Morgunblaðið - 13.10.1963, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.10.1963, Qupperneq 19
fj Sunnudagur 13. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Blómlegt * Framh. af bls. 11 1) Fundurinn faignar skilning á nauðsyn aeskulýðsstarfsins í söfnuðum landsins og leggur til að stærri söfnuði eða prófasts- dæmi athugi möguleika á að ráða leikmenn til að starfa að æsku- lýðsmálum kirkjunnar. 2) Fundurinn ber fram þá ósk til útvarpsráðs, að í dagskrá Ríkisútvarpsins verði tekinn upp æskulýðsþáttur í umsjá æsku- lýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. 3) Fundurinn leggur áherzlu á, að þjóðkirkjan hefji sem fyrst útgáfu hjálparrita fyrir leiðbein- endur í æskulýðsstarfi m. a. með foringjahandbók og leiðbeining- Um um Biblíulestur. 4) Fundurinn þakkar stofnun- um og einstaklingum þann mikla vinarhug og fórnfýsi, er þeir hafa gýnt byggingu sumarbúðanna við V estmannsvatn. Fundurinn þakkaði einnig sr. 6lafi Skúlasyni starf hans að æskulýðsmálum kirkjunnar. Einn ig var vakin athygli á brýnni þörf til að ráða líknarsystur til Starfa í stórum söfnuðum. Á fundinum barst sambandinu góð gjöf, sem var 10 samskota- baukar til starfsins, mjög fagrir, úr stáli. Gefandinn er Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofnasmiðjunn- •r. Sambandið mun eins og hingað til gefa út jólakort til styrktar starfsemi sinni. Verða þau á þessu hausti prýdd fagurri mynd af Akureyrarkirkju. í stjórn Æskulýðssambandsins eru þessir menn: Sr. Pétur Sigur geirsson, Ateureyri; Sigurður Guð ■mundsson, Grenjaðarstað; Pórir Stephensen, Sauðárkróki; Gylfi Jónsson, Akureyri og Þórarinn B, Jónsson, Akureyri. — En sumarbúðanefnd skipa sr. Sig- urður Guðmundsson, sr. Sigurð- ur Haukur Guðjónsson og Gylfi Jónsson. Næsti fundur æskulýðssam- bands kirkjunnar í Hólastifti er áformaður á Húsavík að ári. L. HERRASKÓR með gúmmísóliHn. HERRA INNISKÓR Ansturstræti CONSUL CORTINA Metsöluhíll á NorBurlöndum Fjórum sinnum sterkbyggðari en venjulegt er, og samt fallegur og stílhreinn.... Á erfiðustu vegleysum Englands, sem sérstaklega eru notaðar við athuganir á endingarþoli brezkra brynvagna, hefur hin nýja CORTINA að fullu sannað hinn einstæða styrkleika sinn. CORTINA er gerð fyrir verstu vegi er hugsast getur, frá rykmettuðum eyðimörkum Ástralíu, um mýrarfen Afríku regnskóga, til bítandi frosthörku íshafslandanna. En til að reyna CORTINUNA við enn erfiðari aðstæður en jafnvel landslag og veðurfar skapa, sendi FORD bílinn í 800 km. miskunnarlausa prófun á reynslubrautum brynvagna brezka hersins. Tveir bílar í sama verðflokki, en frá öðrum framleiðendum, tóku þátt í þolraun- inni. Annar varð að hætta eftir 120 km., en hinn eftir 200 km. Aðeins CORTINAN lauk við hina erfiðu þraut. Þrátt fyrir styrkleika sinn er CORTINAN létt og stílhrein í lögun, en rúmgóð fyrir fimm farþega. Hún er viðbragðsfljót, en eyðir samt litlu eldsneyti. — FORD tryggir gæðin. Ennþá eitt dæmi um að það borgar sig að kaupa FORD. ÍTALSKAR TÖFFLUR UMBOÐID Á ÍSLANDI SVEINN ECILSSON H.F. Laugavegi 105 — Sími 22470.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.