Morgunblaðið - 12.10.1963, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
i LaUjgardagur 12. okt. 1963
„Líkist helst biblíumynd
um af Nóaflóðinu"
segir Demetz, óperusöngvari, um
verksummerkin
MORGUNBLAÐIÐ átti í
gær símtal við Vincenzo M.
Demetz, óperusöngvara, og
konu hans, Þóreyju Þórðar-
dóttur, sem búsett eru um
stundarsakir í heimaþorpi
Demetz, Ortizei í Gardena-hér
aði á Ítalíu, um 100 kílómetra
frá Vaionstíflunni.
— Hvernig hefur fólkið í
Gardena tekið fréttunum frá
Piavedalnum hinum megin
við fjallgarðinn?
— Fólkið er alveg agndofa.
Það má segja að þjóðarsorg
ríki á Ítalíu, sagði Demetz. Ég
þekki að vísu engan, sem býr
í Piavedalnum, og hann er í
annarri sýslu, en við erum
ekki langt frá staðnum. Ég
fór einu sinni um dalinn í
járnbrautarlest, hann er mjög
þröngur, hlíðarnar snarbratt-
ar og skógi vaxnar. Húsin
, standa í fjallshlíðunum.
— Sendingar sjónvarps og
1 Piave-dal
útvarps stöðvuðust um tíma í
gærdag, sagði Þórey. Svo kl.
9 í gærkvöldi hófst sjónvarp-
ið og voru þá sýndar frétta-
myndir frá flóðsvæðinu. Það
var átakanleg sjón. Það var
Vincenzo M. Demetz
eins og dalurinn hefði verið
hreinsaður. Ekkert var eftir
nema fáein hús, sem staðið
höfðu ofarlega í fjallshlíðinni.
Flóðið hefur sópað öllu burt,
fólki og húsum.
— Mér fannst það, sem ég
sá í sjónvarpinu í dag og í
gær, einna helzt líkjast biblíu
myndum af Syndaflóðinu,
sagði Demetz, þorpin voru á
bak og burt og það eina, sem
sást fyrir neðan 60 til 70
metra hæð frá ánni Piave, en
hún rennur í miðjum dalnum,
voru lík, sem festst höfðu í
trjánum. Það var hræðileg
sjón, sem sló miklum óhug
á alla áhorfendur.
— Við hjónin vorum að
hugsa um að fara og skoða
verksummerkin með eigin
augum, sagði Dementz að'lok
um, en vegirnir til Piave dals
eru víst allir lokaðir. ítalskir
hermenn vinna að því að
bjarga fólki og hreinsa til í
dalnum með aðstoð banda-
ríska flughersins, sem sent
hefur þyrlur á vettvang.
HÍrtu ávís-
un og seldu
Á DÖGUNUM bar svo við
að 13 ára drengur var send-
ur til þess að greiða víxil
fyrir föður sinn í banka ein-
um hér í borg. Var hann með
í veski sínu 3000 kr. ávísun,
útgefna á viðkomandi banka,
en var svo óheppinn að glata
veskinu á leiðinni.
S.l. þriðjudag hafði rann-
sóknarlögreglan í hári tveggja
ungiingspilta, 14 og 15 ára,
sem fundið höfðu veskið og
selt ávísunina í verzlun einni
í bænum. Keyptu þeír þar
tvær lengjur af sígarettum
og fengu mismuninn, 2519 kr.
greiddan í reiðufé.
Um s.l. helgi eyddu þeir
peningunum, aðallega í leigu
bíla og buðu þá jafnöldrum
sínum í ökuferðir. Óku þeir
í sama leigubílnum í tvö
kvöld, og höfðu eytt pening-
unum nær öllum, er lögregl-
an hafði hendur í hári þeirra.
Jean Cocteau látinn
Páris, 11. okt. (NTB).
HEIMSFRÆGI franski rithöf-
undurinn, Jean Cocteau, lézt
um hádegisbilið í dag á
heimili sínu skammt frá
Paris. Tveimur klukkustund-
um áffur en Coctcau lézt,
hittu nokkrir fréttamenn hann
að máli. Ilann sagði þeim, að
hann hefði haft hita um morg
uninn, fregnin um lát Edith
Piaf (hún lézt snemma í morg
un) hefði fengið mikið á
hann og hann ætti erfitt um
andadrátt.
Cocteau fékk snert af slagi
í april s.I. og síðan hefur
heilsu hans hrakað stöðugt.
Jean Cocteau hefur verið
nefndur „maðurinn með höf-
uðin 20“. Hann taldi sig fyrst
og fremst ljóðskáld, en hann
skrifaði leikrit, stjómaði kvik
myndatökum, samdi skáldsög
ur, ritgerðir, og balletta,
myndskreytti bækur og lék á
leiksviði.
Eftir fyrri heimstyrjöldina
var Cocteau leiðtogi ungra
og uppreisnargjarnra lista-
manna og hafði mikil áhrif á
franska œenningu. Hann starf
Jean Cocteau.
aði með mörgum þekktustu
listamönnum samtíðarinnar,
þar á meðal Igor Stravinsky,
Picasso og Serge Diaghilev.
1959 varð hann meðlimur
frönsku akademíunnar og ári
síðar heiðursdoktor háskólans
í Oxford.
Cocteau var 74 ára er hann
lézt.
Sinfóníutónleikar
FYRSTU tónleikar Sinfóníú-
hljómsveitar fslands á nýju
starfsári voru haldnir í sam-
komuhúsi Háskólans í fyrra-
kvöld. Á stjórnandapallinum
stóð ungur maður, Proinnsías
O’Duinn frá Dyflinni, sem
stjórna mun fimm fyrstu tónleik-
um hljómsveitarinnar í vetur.
Hann kemur einkar vel fyrir og
virðist vera öruggur og skap-
heitur stjórnandi. Samstarf hans
við hljómsveitina sýnist og vera
með ágætum, og stjórnandinn
sótti í sig veðrið, eftir því ^sem
leið á tónleikana. í síðasta verk-
inu á efnisskránni, sinfóníu nr.
8 í G-dúr eftir Dvorák, var mik-
il spenna og þróttur, — átök
kannski stundum heldur meiri
en nauðsynlegt var, — allar lín-
ur skýrt dregnar og andstæður
greinilega undirstrikaðar. í
stuttu máli mjög hressilegur
flutningur en ekki að sama skapi
fínlegur. En ekki orkar tvímæl-
is, að hressileg meðferð og lif-
andi er ákjósanlegri og skemmti-
legri en fínleg og dauð. Er ekki
ástæða til annars en að vænta
hins bezta af' áframhaldandi
starfi þessa unga manns með
hlj óms veitinni.
Önnur viðfansgefni voru Leó-
nóru-forleikurinn nr. 3 eftir
Beethoven, fimm sönglög eftir
Pál ísólfsson og Konzertstiick
fyrir píanó og hljómsveit eftir
C. M. von Weber. Meðferðin á
forleiknum var slétt og felld en
ekki gætti þar verulegra til-
þrifa. Sönglög Páls ísólfssonar
voru hér flutt í hljómsveitap-
búningi eftir próf. Hans Grisch.
Vinna hans er fagmannleg en á
engan hátt framúrskarandi, o,g
breytingar hans sumar á lögun-
um orka mjög tvímælis, að ekkl
sé meira sagt. Guðmundur Guð-
jónsson söng lögin, að «nörgu
leyti mjög vel og fallega, en
sum þeirra liggja svo lágt í þess-
ari útfærslu, að rödd hans fékk
engan. veginn notið sín. Þessi
og fleiri mistök ollu vonbrigð-
um í sambandi við flutning þess-
ara stórvel gerðu en- ef til vill
heldur ósamstæðu laga, og hefðu
bæði dr. Páll, söngvarinn og
áheyrendur átt skilið, að betur
hefði verið vandað til þessa
atriðis á efnisskránni.
Ketill Ingólfsson lék einleiks-
hlutverkið 1 „konsertstykki"
Webers. Hann stundaði nám hér
í Tónlistarskólanum um margra
ára skeið samhliða menntaskóla-
námi og mun hafa verið talinn
meðal efnilegustu nemenda
beggja skólanna. Síðan hefir
hann stundað háskólanám er-
lendis í hagnýtum fræðum en þó
ekki lagt tónlistina á hilluna og
er enn sem fyrr efni í glæsilegan
píanóleikara, ef hann gæfi sig
að henni óskiptur. Hann hafði
að ýmsu leyti góð tök á við-
fangsefni sínu en virtist dálítið
smeykur við að gefa sig því i
vald, „sleppa sér lausum'* eins
og sagt er. Meðal annars af þeim
sökum varð þetta sérstæða og
skemmtilega verk dálítið dauf-
legt á svip og ekki fullkomlega
hrífandi.
Jón Þórarinsson.
Skipholt II, blokkirnar við
Bólstaðnhlíð og Skipholt
Morgunblaðið vantar nú þegar duglegan
ungling eða krakka, til að bera Morgun-
blaðið til kaupenda þess í hinu nýja hverfi:
Bólstaðahlíð — Skipholt, blokkirnar.
Gjörið svo vel að tala við skrifstofu eða
afgreiðsluna, sem allra fyrst.
Sími 22480.
/
I