Morgunblaðið - 29.10.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 29.10.1963, Síða 24
Ivolvo HUSGOGN. STERKOG STÍLHREIN 236. tbl. — Þriðjudagur 29. október 1963 Bær brann til kaldra kola BORG í Miklaholtshreppi, 28. okt.: — Klukkan 1,30 í nótt kom upp eldur í íbúðarhúsinu Hömlu- holtum í Eyjahreppi. Brann það til kaldra kola á tæpum tveimur tímum. Stóð skorsteinninn einn eftir. Slys á fólki urðu ekkL I>egar eldsins varð vart, var bóndinn heima með börnin, en konan var stödd á næsta bæ. Hjálp barst fljótlega úr sveitinni, en lítið' var hægt að aðhafast og sáralitlu af innbúi bjargað. Var það lágt vátryggt. Veður var fremur gott, dálítil austan gola en hlýtt veður. íbúðarhúsið var járnvarið timburhús, ein hæð og ris og geymsluskúr áfastur við það. — Ókunnugt er um eldsupptök. í Hömluholtum búa Ármann Bjarnfreðsson og Kristín Óskars- dóttir ásamK? börnum. Nú dvelja þau öll á Rauðkollsstöðum, sem er næsti bær við Hömlubolt. Sleginn um borð í brezkum togura Á SUNNUDAG kom togarinn Vic Trix frá Hull inn til ísa- STEPHAN THOMAS — háskólafyrirlesari og sér- fræðingur Bonn-stjórnarinnar í málefnum Austur-Evrópu. Stephan Thomas talar í Háskólan um í dag KLUKKAN hálfsex í dag flytur Stephan Thomas, framkvæmda- stjóri vestur-þýzka Sósíaldemó- krataflokksins og einn af aðal- ráðgjöfum Bonn-stjórnarinnar í málefnum Austur-Evrópu há- skólafyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans um efnið „Germany between East and West“. Erindið verður flutt á ensku, og er öll- um heimill aðgangur. Stephan Thomas dvelst hér á vegum Varðbergs, félags ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, en hann er kiymur fyrirlesari víða um lönd. fjarðar. Var einn skipsmanna lagður á sjúkrahúsið með tvö glóðaraugu og sárindi í hnakka. Var í fyrstu talið að maðurinn væri höfuðkúpubrotinn, en það reyndist ekki vera. Áverka þessa mun maðurinn hiafa fengið í átökum um borð í togaranum, er hann var á veiðum. Vill hann ekki fara aft- ur um borð í skip sitt. Síðan skipið kom til ísafjarð- ar hefur verið all líflegt um borð fig skipverjar gert sér glað- an dag bæði í fyrrakvöld og gærkvöldi. Bíllinn dreginn up p á Loftsbryggjuna. Mannlaus bíll fór í Reykjavíkurhöfn f GÆRMORGUN fór stór og þungur bíll ,frá Póst og síma- málastjórninni í sjóinn í krik- anum við Loftsbryggjuna í Reykjavíkurhöfn. Enginn var í bílnum, sem var náð upp, en hann er mikið skemmdur. Þetta gerðist snemma um morguninn, um kl. 6:40. Bílstjór- inn, Sigurður Björn Arason, hafði lagt bílnum á bílastæðinu Síldveiði Ahra- nesbáta AKRANESI, 28. okt. — Aðfara- nótt mánudags fengu 4 bátar samtals 1256 tunnur af síld. Síld stóð djúpt og leiðindaveður var þarna. 40—50 sjómílur út af Jökli. Aflahæst var Anna með 650 tunnur, Skírnir 350, Harald- ur 158 og Höfrungur II 120 tunn- ur. Síldin er hraðfryst — Oddur. vestan við Hafnarhvol og ætlaði að fá sér kaffisopa í Hafnarbúð- um. Telur hann sig hafa sett bílinn í gír og handbremsuna á. Er hann kom út aftur, var bíll- inn horfinn og hafði hann runn- ið áfram og í sjóinn, en þarna er ofurlítill hallL Bíllinn er loftpressubíll frá Póst- og símamálastjórninni. Hann mun hafa skemmzt mikið. Framrúðan brotnaði í honum og einnig varð hann fyrir hnjaski, þegar verið var að ná' honum upp. Ekki er vitað um nein vitni að því er bíllinn fór í sjóinn og bið- ur rannsóknarlögreglan þá sem e.t.v. hafa séð atburðinn um að gefa sig fram. SmyglaÖ áfengi s hollenzku skipi AKRANESI, 28. okt. — Á sunnu daginn hafði tollvörðurinn hér hendur í hári nokkurra manna, er keypt höfðu 13 flöskur af áfengi um borð í Ms. Kerksingel. Það er hollenzkt og lá við hafn- argarðinn að lesta skreið á ítaliumarkað. Tollvörðurinn fann að flöskurnar voru volgar. Það þurfti ekki meira. Eins og hann væri eldingu lost Náöu brezku vörpunni í landhelgi Vírendamir pössuðu saman ÍSAFIRÐI, 28. okt. — Varð- skipið Óðinn kom til ísa- fjarðar í gær með vörpuna af brezka togaranum Lifeguard, sem hann hjó af sér í síðustu viku út af Dýrafirði. Höfðu Óðinsmenn sett fast í vörp- una á hádegi í gær, eftir að hafa slætt I 2—3 tíma og reyndist varpan vera 0,75 sjo mílur innan landhelgislínunn ar. En það kemur heim við síðustu mælingu varðskipsins á staðarákvörðun við töku togarans. Engin auðkenni voru ^á vörpunni, en hinsvegar voru samanlagt 400 faðmar af tog vír á vörpunni og gengu dóm kvaddir menn úr skugga um það, að endinn á virnum pass aði við endann á virbút, sem varðskipsmenn höfðu tekið úr togaranum og greinilega höfðu verið höggnir. — H. T. inn skaut leynilögreglumannin- um upp í tollverðinum. Áfengis- flöskurnar hlutu að hafa verið Framhald á bls. 23. Ekbi gengur stunan í bnup- deilunum 1 GÆRKVÖLDI sat sáttasemp ari fund með fulltrúum verzlun- arfólks og atvinnurekenda, en Verzlunarfélag Rekjavíkur hef- ur boðað verkfall 4. október, eöa næstkomandi mánudag. Fundur- inn stóð enn er blaðið fór í prentun. Enginn fundur var um kaup og kjör prentara, en deiluaðil- ar hafa nú vísað málinu til sáttasemjara. Prentarar hafa boð að verkfall 1. nóvember eða að- faranótt föstudags. Þá hafa bók- bindarar boðað verkfall tveimur dögum, á eftir prenturum. Góð sala HAFNARFIRÐL — Tog- arinn Maí sendi í Bremerhaven í Þýzkalandi í gær 125 * tonn fyrir 127,600 mörk, sem er mjög góð sala. Síldarbátarnir eru nú að bú- ast á veiðar og kom sá fyrsti þeirra, Auðunn, inn í gær með 200 tunnur. Féll úr lurni Borgorspit- alans SÁ atburður varð í hádeginu í gær að liðlega tvítugur pilt- ur úr Reykjavík féll ofan úr turni Borgarsjúkrahússins, sem er 14 hæðir, lenti á stein- skyggni yfir aðalinngangi byggingarinnar, og beið sam- stundis bana að því er talið er. Engir sjónarvottar voru að atburði þessum. Að því er rannsóknarlög- reglan tjáði Mbl. í gær voru men-n að vinna að því að fjar- lægja vinnupalla efst í turn- inum, og sáu þeir þaðan niður á skyggnið yfir dyrunum. Fuillyrða þeir að enginn hafi legið á skyggninu á tíimabil- inu 11:00 til 11:30, en er þeir komu til vinnu á ný laust' ; • eftir eitt, og varð litið niður, 1 sáu þeir mann liggja ofan á skyggninu. Var lögreglu og sjúkrailiði þegar gert aðvart. 1 I Fallið er eins og fyrr greinir I 14 hæðir, eða nær 40 metrar. , Uppi í turninuim fannst j úlpa piltsins, péysa, gleraugu j og anmbandsúr. Hann vann ekki við bygginigu hússins. Röktu slóð þess villta s 4 klst. Leitað að rjúpnaveiðimanni i Laugardal LAUGARVATNI, 28. okt. — Á laugardagsnóttina var gerð hér leit að veiðimanni, sem villtist. Hann kom fram heill á húfi, en mjög þreyttur eftir langa göngu, og þykir mildi að hann skyldi ekki fara í djúp gil og slasa sig. Þrír Reykvíkingar komu aust ur til að skjóta rjúpur á laugar- dagsmorgun. Þeir lögðu af stað frá Miðdal kl. 9 um morguninn og dreifðu sér þegar skammt hafði verið farið. Um kl. 5 komu tveir þeirra til baka. En einn, Einar Már Magnússon, kom ekkL Fóru þá þrír menn að leita, en þegar maðurinn var ekki fundinn kl. 8, þótti sýnilegt að hann mundi hafa villzt. Um kvöldið sofnuðu menn liði í sveitinni og fóru 7—8 menn í leitina. Þegar þeir komu upp á há Miðdalsfjall, fundu þeir sióð þess týnda. Röktu þeir slóð hans alla leið inn undir Rauðafell, sem er æði löng leið. Þegar þangað kom hafði hann Framhald á bls. 23. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.