Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLABIÐ Sunnudagur 6. októb'er 1963 Mynd of Guðmundi Einurssym uihjúpuð í Hellisgerði Árni G. Eylands: , i ■ Eftir-hreytur Mjólkurjtríhyrnur HAFNARFIRÐI — í gær kl. 2 var afhjúpuð í Hellisgerði lág- mynd af Guðmundi Einarssyni, trésmíðameistara, en hann átti frumkvæði að vernd Gerðisins og ræktun - þar. Við það tækifæri hélt formaður Magna, Björn Ingvarsson, lögreglustjóri, stutta ræðu, en sonur Guðmundar, Sig- urgeir, Vskólastjóri, afhjúpaði myndina. Það var á fundi í Málfundafé- laginu Magna, árið 1922, að Guð- mundur hafði framsögu í máli, er hann nefndi: „Getur Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Taldi hann að slíkt væri unnt og benti á hvílík áhrif það mundi geta haft til bóta á útlit bæjar- ins, ef félagið kæmi upp blóma- og skemmtigarði, þar sem sér- kenni landsins, hraunborganna og gjánna, fengju að halda sér, Verkamaður slasast UM 3 leytið í gær féll tunnustafli á mann í porti á Austurbakka í Reykjavíkurhöfn og meiddist hann á fæti. Hann heitir Hákon Árnason, verkamaður. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna. Ræða bæjarmúl HAFNARFJÖRÐUR: — LANDSMÁLAFÉLAGIÐ FRAM heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. Rætt verð- ur um bæjarmál og verða frum- mælendur þeir Hafsteinn Bald- vinsson bæjarstjóri og Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar. en gróðurinn væri aukinn til prýði og yndis. Benti Guðmund- ur á Hellisgerði í þessu sam- bandi. Ekki er rúm hér til að rekja gang þessa máls frekar að þessu sinni, en framhaldið varð það, að bæjarstjórn veitti land, og í byrj- un ársins 1923 var hafizt handa í Hellisgerði og það girt af. Átti Guðmundur þannig frumkvæðið að því að land þetta var gert að skrúðgarði. Á stjórnarfundi í Garðráði, snemma á þessu vori, lagði for- maður Magna, Björn Ingvarsson, til, að vegna 40 ára afmælis fé- lagsins væri gerð mynd af þeim manni, sem frumkvæði átti um vernd og ræktun Hellisgerðis, Guðmundi Einarssyni, en hann átti 80 ára afmæli á þessu ári. Var tillagan einróma samþykkt. Myndin er gerð af Ríkarði Jónssyni, steypt úr bronzi og felld inn í hraunvegg, rétt við hellinn í gerðinu, á hinum prýði- legasta stað. Áletrun umhverfis myndina er þessi: — Rauða stjarnan Framh. af bls. 1 legar heræfingar Dana og V- Þjóðverja og heræfingar Atlants hafsbandalagsins í Danmörku. ,,Vestur þýzki herinn notfærir sér þessar æfingar ty þess að kynnast sem bezt dönskum land svæðum, til þess að hægt verði að ákvarða á hvern hátt bezt megi nýta Eystrarsalt til árása“, segir Rauða Stjarnan. Ekki er langt síðan að „Rauða Stjarnan" beindi skeytum sín- ttm að íslendingum og hafði í hótunum við þá. Guðmundur Einarsson, frum- kvöðull úm vernd og ræktua Hellisgerðis 1923. Við afhjúpun myndarinnar í gær var Guðmuadur Einarsson, stjórn Magna og nokkrir gestir. — G..E. — Munkur Framh. af bls. 1 saman skurð á höfði hans með sex nálarsporum, og læknar sögðu að hann hefði fengið heilahristing. Grant Wolfkill, frá NBC, var einnig barinn af lög- reglumönnum þesum, og kvik- myndavél hans hrifsuð af hon- um. Þá var David Halberstam, fréttaritari New York Times, einnig barinn, en þeir tveir síðar- nefndu hlutu ekki alvarlega áverka. Leigubílstjóri einn reyndi að aka fréttamönnunum til sjúkra- húss en lögreglan hindraði það. Tókst fréttamönnunum þó að komast til nærliggjandi gistihúss og hringja þaðan til sjúkrahúss. Mannfjöldinn, sem safnaðist saman, horfði með þögulli skelf- ingu á munkinn brenna sig til bana. Stunur og andvörp heyrð- ust frá hópnum. Barn í fangi konu einnar grét án afláts, en augu móðurinnar voru sem límd við brennandi munkinn. Ungur maður sneri sér að bandarískum blaðamanni og sagði: „Taktu myndir, Skrifaðu um þetta. Þú verður að segja herra Kennedy hvað er að gerast í þessu landi.“ Kona nokkur þreif í skyrtu annars fréttamanns, en kom ekki upp orði. Streymdu tár niður kinnar hennar. Nokkru eftir atburðinn á mark aðstorginu var handsprengju varpað að íbúðarskálum banda- riskra liðsforingja í Saigon skammt frá. Ekkert manntjón varð af sprengingunni. Eins og fyrr getur reyndur stúdentar einnig að efna til uppþots, en lögreglan bældi það niður með harðri hendi og tvístraðist stúd- entahópurinn. Henry Cabot Lodge, sendi- herra Bandaríkjanna, var strax tilkynnt um sjálfsmorð munks- ins, og kvaddi hann þegar saman fund starfsmanna sendiráðsins. Tilkynnt var í Washington í dag að yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í S-Viet Nam, John H. Richardsön, hafi verið kvaddur heim til skrafs og ráðagerðar um ástandið í land- inu. Góðar heímildir herma þó að ástæðan muni þó í raun og veru vera sú að Lodge vilji fá einhvern annan en Richardson tii þess að gegna embætti þessu í Saigon. — Síðustu fregnir hermdu að Henry Cabot Lodge, sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, hafi gengið á fund utanríkisráðherra S-Vietnam og mótmælt aðförum lögreglunnar að band'uískura blaðamönnum í dag. ALLTAF hefur mér geðjazt illa að þríhyrnuumbúðunum um mjólkina, og því verr sem ég hefi kynnzt þeim meira. Held ég að það verði ekki af þrí- hyrnunum skafið að þær eru leiðinda umbúðir, óþægar í með förum og ótryggar. — Mun ekki vera komið mál til að taka þetta mjólkurumbúðamál til nýrrar athugunar ef verða mætti til úr- bóta, mjólkurneytendum til hags og mjólkurframleiðendum til sóma? Ég hygg svo vera og styðst í því við það sem gerist nú víða annars staðar í þessum málum. — Þríhyrnurnar eru á mjólkurbúa-máli nefndar Tetra eða Tetra-Pak. Hér í Osló eru einnig notaðar pappaumbúðir um mjólk en af annarri gerð, hinar svonefndu Pure-Pak um- búðir. Eru það ferkantaðar um- búðir ekki ósvipaðar að stærð og lögun eins og tigulsteinn sé reistur upp á endann en sá end- inn sem upp veit þó kjöllagaður. Ekki tel ég sambærilegt hvað Pure-Pak umbúðirnar eru skemmtilegri og þægilegri í notkun og meðförum heldur en Tetra-þríhyrnurnar. Einnig ör- uggari og minna hætt við mis- förum. Ekki hef ég hugmynd um hvers vegna Tetra þríhyrnurnar urðu fyrir valinu er farið var að selja mjólk í pappaumbúðum í Reykjavík, en hræddur er ég um að það hafi verið leið mis- tök. En mistök er sem betur fer oft hægt að leiðrétta og á að leiðrétta, og svo er þetta, þótt eflaust kosti það fjárútlát, hitt getur þó verið dýrara að láta óbætt. Nú er þess líka ærinn kostur að læra af reynslu ann- arra á þessu sviði. Vil ég í því sambandi benda á það sem er að gerast I Stokkhólmi, eða hef- ir verið að gerast á umliðnu sumrL Allan fyrri hluta þessa árs — og raunar miklu lengur — hafa forráðamenn mjólkursölumála þar um slóðir haft með höndum miklar ráðagerðir um sölu mjólkur í pappaumbúðum eða dægurumbúðum sem ég vil nefna „engangs-pakkning“. Um 20 mismunandi gerir af slíkum um búðum hafa verið reyndar. Öll hnígur reynslan að því að nota ferkantaðar umbúðir en alls ekki þríhyrnur. -Enda bendir flest til þess að þrýhyrnurnar séu úr sögunni, meðal annars og ekki minnst sú staðreynd að Tetra-firmað er nú farið að framleiða og selja ferkantaðar Tetra-umbúðir. Er það talin hin mesta framför. Verða slíkar um- búðir nú notaðar í miklum mæli í Svíþjóð. Jafnframt því verða einnig notaðar ferkantaðar Pure Pak umbúðir vaxbornar. Pure- Pak firmað er einnig farið að framleiða plasthúðar Pure-Pak umbúðir. Hingað til hafa þær ekki verið notaðar hér í álfu, en margir telja að slík plasthúð- un sé hin álitlegasta framtíðar- lausn á þessu sviðL Undanfarið hefir staðið yfir í Svíþjóð eins konar mjólkurstríð. Ein grein þess er umbúðamálið, þótt annars sé þetta að mestu mjólkursölusvæða-stríð marg- þætt og vandamál. En hvernig sem það stríð er blandið, held ég nokkuð lærdómsríkt fyrir Reykvíkinga og þá sem mjólkur fæða fjölbýlið við Faxaflóa að þríhyrnumjólkin virðist ekki koma til greina við lausn slíkra mála í Stokkhólmi — og sem fyrr sagt ekki heldur hér 1 Osló. Sem smáatriði um notagæði hinna ferköntuðu umbúða má nefna að hér í Osló nota hús- mæður þær oft á ýmsan hátt eftir að mjólkin er tæmd úr Ferstrend Tetra-pakning þeim, t.d. til þess að frysta I þeim ber og grænmeti í heima* frysti. — Og meðal annarra orða, væri ekki tiltölulega auð- velt að nota hinar ferköntuðu. Tetra að Pure-Pak umbúðir einri ig undir skyr. Vafalaust nálg- ast nú mjög að mjólkurbúin fari að selja skyr í einhverjum slík- um umbúðum, og nokkur léttir ætti það að vera ef hægt væri að nota sams konar umbúðir um mjólk og skyr. Ég hefi ekki rætt þetta mál sem fagmaður né sérfræðingur, hefi aðeins drepið á það í tilefni af því sem ég hefi heyrt og séð undanfarið, og út frá því megiu sjónarmiði að mikla nauðsyu beri til að losa Reykvískar hús- mæður og aðrar á mjólkursölu- svæðinu á Suðvesturlandi sem allra fyrst við hinar hvimleiðu mjólkurþríhyrnur og bjóða þeim mjólkina í hentugri og betri um búðum. Vafalaust kostar sú breyting allmikið fé, svo er flest meiri háttar mistök og leiðrétt- ingar en er hitt ekki ennþá dýr- ara að berjast við staðreynd- irnar og skella skolleyrum við réttmætum kröfum um leiðrétt- ingar og umbætur? Slemdnl 28. sept. 196? Á.G.E. ■ NA /S hnvfor | / SV S0 hnufor X Snjitama t úa 7 Skúrir K Þrumur mss KuUoM HihakH H Hmt JL UfTiIV moiguu v ai i xx ov. 0115. wuvui j — hiti víðast hvar í Vestur- 20 stiga hiti og 10 síig í New Evrópu, en hér á landi 2—6 York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.