Morgunblaðið - 13.10.1963, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 13. okt. 1963
MORGUNBLAÐID
Þrír brúarsmiðir
U N D IR grænni, grasi gróinni
brekkunni, á svörtum sléttum
sandinum, standa hús fólksins í
langri einfaldri röð, einlyft og
y.'irlætislaus í skaftfellskri ró.
Handan við götuna eru húsin
h erri og reisulegri, eins og unga
kynslóðin á íslandi, sem vex for-
eldrum sínum yfir höfuð. Og ef
við göngum lengra vestur eftir
komum við í káupfélagshverfið,
sem breiðir úr sér, bólgið af við--
reisn og velmegim, beggja vegna
götunnar. En við eigum ekki er-
indi svona langt í þetta sinn. Við
JÓHANN PÁLSSON
þurfum að vísu að hitta mann í
þessum höfuðstað Mýrdalsins. En
hann býr einmitt í einu lága
bárujárnshúsinu við brekkufót-
inn, þar sem grasið og sandurinn
mætast. Það er laugardagskvöld
og þess vegna er Valmundur
Björnsson heima, nýkominn aust-
an yfir Mýrdalssand, austan úr
Skaftártungu, þar sem hann hef-
ur verið að smíða brú yfir
Hólmsá í sumar. Og það er um
Hólmsá og brýrnar yfir hana,
sem við ætlum að tala við Val-
mund í kvöld.
Valmundur brúarsmiður mundi
hann áreiðanlega vera kallaður,
ef greina þyrfti hann frá öðrum
mönnum með öðru en skírnar-
nafni. En þess þarf ekki. Hér á
hann engan nafna— skyldi hann
eiga nokkurn nafna á landinu?
í sumar hefur hann smíðað tvær
brýr. í vór, í maí, meðan svalir
vorvindar léku um fjöll og jökla
Skaftárþings og ekki var farið að
vaxa í vötnum brá Valmundur
sér austur í Skaftártungu og
steypti undirstöður stöplanna að
Hólmsárbrúnni á fáum dögum.
Síðan hélt Valmundur út í Mýr-
dal og lagði brú yfir Klifan.di til
þess að bílfær vegur kæmist upp
að bæjunum Felli og Álftagróf,
en að því loknu var aftur tekið
til við Hólmsá og lauk þeirri brú-
argerð seinni hlutann í ágúst.
Var þar með lokið þeirri hindr-
un, sem hingað til hefur staðið í
vegi fyrir að rútur af öllum stærð
um og gerðum gætu ekið rak-
leiðis austur á Síðu. Þetta er ó-
metanleg samgöngubót, sem er
kærkomin Skaftfellingum og öll-
um þeim mörgu, sem leggja leið
sína um hin fögru héruð.
Hólmsá er eitt hið versta for-
aðsvatnsfall í Skaftárþingi, enda
var hún brúuð strax 1907. Þá var
aðeins komin ein brú í öllum
vatnaklasanum milli Sanda. Það
var Skaftárbrúin hjá Klaustri.
Hún var byggð árið 1903. Þá var
mælskugarpurinn Guðlaugur
Guðmundsson sýslumaður á
Klaustri. Við brúarvígsluna hélt
hann snjalla ræðu og sagði m. a.
EINAR EINARSSON
frá því, að þegar brúarbyggingin
hófst hefði bóndi einn í nágrenn-
inu sagt við sig: „Já, þeir eru
byrjaðir að brúa hana Skaftá, en
þeir eru ekki búnir að því“. Slík
var vantrúin á umbætur í sam-
göngumálum á þeim tíma. En nú
er búið að brúa Skaftá á þremur
öðrum stöðum — hjá Heiði, Skál
og Skaftárdal. Nú er líka búið að
brúa Hólmsá tvisvar síðan 1907.
Elzta brúin var timburbrú á
steinstöplum. Fyrir því verki stóð
Einar brúarsmiður Einarsson, en
Árni Zakaríasson vegaverkstjóri
sá um byggingu stöplanna. Þá
brú tók af í Kötluhlaupinu haust-
ið 1918. Ekki var hafizt handa um
smíði nýrrar brúar fyrr en árið
1920. Þá var Jóhann Pálsson brú-
arsmiður. Því verki var ekki lok-
ið fyrr en um veturnætur. Það
haust var rigningasamt, mikið í
vötnum og Hólmsá erfið og ill
viðureignar. Var það því mikið
fagnaðarefni, þegar hægt var að
taka brúna í notkun og losna við
vatnsgöslið við lítt færa ána, þeg-
ar mest þurfti að ferðast, koma
sláturfé til Víkur o. s. frv.
Sú brú, sem nú er nýbyggð yf-
ir Hólsmá, er 35 m löng stálbita-
brú á steyptum stöplum, sterkleg
og vönduð að allri gerð, eins og
önnur verk Valmundar Björns-
sonar. Hún er 4.20 m á breidd og
því auðfarin af öllum okkar stóru
og breiðu farartækjum. Geta má
þess að allir yfirsmiðirnir við
þessar þrjár Hólmsárbrýr: Einar
brúarsmiður, Jóhann Pálsson og
VALMUNDUR BJÖRNSSON
Valmundur eru Tungumenn. Ein-
ar og Valmundur frá Svínadal,
Jóhann frá Hrífunesi. Það má því
með sanni segja, að Skaftártung-
an hafi lagt fram drjúgan skerf
í baráttunni við Hólmsá, enda
hafa þeir átt mest undir því að sú
barátta væri sigursæl.
En Hólmsá er ekki eina tor-
færa leiðin upp í Tungu. Strax
handan við Hólsmá tekur við
Kötlugilið, djúpt og dimmt. Veg-
urinn er brattur bæði ofan í það
og upp úr því, flugháll í frostum,
lítt fært af fannfergi þegar snjóa
gerir. En nú er lika verið að ryðja
þessari torfæru úr vegi. í gil-
barminum er verið að steypa 38
bands Austurlands var haldinn
í Neskaupstað dagana 21. og 22.
sept. 1963. Fundinn sátu 23 kenn
ara og skólastjórar á sambands-
svæðinu auk tveggja gesta, sem
boðnir voru, Skúla Þorsteinsson-
ar, formanns- Sambands íslenzkra
barnakennara, og Ólafs Gunn-
arssonar sálfræðings.
Rætt var um ýmis mál, þeirra
meðal stofnun sumarbúða á
Austurlandi, vegabréfaskyldu
unglinga og merkjasölu í skól-
um.
Skúli Þorsteinsson flutti er-
indi um kennarasamtökin og
launamál og Ólafur Gunnarsson
um starfsfræðslu. Vakti erindið
verðskuldaða athygli og var síð
ar á fundinum kosin fimm
manna nefnd til að undirbúa
starfsfræðsludag á Austurlandi,
sennilega að Eiðum, á næsta
hausti. í nefndinni eiga sæti Ár-
mann Halldórsson, Eiðum, for-
maður, Birgir Stefánsson, Nes-
kaupstað, Helgi Seljan, Reyðar-
metra langt ræsi og svo á að fylla
gilið upp, gera sléttan, breiðan
veg í stað þess að áður varð að
klöngrast niður gilskorninginn og
síðan klífa upp úr honum aftur
•með ærinni fyrirhöfn.
Aldrei hafa samgöngubætur
verið meiri í Skaftafellssýslu
heldur en hin síðari ár, síðan við-
reisnarstjórnin tók við völdum.
Margar nýjar brýr hafa verið
byggðar og upphleyptur vegur
lagður yfir Mýrdalssand og eftir
Meðallandi o. s. frv. Framkvæmd
irnar við Hólmsá og Kötlugil eru
miklir áfangar í samgöngubótum
Vestur-Skaftfellinga. — G. Br.
firði, Kristján Ingólfsson, Eski-
firði og Steinn Stefánsson, Seyðis
firði. Ennfremur var eftirfar-
andi ályktun samþykkt um sama
efni:
Aðalfundur K.S.A. 1963 lýs-
ir ánægju sinni yfir þeirri að-
stoð, sem hið háa atvinnumála-
ráðuneyti hefur veitt til starfs-
fræðslu í hinum dreifðu byggð-
um landsins og telur það spor
í rétta átt. Jafnframt er það
álit fundarins að mjög sé að-
kallandi aukin þjónusta á þessu
sviði og telur hann brýna þörf
á fræðilegri og fjárhagslegri að-
stoð atvinnumálaráðuneytisins
tll þess að svo'megi verða.
Aðrar helztu samþykktir fund
stjóra í Múlasýslum, Seyðisfirði
arins voru:
1) Skorað vor á lögreglu-
og Neskaupstað að koma fram
vegabréaskyldu barna og ungl-
inga á aldrinum 12—20 ára. Var
stjórn sambandsins falið að beita
áhrifum sínum til þess að téðri
vegabréfaskyldu barna og ungl-
fyrir 1. maí 1964.
2) Því var beint til skóla-
stjóra að losa skólana algerlega
við þau óþægindi, seqi merkja-
sala fyrir ýmis félög hefur ver-
ið á undanförnum árum.
3) Samþykkt var að fara
þess á leit við hæstvirtan mennta
málaráðherra, að þegar yrði ráð-
inn námstjóri fyrir Austurland.
sem búsettur ýrði á sambands-
svæðinu.
4) Fundurinn harmaði vax-
andi drykkjuskap í landinu og
taldi að til þess mætti rekja
flest það, er til óheilla horfði 1
þjóðfélaginu. Væri fátt nauðsyn-
legra en ráða bót á því böli.
Fundarstjórar voru Þórður
Benediktsson, Egilsstöðum og
Ármann Halldórsson, Eiðum.
Núverandi stjórn sambands-
ins skipa: Steinn Stefánsson, for-
maður, Guðmundur Þórðarson,
gjaldkeri, Valgeir Sigurðsson,
ritari, og til vara ’Emil Emilsson
og Þorvaldur Jóhannsson, allir
á Seyðisfirði.
Rýmingarsala
Svefnsófar frá 1700,- Svefn
bekkir frá 1200,- Borð-
stofuborð 1250,- Pedrgree
barnavagn vandaðir 950,-
Silver Cross 650,- Sendum
gegn póstkröfu. Sófaverk-
stæðið Grettisgötu 69. —
Sími 20676.
niýi frál ceri ParL er
penn
i no
tar uenjulecja pyllincjii e&a ítdp&i
Hér kemur einn frábær PARKER. Þegar þér kaupiS hinn nýja PARKER 45 penna, fáiS þér hann
meS eigin fyilingu en auk þess tvö hylki af Super Quink. Ef penninn verður bleklaus, þá þurfiS
þér ekki að hætta að skrifa eða fylla hann með einhverju bleki. Losið aðeins fyllinguna og ýtið inn
hylkjnu __ eins og þér væruð að hlaða byssu — og þér getið haldið áfram að skrifa önnur 10.000 orS
Auðvitað er þessi penni PARKER framleiðsla, sem þýðir að hann er fallegur, vel gerður og
■krifar siikimjúkt. 14 ct. gulloddinn er hægt að skipta um með einu handbragði.'Þér getið valið
um sjö mismunandi oddbreiddir. Þegar á allt er litið er „45“ frábær viðbót við hópinn, þar sem
eru hinir heimsfrægu „21“, „51“ pennar.
í PARKER „45“ bjóðast yður PARKER gæði fyrir ótrúlega lágt verð.
THE
NEW
Parker 45
^jölliceta penna
yja f^arher 43
Framleitt af:
THE PARKER PEN COMPANY
Framleiðendur eftirsóttasta penna heims.
Storisfræðsludagur d Austurlundi
Frd aðalíundi Kennarasamb. Austurlands
AÐALFUNDUR Kennarasám-