Morgunblaðið - 12.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.1963, Blaðsíða 23
Laugardaguc 12. okt. 196S MOkCUNBLAÐIÐ 23 Brezkir sjómenn í ryskingum á ísafirði JÓHANN Gunnar Ólafsson, bæj- arfógeti á ísafirði, skýrði Morg- unblaðinu svo frá í símtali í gær, að ryskingar þær, sem brezkir sjómenn áttu við lögregluna þar sl. miðvikudagskvöld hefðu ver- ið ríijög ýktar í fréttum. Bæjarfógeti sagði, að engin meiðsli á mönnum hefðu orðið í ryskingunum, en hinsvegar hefðu axlaskúfar á einkennisfötum 2 lögregluþjóna verið rifnir af og meiri skemmdir unnar á fötum þeirra. — Um 2 jbíís. Hk.. Framh. af bls. 1 björgunarstörf á flóðasvæðinu ' í Piave-dalnum, en eðja og grjót gera erfitt um vik. Eng- ar fregnir hafa borizt um hve margir hafa komizt lífs af úr hamförunum, en um 2 þús. lík hafa verið flutt í sameigin- legan grafreit nálægt Belluno. Þykir áríðandi að grafa líkin þegar í stað til þess að koma í veg fyrir að farsóttir brjótist út. og í dag var sótthreinsandi efni sprautað yfir flóðasvæðið úr flugvélum. Hermenn, sem vinna að björgun í þorpinu Belluno komu í morgun auga á konu, sem stóð við rústir heimilis síns. Reyndu þeir að fá hana á brott frá rústunum, en hún vildi ekki hreyfa sig. Hélt konan á brúðu í fanginu og grét. Hún var ein eftirlifandi af átta manna fjölskyldu. ★ Tilboð um aðstoð vegna náttúruhamfaranna hafa bor- izt víðsvegar að og í dag sendu Bretar fatnað og lyf'til Piave- dals. — íbúar borgarinnar Skoplje í Júgóslavíu sendu háa fjárupphæð, en eins og kunnugt er lögðu jarðskjálft- ar hluta borgarinnar í rúst í sumar. Fulltrúar á kirkjuþing inu í Róm hafa tilkynnt, að þeir muni gangast fyrir fjár- söfnun, de Gaulle Frakklands- forseti hefur sent peninga og margir fleiri hafa látið sitt af hendi rakna. ★ Það var einkafyrirtæki, sem byggði Vaions-stífluna, en í stjórnartið Fanfanis var hún þjóðnýtt. 1961, skömmu . eftir að stíflan var byggð, birti kommúnistablaðið „Unitá“ frétt þess efnis, að hætta vofði yfir Piave-dalnum vegna stíflunnar, því að skriður gætu hvenær sem væri fallið úr Toc-fjalli í uppistöðuvatnið og valdið hinum mestu hörmung- um. Blaðið var lögsótt vegna þessara skrifa og sakað um að flytja falsaðar æsifregnir, en sýknað af ákærunni. Forseti fyrirtækisins, sem rekur stífluna fyrir höríd Stjórnarinnar, Vito Antonio de Cagno, sagði í dag, að eng- um hefði getað komið til hug- ar, að stórskriða á borð við þá, sem olli hamförunum í gær, gæti fallið úr fjallinu. En vitað hefði verið, að hætta væri á smáskriðum. Eins og skýrt hefur verið frá varð fyr- ir nokkru vart jarðlagshreyf- inga í Toc-fjalli og námu þær 40 sm á sólarhring, var þá hafizt handa um að hleypa úr uppistöðuvatninu og átti verk inu að vera lokið í nóvember. Bæjarstjóri eins þorpanna, sem flóðið lagði í eyði, taldi yfirvofandi hættu steðja að dalnum vegna jarðlagshreyf- inganna og vildi flytja íbúa þorpsins á brott, en ekkert varð úr framkvæmdum. Dagana áður en flóðið skall yfir dalinn, hafði fólk veitt því athygli, að geitur dalbúa leituðu til fjalla. Samkvæmt frásögn fógeta höfðu sjómenn af tveim brezk- um togurum setið að sumbli í veit ingahúsinu Uppsölum,- haft háv- aða í frammi, ærsl og drykkju- læti. Hefðu sjómennirnir svo lent í ryskingum við tvo lögregluþjóna og fleiri og hefðu ryskingarnar endað með því, að 10 þeirra hefðu verið settir inn í nokkra tífna, en togararnir haldið á veið- ar síðar um nóttina, eftir að trygging hafði verið sett fyrir tjóni og sektum. — Alsír Framh. af bls. 1 en andspyrnumenn gáfust upp fyrir skriðdrekum stjórnarhers- ins og hélt hann inn í borgina. Fregnir frá Kabilýu hafa ver- ið mjög óljósar í dag því að öll einkasamtöl við héraðið eru bönnuð. Þremur erlendum fréttamönn um, hefur verið vísað frá Alsír, en fregnir herma, að þeir hafi ekki hlýtt skpun stjórnarnnar. Eru þetta fréttaritarar Assos- iated Press og United Press Int- ernational og fyrrv. ritstjóri franska blaðsins „Depeehe d’Al- gerie“, sem stjórn Ben Bella tók eignarnámi fyrir skömmu. Ens og kunnugt er hefur að undanförnu komið til bardaga á landamærum Marokko og Alsír. í dag áttu fulltrúar land- anna að hittast í borginni Tlemcen í Alsír til þess að ræða deilumálin, en á síðustu stundu tilkynnti stjórn Marokko, að hún væri hætt við að senda fulltrúa til fundarins. Leiðrétting í NIÐURLAGI greinar um Þor- stein Bjarnason á Hurðarbaki, sl. miðvikudag, féll niður ein lína. Þar átti að standa „. .. . Soffía, sem dvalið hefur um langt skeið í Vestmannaeyjum við verzlunar- störf þar, Vilborg, látin fyrir nokkrum árum“. Aðeins Sigur- ■ • «« + bjorn i |gæsluvarðhaldi( MBL. átti í gær tal við Hall dór Þorbjömsson, saikadóm ara, sem vinnur að því að rannsaka fjársvikamál Sigur- björns Eiríkssonar, veitinga- manns. Halldór kvað rann- sókn málsins enn lokaða, og væri ekki hægt að greina frá neinu varðandi hana að svo komnu máli. Aðspurður bætti hann þó við, að enginn sæti í gæzluvarðhaldi vegna máls nema ákærði. Á miðvikudaginn hélt Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands siðasta ráðuneytisfund sinn.1 Á myndinni sést Adenauer setja fundinn, en við hlið hans situr Ludwig Erliard, efnahags-t málaráðherra, sem tekur við kanzlara embættinu. Adenauer baðst iausnar í gær Bonn, 11. okt (NTB-AP) KONRAD Adenauer, kanzl- ari V estur-Þýzkalands, af- henti í dag forseta landsins, Heinrich Liibke, lausnar- beiðni sína. Adenauer lætur af embætti næst komandi þriðjudag kl. 12 á hádegi og efnahagsmálaráðherra. Eins og kunnugt er, hefur Adenauer verið kanzlari Vest ur-Þýzkalands í 14 ár. í sjónvarpsviðtali í dag sagði Adenauer, að það væri að nokkru leyti flokkur hans, sem ákvæði hvað hann tæki sér fyrir hendur, er hann hefði látið af embætti. Hann sagðist eiga vísa skrifstofu í þinghúsinu og þar hyggð- ist hann starfa og vera til taks, ef stjórnin vildi leita ráða hjá honum. í dag birtist viðtal við Aden auer í vestur-þýzka blaðinu Bild. Ræðir hann þar m.a. samvinnusáttmála Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands og segir, að í ljós muni koma, að sáttmálinn sé mesta stjórn málalega afrekið, sem hann hafi unnið á löngum starfs- ferli. Adenauer sagði, að tækist náin samvinna með Vestur- Þjóðverjum og Frökkum, færi ekki hjá því, að tekið yrði tillit til afstöðu þeirra til atþjóðamála. Kanzlarinn sagðist vera órólegur vegna þess að bæði innan Vestur- Þýzkalands og Vestur-Evrópu skorti einingu. Er hann var spurður hvort hann 'teldi Evrópu hafa náð „fullum þroska", svaraði hann: „Mei, því miður. Spyrjið menn, sem nýlega hafa heimsótt Bretland. Þeir segja, að af- staða Breta til Evrópu ein- kennist af hálfvelgju." í lok viðtalsins lagði kanzl- arinn áherzlu- á þá skoðun sína, að Vesturveldin ættu ekki að aðstoða Sovétríkin efnahagslega nema þau væru reiðubúin að veita stjórn- málalégar tilslakanir í stað- inn. í gær heimsótti Adenau- er Vestur-Berlín og var gerð ur áð heiðursiborgara borgár- innar. Talið að Butler, Hai Maudling berjist um ráðherraembættið Isham og forsætis- Blackpool, 11. okt. (NTB) í DAG hefur mikið verið rætt um væntanlegan eftirmann Macmillans, forsætisráðherra Breta. Talið er, að baráttan muni standa milli Hails- ham lávarðar, vísindamála- ráðherra, Richards A. Butler, sem nú gegnir embætti for- sætisráðherra, og Reginalds Maudling, fjármálaráðherra, en Home lávarður, utanríkis- ráðherra, og Ian Macleod, for- maður þingflokks íhalds- flokksins, komi einnig til greina. Læknar Macmillans, for- sætisráðherra, gáfu í dag út tilkynningu þar sem segir, að honum líði vel og hann hafi stigið í fæturna í fyrsta skipti eftir uppskurðinn. ★ Landsfundi íhaldsflokksins brezka var haldið áfram í Black- pool í dag og rædd utanríkismál og efnahagsmál. — Fluttu Home lávarður, utanríkisráðherra, og Reginald Maudling, fjármálaráð- herra, framsöguræður. Eins og áður segir þykir Maudling koma til greina sem eftirmaður Mac- millans, en bent hefur verið á, að á fundinum í dag var honum Morgunblaðið vantar nú þegar duglega krakka, unglinga eða eldra fólk til blaðadreifingar víðs vegar í Reykjavík. HVERFISGATA innanverB — LAUGAVECÍNN neðst - SICTUN - LAUCAVECUk III allra innst FÁLKAGATA ekki fagnað éins vel og Horne lávarði. Hailsham lávarður hefur nú skýrt frá því, að hann muni af- sala sér aðalstign og bjóða sig fram við kosningar til neðri deildar. Talið er, að hann njóti « mestra yinsælda meðal kjósenda af keppinautunum um forsætis- ráðherraembættið. Hins vegar eiga Maudling og Butler meira fylgi að fagna innan þingflokks íhaldsmanna. ★ í framsöguræðu sinni um utan- ríkismál á fundi íhaldsflokksins í dag, sagði Home lávarður m.a., að nú benti allt til þess að friður gæti haldizt í framtíðinni milli Vesturveldanna og Sovétríkj- anna, en þó mættu Vesturveldin ekki slaka á vörnum sínum, því að stefnubreyting gæti orðið í Sovétríkjunum og samningsvilji þeirra horfið fyrir hótunum og ofbeldi. Home lávarður kvaðst þó telja slíka stefnubreytingu ólík- lega af tveimur ástæðum. Önnur væri vetnissprengjan, en hin deilan við Kínverska alþýðulýð- veldið. Fundarmenn fögnuðu ræðu lávarðarins mjög vel. • EDITH PIAF LÁTIN París 11. okt. (NTB) í dag lézt franska Ijóðasöng konan Edith Piaf á heimili sínu í París. Banamein henn- ar var innvortis blæðing. Varðarfélagar! Hafið samband við skrifstof- una. — Gerið skil. Sími 1 71 04. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.