Morgunblaðið - 12.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. okt. 1963 tTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakih. EEYNSLAN ER BEZTI SKÓLINN Deynslan er bezti skólinn. Um það munu allir hugs- andi og ábyrgir menn vera sammála.. Þrátt fyrir það verður vart áhugnanlegrar tregðu margra íslendinga til þess að ganga í þennan skóla og viðurkenna lærdóm henn- ar. Þetta kemur greiniléga í ljós í viðhorfunum til efna- hagsmálanna. Allir íslending- ar vita að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur á undanförnum áratugum valdið þjóðinni stórkostlegu tjóni. Það hefur haft í för með sér hallarekstur fram- leiðslutækja, stöðugt vax- andi dýrtíð og gengisrýrnun íslenzkrar króhu: Það sem gerzt hefur er einfaldlega það, að þjóðin hefur gert of miklar kröfur á hendur bjarg ræðisvegum sínum, hún hef- ur eytt meiru en hún hefur aflað, spennt bogann of hátt. Þrátt fyrir það að flestir vita að í þessu liggur rót efnahagserfiðleika okkar á —undanfömum árum, neita margir samt að læra af reynsl unni. Þeir halda áfram að gera meiri kröfur á hendur framleiðslunni en hún getur risið undir. Launþegasamtök- in fara til dæmis ekki í nein- ar grafgötur um það að hækk að kaupgjald hefur lögum samkvæmt í för með sér hærra afurðaverð til bænda. Þau vita líka að launahækk- anir hafa í för með sér hækk- un á margvíslegri þjónustu í þágu almennings. Þannig verður dýrtíðin til, þannig heldur jafnvægisleysið áfram "■að skapast og ný skörð höggv- ast í hinn íslenzka gjaldmiðil. ★ Það sem gerzt hefur á ís- landi er fyrst og fremst það, að allstór hluti þjóðarinnar hefur ekki viljað una eðii- legri þróun. Hann hefur ekki sætt sig við það að launa- hækkanir og kjarabætur mið- uðust við framleiðsluaukn- ingu bjargræðisveganna. En það er aukning framleiðsl- unnar, sem ein getur tryggt fólkinu raunveruléga bætt “lífskjör. Það er gamla sagan um það að einstaklingar og þjóðir verða að miða eyðslu sína og kröfur til lífsins við raunverulegan arð af starfi sínu. Þessari grundvallar- staðreynd hafa íslendingar um langt skeið ekki viljað una. Viðreisnarstjórninni tókst með viturlegum aðgerðum ög samhentu átaki að koma á jafnvægi í íslenzkum efna- hagsmálum, treysta grund- völl gjaldmiðilsins,^ endur- reisa lánstraust þjóðarinnar og halda uppi stórfelldum framförum og uppbyggingu í landinu. Nú hefur nýtt kapp- hlaup milli kaupgjalds milli kaupgjalds og verðlags, nýr dýrtíðarvöxtur ógnað árangri þessa mikla og þjóðnýta upp- byggingastarfs. En Viðreisn- arstjórnin og stuðningsmenn hennar eru þess alráðnir að láta ekki upplaúsnaröflunum og hinu óábyrgja fyrirhyggju leysi takast að leggja íslenzkt efnahagslíf í rústir. Ný bar- átta mun verða tekin upp. í þeirri baráttu verða allir hugsandi menn og ábyrgir ís- lendingar að tak höndum sam an. ÁKVÖRÐUN MACMILLANS ITarold Macmillan, forsætis- ■*■■*■ ráðherra Breta, hefur rit-: að flokksþingi íhaldsflokks- ins bréf, þar serri hann lýsir yfir að hann muni innan skamms segja af sér embætti forsætisráðherra og láta af forystu í flokknum. Ástæða j þessarar ákvörðunar forsætis ráðherrans er fyrst og fremst heilsubrestur hans. Macmill- an er 69 ára gamall og liggur nú í sjúkrahúsi eftir upp- skurð, sem að vísu tókst vel. En forsætisráðherrann telur að hann muni ekki ná nægi- legum kröftum til þess að geta haft á hendi forystu í þeirri kosningabaráttu, sem framundan er á næsta ári í BretlandL Macmillan hefur verið for- sætisráðherra Breta síðan ár- ið 1957, þegar Anthony Eden varð að fara frá völdum vegna Suez-málsins. íhalds- flokkurinn var þá mjög illa á vegi staddur. En á tveimur árum, fram til haustsins 1959, þegar almennar þingkosning- ar fóru fram í Bretlandi, tókst Macmillan að sameina flokk- inn og vinna stjórn hans trausts hjá brezku þjóðinni. íhaldsmenn unnu mikinn sig- ur í þingkosningunum 1959, fengu um 100 þingsæta meiri- hluta j Neðri málstofunni og hefur nú stjórn þeirra farið með völd í samfleytt 11 ár. Á ýmsu hefur gengið fyrir þessari síðustu stjórn íhalds- manna í Bretlandi. Framan af kjÖrtímabilinu naut hún Gamall félagi Ben Bella hvetur til uppreisnar gegn honum Bardagar á landamærum Alsir FYRR í vikunni hélt Ben Bella, forsætisráðherra Alsír, til borgjarinnar Bougie á aust- urmörkum áhrifasvæðis and- spyrnuhreyfingarinnar (FFS) í Kabilýu og talaði þar á fjöldafundi. Einnig hélt flokk ur hans fjöldafund í borginni Tizi Ouzou í Kabilýu. Ekki kom til neinna á'taka á fund- unum, en sama dag og þeir voru haldnir urðu bardagar á landamærum Alsír og Mar- okko, nálægt borginni Co- lomb-Bechar. Ben Bella skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum, er hann kom heim til Algeirsborgar frá Bougie. Sagði hann, að stjórn- leysisöfl hefðu hrundið bar- dögunum af stað, en talið er að með stjórnleysisöflum hafi hann átt við Marokko- menn. Ben Bella sagðist hafa talið, að samkomulag um landamæri Marokko og Alsir hefði náðst á fundi fulltrúa landanna í fyrri viku, en þó sendi Marokkostjórn nú auk- inn herstyrk til landamær- anna. Eins og kunnugt er, hefur Marokko krafizt nokkurs hluta landssvæðis þess, sem Alsír ræður yfir við landa- mærin. VILL AÐEINS TALA MEÐ VÉLBYSSU í HÖND. Á fjöldafundinum í Bougie réðst Ben Bella harkalega á leiðtoga andspyrnuhreyifing- arinq^r í Kabilýu, Hocine Aie- Ahmed. Sagði Ben Bella Ait-Ahmed hafa hafnað öll- um -boðum um samningavið- ræður. „Hann vill* ekki leng- ur tala nema í fjöllunum með vélbyssu í hönd“, sagði forset inn. Ait-Ahmed, sem nú fer huldu höfði í Kabýlafjöllum, hefur mestan hluta lífs síns verið í ólöglegri stjórnarand- stöðu. Hann hvetur nú Alsír- búa til uppreisnar gegn þjóð- ernissinna, sem um árabil var félagi hans í leynisamsærum og sat með honum í fangelsi Frakka. Aðstaða félaganna /yrrver- andi er nú óiík. Ben Bella hefur stjórn Alsír í hendi sér, hann er vinsæll vegna áætl- ana sinna um endurskipu- lagningu landbúnaðarms, hann ræður her og nýtur áiits. En Ait- Ahmed hefur sér við hlið hershöfðingjann Mohanad ou el Hadj, sem kallaður hefur verið „Ljónið frá Kabilýu", nýtur stuðnings hluta þeirrá Berba, sem í Kabýlafjöllum búa. Eýinig hefur hann samband við menn annarsstaðar í ^andinu, sem óánægðir eru með stjórn- ina. STÓRYRÐI GANGA Á VÍXL. Ait-Ahmed er óspar á stór- yrðin, þegar hann ræðir um Hocine Ait-Ahmed. klefafélaga sinn í frönsku fangelsunum. Kallar hann Ben Bella ýmist Napóleon, •Batista, harðstjóra eða fasista og Ben Bella lætur sitt ekki eftir liggja. í hans munni er Ait-Ahmed dapurleg persóna, andbyltingarsinni og land- ráðamaður. Ait-Ahmed er vinstrisinn- aður þjóðernissinni, en for- dæmir kommúnista. Hann er snjali ræðumaður og jafnvel svörnustu andstæðingar hans viðurkenna, að hann sé mjög vel gefinn. Hann fæddist 1926 ©g HÆarokko í þorpinu Ait Yalhia fyrir austan Algeirsborg, og faðir hans var ríkur landeigandi frá héruðunum við Miehelet. #íVit-Ahmed sótti franska skóla í Algeirsborg, hélt síð- an til Parísar og lauk þar háskólaprófi í lögfræði. FÉLAGARNIR BEN BELLA OG AIL-AHMED. Fundum hans og bónda- sonarins Ben Bella bar fyrst saman skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina, en þá urðu þeir báðir foringjar í neðan- jarðarhreyfingunni, sem barð ist fyrir sjálfstæði Alsír og saman skipulögðu þeir banka rán í Oran. Eftir ránið tókst Ait-Ahmed að flýja til Kairó, en Ben Bella var handtekinn og var í fangelsi skamma hríð, þar til hann gat flúið. Hittust þeir félagar þá aftur og ásamt Mohammed Khi- der og fleiri kunnum leiðtog- um hófu þeir frelsisstríð Alsírs. 1955 hélt Ati-Ahmed til New York og talaði máli þjóðfrelsishreyfingarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, en 1956 handtóku Frakkar hann ásamt Ben Bella og Moham- med Khider og x fimm ár sótu þeir í fangelsi í Frakk- landL VÍÐSJÁR AUKAST. Fregnir herma, að Ait-Ah- med og Ben Bella hafi ekki komið sérlega vel saman í fange.lsinu, og þegar þeim var sleppt voru þeir á öndverð- um meiði í baráttunni um völd in í Alsír. Þeir sættust fyrir milligöngu Mohands hershöfð ingja og Ait-Ahmed var kjör- inn á þing. Hann lýsti því þá yfir, 'að hann myndi styðja stjórnina þegar hún gerði Framh. á bls. 14 í borgunum, sem merktar eru 1 og 2 á kortinu, hélt flokkur Ben Bella fund fyrr í vikunhi og talað'i forsetínn sjálfur í Bougie. Sama dag kom til óeirða nálægt Colom- Bechar (3) á landamærum Alsir og Marokko. trausts og vinsælda. Efna- hagur þjóðarinnar blómgað- ist og afkoma almennings var betri en oftast áður. Síðan hef ur sigið nokkuð á ógæfuhlið- iha. Atvinnuleysi hefur skap- azt og ýmis konar efnahags- erfiðleikar. Umræðurnar um aðild Breta að Efnahagsbanda laginu hafa einnig valdið stjórninni miklúm erfiðleik- um heima fyrir. Margir telja því líklegt að Verkamanna- flokkurinn muni komast til valda eftir næstu þingkosn- ingar í Bretlandi, sem vænt- anlega fara fram á næsta hausti að loknu kjörtímabili. íhaldsflokkurinn á ýmsum dugandi leiðtogum á að skipa til að taka við forystunni af Macmillan. Meðal þeirra eru nú helzt nefndir þeir Ri<S hard Butler, varaforsætisráð- herra, og Hailsham lávarður, vísindamálaráðherra, sem um skeið hefur verið formaður flokksins og er ötull og dug- andi baráttumaður. Ennfrem- ur er nú Maudling, íjármála- ráðherra, talinn koma til greina sem forsætisráðherra- efnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.