Morgunblaðið - 29.10.1963, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. okt. 1963
Þórdís Þorsteinsdóttir
í DAG verður borin til moldar í
Fossvogi Þórdís Þorsteinsdóttir.
Hún var fædd að Reykjum á
Skeiðum 14. sept. 1878, dóttir
hjónanna Ingigerðar Eiríksdóttur
dapnebrogsmanns á Reykjum og
Þorsteins Þorsteinssonar frá
Brúnavöllum. Varð þeím Reykja-
hjónum auðið 15 barna, auk þess
sem þau ólu upp 2 fóstursyni,
sem enn eru báðir á lífi ásamt
yngsta bróður Þórdísár, Eiríki
bónda á Löngumýri á Skeiðum.
Annars er hópurinn allur horf-
inn yfir um móðuna miklu.
Reykjaætt stendur föstum fót-
um um Árnesþing og víðar, en
Eiríkur Eiríksson, afi Þórdísar,
var víðkunnur af skáldskap sín-
um og lækningum. Hann tók á
móti fjölda barna í sveit sinni,
t.a.m. öllum börnum Ingigerðar
dóttur sinnar og var þó.blindur
orðinn, er nafni hans á Löngu-
mýri sá fyrst ljós þessa heims.
Eirikur var mikill trúmaður og
orti m.a. margt sálma.
Þórdís ólst upp í föðurgarði í
stórum systkinahópi, en því var
mjög við brugðið, hve heimilis-
bragur á Reykjum var allur til
fyrirmyndar. Þar var glaðværð
mikil og sungið dátt, en kær-
leikur svo eindreginn með syst-
kinunum og milli þeirra og for-
eldránna, að þar bar aldrei á
milli. Þetta friðsama, vinnuglaða
og samhenta heimili skapaði
Þórdísi þá menningu og trúar-
traust, sem hún bjó að æ síðan.
Þar stóð hennar háskóli, þar sem
hún efldist að manndómi, víð-
sýni og einsteyptri skapgerð. Og
með þeim systkinum var ekki
aðeins frændsemin ein þá og jafn
an á lífsleiðinni, heldur og það
óbrotgjarna vináttuþel, sem
slaknaði ekki við aðskilnað ár-
anna. Og þá var glatt á góðra
vina fundi, er þau hittust síðar
á lífsleiðinni.
Árið 1902 giftist Þórdís manni
sínum, Vilhjálmi Vigfússyni, en
þau stofnuðu heimili í Reykja-
vík sama ár. Vilhjálmur stundaði
sjósókn á skútum og togurum
um 30 ára skeið, en missti heils-
una á miðjum aldri. Hann féll
frá árið 1942.
Þau hjón eignuðust 9 börn, 8
dætur og son, en misstu 3 dætur
á barnsaldri. Um langt árabil, og
alla tíð síðan Þórdís missti mann
sinn, dvaldist hún á heimili Vil-
helmínu dóttur sinnar og Sig-
tryggs Eiríkssonar.
Árin líða, og systkinin hverfa
héðan eitt og eitt. Frændgarður-
inn stækkar allt að einu, og niðj-
unum fjölgar, og þar er ærið
verkefni ræktarsamri og nærfær-
inni ömmu. Frændgarðurinn má
ekki bresta; umhyggja fyrir niðj-
um og öðrum ættingjum skapar
í senn ærið viðfang og ríka, hljóð
láta gleði.
Þórdís var ein þeirra kyrrlátu
kvenna, sem ekki gjöra kröfur
sér til handa, en því betur undi
hún við að liðsinna og létta und-
ir. Ekki svo að hún væri íhlutun-
arsöm um annarra hagi, heldur
örlát að hjartahlýju og þjónustu-
þörf.
Varla hefi ég öðrum kynnzt,
sem átti þvílíkan söng í sálinni
og hún Þórdís. Morgunverkin
hóf hún með söng, sístaífandi
hendur dagsins léku sér að verk-
efnum undir hrynjandi ljóðs og
lags. Og seinast, þegar búið var
um rúmin á kvöldin, átti hún enn
lagstúf að raula eða sálmavers.
Söngvar og Ijóð ættar og upp-
eldis voru henni runnin í merg
og bein. .Sleitulaus önn dægranna
fram á efstu ár var henni líka
tilefni mikillar lífsgleði.
Öll lífsvizka hennar og lífs-
gleði var án áreynslu, kom til
móts við hana eins og sjálfsagður
hlutur. Enginn vina hennar hefði
getað hugsað sér hana öðru vísi-
að morgni en að kvöldi eftir erf-
iðan dag. Allt af söm, allt af mild,
allt af vitni lífsjafnvægis og hóg-
værðar.
Ef til vill var lífsgaldur henn-
ar sá, hve sáttfús hún var við ör-
lög sín, er á móti blés. Óhugsandi
að ala með sér gremju eða kala,
fráleitt að æðrast eða hleypa
beiskju í hugskotið. Gengið
skyldi af áföllunum dauðum með
því að sættast við þau, en í sár-
unum glitruðu dýrindis perlur
eins og í skeljum hafdjúpsins.
Kjarkmikil drengskaparkona
er gengin, kona, sem „vakti oft
og bað“. Það var hamingja henn-
ar, að hún tók í arf fullveðja trú
forfeðranna um marga ættliðu.
Kannski var hún seinasti íslend-
ingurinn, sem kunni Passíúsálma
Hallgríms utan að frá æsku. En
hvað um það. Þeir fengu löngun
til að vaxa, sem mældu vantrú
sína við hógværð hennar og trú-
artraust.
Guð geymi þig.
_ Bjarni Sigurðsson.
Bjarni Kjartansson
AF þeim mönnum, sem ég hefi
kynnzt, er mér Bjarni Kjartans-
son, tré-og rennismiður einna
minnisstæðastur. Kemur þar
margt til. Bjarni var sérstæður
persónuleiki, þegar hann brá upp
myndum af mönnum eða atburð-
um, var frásögn hans gædd lif-
andi fjörugu ímyndunarafli,
blönduð léttri og hnyttinni
kímni. Hann færðist allur í auk-.
ana, er á frásögnina leið, og
manni fannst sem hann hefði lif-
að með sögunni. Það var í senn
gaman og fnóðlegt' að hlýða á frá-
sögur Bjarna, þar sem hann stóð
við rennibekkinn og bjó til ýmsa
furðulega hluti.
1 báðar ættir var Bjarni Kjart-
anssjm af traustum stofnum kom-
inn, en foreldrar hans voru:
Kjartan Þorkelsson, hreppstjóri
(1860-1948) og kona hans, Sig-,
ríður Kristjánsdóttir (1856-1941).
Kjartan faðir hans var sonur séra
Þorkels Eyjólfssonar á Staðastað
og Ragnheiðar Pálsdóttur prests
frá Hörgsdal. Foreldrar séra
Þorkels voru séra Eyjólfur Gísla-
son og Guðrún Jónsdóttir, prests
og skálds að Bægisá, Þorláksson-
ar, en föðurfaðir Eyjólfs var ól-
afur Gíslason, biskup í Skál-
holti. Sigríður, móðir Bjarna,
var af merkum hagleiksættum á
Snæfellsnesi, faðir hennar; Krist-
ján Þorsteinsson í Hrísdal, var
beinn afkomandi Bárðar Þor-
steinssonar frá Laxárbakka, hins
alkunna smiðs. Guðrún, móðir
Sigríðar, va_r dóttir hins þekkta
og vinsæla læknis og skyggna,
Þorleifs Þorleifssonar í Bjarnar-
höfn. Þarna koma saman sterkar
ættir, Bogaættin frá Hrappsey á
Breiðafirði og Hörgsdælir, austan
af Síðu, en um þessa ættstofna
segja ættfræðingar, að þeir séu
gæddir bæði andlegri og Hkam-
legri hreystL
Heimilið á Staðastað, þar sem
séra ÞorkelU og Ragnheiður
bjuggu árin 1874-1889, var á þeim
árum annálað 4yrir risnu og
höfðingsskap og heimilið varð
um þeirra daga hið mesta mennta
setur, því bæði voru þau hjónin
samhent um það að kenna ungu
fólki. Þaðan fóru margir vel
undirbúnir undir æðri skóla og
ekki voru þær fáar stúlkurnar,
sem fóru af því heimili vel
menntar í saumaskap og fínni
hannyrðum.
Kjartan, faðir Bjama, var góð-
um gáfum gæddur og mun list-
hneigð og fróðleikur hafa verið
mjög ríkir eðliskóstir í ættinni.
Þetta sannar bezt það hlutverk,
sem synir séra Þorkals ■ völduv
sér, þegar.út í lífið kom. Flestir
urðu synir hans- þjóðkunnir
menn. — Eyjólfur gerðist úr-
smiður í Reykjavík. Páll varð
gullsmiður og málfræðingur.
Bjarni söðlasmiður og síðar
þekktur skipasmiður og dr. Jón
þjóðskjalavörður. Kjartan brauzt
í því að læra orgelspil hjá Jón-
asi Helgasyni og varð braut-
ryðjandi um kirkjusöng á Snæ-
fellsnesi, e/i einnig lék hann á
lagspil, sem á þeim árum var
orðið fátítt. Kjartan varð kirkju-
Organisti 1893 og stundaði það
starf yfir 40 ár.
Bjarni Kjartansson var fædd-
ur í Ytri-Tungu í Staðarsveit 27.
okt. 1882. Foreldrar hans voru á
frumbýlisárum, þar sem þau
höfðu gift sig árinu áður. Þau
fluttu að Fossi í sömu sveit, þá
var Bjarni á fyrsta ári. Á Fossi
bjuggu þau í 10 ár, en 1892 fengu
þau jarðnæði á Búðum og fluttu
þangað. í Sandholtshúsi hafði
Einár, bróðir Kjartans, búið,
hann hafði foreldra sína hjá sér
2 síðustu árin, en þegar séta
Þorkell dó 1891, lét Einar Kjart-
ani eftir jörðina. Einar fluttist
síðar til Reykjavíkur og gerðist
rithöfundur og «skrifstofustjóri
Alþingis 1914-1922. — Á Buðum
var mikið athafnalíf á þessum
árum og náið samband við sveit-
irnar í kring, en verzlun hafði
verið rekin á Búðum frá alda-
öðli. Það þykir fallegt á Búðum
og klettar og ferlegir drangar
• AKBRAUTAGÖNGUFÓLK
„Bílstjóri" skrifar:
„Velvakandi góður!
„Ein gangandí" .. kvartar
undan því í dálkum þínum nú
nýlega, að bílstjórar virði ekki
rétt gangandi fólks á götum
borgarinnar. Það er nú svo, að
víða er pottur brotinn í um-
ferðarmálum okkar, og sjálf-
sagt eru þeir bílstjórar tU, sem
taka of lítið tillit til gangandi
manna.
Hitt finnst mér þó enn algeng
ara, að gangandi fólk skeyti
ekki um algengustu og sjálf-
sögðustu umferðarreglur. ■ Við
sjáum öll oft á dag, hvernig
gangandi fólk treðst út á ak-
brautir hvar sem er, jafnvel
gegn rauðu ljósi. Það verður að
segjast eins og er, að annað
hvort kann fólk ekki að fara
eftir Ijósunum, eða þá það vill
ekki hlýða þeim. Dæmi þessa
getur hver og einn séð á helztu
umferðarbrautum borgarinnar
daglega.
Annað hefur líka nft undrað
mig. Það er hve iólk er gjarnt
á að ganga eftir akbrautunúm
endilöngum, þar sem það er
alltaf í yfirvofandi hættu. Það
er eins og sumir hafi þann kæk
að geta ekki notað gangstétt-
irnar. Ekki er ég frá því, að
roákið fólk sé að þessu leytinu
verra en yngra fólkið. Ég nefni
sem dæmi ellri hjón, sem fara
út að spásséra á sunnudögum.
Þá er ekki óalgengt, að þau
marséri eftir miðjum akbraut-
um, og verða bílstjórar að sýna
fyllstu aðgætni, til þess að
komast fram hjá þeim. Beiti
maður flautunni, kippist fólkið
við og hliðrar sér e.t.v. örlítið
til hliðar, sendi manni illt og
móðgað augnaráð, og maður'sér
herrann tauta eitthvað, sem
sjálfsagt er eitthvað miður fal-
legt um frekju okkar bílstjór-
anna. Það er svo undarlegt með
þetta akbrautagöngufólk, sem
ég vil kalla svo, að það kýs held
ur að ganga á akveginum, þótt
hann sé óþrifalegur og fúllur af
slabbi, heldur en að fara upp
á hreina gangstéttina, þar sem
það væri að auki óhult fyrir
bílunum. t \
Eins og hægt er að refsa bíl-
stjórum fyrir að aka á gang-
stéttum, ætti að refsa fólki fyr-
ir að ganga á akbrautum".
• VEGARBÓT MUNDI
VEL ÞEGIN
Undir . þessari fyrirsögn
sendir „Hverfisbúi“ Velvak-
anda smá-ábendingu. Þar er
fjallað um það, að stundum get-
ur gangandi fólk neyðzt til þess
að fara út á akbrautina, og
finnst Velvakanda hlýða að
birta það í framhaldi af bréfi
„Bílstjóra".
„Vegleysur í höfuðstað okkar
rísa við sjóinn utar á nesinu.
Náttúran býr þarna yfir undar-
legum töfrum og áhrifavaldi, en.
uppyfir þessum kynjaheimi ría
jökullinn, brattur og tígulegur.
Vörður fjallanna á vesturkjálka
landsins. í þessum heimi við stór-
brotnar myndir náttúrunnar óx
Bjarni upp og það má fara nærri
um það, að svo næmur maður á
form og línur, sem Bjarni var
á efri árum, þá hafi myndir nátt-
úrunnar ekki verið síður- vekj-
andi og ferskar á manndóms- og
þroskaárunum, enda bar Bjarni
heita og órjúfandi tryggð til
æskustöðvanna alla ævi.
Þess gætti snemma, að Bjarnl
var hneigður fyrir smíðar þegar
á unga aldri, enda sá hann margt,
sem að smíðum laut. Á þeim ár-
um urðu menn að bjargast meir
á eigin spítur en síðar varð. Þeir
menn voru kallaðir búhagir, sem
treystu mjög á sjálfa sig og þótti
þeim fara flest verk vel úr hendi.
Árið 1899 fór Bjarni til Reykja-
víkur til að læra smíðar. Hann
gerðist nemandi í járnsmíði hjá
Gísla Finnssyni, sem var þekkt-
ur smiður hér í bænum. Að námi
loknu hvarf Bjarni vestur til
æskustöðvanna. Árið 1905
kvæntist Bjarni Þórunni Þor-
steinsdóttur frá Hrútafelli undir
Eyjafjöllum og lifir hún mann
sinn. Þeim varð 6 barna auðið,
en misstu 3 í æsku. Hin eru:
Framh. á bls. 14
eru svo miklar, að ekki sér út
yfir þær, og því líklega naum-
ast sanngjarnt að minnast á ör-
lítinn gangstéttarspotta, þó að
illfær sé hann, og líklega mundi
ekki þurfa nema eitt bílhlass af
möl til þess að gera hann fær-
an. Þetta er kaflinn á Bræðr'a-
borgarstíg milli Öldugötu og
Holtsgötu. Hérna í hverfinu er
mikið yfir honum kvartað,
enda ótrúlega mikil umferð um
hann, einkum vegna þess að
brauða- og mjólkurbúð Jóns
Símonarsonar er þarna á horni
Öldugötu. Þangað sækja svo
geysimargir, sökum þess hve
brauðvörur allar þykja þar góð
ar, en afgreiðsla og hreinlæti til
fyrirmyndar. Gangstéttarspotti
þessi (líklega um fjörutíu faðm
ar) er raúhar í mörg ár í rigning
um búinn að vera ófær þeira
sem ekki eru í vaðstigvélum.
Hinir verða að fara akbrautina,
en á henni er þrotlaus umferð
bíla. Gangstéttin er, sökum úr-
foks, orðin að vatnsstokk þar
sem meira og minna háar stein-
nibbur gnæfa upp úr og gera
illt verra þegar skuggsýnt er,
Ef þeir sem vegagerð ráða.
vildu líta á þetta, erum við sann
færð um að þeir mundu bæta
úr.
Hverfisbúi“.
ÞORRIILðDBR
ERU ENDINGARBEZTAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Sími 11467.