir, fugla og hraun og
unað sér hið bezta. Þeir voru svo
heppnir að hitta gangnamenn
rétt áður en óveður skall á. Mbl.
hafði tai af þeim í gær í Skaft
holti í Gnjúpverjahreppi, þar sem
þeir voru í góðu yfirlæti og ætla
að bíða til að sjá safnið koma
niður af fjöllunum, áður en þeir
halda til Reykjavíkur og heim.
Þeim sagðist svo frá ferðinni:
Við komum frá Þýzkalandi,
tveir frá Hamborg, einn frá Kiel
og eiiin frá Flensburg, til Reykja
víkur og fórum þaðan til Akur-
eyrar. Þaðan fluttum við dótið
okkar á jeppa upp til fjalla, suð
ur af Tungnafellsjökli, en sjálfir
lögðum við af stað gangandi frá
Mývatni, að Dettifossi óg upp
með Jökulsá í Herðubreiðarlind
ir, gengum á Herðubreið og í
Öskju og þaðan að Vatnajökli
hjá Kistufelli og síðan fórum við
yfir að Tungnafellsjökli, þar sem
við höfðum vistir okkar. Meðan
við vorum þar gengum við á
fjöll og skoðuðum jurtir, fugla og
jarðfræðileg fyrirbæri.
Þaðan hófst svo síðari hluti
ferðarinnar. Við höfðum með
okkur gúmmíbát og notuðum
hann á Þjórsá, og litla á, sem í
hana rennur og nefnist Fjórð-
ungskvísl. Við gátum ekki sjálf-
ir farið á bátnum, en við höfðum
farangurinn okkar í honum og
höfðum hann í böndum frá bakk
anum. Þegar við komum nokkuð
niður með Þjórsá gátum við þó
stigið í bátinn og siglt þó nokk
uð niður eftir ánni. En svo kom
gat á bátinn. Við komumst auð
veldlega á honum í land, en urð
um eftir það að bera farangur
okkar. Þannig héldum við áfram
niður að Dalsá, þar sem við mætt
Niðurskurður # þremur
hreppum Dalasýslu
-18 jbús. fjár slátrað
í HAUST verður öllu fullorðnu
fé og lömbum slátrað í þremur
hreppum Dalasýslu, Haukadals
hreppi, Hörðudalshreppi og Mið
dalahreppi. Hefur mæðiveiki
orðið vart á sl. árum á nokkrum
bæjum og þar farið fram niður
skurður en nú verður allt fé í
þessum hreppum skorið niður og
mun það vera um 18 þús. kind
ur og lömb.
Verða hrepparnir sauðlausir í
eitt ár og munu bændur fá í
bætur 3/4 hluta lambsverðs fyr-
ir hverja á, sem talin hefur ver
ið fram á skattaframtali. Fyrstu
bótagreiðslur fara fram haustið
1964 og aðrar sams konar ári
seinna.
Árið 1950 var framkvæmdur
allsherjar niðurskurður á þessu
svæði vegna mæðiveikivarna.
um gangnamönnum á hestum og
þeir tóku farangurinn okkar á
hestana og við héldum til byggða
með þeim.
Fyrstu þrjár vikurnar, sem við
vorum á ferðinni var veðrið mjög
gott, og mest af tímanum ágætt,
að vísu dálítil rigning, en ekkert
sérlega kalt. Við höfðum nægar
matarbirgðir, vorum hlýlega
klæddir og höfðum allt sem við
þurftum. í fyrradag fengum við
svo hræðilegt hríðarveður, en þá
Framhald á bls. 23.
Grænlenzkt
silfurbrúðkaup
á Hvanneyri
Akranesi 25. sept. — í ríki'
hinna hraustu sæfara norð-
ur í höf, Snæbjarnar galta
og Halldórs á Höfn, gerist sú
skemmtilega tilviljun í gær,
að grænlenzk hjón halda silf-
urbrúðkaup. Og þetta gerð-
ist á Hvanneyri í Andakíl,
; þar sem sæfarar til forna
komu skipum sínum í höfn'
og bjuggu þau út til harð-
ræða'á höfum úti.
Haldnar voru ræður og
drukkin minni, söngvar (
sungnir á íslenzku og græn-
lenzku. Var ekki laust við
meðan á veizlunni stóð, að
þeim, sem frjóast höfðu
ímyndaraflið, þætti sem þeir
lifðu upp söguna, fyndist
sem hér væru borð upp sett
í Görðum í Brattahlíð, þar
sem Eiríkur rauði og Þór-'
hildur veittu mönnum beina.
„Og hvar er nú Guðríður
spákona," hvislaði einn í
eyra sessunauts síns.
„Nógar eru völvur í Borg-
arfjarðarhéraði og þarf víst
ekki lengi að leita“, var svar-
ið.