Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAGIÐ Föstudagur 3. Jan. 1964 Henrik Sv. Björnsson sendiherra: Sagnfræði og stóryrði Ég HEF ekki enn átt kost að sjá nýútkomna bók Kristjáns A1 bertssonar um Hannes Hafstein (síðara bindi, fyrri hluti). Hins vegar las ég fyrir nokkr- um dögum grein Sigurðar A. Magnússonar um bókina í Morg- unblaðinu 22. desember s.l. Er grein Sigurðar þess eðlis, að ég get ekki látið hjá líða að stinga niður penna til að vekja atlhygli á ýmsum furðulegum ummæl- um hans, svo ekki sé meira sa,gt. Sigurður teluir bók Kristjáns „öndvegisrit í íslenzkri sagn- fræði“, er „ætti að vera skyldu- lesning allra íslenzkra stjórn- málamanna og blaðamanna fyrir þá sök, að hún leiðir svo ský- laust í ljós, hvernig sagan og seinni tíminn dæma óhreinlyndi, hentistefnu, fláræði og valda- græðgi stjórrDmá-lamanna annars vegar, og undirlægjuhátt ístöðu- lausra eða óþroskaðra blaða- manna hins vegar“. Ég er hræddur um, að Sig- urður A. Magnússon sé kominn út á nokkuð hálan ís, er hann tekur að sér það hlutverk, að vera dómur sögunnar um stjórn- málaatburði á íslandi á önd- verðri 20. öldinni. Öllum sem lesið hafa fyrra bindi ævisögu Hannesar Haf- steins er að sjálfsögðu Ijóst, að Kristj án Albertsson dáir mjög Hannes sem mann, skáld og stjórnmálamann. l>að er ekki ætlun mín á nokkurn hátt að gera lítið úr hæfileikum Hann- esar Hafsteins, enda á hann slíkt ekki skilið. Þó er mér ekki grun laust um, að Kristjáni hætti nokkuð til að líta ekki nægilega Leiðrétting í GRJEIN Sveins Benedikts- sonar, sem birtist í blaðinu 29. des.: Æ-visaga Hannesar Haf- steins og stóridóm-ur u-m sjálf- stæðisbaráttuna voru nokkrar prentvililur í tveim köflum greinarinnar. Réttir eru kafl- arn-ir þannig: Það er eftirtektarvert að Kristján Allbertsson birtir ekki „uppkastið" í heiild eins og það var lagt fyrir Alþingi, heldur aðeins slitur úr því. Síðan ber hann í bætifláka fyrir það, eftir beztu getu. Hann færir að vísu fraim nok'kur af rökum andstæð- inga „uppkastsins" en lýsir sam- stöðu sinni með fylgjendum þess bvað eftir annað. Samikvæmt ákvæðum 1. grein- ar „uppkastsins" segir:......Is- land d-anner sammen med Dan- mark en stats-forbindelse, det samlede danske Rige.“ Þetta ákvæði var óuppsegjanlegt. Ákvæði voru um að utanríikis- mál, hervarnir á sjó og landi ásam-t gunnfána, fæðingaréttur Og peningaslátta skyldu vera sam-eiginleg. Þessu átti ekki að vera hægt að breyta nema með lögum, sem ríkisþing Dana og Alþingi samþykktu og konung- ur staðfesti. Öðrum sameiginlegum málum mátti segja upp eftir 25—37 ár. Viðurkennin-g Dana á fullveldi íslands er fékkst með sam-bands- l-a-gasamningnum 1918 hefði ver- ið óhugsandi á þeim tíma, ef sam- bandslaga „uppkastið“ 1908 hefði verið samiþykkt og í gildi sem samtoandslög. Þýðingarmesta ákvæðið í sam- bandslögunum 1918 var upp- Bagnarákvæðið, sem gerði íslend ingum fært að st>ofna alfrjálst og fullvalda ríki á ÞingvöHum 17. júní 1944. Ég vil spyrja ritdómarann um ástæðuna fyrir því, hversvegna hann sleppti föður mínum, Bene- dikt Sveinssyni, úr þessari upp- taáningu, því að til þessa hefur bann ávallt verið talinn meðal helztu manna Landivarnarflokks- im. hlutlaust á málin, þegar í hlut á sá maður, sem hann virðist ekki getað tirúað öðru um en hafi alltaf haft á réttu að standa, en aðrir, sem öðrum a-ugum litu á málið, að sama skapi haft rangt fyrir sér. Enginn er óskeikull, jaínvel ekki Hannes Hafstein. Að öðru leyti er það ekki ætl- un mín að ræða hér sagnfræði- legt gildi þessa ritverks Kristj- áns Albertssonar, enda hef ég eins og áður segir ekki átt þess kost enn að sjá síðara bindi ævi- sögunnar, þó að sýnishom, sem Sigurður gefur úr bókinni, ef rétt er með farið, gefi mér að vísu ástæðu til að finnast það full hvatskeytisleg staðhæfing hjá Kristjáni að líkja andstæð- ingum Hannesar í stjórnmálum við morðingja suður í Róm 44 árum fyrir Krists burð. Sigurður A. Magn-ússon hefur greinilega heillazt af riU Kristj- áns og söguhetju hans. Samt á ég erfitt með að trúa því, að bók Kristjáns hafi gefið tUefni til þeirra ályktanna, mannlýs- inga og dóma, er Sigurður kveð- ur uppi yfir mönnum í blaða- grein sinni. Stjórnmálamönnum íslands og blaðamönnum árið 1908 skipar Sigurður í 5 flokka, með viðei-g- andi lýsin-gum, sem hér skul-u til- færðar innan sviga. 1. flokkur: Hannes Hafstein (hetja, göfugmenni og snilling- ur). 2. flokkur: Hér eru taldir ýms ir helztu stuðningsmenn Hann- esar, en með þeim fá að fljóta nokkrir andstæðingar hans svo sem Jón Jensson og Einar Arn- þórsson. (Mislit hirð mætra manna). 3. flokkur: Valtýr Guðmunds- son og Bjöm Jónsson, (ábyrgð- arlausir ævintýramenn og sam- vizkulausir loddarar). 4. flokkur: Einar Kvaran, Bjami frá Vogi, Gísli Sveinsson, Einar Benediktsson, Ari Arnalds Sigurður Guðmundsson, Guðm- undur Kamban, Jón Þorkelsson o.fl. (Hópur af trúðum og trumbuslögurum kringum þá Val tý og Björn). 5. flokkur: Skúli Thoroddsen, Hannes Þorsteinsson o.fl. (Tæki- færissinnar, bakferlismenn, spá- kaupmenn sem gera sér pólitisk- an mat úr hverju sem að hönd- um ber). Mörg fleiri sýnishorn væri hægt að tilfæra af orðbragði Sig- urðar, þótt hór skuli staðar n-um- ið. Sigurður A. Magnússon telur, að íslendingar séu sjúklega hör- undsárir fyrir hönd áa sinna, nálægra og fjarlægra. Líklega hefur Sigurður á réttu að standa að því leyti, að mönnum er ekki ávalt sama um hvað sagt er eða ritað um foreldra þeirra, systkini, afa og ömmur eða önn- ur náin skyldmenni, allra sízt ef slíkt er gert á ósæmilegan hátt. Þetta er engan vegin-n sjúk legt eða óeðlilegt. Hafa verður það einnig í huga, að það er fleira en ættartengsl sem veldur því, að menn greini á um mál- efni og menn, ekki sízt þá, sem framarlega hafa staðið í stjórn- málabaráttunni. Dálæti á stjórn- málamanni, sem mikill styrr stóð um fyrir um það bil 50 ár- um, réttlætir ekki slíkan munn- söfnuð, sem Sigurður A. Magn- ússon lætur sér sæma að við- hafa um marga hina ágætustu fræðimenn, lögfræðinga, blaða- menn, skáld og rithöfunda ís- lenzku þjóðarinnar, sem þá voru uppi en allir eru nú látnir, og virðast hafa það eitt til saka unnið, að dómi Sigurðar, að hafa verið pólitískir andstæðingar Hannesar Hafsteins og sýnt þá andstöðu í verki. Ég held, að Sigurður A. Magn- ússon ætti ekki oftar að taka að sér dómarahlutverk um ís- landssögu síðari ára. Það er ekki ætlun mín með þessum línum að hefja ritdeilur við Sigurð A. Magnússon. Til- gangur minn er eingöngu sá að vekja athygli á furðulegum, og að mér finnst ósæmilegum, um- mælum og dómum Sigurðar í umræddi grein hans. Orð hans tala sínu máli. London, 30. desember 1963 Henrik Sv. Björnsson - Áramótaveizla Framhald af bls. 1. samtalinu við dr. Kristin Guðmundsson. — Hvenær hófst þessi fagn aður? — Um svipað leyti og verið hefir. Við vorum boðin í matarveizlu kl. 11 á gamlárs- kvöld. Á miðnætti var skálað fyrir nýja árinu, Krúsjeff og Æðsta ráðinu. Síðan var hald- ið áfram að borða til kl. 2 um nóttina. Þá var staðið upp frá borðum og gengið inn í svokallaðan sal heilags Ge- orgs og dansað þar. Sá salur er í Kreml. Hann er gamall og heitir eftir dýrlingnum Sankti Georg, sem víða er þekktur. — Hvað var á matseðlin- um? — Fyrst var kalt borð, síð- an heitur réttur. Við fengum fisk og kjöt stedkt á teinum. — Voru veigar drukknar í þessu samkvæmi? — Já, en ekki mikið. Krúsj eff hélt margar ræður eins og vant er, og hann skálaði fyrir öllum tegundum stjórn- málaástands, sem fyrir finnst, og þá auðvitað líka kapital- ísku löndunum. — Hittuð þér Krúsjeff. Gekk hann milli borðanna? — Nei, hann sat við há- borðið í salnum fyrir framan okkur, og þangað fór ég á- samt öðrum sendiherrum og heilsaði upp á stjórnina. Ekk- ert sagði hann nú sérstakt, enda ekki tími til, þar sem svo margir eiga við hann er- indi til að heilsa upp á hann og stjórn hans og óska honum og Sovétríkjunum gleðilegs árs. — Var frúin með honum? — Já, hún var þarna einn- ig- — En Bulganin. Hafið þér hitt hann áður? — Nei, þetta er í fyrsta sinn, sem ég hefi séð hann hér í Moskvu, hann var orð- inn gamall maður þar sem hann gekk upp að háborðinu og heilsaði Krúsjeff. — Hvaða skýringar hafa diplomatar á því, að hann sit- ur nú allt í einu þessa miklu nýársveizlu valdamannanna? — Ekki þori ég að segja um það. Það hefir lítið verið um það rætt. Ég vil geta þess, að ég hef aldrei séð Molotoff, <*••• | > > gjjgS | ■■y/ '' s., o ém/m -i Nýr fiskibátur til Eskifjarðar Hefur tvœr hjálparvélar með riðstraumsrafal Eskifirði, 30. des. Á ÞORLÁKSMESSU kom fán- um skreytt til Eskifjarðar nýtt og glæsilegt fiskiskip frá Noregi. „Jón Kjartansson SU 111.“ Skip- ið er eign samnefnds hlutafélags og Þorsteins Gíslasonar, sem sigldi því til landsins. „Jón Kjartansson“ er 278 brúttó rúmlestir að stærð. Afl- vél er 600 hestöfl frá wichmann. Hjálparvélar eru tvær frá Volvo Penta 60 hestöfl hvor með 35 kw. riðstraumsrafal, en það mun nýung hér í fiskibát. 48 mílna radar er frá Kelvin Huges. Send- ir er af gerðinni Robertson og einnig ný og fullkomin tegund af sjálfstýringu. Sjálvirk ljós- miðunarstöð er frá Kodan. Þá eru í skipinu tvö stór síldarleit- artæki: Simrad sildeasdic og ný gerð af asdictæki frá þýzku Atlas verksmiðjunum, sem getur m.a. leitað 3000 metra út frá skipinu. í skipinu eru íbúðir fyrir 20 menn og getux öll áhöfn á þorsk og síldveiðum búið aftur í. „Jón Kjartansson“ er byggður hjá Kaarbos mekanisk verksted i Harstad, en það er stærsta skipa smíðastöð í Norður Noregi og er þetta þriðja skipið, sem kemur frá stöðinni til íslands á þessu ári, en tvö eru á stokkunum, systurskip, „Jóns K.“, sem Haraldur Böðvarsson á Akranesi fær í vetur og annað fyrir Einar Árnason flugmann, sem verður til næsta vor. Öll vinna og smíði er sérlega vel af hendi leyst og þykir þetta full'komnasti og bezt búni fiskibátur, sem sézt hefur á Eski- firði. Þá róma eigendur og skips- höfn mjög öil viðskipti og fyrir- greiðs'lu skipasmíðastöðvarinnar. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. hafði mil'ligöngu um innflutning og smíði skipsins. Upphaflega var skipinu lofað 19. des. og var það afhent eigendum þann dag. í reynsluferðinni var hraði skips- ins 11,5 sml. á klst. á heimleið reyndist prýðilega. „Jón Kjartansson" fer nú til þorskveiða frá Eskifirði. Skip- stjóri í vetur verður Þorsteinn Þórisson og 1. vélstjóri Ragnar Sigurmundsson. og ekki vair hann heldur I þessari veizlu. En hins vegar sat Vorosiloff veizluna, þó að hann hafi verið dæmdur stalinisti, og ég held hann hafi alltaf verið í þessum áramótaveizlum. Ég heilsaði upp á hann og talaði dálitla stund við hann. Hann var kátur og sagði allt ágætt. En auðvitað höfðum við ekki tækifæri til að tala lengi sam an, þetta var einungis dálítið rabb. — Spyrja þeir eitthvað um ísland, þegar þið hittisit svona? — Nei, ekki var það nú, Þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa í slíkum veizlum — Þér hafið þá ekki sagt neitt alvarlegt við Vorosil- off? — Nei, við skáluðum bara. Maður verður gætnari með reynsl unni og árunum. — Líkar yður vel í Moskvu dr. Kristinn? — Já, að mörgu leyti ágæt- lega. — Andrúmsloftið hefir auð vitað batnað. — Já, það heyrist manni á öllum. Það er léttara yfir flestum hlutum. Það er öðru vísi talað. Krúsjeff er miög vinsamlegur í garð Banda- ríkianna. Nú er spáð hláku í stjórnmálunum. ★ Þeir Bulganin og Voroshil- ov voru meðal valdamestu manna Sovétríkjanna um langt skeið, og báðir mar- skálkar og áttu sæti í Æðsta ráðinu. Auk þess var Bulg- anin forsætisráðherra Sovét ríkjanna 1955-58. En á 22. flokksþinginu í Moskvu I október 1961 voru samþykkt- ar vítur á þá og þeir lýstir „flokksandstæðingar" og stal- inistar eins og Molotov, Mal- enkov, Kaganovich og fleiri fyrrverandi framámenn. Mikl ar breytingar voru þá gerðar á Æðsta ráðinu. Var átta mönnum vikið úr því, þeirra á meðal Bulganin og Vorosh- ilov. Hefur lítt borið á þeim síðan, og þó minna á Bulgan- in. Það vildi Voroshilov til happs að hann sá að sér í tíma og játaði syndir sánar áð ur en flokksþinginu lauk. Það var á þessu sama flokks þingi, sem ákveðið var að flytja lík Stalíns úr grafhýs- inu við Rauða torgið og grafa það skammt frá Kremlmúrn- Jólatónleikar Sin- fóníuhljómsveit- arinnar ÞAÐ var hátíðaiblær yflr jóla- tónl'eikuim Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem haldnir voru I Kristskirkju í Landakoti 30. des- ember. Ave Maria eftir Baoh- Gounod, í útsetningu fyrir hörpu og strenigjasveit eftir Alois Snajdr, sem var fyrst á efnis- skránni, stakk að vísu no/kikuð í stúí við önnur viðfangsefni og bætti ekki heildarsvip tónleik- anna. Önnur verkefni hljóm- sveitarinnar voru Hörpu-konsert Handels, Flautu-konsert í D-dúr (K. 314) eftiir Mozart og Ohac- ony eftir Henry Purcell í út- setningu Benjamíns Brittens. Einleikari í hörpu-konsertinum var Ladislava Vicarová, hörpu- leikari Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, en í flautu-konsertinum Av- eril Williamis, fyrsti flautuleilkari hljómsveitarinnar. Skiluðu þær báðar erfiðum hlutverkum með mikilli prýði. Einkum sýndi ung- frú Williaims afburða leikni á hljóðfæri sitt og næma tónvísi. Inn á milli hlj ómsveitarverk- anna lók dr. Páll ísólfsson ein- leik á orgel kirkjunnar, verk eftir Frescobaldi og Max Reger. Átti leikur hans sinn mikla þátt í þeim helgisvip, sem var á tón- leikunum. Jóa Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.