Morgunblaðið - 13.10.1963, Síða 13
f<
Sunnudagur 13. okt. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
13
Þórður Jóusson Lálrum
Á ferð um Selárdal
SNEMMA morguns fimmtudag-
inn 5. okt. sl., ókum við þrír
fasteignamatsnefndarmenn frá
Bíldudal, áfram út með firðinum
í dásamlegu veðri.
Ferðinni var heitið út í Selár-
dal í Ketildalahreppi til að meta
þar fasteignir, svo og víðar í
þeirri sveit, ef tími ynnist til.
í förina bættist Páll Kristjáns-
lon frá Feigsdal, hreppstjóri
Ketildalahrepps, en hann hefur
lyklavöldin að eyðibýlum ríkis-
ins í Selárdal og annarsstaðar í
Ketildalahreppi.
Þarna voru þá samankomnir-
þrír hreppstjórar og einn hrepp-
stjórasonur, sennilega verðandi
hreppstjóri. Flokkurinn sá var
ekki árennilegur, eða ekki fannst
vargfuglum Ketildalahrepps það,
því þeir flugu upp með gargi
miklu og látum hvar sem farar-
tæki okkar fór um, en refir og
minkar héldu sig í felum, sem
þeim var líka ráðlegast, aftur á
móti var rjúpan spök, en af henni
kvað vera þarna allmikið. á sumr
um, en fer svo þegar vetrar,
hvert hún fer, er ekki vitað.
Ekki sáum við bílaumferð á
leið okkar, enda munu menn
ekki iðka þar mikið skemmti-
akstur, því vegurinn er eitthvað
á milli þess sem talið er akandi á
flestum bílum með aðgæzlu, og
þess er talið er ófært en þó farið.
Þar sem ekki er ætlunin að
segja frá þessari ferð, nema lítil-
lega því er við kemur hinum
fornfræga Selárdal, og það af
þeirri ástæðu, að eitt atriði, sem
fyrir augu okkar bar á þessum
yfirgefna athafnastað, risti dýpra
en annar ömurleiki staðarins, og
má ekki kyrrt liggja, ef það gæti
orðið öðrum til viðvörunar, 'því
mun ég halda mig við dalinn
þann.
í Selárdal eru nú allar jarðir
í eyði nema fremsta jörðin, Upp-
salir, þar býr einn maður, Gísli
Gíslason, sem hefur nokkrar
kindur og eina kú. Annar maður
er einnig í dalnum að sumrinu,
listamaðurinn Samúel Jónsson,
en hann býr niðri á sjávarbökk-
um, svo sjaldan munu dalbúarn-
ir tveir sjást. Er þetta allveruleg
fólksfækkun frá því sem var um
aldamót, en þá er talið að í Selár-
dalssókn hafi verið á sjötta
hundrað manns og' þá fjölmenn-
ast í Selárdal.
Ég hafði aldrei litið Selárdal
. nema af sjó fyrr en þennan sól-
ríka morgun, og fannst mér dalur
inn fagur þar sem hann lá upp
frá sendinni fjöru og lognkyrrum
glitrandi haffleti milli hinna
svipmiklu og fögru fjalla, sem
morgunsólin hellti geislaflóði
sinu yfir.
Ég varð fyrir einkennilegum á-
hrifum, sem ég tel þó að hafi
verið fyrir utan alla galdra, en
ég reyndi ekki að lýsa þeim á
annan hátt en þann, að mér
fannst að við ækjum yfir risa-
stórt blað, þar sem á væri ritað-
ur merkur kafli úr þjóðarsög-
unni, um lífsbaráttu horfinna
kynslóða allt fram á þennan dag.
Til beggja handa mátti lesa um
forna frægð, stórmenni og fá
tækt almúgafólk, sægarpa, bænd
ur og hagleiksmenn,
Skírast var þó skráð sú stað-
reynd og harmsaga, hvernig
hvert byggt bólið eftir annað fer
1 eyði hér á Vestfjörðum, býlin
auð af fólki og fénaði, fjaran
auð af bátum og sjómönnum og
miðin auð af fiski þar sem áður
var aflasæld upp í landsteina.
Ég reyndi að leiða hugann að
þeirri þýðingarmiklu spurningu,
hverjir þeir hornsteinar væru,
sem hér hefðu burt fallið, og or-
sakað það hrun sem þarna blasti
SI-SLETT POPLIN
(NO-IROM)
við, en varð fátt um svör, en
komst þó að þeirri niðurstöðu að
hér væri um svo mikið alvöru-
m51 að ræða, að þjóðfélaginu, og
þá helzt forystumönnum þess,
bæri að taka það fastari tökum,
en til þessa hefur verið gert, og
ætti það að vera vandalaust.
stormar munu á fáum árum afmá
hús og landgæði, fúi, ryð og
Við ókum á höfuðbólið „Selár-
dal“, allt var þar á fallandi fæti,
þar húsakost allan, ef ekkert er
að gert. Girðingaslitur, stórhættu
leg öllum skepnum, hanga í
kringum túnið* sem er þakið sinu
flóka, utan blettur sá er sleginn
hefur verið á þessu sumri. Kirkj-
an, sem er nývið'gerð, stendur
sem klettur úr. hafinu, þar sem
hún stendur látlaus og þögul í
garðinum, sem er einnig þakinn
sinuflóka, sem gerir sig líklegan
til að kaffæra öll leiði og leg-
steina í garðinum.
Við göngum í kirkju, skoðuð-
um húsið og fagra muni, þar á
meðal mjög fagran hökul, alltaris
klæði og skírnarfont, sem allt er
nýtt og veglegt mjög.
Úr kirkju fórum við til Upp-
sala, þar sem síðasti dalbúinn
heldur enn velli. Merki auðnar-
innar eru þó þar á öllu, nema
hvað fögur rós sem lifði góðu lífi
í blómsturpotti í einum glugga
bæjarhússins, teygði lokkandi
blóm sín mót geislum sólarinnar^
og bauð okkur velkomna, og hvít
grár reykur silaðist með erfiðis-
munum að því er virtist, upp úr
skorsteininum og í áttina til okk-
ar, eins og hann vildi hvísla að
okkur: Það er raunverulega eng-
inn reykur lengur í þessum daf,
þótt ég sé að reyna að bögglast
þetta upp í himinblámann, af
þrjósku við örlögin.
En brátt fundum við einbúann,
Gísla bónda, sem ekki hræðist
forna drauga eða nýja, á myrk-
um vetrarnóttum, heldur ekki
þær náttúruhamfarir sem íslenzk
ur vetur getur fært yfir dalinn,
en hann hræðist að verða tekinn
með valdi úr dalnum sínum,
hann veit, að í okkar nútíma
þjóðfélagi mun það álitið vafa-
samt, hvort einn maður, eða
kona, fær að búa svo fjærri
manhabyggðum um vetur.
Flokkur þessi mun því hafa
valdið dalbúanum nokkrum ótta,
þar til hann sannreyndi að hann
var sauðmeinlaus. Gísli taldi það
fjarri sanni að hann léti sér leið
ast. Auk skeppnanna hefur hann
trjálund til að hlúa að, og hefur
sjáanlega gaman af,- hef ég
hvergi séð beinvaxnari tré, eða
betur umhirt.
Eftir að hafa metið Uppsali,
kvöddum við einbúann, og héld-
um að næsta býli, og svo áfram
um eyðibýlfn, sem höfðu öll
sömu sögu að segja, verðandi og
væntanlega eyðileggingu ú hús-
um, hlóðum og lendum.
Loks komum við til listamanns
! Samúels, sem sýndi okkur
safn sitt, og safnhús, einnig dýra-
garðinn, sem hann er að vinna
að, sex ljón eru þar alsteypt með
gapandi kjafta og kröftugar tenn
ur, þá rostuhgur, fuglar, sæhest-
ur og sæfíll, sem drengur er að
gefa mat. Hæst ber þó „Leif
heppna" í fullri stærð, þar sem
hann stendur og skyggnir hönd
fyrir auga og lítur heim að höfuð
bólinu, eins og hann mun hafa
gert forðum þegar hann fann Vín
land.
Samúel spurði hvort við vild-
um ekki sjá ljónin spúa vatni,
við játtum því, en hann hvað það
Framh. á bls. 17
HNEPPT
herra- og drengjavesti, kolgrá.
Helanca-Stretch sundskýlur.
Herrasokkar, kr. 23,00 parið.
Herraföt
Hafnarstræti 3.
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Sími 1-11-71
Þórshamri við Templarasund
etaftSií EIMALUNN
Er
ems
manns
kominn upp í fulla
gufuframleiðslu 3 mínút-
um eftir gangsetningu og
eyðir engu, þegar ekki er
þörf á gufu. —
Hér er um byltingu á gufu
framleiðslu að ræða. —
18000 etmalar í ýmsum
heimskunnum verksmiðj-
um í 80 löndum. —
Fyrsta tækið á íslandi
sonar, Bolungarvík. —
Leitið upplýsinga og tilboða.
sett upp í verksmiðju Einars Guðfinnr
Næsta tæki í Reykjavík. —
GISLI HALLD0RSS0N
Verkfræðingar
Hafnarstræti 8.
— Vélasalar.
— Sími 17-800.
GENERAL® ELECTRIC
Stærstu og þekktustu raftækjaverksmiðjur
heimsins bjóða yður nýjar og endurbættar
gerðir.
KÆLISKÁPA
jk með helmingi stærra frystihólfi
en eldri gerðin
★ með tveimur hurðum
Electric hf.
Túngötu 6. — Sími 15355.
MINERVAcÆ*w««
STRAUNING
ÓÞÖRF