Morgunblaðið - 12.10.1963, Side 6

Morgunblaðið - 12.10.1963, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagar 12. okt. 1963 Birgir Finnsson marsson 9 atkvæSi. Lýsti aldurs- forseti Birgi réttkjörinn forseta Sameinaðs þings. 1. varaforseti var kjörinn Sig- urður Ágústsson og 2. varafor- seti Sigurður Ingimundarson báð- ir með 32 atkv. Aðrir seðlar voru auðir. Sjálfkjörnir sem skrifarar voru Ólafur Björnsson af A-lista og Skúli Guðmundsson af B-lista. í kjörbréfanefnd voru kosnir' af A-lista, sem hlaut 32 atkv. Einar Ingimundarson, Matthías Á Mat- hiesen og Eggert G. Þorsteinsson og af B-lista, sem hlaut 19 atkv., Ólafur Jóhannesson og Björn Fr. Björnsson. C-listi Alþýðuibanda- lagsins hlaut 9 atkv. og engan mann kjörinn. Því næst hófst kosning til Efri deildar Alþingis. Af A-lista voru kjörnir Gunnar Thoroddsen, Auður Auðuns, Bjartmar Guð- mundsson, Jón Lrnason, Magnús Jónsson, ólafur Björsson, Sigurð- ur Óii Ólafsson, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, Guðmundur í. Guðmundsson, Eggert G. Þor- Þessi inynd var tekin I Alþingishúsgarðinum í gær af hinum þremur nýju þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Á henni eru, talið frá vinstri. Davíð Ólafsson, 6. landskj. þm. Matthías Bjarna- son 11. landskj. þm. og Sverrir Júlíusson 7. landskj. þm. — Ljósm. Mbl. &v. Þ.). Forsetakjör á Alþingi I gær: Jóhann Hafstein steinsson og Jón Þorsteinsson. Af B-lista Asgeir Bjarnason, Helgi Bergs, Hermann Jónasson, Karl Kristjánsson, Ólafur Jóhannesson og Páll Þorsteinsson. Af C-lista Bjöm Jónsson, Alfreð Gíslason Og Gils Guðmundsson. Var fundi síðan slitið en fundir boðaðir í Efri og Neðri deild þegar í stað. Neðri deild Aldursforseti neðri deildar Ól- afur Thors stjórnaði þar for- setakjöri. Jóhann Hafstein var kjörinn forseti með 21 atkv. Birgir Finnsson forseti í Sameinuðu þingi Sigurður Óli Ólafsson í Efri deild Jöhann Hafstein í IMeðri deild í GÆIR voru forsetar kjörnir á Alþingi og fór kosningin á pann veg, að Birgir Finnsson var kjör- inn forseti í Sameinuðu þingi, Sigurður Óli Óiafsson í Efri deild og Jóhann Hafstein í Neðri deild. atkvæðunum yrði vísað til kjör- bréfanefndar þingsins til atihug- unar. Ólafur Jóhannesson CF) kvaddi sér hljóðs og minntist á 10 utan- kjörstaðaratkvæði á Siglufirði, sem meirihluti yfirkjörstjórnar Norðurlandskj. Vestra hafði úr- skurðað ógild, þar eð þau bár- ust eftir að kjörstað hafði verið lokað. Kvað Ó. J. atkvæðin hafa borizt áður en sjálf kjörstjórnin greiddi atkvæði og að sínum dómi bæri að taka þau gild. Kvaðst hann þó fallast á meðferð málsins eins og framsögumenn legðu til. Aldursforseti Ólafur Thors sagðist álíta að einhverjir myndu finna ástæðu eða þörf á að bera glak af meirihluta yfir- kjörstjórnar. Kvaðst hann þó mælast undan því, að menn færu nú að rökræða þetta atriði en taldi réttan vettvang að ræða þetta mál þegar það kæmi aftur til kasta Alþingis hjá kjörbréfa- nefnd. Benedikt Gröndal (A) einn af framsögum. kjördeildanna las upp úr fundargerð yfirkjörstjóm ar, og m. a. kom það í Ijós að minnsta kosti einum kjósanda hefði verið vísað frá áður en þessi ágreiningsatkvæði bámst. Einnig óskaði yfirkjörstjórn að fá það upplýst á hvern hátt at- kvæðin hefðu borizt inn á kjör- stað eftir lokun! Síðan voru kjör- bréfin samþykkt einróma og einnig tillagan um að vísa vafa atkvæðunum til kjörbréfanefnd- ar. Þrír þingmenn, er eigi áður hafa setið á Alþingi, undirrituðu drengskaparheit um að fram- fylgja í einu og öllu stjórnar- skránni. Voru þð þeir Matthías Bjarnason, Ragnar Arnalds og Sverrii; Júlíusson. Hófst nú kosning forseta Sameinaðs þings og féllu at- kvæði svo, að Birgir Finnsson hlaut 32 atkvæði, Karl Kristjáns- son 19 atkvæði og Hannibal Valdi Einnig vOru kjörnir 20 þingmenn til að sitja í efri deild. . Fundi var framhaldið i Sam- einuðu þingi frá því á fimmtu- dag og hafði aldursforseti þess, Ólafur Thors forsætisráðherra, fundarstjórn með höndum. Tekið var fyrir álit 3 kjördeilda er skip aðar höfðu verið og höfðu þa« Auður Auðuns, Benedikt Grön- dal og Alfreð Gíslason orð fyrir nefndunum. Kjördeildirnar urðu sammála um að mæla með samþ. á öllum kjörbréfum þingmanna, enda þött um nokkur vafaat- kvæði væri að ræða í 5 kjör- dæmum. Hins vegar gætu þessi atkvæði engan veginn haft áhrif á kosingaúrslitin. Lögðu fram- sögumennirnir því til að vafa- Húsmóðir skrifar; • UMMÆLI NOBELSKÁLDSINS „Kæri Velvakandi! Ég las það sem Mbl. hefur eftir Nobelsskáldinu um Stalin þar sem hann fordæmir hetju- dýrkunina á hpnum vegna glæpa hans. Ég er viss um að þeir,' sem lifðu af Ungverja- landsbyltinguna, en misstu saklausar konur og börn undir skriðdrekum, sem Krúsjeff lán- aði Kadar finnist ekki mikill munur vera á Stalin og Krúsjeff. Sönn skáld meta frelsið mest, þannig fórnaði t. d. Byron lífi sínu í frelsis- stríði Grikkja. Sömuleiðis fór George Orwell með sína beztu vini í Spánarstyrjöldina og hélt að kommúnistar væru að bjarga Spáni, en sú saga end- aði á því að kommúnistarnir drápu flesta vini hans og sjálfur slapp hann nauðuglega. Þá sá hann hvernig þessi stefna er og sagði farvel, skrifaði síð- an bók, sem heitir 19«4, þar sem hann sannar, að það verður alltaf eins og var hjá Stalin. • SKÝRSLUR S.f A. Það er bezt að lesa Rauðu- bókina, leyniskýrslur S.I.A., þá geta allir séð kommúnismann í framkvæmd og eins hugarfar þeirra, sem fylgja honum. Á bls. 76 í þessari merku bók stendúr eftir Hjalta nokkum Kristgeirs- son um ástandið í Ungverja- landi. Ég held að það kunni að vera lærdómsrikt að gera sér grein fyrir analógíunni: „1952 er talið, að 100 þús. manns, 1%. þjóðarinnar hafi verið hér í vinnubúðum, margir fyrir litlar eða engar sakir. Enginn var óhultur um líf sitt eða limu, öll andstaða og mögl gegn ríkjandi.skipulagi var bar in niður (í bókstaflegri merk- ingu). Framleiðsla, jókst að vísu, en lífskjör versnuðu engu að síður. Verkamenn voru að mestu sviptir frelsi til að ráða vinnustað, bændur kúgaðir Sigurður Ó. Ólafsson Halldór Asgrímsson hlaut 13 atkv. og Einar Olgeirsson 6 atkv. 1. varaforseti var kjörinn Bene- dikt Gröndal með 21 atkv. Hall- dór E. Sigurðsson hlaut 1 atkv. Og 18 seðlar voru auðir. 2 vara- forseti var kjörinn Jónas G. Rafn ar með 21 atkv. Halldór E. Sig- urðsson fékk 1 atkv. og 17 seðlar voru auðir. Skrifarar voru kjörn- ir Matthías Bjarnason og Sig- urvin Einarsson. Fastanetndir verða kjörnar á þriðjudag. Efri deild Aldursforseti efri deildar Karl Kristjénsson stjórnaði þar kjöri forseta. Forseti var þar kjörinn Sigurður Óli Ólafsson með 11 atkv. Karl Krisjánsson hlaut S atkv. Björn Jónsson 3 atkv. 1. varaforseti var kjörinn Eggert G. Þorsteinsson og 2. varaforseti Þorvaldur G. Kristjánsson báðir með 11 atkv. aðrir seðlar voru auðir. Sjálfkjörnir sem skrifarar voru þeir Bjartmar Guðmunds- son og Karl Kristjánsson. Kosið verður í fastanefndir nk. þriðju- dag. Varðberg VARÐBERG gengst fyrir kvik- m.yndasýningu í Nýja bíói i dag ki. 2 e.h. Sýndar verða tvær myndir teknar á vegum Attandshafsbandalagsins. Fyrst er mynd frá Berlín, en hin mynd in nefnist „Ofar skýjum og neðar“. Er hún með íslenzku tali. Öllum er heimill aðgangur að sýningunni, en börnum þó ein- ungis í fylgd með fúllorðnum. með afurðarafhendingarskyldu. í andlegu lífi ríkti skematískur formalismi á hæsta stigi“. • ÞARFUR LESTUR FYRIR HÚSMÆÐUR Þetta hafði Kjalti horit upp á og kom svo í útvarpið 195 . og sagði sírium löndum, að það hefði verið glæpur að gera bylt ingu, fólkið átti að sætta sig við þessi lífskjör, af því að það var steína kommúnistmans. Svona er hugarfar þeirra manna, sem trúa á þessa stefnu. Ég hela að það væri þarflegt, að húsmæð- ur læsu þessa bók, því flestar eiga þær börn, sem komast til vits og ára. Ég get ekki annað séð, en að þankagangur þessara ungu íslenzku námsmanna sé gjörsamlega sá sami og þessara sem unnu „góðverkin“ fyrir Stalin. En hvaða íslenzk móðir vill ala upp böðla og þrælabúðar- forstjóra. Húsmóðir.'*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.