Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6 október 1963 Skipstjóra og sfýrimann afélagið Aldan 70 ára Félagið hafði á sínum tíma djúpstæð áhrif á skipun bæjar- og þjöðmála Frá Beykjavikurhöfn á tímum þilsklpanna. endanlega samþykkt á félags- fundi hinn 17. febrúar 1894. Á fyrstu fundum félagsins bera hagsmunamálin á góma og þá kom meðal annars fram til- laga að fara þess á leit við út- gerðarmenn að þeir vigtuðu all- an kost til skipverja út í landi. Á öðru ári er farið að ræða um hvort ekki muni tiltækilegt að ráðast í að gefa út tímarit „er gæti orðið til nytsemdar og fróð leiks í þeim atvinnuvegi er þeir menn stunda.“ Málið fékk góðar undirtektir og var samþykkt í einu hljóði tillaga um að skip- stjórar rituðu hjá sér allt það er þeir álitu að gæti haft nokkra þýðingu þessu máli til fram- kvsemdar. Þá var og samþykkt að félagið keyptu eða fengi að láni norsk og dönsk tímarti er gefin væri út í þessum tilgangi. í nóvember 1894 segir að fund- arstjóri geti helztu atriða er skipstjórar, sem eru í Öldunni, skyldu rita í dagbækur sínar viðvíkjandi fiskigöngum og fisk- veiðum. Er þetta síðan talið upp: 1. Hvar skipið er á hádegi hvern dag, og á hvaða dýpi skip- ið hefur rekið ef það hafi legið á fiski. 2. Hvernig veðurlag er og á hvaða átt. Hvað hvasst er, og hvernig sjólag er og hitarnir í lofti og sjó, botnslag og dýpt. 3. Hvað mikill fiskur hafi dregizt yfir hvern sólarhring, og á hvaða dýpi, og á hvaða tíma bezt dregst. 4. Hvaða fiskitegund er t.d. þorskur, stútungur, þyrsklingur, ýsa, langa, ufsi, keila, skata, steinbítur, spraka, karfi, og enn- fremur hvort þessar fiskitegund- ir eru feitar á fisk eða lifur. Hvort fiskurinn er hvítur eða móleitur á roðið. Hvort hann ec með síltroðinn maga eða tórti. ur, eða botnfæða er í honum t.d. krabbi og fleira. 5. Hvort vart verður við síld, hvort heldur hún er í fiski eða á ferð, hvert hún stefnir ef hún sézt. Og ennfremur geta þess ef kolkrabbi dregst eða er í fiski. Þá er og jafnframt stungið upp á að skipstjórar sem ekki væru í félaginu gæfu því einnig skýrsl sem færu í sömu átt. 1895 verða miklar umræður um hvernig ráðstafa skuli styrkt arsjóði félagsins til ávöxtunar,- Endaði svo þeim umræðum að sjóðurinn var lagður í Söfnun- arsjóð íslands og hefur hann verið þar síðan og finnst sum- Framh. á bls. 18 í lögum Öldunnar er svo kveð ið á að „tilgangur félagsins er að hlynna að öllu því svo til framfara og eflingar lýtur við fiskveiðar og siglingar lands- manna. Og ennfremur að auka samvinnu meðal skipstjóra og stýrimanna og gæta hagsmuna þeirra, meðal annars með því að efla „Styrktarsjóð skipstjóra og stýrimanna við Faxaflóa“ sam- kvæmt skipulagsskrá sjóðsins". í tilefni þessara tímamóta skip stjóra og stýrimannafélagsins Öldunnar átti blaðamaður Morg unblaðsins til við Guðmund H. Oddsson, skipstjóra, núverandi formann Öldunnar. í samtali við hann er stiklað á staksteinum í sögu félagsins og stuðzt við gerðarbækur þess. Á bernzkuskeiði þessa félags var að rísa alda vaxandi félags- þroska með þjóðinni. Og félags- menn voru margir ötulir braut- ryðjendur nýs tíma á sviði út- gerðar og sjósóknar. Þessi félags skapur lét skjótt til sín taka hvers konar velferðarmól skip- stjórnarmanna og sjómanna al- mennt. Og Aldan hafði víðtæk áhrif á gang mála bæði á Al- þingi og sömuleiðis í bæjarstjórn Reykjavíkur. í byrjun árs 1849 hefjast umræður í félaginu um stofnun styrktarsjóðs er varið skyldi til að styrkja þá félags- menn er vegna elli eða heilsu- brests yrðu atvinnulausir, einn- ig ekkjur og börn félagsmanna. Skipulagsskrá þessa sjóðs var Guðmundur H. Oddsson, skip- ttjóri, núverandi form. Öldunnar r Á MORGUN hinn 7. október •ru liðin 70 ár frá því skipstjóra og stýrimannafélagið Aldan var Stofnað hér í Reykjavík. Félag þetta er elzt starfandi félaga þeirra sem við sjósókn og út- yegsmál hafa fengizt. Stofnend- ttr félagsins voru 24 talsins og óllir skipstjórar. Þeir höfðu átt drýgstan þátt í því að koma á lót nýrri útgerð hér við land, lem var þilskipaútgerðin, og sumir þeirra höfðu stýrt fyrstu skipunum sem hingað komu. • Hvað vanar helzt 1 í Skálholt? „Húsmóðir í Reykjavík" send ir Velvakanda bréfið, sem hér fer á eftir. Velvakandi hefur að vísu áður birt bréf um sama efni, en ekki sakar að herða á þeim, sem hér eiga hlut að máli. „Kæri Velvakandi! Mig langar til þess að biðja þig fyrir greinarkom. Ég er ein af þeim, sem heimsóttu Skálholt í sumar, og sá hina nýju og fögru kirkju. Ég ætla ekki að lýsa henni, það hafa aðrir mér færari gert. En eitt fannst mér stórlega á vanta: snyrtiherbergi fyrir almenning. Hvert er kirkjugestum og öðr- um, er að Skálholti koma, ætl- að að fara? Varla út um tún eða móa; sízt mundi það prýða hinn fornhelga stað. Þá þarf ekki að tala um þá sjálfsögðu hreinlætisskyldu, að menn geti þvegið sér um hendur. Ég er hrædd um að útlendingar, sem þangað koma, eigi erfitt með að skilja þetta hjá þjóð, sem vill kalla sig menningarþjóð. Við eigum ekki lengur að vera með þetta aftur í grárri forn- eskju, frekar en aðrar fram- farir. — í Bandaríkjunum held ég, að engin benzínstöð sé byggð öðru vísi en snyrtiher- bergi fylgi til afnota fyrir þá, sem þar stanza, hvað þá held- ur aðrar veglegri byggingar. Ég leyfi mér því að skora á þá, sem hlut eiga að máli, að bæta svo fljótt úr þessu, sem auðið er, svo að þetta atriði verði ekki Skálholtsstað til vanvirðu. — Með þökk fyrir birtinguna, húsmóðir í Reykjavík“. • Hundar og kettir og fuglar og fiskar. Enn er ekkert lát á bréfum til Velvakanda frá fólki, sem vill ýmist leyfa eða banna hundahald í Reykjavík. Þetta virðist vera gamalt hitamál eftir því að dæma, að þegar ár- ið 1914 er þetta orðið deilumál í Morgunblaðinu, eða fyrir nær fellt hálfri öld. Upphaf deil- unnar var bréf frá „Órækju“, sem hefst þannig: „Eitt af því, sem einkennir þennan bæ, er hundamergðin. Maður gengur naumast tíu faðma á götunum ón þess að mæta hundi eða hundum. Ef menn ríða um göt- urnar á hjóli eða hesti, liefir maður þá gjammandi og glefs- andi við hlið sér. Og þess eru ekki fá dæmi, að þeir hafa bit- ið all-óþyrmilega í fætur hjól- reiðamanna, og litlum börnum er af þeim háski búinn, sum- um hverjum.“ — Svo er rætt um sjúkdómahættu af erlend- um hundum, sóðaskap o.fl. Sem sagt: sömu röksemdirnar þá og nú. Hér birtist bréf frá Kópavogsbúa: „Ég var að enda við að lesa bréf frá „Víðförla" í dálkum Velvakanda. Hvað er að mann inum að ráðast svona að fólki, sem á hunda, kalla það lög- brjóta og sóða og segja það níðingsverk á háu stigi að binda hundagreyin og bæla og ofurselja þá óvita börnum, sem kuðla þá eins og gamalt plast- leikfang? En svo mælir hann með fuglum, fiskum og kött- um, en fiskar og fuglar eru líka lokaðir inni og sviptir frjáls- ræði. Er minni sóðaskapur af köttum? Að minnsta kosti er hlandfýlan meiri af þeim, og kuðla ekki óvita börn kettlinga eins og hvolpa, og pissa ekkl kettir utan í bíla og hús eina og hundar, og gera þeir ekki ónæði líka með sínu alkunna breimi og næturbardögum? Fyrst bannað er hundahald, því er þá leyft kattahald? Hundar eru hvorki til gagns né þrifa, segir Víðförli, én eru kettir það svo miklu frekar, þótt þeir drepi fugla og rottur? Ég á ekki hund og ekki kött, en ég get samt ekki skilið. hvers vegna ráðizt er svona i þann, sem á hund, frekar ea þann, sem á kött. — Með kveðju til allra dýra- vina, hvað sem dýrið heitir, Kópavogsbúi", Af þessu bréfi mætti ætla, að Víðförull hefði sérstaklega mælt með köttum, en svo var þó ekki. Þeir, sem halda hunda leynilega hér í borg, verða ekki kallaðir annað en lögbrjótar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.