Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 20
Hér sjáum við upprennandi f járbændur í Húnava nssýslu og Skagafirði. Þeir láta það ekki á sig fá þó veturinn hafi komið alltof snemma, en mæta í Stafnsrétt, eins og vera ber. Kannski eiga þeir sína fyrstuagimbur einhvers staðar í safninu. Og »ó ekki sé enn óhætt að vaða út í hættuna innan um allar þessar hyrndu kindur i almenningium, þá má þó alltaf horfa á af öruggum stað á réttarveggnum. — Myndina tók Björn Bergmann í Stafnsrétt á föstudaginn. Hvít krækiber f LAUT einni við Dýrafjörð vaxa kræxiber, sem eru að því leyti frábrugðin öðrum krækiberjum að þau eru hvít. Slík ber erú einnig til á 3 öðr um stöðum á landinu. Þetta fyrirbrigði er sama eðlis og þegar koma fyrir hvítir hrafn ar eða hvítt blágresi, vex þá lyng upp af afbrigðilegum hvítum berjum og ber það hvít ber, að því er Ingólfur Davíðsson, grasafræðingur tjáði Mbl. Berjalyngið með hvítu berjunum finnst í Hjarð ardal í Dýrafirði, í Flatar- tungu í Skagafirði, á einum stað á Austurlandi og öðrum fyrir austan Hellisheiði. Fréttaritari blaðsins á Þing- eyri átti tal um þessi hvítu ber við Hermann Guðmunds- son, sem er fæddur og upp- alinn í Hjarðardal, en svo heitir dalur norðan megin við fjörðinn. Frammi í dalnum er laut, 100—200 ferm. að stærð og segir Hermann að hún sé Höfðamegin í dalnum. Þarna hafa lengi vaxið krækiþer, hvít að lit. Börn Gísla Sighvatssonar á Höfða munu hafa fundið lautina. En Gísli þessi var sonur Sighvats gamla Borgfirðings. Berin eru hvít að lit, en verða stundum svolítið rauð- flekkótt þegar þau eru full- þrozka. Að'öðru leyti eru þau eins og svörtu krækilberin og lyngið eins. „FLÓNIГ frumsýnt 9. okt. Brunavarnasýning haldin kl. 14 í dag — fer fram við Iðnskólann, við norðurenda Tjarnar í DAG, sunnudag, hefst þriðja eldvarnavika, sem haldin hef- ur verið hér á landi. Að fram- kvæmdum stendur iðgjalda- nefnd Sambands brunatryggj enda. Formaður nefndarinnar, Ágúst Bjarnason, skýrði frá tilhögun einstakra atriða, er hann kvaddi fréttamenn á sinn fund, í fyrradag. „Deep River Boys4‘ HÉR-hafa dvalizt undanfarið „Deep River Boys“, og sungið víða um land við mjög góðar undirtektir. — Söngmennirnir eru nú á forum, en þó munu þeir halda tvo konserta í dag, sunnudag, hér í Reykjavík. Verða tónleikarnir kl. 19.30 og 23.30 í Austurbæjarbíói. Slökkvilið Reykjavikur sýnir björgunaratriði o. fl., í dag kl. 2, og verður það vafalaust það, sem mesta athygli á eftir að vekja hjá almenningi. Sýning slökkviliðs- ins fer fram sunnan við Iðnskóla- húsið gamla, við Lækjargötu. Af atriðum, sem þar verða sýnd, má nefna: • Slökkt í olíu með hand- slökkvitæki._ • Slökkt í bréfaeldi með natronslökkvitæki. • Dælt með 3 dælubílum og 3 dælum úr Tjörninni, og verða þá notaðir 12 2% tm. dælustútar. Atriðin verða kynnt, hvert áf öðru, og verður notazt við sér- stakt hátalarakerfi. Eins og fyrr segir, þá er hér um að ræða eldvarnaviku. Þótt sýningaratriðin fari fram í dag, þá eru viðfangsefnin miklu víð- feðmari. Þannig mun verða efnt til gluggasýninga, t.d. í glugga Málarans, við Bankastræti, auk Dr. Páll sjötugur á laugardag 5R. PÁLL ísólfsson verður sjö- ;ugur næstkomandi laugardag og lafa nokkrir vinir hans af því .ilefni ákveðið að gangast fyrir iamsæti til heiðurs afmælisbarn- mu. Samsætið verður haldið í ajálfstæðishúsinu og hefst kl. 8 iíðdegis. Ragnar Jónsson skýrði Morgunblaðinu frá því í gær, að aúast mætti við að þar mundi gerast eitthvað óvænt, en ekki lúldi hann skýra nánar frá hvað pað yrði. Haldið verður upp á sjötugs- ífmæli hins mikla organista og tónskálds með ýmsu öðru móti þennan dag, m.a. í Ríkisútvarþ- Dr. Páll ísólfsson. inu og með tónleikum, og verður nánar skýrt frá því hér í blaðinu síðar. þess, sem innflytjendur bruna- varnatækja efna til sýninga á tækjunum, á eigin vegum. Þeir, sem að eldvarnavikunni standa, hafa sérstaklega snúið sér til ungs fólks, þ.e. skólabarna. í því skyni hefur iðgjaldanefndin látið gera sérstök bókamerki, sem fengin verða skólabörnum. Þá verður almenningi leiðbeint um helztu atriði brunavarna, í sérstökum pistlum, sem birtast munu dag hvern, næstu viku, og verður að finna í dagbók Mbl., frá og með deginum í dag. Þjóðleikhúsið mun næstkom- andi miðvikudag frumsýna gamanleikinn „Flónið“ eftir franska leikritaskáldið Marcel Achard. Þjóðleikhússtjóri, Guð- laugur Rósinkar hélt af því til- efni fund með fréttamönnum í gær að viðstöddum leikstjóran- um, Lárusi Pálssyni. Lárus skýrði svo irá, að „Flón- ið“ væri létt gamanleikrit krydd að ástum og sakamálum, sem gerist í París nútímans. Með að- alhlutverkin fara Rúrik Har- aldsson og Kristbjörg Kjeld. Aðrir leikendur eru Ævar Kvar- an, Róbert Arnfinnsson, Bessi Bjarnason, Baldvin Halidórs- son, Sigríður Hagalín og Guð- björg Þorbjarnardóttir. Þýðing- una gerði Erna Geirdal, en Lár- us Ingólfsson málaði leiktjöld- in. „Flónið" var frumsýnt f París 1960, árið eftir að höfundur þess var gerður að meðlimi frönsku akademíunnar. Achard Framh. á bls. 19 Börn innan 12 ára ekki á almannafæri eftir kl. 8 Skorað á foreldra að hlýða reglum um útivist barna Á FUNDI barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem haldinn var 30. sept. sl. var samþykkt að beita sér fyrir því, að reglum um útivist barna verði fylgt og skora á foreldra að sinna þeirri skyldu sinni. / Skammdegið fer i hönd og samkvæmt réynslu eykst þá slysahættan og afbrotum barna fjölgar. Með auknu eftirliti og strangari gæzlu á reglum um útivist er hægt áð draga úr slysa hættunni og fækka afbrotum. Það hlýtur að vera áhugamál allra foreldra. Ákvæði um þessi atriði eru í 19. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, en hún er svohljóð andi: Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem ekki eiga brýnt erindi um um- ferð út í skip, sem liggja í höfn- inni^jrá kl. 20 — 8 á tímabilinu 1. október til 1. maí, en frá kl. 22 — 8 á tímabilinu 1. maí til 1. október. Unglingum innan 16 ára aldurs er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og öldrykkjustofum. Þeim er óheimill aðgangur að almennum veitingastofum, ís- og tóbaksbúðum eftir kl. 20.00, nema í fylgd með fullorðnum, sem ber ábyrgð á þeim. öll af- greiðsla um söluop til barna eftir að útivistartíma þeirra er lokið, er óheimil. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofn- ana ber að sjá um, að unglipgar fái þar ekki aðgang né hafist þar við fram yfir það* sem leyfi- legt er. Ákvæði þessi eru þó ekki því til fyrirstöðu, að ungl- ingar megi hafa afnot af strætis- vagnaskýlum. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum. — Börn frá 12 ára til 14 'ára mega ekki vera á Seinni göngur n Grímstunguheiði Blönduósi ,5. október: — Seinni göngum á Grímstungu- heiði var frestað um viku sakir illviðra og fannkingis og stóðið er allt á heiðinni enn. í dag leggja nokkrir menn úr Vatnsdal á heiðina, en á morgun fer aðal- hópurinn. Á mánudag verður komið með stóðið til byggða og réttað í Vatns dalsrétt á þriðjudaginn. — BB. almannafæri seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum. Þegar sérstaklega stendur á, getur borgárstjórnin sett til bráðabirgða strangari reglur un» útivist barna allt að 16 ára. Foreldrar og húsbændur barn anna skulu, að viðlögðum sekt- um, sjá um að ákvæðum þess* um sé framfyigt. Ekkí um íjdr- drútt uð ræðu Morgunblaðið sneri sér í gær til Guttorms Erlendssonar borg- arendurskoðanda í sambandi við frétt sem birtist í Þjóðviljanum í gær um „stórfelldan fjárdrátt hjá Reykjavíkurborg". Borgar- endurskoðandinn sagði að orðið hefði vart við misfellur í sam. bandi við innheimtu hjá kaup. endum Gnoðavogshúsanna. At. hugun, sem fram hefði farið hefði leitt í ljós að viðkomandj starfsmaður hafði farið út fyrii embættistakmörk sín við ráð- stöfun á því fé, sem hann inn. heimti, en hins vegar hefði hann ekki dregið sjálfum sér það fé, sem hann veitti móttöku. Gutt. ormur Erlendsson kvað málið ekki fullkomlega rannsakað ea borgarráði mundi gefin skýrsli um þetta í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.