Morgunblaðið - 30.10.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.10.1963, Qupperneq 12
12 MORCUNBLAÐIÐ ' Miðvikudagur 30. okt. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreíðslustjóri: Sverrir tórðarson. Ritstjórn: Aða.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu kr. 4.00 eintakio. ÞJOÐIN VILL LATA ' SEGJA SÉR SANNLEIKANN ¥vað er frumskylda hverrar " ríkisstjórnar að segja þjóð sinni sannleikann um ástand mála hennar. Og þjóðin vill vita sannleikann. Meðal henn ar kunna að vísu að finnast öfl, sem vilja láta reka and- varalaust á reiðanum og skella skollaeyrum við að- steðjandi hsettum. En slík öfl eiga ekki að ráða. Af ábyrg- um stjórnvöldum verður að krefjast stöðugrar árvekni og yfirsýnar um þjóðarhag. Viðreisnarstjórnin hefur allt frá því húrv tók við þrota- búi vinstri stjórnarinnar haft þann hátt á að kryfja vanda- mál þjóðfélagsins til mergjar og segja þjóðinni hiklaust sannleikann um ástand mála hennar. Hún hófst þegar í upphafi valdatímabils síns handa um fjölþættar ráðstaf- anir til þess að afstýra því hruni, sem yfir vofði, eftir uppgjöf vinstri stjórnarinnar. Þessar ráðstafanir voru ekki allar vinsælar í bili. En óhætt er að fullyrða að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar gerði sér ljóst, að þær voru nauðsynlegar. Reynslan hef- iu: síðan leitt í ljós, að með þeim var lagður grundvöllur að efnahagslegri viðreisn, aukinni framleíðslu og stór- bættum lífskjörum alls al- mennings í landinu. Vinstri stjómin þorði aldrei að segja þjóðinni sannleik- ann. Hún var í eilífum felu- leik með þann stórbrotna vanda, sem úrræðaleysi henn- ar hafði leitt yfir íslendinga. Hún þorði aldrei að horfast í augu við staðreyndirnar og krefjast þess af þjóðinni að hún gerði slíkt hið sama. Þess vegna fór sem fór. Vinstri stjórnin týndist í sín- um eigin feluleik og gafst upp á miðju kjörtímabili. Gálauslegt atferli, sem and- stæðingar Viðreisnarstjómar- innar hafa haft forystu um, veldur því að íslendingum er á ný mikill vandi á höndum í efnahagsmálum þeirra. Kapp hlaupið milli kaupgjalds og verðlags síðustu misseri ógn- ar bjargræðisvegunum og skapar hættu á nýrri verð- bólguöldu. Viðreisnarstjómin og mál- svarar hennar hika ekki við að segja þjóðinni þann sann- leika, að þetta atferli getur ekki haldið áfram. Hér verð- ur að stinga við fótum. Allir ábyrgir og hugsandi íslend- ingar verða að halda vöku sinni og sameinast í bar- áttu gegn verðbólgunni, gegn nýrri gengisfellingu, en fyrir áframhaldandi uppbyggingu og framförum í þjóðfélagi þeirra. Þetta er hið mikla hlutverk íslenzku þjóðarinnar í dag. Ef hún skilur vitjunartíma sinn nú, eins og hún gerði þegar Viðreisnarstjórnm hóf merki viðreisnarinnar, þurfa íslend- ingar engu að kvíða. Þá verð- ur efnahagslegt jafnvægi tryggt, vaxandi framleiðsla, aukinii arður af þjóðarstarf- inu og síbatnandi lífskjör öll- um almenningi til handa. / LÆRDÓMAR ÚR ÞJÓRSÁRDAL CJkýrslan um atburðina í Þjórsárdal á sl. sumri fel- ur í sér margvíslega lærdóma. íslenzk æska er í hættu stödd. Meginhluti hennar gætir að vísu sóma síns og kemur fram af manndómi og dugnaði. En allt of margir unglingar þola ekki þá þjóðlífsbreytingu sem felst í alsnægtum velmegunar innar. Aukin fjárráð, los á heimilum og fjölskyldubönd- um hafa leitt þessa unglinga út í óreglu og ábyrgðarleysi. Það er vissulega vel ráðið að menntamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið skyldu skipa nefnd til þess að kanna atburðina í Þjórsárdal og at- huga, hvað hægt sé að gera, til þess að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig. Þessi nefnd hefur skilað ítarlegum tillögum um ráðstafanir til eflingar heilbrigðu félagslífi æskufólks. Það er sérstaklega þýðingarmikið að reynt verði að beina æskunni að hollum og þroskandi tómstundastörf- um. Jafnframt þarf að gera félagslíf unga fólksins fjöl- breyttara og heilbrigðara. Endurskoðun á ákvæðum laga og reglugerða til þess að koma í veg fyrir áfengis- neyzlu unglinga, er einnig sjálfsögð. Umfram allt þarf að hindra kvöldráp unglinga á veitingastaði og tryggja að þeim sé ekki selt eða veitt áfengi. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að áfengi er mesti bölvaldur æsk unnar. Það var áfengið sem ærði unglingana í Þjórsárdal. Svipuð saga hefur því miður gerzt víðar. Ætlaöi að fremja sjálfsmorð SÆNSKI ofurstinn Stig Wennerström, sem í vor játaði að hafa njósnað fyr- ir Sovétríkin um árabil, tók fyrir skömmu inn eitur í fangaklefa sínum í Stokk- hólmi, og um tíma var ótt- azt um líf hans, en nú er hann talinn úr allri hættu. Lögreglunni í Stokkhólmi er mikil ráðgáta hvernig Wennerström tókst að komast yfir eitrið og taka það inn, því að frá handtöku hans hef- ur hann verið undir mjög ströngu eftirliti. Tveir menn gæta ofurstans allan sólar- hringinn, hann fær ekki að sofa í myrkri, matur hans er rannsakaður og hann fær ekki að skipta um föt nema undir eftirliti. Lögreglan telur senni legast, að Wennerström hafi haft skammt af sterku eitri falinn í holri tönn. Tannlækn- ar hafa r'annsakað tennur of- urstans, en niðurstöður ránn- sóknanna eru ekki kunnar. Það var um kl. 6 e.h. á föstu daginn, sem gæzlumenn Wennerströms tóku eftir því, að hann hafði legið óeðlilega lengi hreyfingarlaus í rúmi sínu í fangaklefanum í húsa- kynnurh öryggisþjónustunnar. Gæzlumennirnir gengu að 'rúminu og sáu að Wetiner- Stig Wennerström — talið er að hann hafi falið eitrið í holri tönn. ström var meðvitundarlaus. Þeir gerðu þegar aðvart og hringt var á sjúkrabifreið. — Sjúkraflutningamennirnir fengu ekki að fara inn í hús öryggisþjónustunnar, en starfs menn hennar báru Wenner- ström út í bifreiðina og vissi enginn nema þeir hver sjúkl- ingurinn var. Fjöldi vopnaðra leynilögreglumanna var á verðí við sjúkrabörurnar og margar lögreglubifreiðir fylgdu' sjúkrabifreiðinni til sjúkrahússins þar sem ekið var að sérstökum inngangi. Wennerström var þegar fluttur á deild fyrir sjúklinga, sem orðið hafa fyrir eitrun, og læknarnir staðfestu fljót- lega gruninn um, að Wenner- ström hefði ætlað að stytta sér aldur. Meðan læknarnir gerðu til- raunir til þess að bjarga lífi Wennerströms, flykktust hóp- ar vopnaðra lögreglumanna til sjúkrahússins og tóku sér stöðu umhverfis það. Verðir voru settir fyrir utan stofu Wennerströms og öryggisráð- stafanirnar náðu hámarki, er leynilögreglumenn í hvítum sloppum slógust í hóp starfs- fólks sjúkrahússins. Læknunum tókst að bjarga lífi Wennerströms og er hann nú talinn úr allri hættu. Gert er ráð fyrir, að hann geti kom ið til yfirheyrslu innan skamms, en daginn eftir að hann tók eitrið átti hann að mæta í réttinum. Kínverjar vilja skipa Mao í guðatölu Rússar saka Kínverja um ,Mao Tse-tungismaf Moskvu, 23. okt. AP-NTB. TÍMARITIÐ „Kommunist“, eitt af málgögnum rússneska komm- únistafiokksins, ræðst í dag íslenzk æska er í dag hraust ari og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Hún er fjöregg þjóðarinnar, ókomna tímans von. Þess vegna má einskis láta ófreistað til að standa vörð um heill hennar og heið- ur. — ÚTVARPIÐ VEKUR 'ÞJÓÐINA ¥ Ttvatpsráð hefur ákveðið að ^ dagskrá Ríkisútvarpsiq^ skuli á þessum vetri hefjast kl. 7 f. h. eða klukkutíma fyrr en tíðkazt hefur undanfarin ár. Þetta er tvímælalaust skynsamleg og gagnleg ráð- stöfun. Við íslendingar förum alltof seint á fætur, miklu seinna en flestar nágranna- þjóðir okkar. Á þessu þarf að verða breyting. Útvarpið, sem nær til hvers einasta heimilis í landinu vill leggja fram sinn skerf til þess að svo megi verða. harðlega á kínverska kommún- ista fyrir persónudýrkun. Segir blaðið að leiðtogarnir i Kina reyni nú að skipa Mao-tung flokksleiðtoga í guðatöiu meðal þjóðarinnar á sama hátt og Rúss- ar Stalín hér áður fyrr. Er því haldið fram að Kínverjar reyni að útbreiða „Mao Tse-tung-isma“ í stað Leninisma. „Tilraunin til að taka upp kenningar Mao Tse-tungs í stað Leninisma er í algjörri andstöðu við skoðanir kommúnista. Marx- Leninismi hefur verið baráttu- tákn okkar. Við höfum barizt og munum halda áfram að bérj- ast fyrir hreinleika kenninga Márx-Leninisma“, segir „Komm- unist“. í greininni er kínversku leið- togunum líkt við Trotsky-ista og þeir sakaðir um tilraun til að sundra alþjóðasamtökum komm- únista í þeim tilgangi að stofna ný samtök byggð á eigin kenn- ingum. Skorar tímaritið á komm- únista um allan heim að gera allt sitt til að koma í veg fyrir að þróunin gangi í þá átt, sem Peking miðar að. Að öðrpm kosti muni tilraun Kínverja hafa al- varlegar afleiðingar. Vestrænir fréttamenn líta svo á að ásakanir j>essar séu beint svar við grein, 'sem birtist í málgagni kínverskra kommún- isba í gær, en þar var ráðizt harkalega á Krúsjeff persónu- lega. Og fleiri svipaðar árásar- greinar hafa birzt í kínverskum* blöðum að undanförnu. Einnig er litið á greýiina sem spor I áttina til að útiloka Kínverja frá alþjóðasamtökum kommúnista. í næsta mánuði verður haldið þing kommúnistaieiðtoga fjölmargra landa í Moskvu, og er jafnvel talið að þar muni koma fram til- laga um útilokun Kínverja. Kirkjukórasamb. Rvíkurprófastsd. KIRKJKÓRASAMBAND Reykja víkurprófastsdæmis hélt aðal- fund sinn í félagsheimili Nes- kirkju þriðjud. 22. þ. m. Sóttu hann fulltrúar frá öllum aðildar- kórununa, 10 að tölu, svo og nokkrir organleikarar og aðrir, þeirra á meðal söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, dr. Róbert Abra- ham Ottósson, og formaður Kirkjukórasaxnbands Islands, Jón ísleifsson. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var rætt sérstaklega un\ raddþjálfun og launamál, og urðu þar um miklar umræður. Stjóm kirkjukórasambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa Bald-ur Pálmason formað- ur, Hrefna Tynes ritari, Hálfdán Helgason gjaldkeri, Margrét Egg- ertsdóttir Og Torfi Magnússon meðstjórnendur. Hinn síðast- nefndi er einnig formaður launa- málanefndar sambandsins. Kirkjukórasamband Reykja- víkurprófastsdæmis á 15 ára af- mæli á þessu ári, og er fyrir- hugað að þess verði minnzt með samkomu áður en langt líður. SJÁI.FSMORÐ London, 24. okt. — AP: — Víst er talið, að frú Diana Churc hill, elzta dóttir Sir Winston Churchill hafi sjálf bundið enda á líf sitt. Hún fannst látin í bað herbergi sínu fyrir nokkrum dög um og kom í ljós við líkskoðun, að hún hafði tekið mikið magn svefnlyfja. Er talið að hún hafi gert það af ásetningi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.