Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID SunnudagUr 6. októb'er 1963 Cftgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakio. NYR KENNARASKÓLI RÆTT KJÖR KENNARA WTennaraskoli Islands hefur nú í fyrsta skipti verið settur í hinni nýju og glæsi- legu skólabyggingu. Kennsla var að vísu hafin í henni í fyrravetur en þetta er í fyrsta skipti, sem skólinn hefur ver- ið settur með hátíðlegri at- höfn í hinni nýju byggingu. 1 Hík ástæða er til þess að fagna hinum miklu umbótum á húsnæði Kennaraskólans. Gamla húsið sem byggt var árið 1909 var fyrir löngu orð- ið allt of lítið. Það voru að- eins fimm kennslustofur og var allri starfsemi skólans skorinn þar mjög þröngur stakkur. 1 Hin nýja Kennaraskóla- bygging mun vera hátt á þriðja þúsund fermetrar að gólffleti. Má af því marka hversu geysileg breyting til batnaðar hefur orðið á húsa- kynnum skólans. Það hús- næði sem Kennaraskólinn hefur nú tekið í notkun er þó aðeins helmingurinn af fyrir- hugaðri skólabyggingu, sem reist mun verða í framtíðinni. Dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kennaraskólans, gat þess við setningu skólans að nemendur yrðu um 300 á þessum vetri. Eru það fleiri nemendur en nokkru sinni fyrr. í fyrravetur voru 217 nemendur í skólanum. Er því hér um að ræða mjög aukna aðsókn að stofnuninni. At- hyglisvert er að stúlkur eru miklu fleiri í skólanum í vet- ur en piltar. Munu þær vera um 190 en piltar um 110. Af hinum 300 nemendum eru um 30 stúdentar. Á þessum vetri byrjar ný deild við skólann. Er það undirbúningsdeild sérnáms. Með henni verða kennurum í verklegum greinum veitt takmörkuð réttindi til kennslu í bóklegum greinum. Mikill skortur er nú á kenn urum í landinu. Ber því mjög að fagna vaxandi aðsókn að Kennaraskólanum. Gefur það fyrirheit um að úr kennara- skortinum muni rætast á næstu árum. Kjör kennara hafa nú verið bætt verulega, enda bar til þess brýna nauð- syn. Kennarastarf þarf að vera eftirsótt og þannig að kennarastéttinni búið, að í hana veljist dugandi og vel menntaðir menn. Hlutverk hins íslenzka skóla verður stöðugt víðtækara og ábyrgð- armeira. Dr. Broddi Jóhannesson er nú skólastjóri Kennaraskól- ans. Hann er ágætlega mennt aður maður, gáfaður og starf- hæfur. Má vænta mikils af forystu hans í íslenzkum fræðslumálum í framtíðinni. ÚTRÝMING BRAGGA- ÍBÚÐANNA A siðasta borgarstjornar- ^ fundi upplýsti Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, að um skeið hefði verið búið í yfir 600 braggaíbúðum hér í Keykjavík. Nú væru hins veg ar í notkun 114 slíkar íbúðir með 465 íbúum. Mætti gera ráð fyrir að herskálaíbúðun- um yrði að fullu og öllu út- rýmt á næstu tveimur árum. Rík ástæða er til þess að fagna því að braggaíbúðun- um hefur senn verið útrýmt. Þær voru styrjaldarfyrir- brigði, sem spratt af hinu gíf- urlega aðstreymi fólks í borg- ina. Reykjavíkurborg hefur haft dugmikla forystu um út- rýmingu þessa ófullkomna og lélega húsnæðis. Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn hafa beítt sér fyrir stórfelldum byggingarframkvæmdum á vegum borgarinnar. Reykja- víkurborg hefur byggt mik- inn fjölda íbúða, sem ýmist hafa verið seldar einstakling- um með góðum kjörum eða leigðar út efnalitlu fólki. í ríkisstjórn hafa Sjálf- stæðismenn beitt sér fyrir því undanfarin ár að tekið hafi verið upp veðlánakerfi og lánastarfssemi til íbúðarhúsa- bygginga stóraukin. í skjóli þessara auknu lánastarfssemi hafa þúsundir íbúða verið byggðar um land allt. Stór- felldar umbætur hafa orðið í húsnæðismálum þjóðarinnar á skömmum tíma. Þrátt fyrir þetta ríkir veru- legur húsnæðisskortur hér í Reykjavík og í einstökum byggðarlögum úti á landi. — Þjóðinni fjölgar og fólkið ger ir eðlilegar kröfur um rýmra og fullkomnara húsnæði. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að vinna að um- bótum í húsnæðismálum ÞEGAR gengið var til forseta- késninga í Alsír, fyrir skemmstu þá reyndi Ben Bellaf hann hef- ur nú verið kosinn forseti) að sannfæra Alsírbúa um, að hann myndi ekki gerast einræðis- herra þótt hann fengi aukin völd. Hann lýsti því ennfremur yfir, að hann myndi ekki leiða yfir þjóðina „persónudýrkun". „Það er aðeins einn þjóðhöfð- ingi í heiminum, sem ekki hef- ur látíð ljósmynda sig í því em- bætti“, sagði Ben Bella, „og það er ég“. Skömmu áður en hann lét sér þessi orð um munn fara, þá höfðu 3.500 fulltrúar FLN lýst því yfir, einróma, að Ben Bella væri fyrsti (og eini) frambjóð- andi til forsetakosninganna. Sam kvæmt stjórnarskrá þeirri, sem samþykkt hafði verið viku áð- ur, þá mun Ben Bella hafa álíka völd og flestir einræðisherrar, sem nú eru við lýði. Það hefur vakið mikla athygli hve ákveðna stefnu Ben Beila hefur tekið, þann tiltölulega skamma tíma, sem hann hefur ráðið mestu um gang mála í Alsír. Hann kom fram, eftir að Alsír öðlaðist frelsi, og lýsti því yfir, að hann myndi leiða þjóð- ina fram til efnahagslegs og þjóðernislegs sjálfstæðis, sem standa myndi. Hann bætti því þó fljótlega við, að sú braut, sem Alsírbúar yrðu að feta, í áttina að því takmarki, væri mörkuð meginreglum sósíalisma — alsírsks sósíalisma. Skömmu síðar fór að bera á því, að samherjar Ben Bélla, sem þekktir voru fyrir þátttöku sína í frelsisbaráttunni, tóku að snúa baki við honum. Einn af öðrum. Segja má, að á þessu sviði sé ekki ólíkt farið með lærisveininum (Ben Bella) og þeim læriföður, sem hann hefur tekið hvað mestu ástfóstri við — Fidel Castro. Þessir, fyrrverandi samherjar Ben Bella, hafa nú sagt skilið við hann og stefnu hans: landsmanna. Miklar bygging- arframkvæmdir standa nú yfir í landinu, t.d. eru 1640 íbúðir í smíðum hér í Reykja- vík samkvæmt upplýsingum, sem Geir Hallgrímsson borg- arstjóri gaf á síðasta borgar- stjórnarfundi. Af þeim verð- ur um 700 lokið á þessu ári. Er það rúmlega 100 íbúðum fleira en á síðastliðnu ári. En þá var lokið við 598 íbúðir. 844 íbúðir voru í smíðum í árslok 1962 en verða væntan- lega um 940 við næstu ára- mót. Hefur þannig verið haf- izt handa um smíði 200 íbúða fram yfir það sem byrjað var á hér í Reykjavík á síðast- liðnu ári. Engin bæjar- eða sveitar- stjórn á landinu hefur unnið jafn ötullega að umbótum í húsnæðismálum og borgar- stjórn Reykjavíkur, undir for ystu Sjálfstæðismanna. Það er staðreynd sem allir Reyk- víkingar þekkja. • Ferrhat Abbas, einn helztj baráttumaður I hópi alsírskra frelsissinna, sagði af sér em- bætti þingforseta, fyrir skemmstu í mótmælaskyni við einræðistilhneigingar Ben Bella. • Belkacem Krim„ - einn skæruliðaforingjanna, sem tók þátt í friðarsamningunum við Frakka, er nú í útlegð í Sviss. • Benjússef Ben Khedda, fyrrverandi forsætisráðherra als írsku útlagastjórnarinnar, er hættur afskiptum af opinberum málum, og rekur nú lyfsölu. • Mohammed Khider, fyrr- verandi yfirmaður stjórnmála- nefndar FLN, er nú í útlegð í Frakklandi. • Mohammed Boudiaf, fyrr verandi fangelsisfélagi Ben Belía og síðar samherji, er nú í fang elsi einhvers staðar í Sahara- eyðimörkinni. • Hocine Ait Ahmed, sem var einnig fangelsisfélagi Ben Bella, um skeið, hefur nú tek- ið saman við E1 Hadj, ofursta, fyrrum héraðsstjóra í Kabýlíu og hafa þeir forystu um and- spyrnu gegn stjórn Ben Bella, þar um slóðir. Ait Ahmed er sagður hafa róið að því öllum árum, að menn tækju ekki þátt í kosningunum um stjórnarskrá og forseta, og varð honum tals- vert ágengt. Á fimmtudag lýsti Ben Bella því yfir í þjóðþinginu, að hann hefði tekið sér í hendur alræð- isvald, skv. 59. grein stjórnar- skrárinnar nýju, sem samþykkt var með 98% greiddra atkvæða. Nú eru á lofti raddir um, að Ben Bella ætli sér að sníða sinn stakk eftir fyrirmynd læriföð- urins: Castro. Nýlega hefur Ben Bella tryggt sér 100 milljóna Washington, 4. okt. — (NTB) UTANRÍKISRÁÐHERRA Breta, Home lávarður, ræddi í dag við Kennedy Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu. Stóðu viðræður þeirra rúma klukkustund og ræddu þeir hið hætta ástand í sambúð Austurs og Vesíurs, tillöguna um sameiginlegan kjarnorku- flota Atlantshafsbandalagsins og önnur mál varðandi banda lagið. Undanfarna daga hafa þeir ræðzt við í Washington, Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Home lávarður og Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna. Er fundum þeirra lauk x dag höfðu þeir Ben Bella dala efnahagsaðstoð frá Sovét- ríkjunum, og veita þá aðeins Frakkar Alsírbúum meiri að- stoð, 350 milljónir dala, árlega. Vonir þeirra, sem styðja Als- ír í viðleitninnj til að verða efna- hagslega sjálfstætt ríki í samfé- lagi frjálsra þjóða, eru nú — hversu einkennilegt, sem það kann að virðast — bundnar við DeGaulle, Frakklandsforseta. Alsír er félaust land, land án þekkingar, land, þar sem mað- ur með bókhaldsþekkingu er sjaldgæft fyrirbæri. Innan frönsku stjórnarinnar eru á lofti raddir, þess efnis, að aðfarir Ben Bella séu freklegt brot á Evian samkomulaginu, (milli Frakk- lands og Alsír), sem formlega batt enda á styrjöldina þar, og verða átti grundvöllur nýs rík- is. Franska stjórnin ræður þvi ein, hvort tekið verður fyrir að- sroð við Alsír. Fjármálaráðherra Frakklands Valery D’Estaing, hefur þegar vakið máls á því í franska þing- inu, ^ið rétt kunni að vera að dfaga mjög úr fjárveitingum til Alsír. Ifver endanleg afstaða frönsku stjórnarinnar — og De Gaulle — verður, veit enginn, en á meðan horfa menn van- trúaðir á athafnir mannsins, sem gengur nú víða undir nefn- inu Ben Castro. komið sér saman um að leggja til, að bannað yrði að senda kjarn orkuvopn út í geiminn. Að afloknum viðræðunum við Kennedy Bandaríkjaforseta ræddi Homé lávarður við frétta- menn. Sagði hann að viðræð- ' urnar hefðu verið mjög gagnleg- ar. Hann hefði skýrt Bandaríkja- forseta frá því, að Bretar vildu taka þátt í undirbúningsviðræð- um um stofnun sameiginlega kjarnorkuflota Atlantshafsbanda lagsins, en á þessu stigi málsins vildu þeir ekki skuldbinda sig til þátttöku í honum. Home ræddi sambúð Austura og Vesturs og sagði, að nú væri ljóst, að Sovétríkin vildu semja um það, sem milli bæri, en ekki fá sitt fram með valdbeitingu. Þetta væri mikil brevt*"g, sem bæri að fagna. w Bandoríkjamenn, Brefar og Rúss- ar vilja banna kjarnorkuvopn í geimnum Home lávarbur ræðir við Kennedy L A N D S A LA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.