Morgunblaðið - 13.10.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.10.1963, Qupperneq 3
Sunnudagur . 13., pkt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HLJÓMPLÖTUR Rudolf Kempe EINHVER bezta óperuhljóð- ritun, sem komið hefur á markaðinn um langt skeið, er hin nýja útgáfa His Mast- ers Voice á vinsælustru óperu- tékkneska tónskáldsins Bed- rich Smetana. Ópera sú, er hér um ræðir, er „Selda brúð- urin“, sem er ekki aðeins vin- sælasta ópera Smetana, held- ur einnig vinsælasta verk sinn ar tegundar, sem tékkneskt tónskáld hefur samið. Landi Smetana, Dvorak, hefur að vísu náð meiri hylli meðal tónlistarunnenda almennt, en eitt ber að hafa í huga. Smet- ana var fyrst og fremst óperu- tónskáld, sem einnig samdi instrumentaltónlist (sinfónisk ljóð, stofutónlist o.fl.), en Dvorak var fyrst og fremst instrúmentaltónskáld, sem einnig samdi óperur. Og stað- reyndin er, að þau tónskáld, sem einkum semja sinfóníur, konserta o.s.frv., ná yfirleitt meiri vinsældum en þau, sem nær eingöngu semja óperur. Smetana, sem uppi var árin 1824—1884, hefur oft verið nefndur faðir bæheimskrar tónlistar. Endalok hans voru hin ömurlegustu. Hann missti bæði heyrn og vit. Eflaust er mörgum enn í fersku minni, þegar „Selda brúðurin" var flytt hér í Þjóð leikhúsinu fyrir nokkrum ár- um af tékkneskum listamönn- um, og flestir munu kannast við hina vinsælu hljómsveit- arþætti óperunnar sbr. for- leikinn, Dans trúðanna o. fl. En það er margt fleira fagurt í þessu verki, og yfirleitt erfitt að benda á eitthvað, sem er það ekki. Eitt er vist, að hér á íslandi er þessi ópera uppáhaldsverk sumra þeirra, er mest hlýða á tónlist. Þessi. nýja hljóðritun var gerð af þýzkum listamönnum og tæknifræðingum, og kom fyrst út í Þýzkalandi á vegum Electrola, sem er systurfyrir- tæki His Masters Voice. í Eng landi kom hún svo út um það bil á miðju þessu ári og hlaut mikið lof. Þó var það sett út á, að óperan er sungin á þýzku en hæpið er, að við hér á ís- landi setjum það verulega fyr ir okkur. Hljómsveitarstjór- inn Rudolf Kempe, sem er tví mælalaust meðal beztu óperu- dirigenta, sem nú eru uppi, stjórnar Sinfóníuhljómsveit- inni í Bamberg og RIAS- kammerkórnum. Og þótt hér sé ekki um að ræða eina af hinum frægu „stjörnuhljóm- sveitum", er sannarlega vafa- mál, hvort nokkur þeirra mundi leysa verk sitt af hendi með meiri glæsibrag en Bam- berg hljómsveitin gerir. Eins og venjulega, er hljómsveitar- stjórn Kempe á þann veg, að orkestration virkar ákaflega gegnsæ og tónfögur. Rytma- tilfinning er í bezta máta og tempó hæfilegt, lifandi og sveigjanlegt. Einstaka maður mundi ef til vill óska eftir að það væri meira upppískað. Kórinn syngur óaðfinnanlega. Fritz Wunderlich, sem er bezti lyriski tenór, sem fram hef- ur komið í fjölda mörg ár í Þýzkalandi, fer með hlutverk Jeniks (Hans). Hlutverkið er að vísu ekki að öllu leyti þakk látt, en engu að síður vel af hendi leyst. Wunderlich hefur óvenju fagra og óþvingaða rödd, og er söngur hans t. d. í „Jóhannesar Passiu“ Bachs, þar sem hann fer með hlut- verk guðspjallamannsins, mörgum minnisstæður. Pilar Lorengar syngur Marenka (Marie), kannski svolítið þvingað á efstu nótum, en annars mjög vel. Kecal er sunginn af hinum sérstæða bassasöngvara Gottlob Frick. Frick hefur mikla og dökka rödd, sem ógjarnan gléymist hlustaiídanum. Dregur hann vel fram hina kómisku þætti hlutverksins. Eitt erfiðasta hlutverk þessarar óperu, er hlutverk Vaseks (Wenzel). Það er sungið af Karl-Ernst Mercker, sem er ekki líkt því eins vel þekktur og framan- greindir söngvarar en hann kéhiur ef til vill einmitt þess vegna mest á óvart og leysir sinn hlut af hinni mestu prýði án þess að yfirdrífa. Um aðra söngvara er varla ástæða að f jalla sérstaklega, . en þeir syngja að öllu jöfnu vel og lýtalaust. Heildarniðurstaðan er því sú, að hér höfum við, eins og sagt var í upphafi, eina beztu hljóðritun á óperu, sem komið hefur á markaðinn und anfarin ár. Og hver getúr neit að því, að tónlistin sé heill- andi? Ekki spillir það heldur, að við vitum, að Smetana tók sjálfan Mozart sem sína fyr- irmynd við tónsmíðina! Hvað hljóðritunartækni verðar, þá fer það vart á milli mála, að hún er tvímælalaust með því lang bezta, sem heyrzt hefur frá His Masters Voice (El- ectrola). Hljómur er ákaflega lifandi og fjaðurmagnaður og stereo-effektar oft mjög á- hrifamiklir. Nægir í því sam- bandi að benda á, þegar trúð- arnir koma inn á sviðið. Með því að stytta óperuna örlítið og óverulega, hefur tekizt að koma henni á tvær og hálfa plötu í stað þriggja, eins og venjulegt er. Þrátt fyrir það, að hin gamla Supraphon upp- taka undir stjórn Vogel sé að einhverju leyti betur flutt, en sú er hér um ræðir, verður eigi að síður að mæla með þessari hljóðritún allra hluta vegna. Númer: ALPS 1971, ALP 1972/3 (m). ASD522, ASD523/4 (s). Á fyrstu tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar fslands á þessum vetri, verður flutt eitt fegursta og vinsælasta verk Dvoraks, þ. e. sinfónía no. 8 (eða no. 4) op. 88 í G-dúr. Verkið er samið af mikilli snilld og eldlegri sannfær- ingu. Eins og t. d. cello-kon- sert höfundar, angar það af sumri og sól. Nýjasta hljóð- ritunin á þessari sinfóníu, sem er áttunda verk Dvoraks í þessu formi, þó að oft sé órétti legá sagt að það sé númer fjögur, kom út á vegum Decca í sumar ásamt með einu bezta verki Dvoraks,, þ. e. Scherzo Capriccioso op. 66. Sinfóníu- hljómsveitin í London leikur undir stjórn ungverska hljóm- sveitarstjórans Istvan Kertesz, sem mikið hefur borið á und- anfarið. Þess hefur áður ver- ið getið, hvílíkt „instrument" þessi hljómsveit er orðin. Og hér er ein sönnunin enn. Ef benda skal á einhver hljóð- færi öðrum fremur, þá má segja, að leikur hornanna sé hvað undraverðastur. Ekki einungis hvað varðar hin ríku legu blæbrigði tóns, heldur skal það ekki bregðast, að leiki tvö saman, hljóma þau undantekningarlaust eins og um eitt hljóðfæri væri að ræða, og skal nokkuð til. — Flutningur Kertesz er magn- aður og dramatískur en ef til vill á köflum nokkuð spennt- ur og þaninn. Gildir þetta fyrst og fremst um sinfóníuna, sem mætti að skaðlausu njóta svolítið meiri póesíu, en það er reyndar eiginleiki, sem sum um er lítt gefið um. Scherzo Capriccioso hefur sjaldan heyrzt betur flutt en hér. Hljóðritun er í allra fremstu röð. Þegar á allt er litið, er þetta trúlega bezta upptaka á báðum verkum, sem völ er á. Númer: LXT6044 (m). SXL 6044 (s). Arturo Toscanini er örugg- lega sá hljómsveitarstjóri, sem mest hefur verið auglýstur allra hljómsveitarstjóra, a.m. k. í hinum enskumælandi löndum heims og jafnframt eitt mesta geni á sínu sviði, sem um getur. RCA gaf út fyrir skömmu hljóðritun á 9. sinfóníu Schuberts þar sem Toscanini stjórnar Philadelp- hiahljómsveitinni. Þessi upp- taka er gerð 1941 og miðað við aldur, hljómar hún skikk- anlega vel. Ekki hefur hún verið fáanleg fyrr, en kemur nú út fyrir tilstuðlan sonar hljómsveitarstjórans, sem hef ur yfir jnjög fullkomnum hljóðritunartækjum að ráða. Það er hreint ekki ófróðlegt að heyra þessa (og fleiri) upp tökur með þessum fræga hljómsveitarstjóra, svo menn geti áttað sig á hvers konar listamaður van á ferðinni þar sem Toscanini var. Um það verður trauðla deilt, hver á- hrif hann hafði á hljómsveit- arstjóra, sem á eftir komu, enda gætir þess mjög í dag, — tæknileg nákvæmni í flutn ingi og aftur nákvæmni. — Toscanini stjórnar þessu un- aðslega verki Schuberts af næsta ótrúlegri óbilgirni og hörku, en eldmóði. — Númer: RB 6549. Birgir Guðgeirsson. Styrkur til kynningar á æskulýðs- og barnaverndarmálum lSLENZKlR aðilar hafa nú í tvö ár tekið þátt í Cleveland-áætlun- inni fyrir starfsmenn a sviði •eskulýðs- og barnaverndarmála (CIP), en þátttakendum frá ýms um þjóðum er árlega gefinn kost ur á að kynna sér slíka starf- •emi vestan hafs. Var kynning- arstarf þetta í upphafl einungis bundið við borgina Cleveland i Ohio, en síðan hafa fleiri stór- borgir gerzt aðilar að þessu merka starfi. Nú er hafinn undirbúningur að námsdvöl útlendinga á veg- um ClP-áætlunarinnar á næsta ári, og gefst allt að fimm íslend- lngum kostur á að taka þátt í námskeiðinu, sem stendur í rúma fjóra mánuði (hefst 19. apríl og stendur til 28. ágúst). Koma þeir einir til greina, sem eru á aldr- inum 21—40 ára, en umsækjend- ur á aldrinum 25—35 ára verða látnir ganga fyrir að öðru jöfnu. Þá er það skilyrði fyrir styrk- veitingu, að umsækjendur hafi gott vald á enskri tungu, og einn- ig verða þeir að hafa starfað að æskulýðsmálum, leiðsögn og leið beiningum fyrir unglinga eða barnaverndarmálum. Þeir, sem stunda skrifstofustörf í sambandi við þessi mál, koma ekki til greina, heldur aðeins þeir, sem eru í beinni snertingu við börn og unglinga í daglegum störfum sínum. Þeir, sem notið hafa sér- menntunar í þessum efnum, verða látnir ganga fyrir um styrkveitingu. Námskeiðinu verður hagað þannig, að þátttakendur koma allir saman í New York og verða þar fyrst 3 daga til að fræðast um einstök atriði námskeiðsins og skoða borgina, en síðan verð- ur mönnum skipt milli £jögurra borga — Cleveland, Chicago, Minnepolis-St. Paul og Phila- delphia — þar sem þeir munu sækja tvö háskólanámskeið, hvort á eftir öðru, sem standa samtals í sjö vikur. Að því búnu mun hver þátttakandi verða um 10 vikna skeið sumarstarfsmað- ur ameriskrar stofnunar, sem hefir æskulýðs og barnaverndar- störf á dagskrá sinni, og munu menn þá kynnast öllum hliðum þessara starfa vestan hafs. Um 100 amerískar stofnanir eru að- ilar að þessum þætti námsdval- arinnar. Að endingu halda þátttakend- ur svo til Washington, þar sem þeim gefst kostur á að heim- sækja sendiráð landá sinna, ræða við starfsmenn utanríkisráðu- neytis Bandarikjanna og aðra opinbera starfsmenn og skoða borgina, áður en heim er haldið. Þátttakendur af íslendinga hálfu á þessu ári voru séra Bern- harður Guðmundsson í Súðavík. sr. Frank M. Halldórsson, Reykja vík. Sigurður Helgason. skóla- stjóri, StykViphólmi, Margrét Bachmann, Skólatúni, Mosfells- sveit og Ingólf V. Petersen, Reykjavík. Þeir, sem hafa hug á að sækja um styrki þá, sem nú eru í boði, geta fengið umsóknareyðublöð þar að lútandi í menntamála- ráðuneytinu eða Upplýsingaþjón ustu Bandaríkjanna, Hagatorgi 1, Reykjavík, en á báðum stöð- um geta menn einnig fengið nán- ari upplýsingar um styrkina og námskeiðin. Umsóknir skulu hafa borizt öðrum hvorum ofan- greindra aðila eigi síðar en 31. okt., og skulu umsækjendur vera London, 9. okt. — NTB. BANDALAG V-Evrópuríkja (WEU) hefur veitt V-Þióðverj- um heimild til þess að byggía sex kafbáta allt að 1000 tonn að stærð. að hví er tiikvnnt var í London í d»*r. Sa«'ði í tiikvnn- imninni ?ð ráð londcila'si"'! hafi ■'ð tÍJmaeUim I,vnv>n«! f nmn. itzer. vlinnanní hnr.it'a V»vo brevtt tisU tidni. sem kveðnr á um hvaðq tmVi c?óv»í*rnað- ir V-Þýzkalands megi eiga. í tilkynningunni sagði að í samræmi við þessa breytingu hafi V-Þýzkalandi nú verið veitt leyfi til að smíða kafbáta allt að 1000 tonn, til þess að geta uppfyllt skilyrði NATO. viðbúnir að koma til viðtals hjá Upplýsingaþjónustu Bandarikj- anna föstudaginn 1. nóv. eða mánudaginn 4. nóvember, því að um miðjan nóvember mun koma hingað starfsmaður CIP til frek- ara viðtals við umsækjendur. í október 1962 leyfði ráð bandalagsins V-Þjóðverjum að byggja kafbáta allt að 450 tonn, en fyrir þann tíma var þeim aðeins levfilegt að byggja 350 tonna báta. í Bonn var unrdvst í dag, að hinír sex nviu kafbótar mundu verða af þeirri gerð kafbáta, sem gerðir eru til þess að granda öðrum kafbátum neðansjávar. V-Þjóðverjar hafa á að skipa í dag aðeins níu litlum kafbát- um, þar af þremur frá siðustu heimsstyrjöld, og eru þeir not- aðir sem æfingaskip. í Bandalagi V-Evrópuríkja eru Bretland, Frakkland, V-Þýzka- land, ítalía, Belgía. Holland og Luxembourg. Y-Þjóðverjar smíða sex nýja kafbáta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.