Morgunblaðið - 12.10.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.1963, Síða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. okt. 1963 V' Eldur í timburhúsi að Bergstaðastræti 1 Fljótlega tókst að slökkva.— en skemmdir miklar Slökkviliðið að starfi að Berg-staðastræti 1 í gærmorgun. Hækkandi heimsmarkaðs- verð á* mjöli og lýsi ENN er nokkurt magn óselt af síldarlýsis- og síldarmjölsfram- leiðslu sumarsins, að því er Sig- urður Jónsson, framkvæmda- Nokkurt magn óselt af sumarframleiðsunni stjóri SR, tjáði Morgunblaðinu í gær. Verð á mjöli og lýsi hefur farið heldur hækkandi siðustu vikurnar á heimsmarkaðnum. Um 8 þúsund tonn af síldar- lýsi eru enn óseld hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins, af um 15 þús- und tonna framleiðslu, sagði Sig- urður, en ástæðan er ekki sú að eftirspurn hafi ekki verið fyrir hendi, heldur hefur verið beðið með að selja, þar sem heims- markaðsverð' hefur farið hækk- andi undanfarið. Allt fiskimjöl hefur verið selt og mest allt síldarmjölið, en þó eru eftir nokkur þúsund tonn hjá SR. Eftirspurnin hefur farið vaxandi og þar af leiðandi héfur verðið farið fremur hækkandi, en það var lágt fram eftir sumri. Kvað Sigurður Jónssoh ekki vera nein vandræði með sölu á mjöl- inu. Ástæðan fyrír vaxandi eftir- spurn á mjöli og lýsi er minnk- andi framleiðsla í heiminum. — Hefur framleiðsla Perúmanna heldur dregizt saman, hvallýsis- Ekið á konu á Hringbraut og barn a Laufdsvegi LAUST eftir kl. þrjú var ekið á konu á mótum Hringbrautar og Laufásvegar, með þeim ‘afleið- ingum að hún slasaðist nokkuð og var flutí í slysavarðstofuna. Konan, Soffía Thordarson, Laufásvegí 60, var á leið yfir Hringbrautina, er slysið varð Var hún komin yfir eyjuna vestan gatnamótanna, og ætlaði suður yfir akreinina, er hún varð fyrir leigubíl. Tókst bílstjóranum ekki að hemla, og slfell konan framan á bílinn og félþ í götuna. Soffía var flutt í slysavarðstofuna. og mun ekki hafa verið alvarlega slösuð. Um kl. 12 á hádegi varð 4 ára drengur, Aðalsteinn Júlíus Magnússon, Laufásvegi 65, fyrir bíl móts við Laufásveg 60. Skodabil var ekið austur Laufás- veginn og segir hilstjórinn að hann hafi ekki vitað fyrri til en drengurinn kom hlaupandi frá gangstéttinni hægra megin göt- unnar, og hljóp á bílinn miðjan. Féll hann við það í götuna. Aðal- steinn var fluttur í slysavarð- stofuna, og reyndist skrámaður í andliti, en að öðru leyti ómeídd ur að heita. • KARIALAINEN MYND- AR EKKI STJÓRN Helsingfors 11. okt. (NTB). Ahiti Karialainen, fyrrv. forsætisráðherra Finnlands, var fyrir skömmu falið að reyna stjórnarmyndun, en nú hefur hann skýrt Kekkonen forseta frá því, að tilraunin hafi ekki borið árangur. Gert er ráð fyrir að forsetinn muni nú skipa embættismanna- stjórn. NA15 hnúfar / SVSOhnútar H Sn/Hcmt • OS/ — 7 Shirir E Þrumur W/ÍÍS, KuUuM V Hihtki H Hmi 1 L'LmaÚ „ ,o n UWr ^ ma 1 jwo - *<, U.moX framleiðslan hefur orðið minni í ár, svo og síldarlýsisframleiðsl- an. — v Síldarverksmiðjur ríkisins selja sjálfar sína framleiðslu, en framleiðsla annarra aðila er seld af einstaklingum. ELDUR kom upp í eldhúsi á efri hæð gamals timburhúss að Berg- staðastræti 1 um kl. 7.30 í gær- morgun. Fljótlega tókst að slökkva eldinn, en miklar skemmdir urðu á hæðinni og innbúi. Slökkviliðinu var gert aðvart um brunann um kl. 7.30 í gær- morgun af manni í næsta húsi, sem hafði orðið var við reykinn. Eldurinn kom upp í. eldhúsinu og breiddist í vegg, sem raf- magnseldavél stóð við, svo og í loftið yfir eldhúsinu. Tókst slökkviliðinu að slökkva eldinn innan tíðar, en þá höfðu orðið miklar skemmdir á efri hæð húss ins og innbúi, en þarna bjó norsk ur maður, Ulf Mork, ásamt ís- lenzkri konu sinni, Huldu Mork, og tveim börnum þeirra, 6 ára og 4 ára. Ulf Mork, sem vinnur á Kefla- víkurflugvelli, hafði farið þang- að fyrr um morguninn. Kona hans var á leið út með börnin. Þórunn og Ashkenazy eignast dóttur * Einkaskeyti til M!bl. frá AP. — 11. október. í MORGUN ól Þórunn Jó- hannsdóttir annað barn sitt í siúkrahúsi í London og er það stúlka. Móður og dóttur líður vel. Eins og kunnugt er eiga Ashkenazy-hjónin fyr ir 20 mánaða son, sem heitir Vladimir eins og faðir hans. Sólfari kom með 3000 girðingarstaura AKRANESI, 11. okt. — Sólfari AK 170, bátur Þórðar Óskars- sonar, skipstjóra, kom hingað í heimahöfn kl. 1 í nótt. Bótur inn er 190 brúttótonna stálskip, smíðaður 1 Rosendal í NoregL Kom Sólfari hlaðinn 3000 girð ingastaurúm fyrir Skógrækt ríkisins. Eigandinn sigldi bátn- um heim óg verður sjálfur með hann á veiðum. Á h*eimleið hreppti Sólfari vont veður við Færeyjar og reyndist skipið hið bezta í sjó að leggja. — Oddur. þegar slökkviliðið kom á stað- inn. ' Á neðri hæðinni er Hanzka- gerð Guðrúnar Eiríksdóttur. —• Breiddi slökkviliðið vatnsheld segl yfir vörur og vélar í hanzka- gerðinni til að forða skemmdum, enda munu þær hafa orðið litlar. Húsið er eign Geirs Konráðs- sonar og var það vátryggt, svo og innbú Mork-hjónanna. Mogens Wöldike ritar um dr. Pál Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn ll.-okt. t DAG ritar tónskáldið og dómorganistinn Mogens Völd- ike um dr. Pál ísólfsson í Kristeligt Dagblad í tlefni 70 ára afmælis hans. Segir Völd- ike m. a.: Danskir kirkjutón- listarmenn hylla hinn mikla islenzka meistara — dóm- organistann, orgelsnillinginn, hljómsveitarstjórann, tónskáld ið og heiðursdoktorinn. Hann er þekktur fyrir framúrskar- andi orgelieik oig formfagrar tónsmíðar, ekki aðeins á Norð urlöndum,. heldur af öllum tónlistarmönnum Evrópu. — Starfsbræður, sem hafa haft samband við hann um árabil, hafa hitt fyrir mjög hrífandi persónuleika og þeir okkar, sem hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast honum nánar, þekkja bæði skemmti- legan, andrikan, sérlega vand- • aðan og alúðlegan mann.“ l Rytgaard. I Nokkur hluti fulltrúanna á kaupgjaldsráðstefnun ni Kaup verði verðtryggt á einhvern hátt Fjölmenn lýðsíélaga ráðstefna frjálsra verka- um kaupgjaldsmál hófst Reykjavík í gær f gær var kyrrt veður og léttskýjað um mestan hluta landsins og hiti 4—6 stig fyr- ir sunnan, en 1—3 stig fyrir norðan. í Skotlandi og Suður- Noregi var hinsvegar hvass- viðri og rigning. Fellibylurinn Flóra heldur áfram til norðausturs. Á kort timanum var hann um 1300 km suðui; af suðvestur-odda Nýfundnalands, eða 900 km fyrir suðvestan yztu mörk kortsins. * FUNDUR sá um kaupgjaldsmál er Sjómannafélag Reykjavíkur, VR, Iðja, félag verksmiðjufólks og Félag isl. rafvirkja boðuðu til með fulltrúum verkalýðsfélag anna í Reykjavík og nágrenni var settur kl. 5 siðdegis í gær. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var kjörinn Magn- ús Sveinsson, framkvæmdastjóri VR. Óskar Hallgrímsson, form. Félags. ísl. rafvirkja, hafði fram sögu um ástand og horfur í kaupgjaldsmálum. Rakti hann þróun þessara mála um 20 ára skeið og þó sérstaklega þróun kaupgjalds og verðlags s.l. 2 árin. Lagði hann sérstaka áherzlu á, að stöðva yrði þá óheillaþró- un að verðhækkanir gleyptu allar kauphækkanir á skömmum tíma. Einnig benti hann á, að óeðlilegt væri að tengja kaup bænda við meðaltekjur ann ara stétta og breyta þyrfti til með ákvörðun verðlagsgrundvall ar landbúnaðarafurða. Framsögumaður lagði einnig mikla áherzlu á, að launþegar fengju kjarabætur nú þegar jafn framt því sem tryggt yrði að verðhækkanir tækju ekki allar launahækkanirnar til sín, þ.e. að kaup yrði verðtryggt á eia- hvern hátt. Auk framsögumanns tóku margir fulltrúar til máls og voru allir á einu máli um að ekki yrði komizt hjá því að hækka kaup og tryggja kaupmátt launa. svo og að breyta verðlagsgrund- velli landbúnaðarafurða. í fundarlok var kosin 6 manna nefnd til að yfirfara uppkast að ályktun sem lögð var fram á fundinum og leggja hana fyrir framhaldsfund, sem hefst kluklc an 2 Síðdegis í dag. 25 verkalýðsfélögum í Reykja vík og nágrenni var boðið að senda fulltrúa á fundinn. Á fund- inum mættu fulltrúar 20 verka- lýðsfélaga með samtals 13 þus- und meðlimi, þar af mættu úr Reykjavík fulltrúar 17 félaga sem telja innan vébanda sinna % hluta allra þeirra launþega i Reykjavík, sem eru í félögum innan Alþýðusambands íslands. Fullvíst er, að fulltrúar fleiri félaga mæti á fundinum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.