Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 10
!0
MORCUNBLADID
Föstudagur 3. jan. 1964
Makarios vill ógildingu sáttmálans frá 1959
Á NÝÁRSDAG lýstí Makaríos
forseti Kýpur, því yfir, að
hann teldi samkomulagið, sem
gert var í London 1959 um
sjálfstæði eyjarinnar, ekki
Iengur bindandi. En í sam-
komulaginu var m.a. kveðið
á um, að Bretar, Grikkir og
Tyrkir skyldu tryggja sjálf-
stæði eyjarinnar og öryggi
hennar. Baeði Bretar og Tyrk-
ir mótmæltu ákvörðun Makar
íosar harðlega og bentu á að
forsetinn hefði ekki rétt til
að segja sáttmálanum upp ein
hliða. Að kvöldi nýársdags
gaf Makaríos út aðra tilkynn-
ingu þar sem hann kvaðst
taka til greina mótmælin gegn
því að hann segði samkomu-
laginu upp einhliða, en bar
fram ósk um að því yrði rift
með löglegum hætti.
Haft var eftir áreiðanleg-
um heimildum í Ankara í
gær, að tyrkneska stjómin
viðurkenndi ekki lengur
stjóm Kýpur, þar sem hún
hefði látið hjá líða að vemda
tyrkneska minnihlutann á eyj
unni gegn ágangi hinna
grískumælandi.
Þann 21. desember sl. hóf-
ust óeirðir í Nicosia, höfuð-
borg Kýpur, milli grískra og
tyrkneskra Kýpurbúa og á
jóladag tilkynnti stjórn Tyrk
lands brezka sendiherranum
í Ankara, að Tyrkir myndu
hlutast til um mál Kýpur með
vopnum, yrði ekki þegar í
stað gripið til aðgerða til þess
að vernda réttindi Tyrkja á
eyjunni. Tyrknesk herskip
héldu til Kýpur og eru nú við
strendur eyjarinnar og tyrk
neskar herflugvélar sveima
yfir Nicosia.
Jóladagana var barizt á Kýp
ur og er talið að hundruð
manna hafi látið lífið í átök
unum. 28. desember sendu
Bretar aukið herlið til eyjar-
innar til að reyna að koma í
veg fyrir að borgarastyrjöld
breiddist út. Tókst að koma á
vopnahléi, en óttazt er að það
verði ekki haldið, og til nokk
urra átaka hefur komið eftir
að um það var samið.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð
anna ræddi Kýpurmálið á
fundi sl. laugardag og sátu
fulltrúar Kýpur, Grikklands
og Tyrklands fundinn. Gríski
fulltrúinn sakaði Tyrki um
undirbúning stríðs á hendur
grískum Kýpurbúum, en tyrk
neski fulltrúinn sakaði Grikki
um samvizkulaus fjöldamorð
um jólin.
Ekki er talið útlit fýrir að
takast megi að leysa Kýpur-
málið á naéstunni því að mik-
ið ber á milli. Bretar hafa
lýst miklum áhyggjum yfir
ástandinu á eyjunni og óttazt
er að deilur þjóðarbrotanna
geti haft alvarlegar afleiðing
ar fyrir Atlantshafsbandalag-
ið, en þjóðirnar þrjár, sem
tóku að sér að vernda sjálf-
stæði eyjarinnar eru allar í
bandalaginu.
— xxx —
Sáttmáiinn um sjálfstæði
Kýpur, sem Makaríos forseti
vill nú ógilda, var undirritað-
ur í London 16. febrúar 1959.
f viðræðunum, sem fóru
fram áður en sáttmálinn var
undirritaður tóku þátt forsæt
is- og utanríkisráðherrar
Breta, Grikkja og Tyrkja,
Makaríos erkibiskup fyrir
hönd grískumælandi Kýpur-
búa og dr. Kutchuk leiðtogi
tyrkneska þjóðarbrotsins. —
Menderes forsætisráðherra
Tyrkja undirritaði sáttmál-
ann í sjúkrahúsi í London. Er
hann var á leið til viðræðn-
anna í borginni, hrapaði flug
vél hans skammt frá flugvell
inum á Gafwick. Talið er, að
flugmaðurinn hafi villzt af
leið vegna slæms skyggnis.
15 af 25 farþegum, sem voru
með vélinni, létust.
Grundvöllurinn að sáttmál
anum um sjálfstæði Kýpur
var lagður á fundi forsætis-
og utanríkisráðherra Grikkja
og Tyrkja, sem haldinn var í
Zúrich í byrjun febrúar 1959.
Þar til í september árið áður
en sáttmálinn um Kýpur var
undirritaður, hafði Makarios
erkibiskup barizt fyrir sam-
einingu Grikklands og Kýp-
ur, en því var tyrkneski minni
hlutinn á eyjunni mjög mót-
fallinn og taldi fullvist, að þá
yrðu réttindi hans fótum troð
in. f september 1958 lét Mak
aríos af kröfu sinni um sam-
einingu við Grikkland og hóf
baráttu fyrir sjálfstæði Kýp-
ur. Hefði hann ekki skipt um
skoðun er nær óhugsandi, að
samkomulag hefði náðst eins
skjótt og raun bar vitni.
— xxx —
í sáttmálanum, sem undir-
ritaður var í London, var gert
ráð fyrir því, að Bretar, Grikk
ir og Tyrkir vernduðu sjálf-
stæði Kýpur, en Bretar héldu
fullum yfirráðum yfir her-
stöðvum sínum á eyjunni. Lög
gjafarþing átti að kjósa og
skyldu 70% þingmanna vera
gríslkumælandi, en 30% af
tyrkneskum uppruna. í ríkis-
stjórninni skyldu sitja 7 grísk
ir Kýpurbúar og 3 tyrkneskir.
Bæði gríski og tyrkneski hóp-
urinn á löggjafaþinginu skyldi
hafa neitunarvald um ákveð-
in atriði utanríkis- og efna-
hagsmála.
í sáttmálanum var ákveðið,
að forsetinn yrði grískur, en
varaforsetinn tyrknesikur. Var
Makaríos erkibiskup kjörinn
forseti 14. desember 1959.
John Clerides, fulltrúi vinstri
sinna, bauð sig fram gegn
Makaríosi, en Makaríos sigr
aði með 144 þúsund atkvæð-
um gegn 70 þúsund. Áður en
forsetakosningarnar höfðu
farið fram var dr. Kutchuk
skipaður varaforseti því að
enginn bauð sig fram á móti
honum.
Skipting opinberra embætta
átti að vera í sama hlutfalli
og skipting þingsæta, en í
hernum áttu 40% hermanna
að vera tyrkneskir, en 60%
grískir.
— xxx —
Þegar sáttmálinn hafði ver-
ið undirritaður létu stjórn-
málasérfræðingar í London í
ljós ánægju sína og voru þeirr
ar skoðunar, að lausn Kýpur-
deilunnar myndi auka sam-
stöðu Vesturveldanna og efla
samtakamátt þeirra. En einn
nánasti starfsmaður Makaríos
ar erkibiskups, Kyprianos
biskup, lýsti þegar vantrú
sinni á samkomulagið og kvað
það dauðadæmt. Sagði hann,
að grískumælandi Kýpurbúar
myndu halda áfram barátt-
unni fyrir sameiningu við
Grikkland og sigra að lok-
um, en í sáttmálanum var á-
kvæði um að Kýpur gæti
aldrei sameinazt Grikklandi.
Kyprianos hefur að marki
reynzt sannspár. Þegar eftir
að Kýpur hafði hlotið sjálf-
stæði í ágúst 1960, fór að bera
á óánægju grískumælandi
manna með stjórnarskrána.
Þótti þeim áréttlátt, að hin
ir tyrknesku, sem voru aðeins
einn fimmti þjóðarinnar s/kip
uðu nær einn þriðja embætta
á eyjunni og 40% hersins
væri skipaður tyrkneskum
mönnum. Einnig gerði neitun
arvald tyrkneska minnihlut-
ans stjórnina nær óstarfhæfa
t.d. í sambandi við fjármál,
en hann beitti neitunarvaldi
sínu gegn frumvarpi gríska
meirihlutans um skatta og
tolla og við það skapaðist öng
þveiti í fjármálum landsins.
Grikkir með Makaríos for-
seta í broddi fylkingar hafa
lengi krafizt þess að stjórnar
skráin verði endurskoðuð, en
Tyrkir, sem hafa meiri völd,
en þeim hlutfallslega ber, hafa
verið því mjög mótfallnir og
verið ánægðir með skipan
mála.
30. nóvember sl. sendi Mak
aríos varaforsetanum Kutchuk
uppkast að breytingum á
stjómarskránni. Kutchuk hef
ur ekki látið frá sér heyra um
uppkastið, en stjórnin í Ank-
ara hefur vísað því á bug fyr
ir hönd tyrkneskra-Kýpurbúa.
GrískÍT Kýpurbúar hafa til-
kynnt Makaríosi, að þeir geti
ekki sætt sig við, að „utan-
aðkomandi stjórn“ telji sig
geta tekið ákvörðun um stjórn
arskrá Kýpur.
Miklar deilur risu á Kýp-
ur vegna stjórnarskrárupp-
kastsins, sem Makaríos sendi
varaforseta sínum og stjórn-
um Bretlands, Grikklands og
Tyrklands og 21. desember sl.
sauð upp úr og vopnaviðskipti
hófust.
íbúar Kýpur eru um 550
þúsund. fjórir fimmtu hlutar
eru grískumælandi og grísk-
kaþólskir, en einn fimmti
Múhameðstrúar og af tyrk
neskum uppruna. Kýpur til-
heyrði Býzanska keisaradæm-
inu til 1119, en þá tóku Kross
riddarar eyjuna og stjórnuðu
henni um tíma, eíðan var
henni stjórnað af frönsku
fjölskyldunni Lusignan og
stjórn Feneyja. Frá 1571 til
1878 var eyjan undir stjórn
Tyrkja, en þá náðu Bretar
ítökum í stjórn eyjarinnar og
1914 náðu þeir fullum tök-
um á henni. 1915 buðu Bret-
ar Grikkjum að taka við
stjórn eyjarinnar í þakklætis
skyni fyrir stuðning þeirra
við Serbíu, en Grikkir neit-
uðu tilboðinu. Grikkir hafa
ekki haft yfirráð yfir Kýpur
nema nokikur ár á fjórðu öld.
Tyrkir viðurkenndu yfirráð
Breta yfir Kýpur 1924, en 1925
gerðu Bretar eyjuna opinber-
lega að nýlendu sinni. 1931
gerði félagsskapur grískra
Kýpurbúa „Ehosis“ (sem þýð-
ir sameining við Grikkland)
uppreisn gegn Bretum og
varð ástandið svo alvarlegt,
að löggjafarþingið var leyst
upp og tveir biskupar sendir
í útlegð. Frá 1944 til 1948, með
an kommúnistar tóku þátt í .
borgarastyrjöldinni í Grikk-
landi, gerði kommúnistaflokk
ur Kýpur A.K.E.L. sjálfstæði
eyjarinnar að barátlumáli
sínu. 1948 sameinuðust komm
únistar og hinn hægri sinnaði
flokkur Makaríosar, síðar
erkibiskups, í baráttunni
gegn brezkum yfirráðum og
kröfðust þess að þjóðarat-
kvæðagreiðsla yrði látin fara
fram um framtíð eyjarinnar.
Þegar Bretar urðu ekki við
þessari kröfú hófst skæru-
hernaður og verkföll, sem
jukust til muna 1954 þegar
Bretar fluttu höfuðstöðvar
landhers síns í Mið-Austur-
löndum frá Suez til Kýpur.
1955 var haldin ráðstefna í
London þar sem fulltrúar
Breta, Grikkja og Tyrkja
ræddu framtíð Kýpur, og Bret
ar lögðu fram uppkast að
nýrri stjórnarskrá fyrir eyj-
una, þar sem gert var ráð fyr
ir að Kýpur fengi sjálfstjóm,
en þó væru Bretar þar hæst-
ráðandi, Viðræðurnar í Lond
on fóru út um þúfur og óeirð
ir héldu áfram á Kýpur.
Makaríos erkibisikup varð
andlegur leiðtogi grískumæl-
andi Kýpurbúa 1951. Strax
eftir að hann tók við embætt
inu endurskipulagði hann
starfsemi „Enosis“-hreyfing-
arinnar. E.O.K.A. skæruliða-
samtök hægrisinnaðra „Enos-
is“-manna börðust gegn Bret
um og 1956, var Makaríos
sendur í útlegð til Seychelles
eyja, eftir að hernaðarástandi
hafði verið lýst yfir á Kýpur.
Makaríos var ár á Seychelles
eyjum, en síðan hélt hann til
Aþenu og dvaldist þar þar til
samkomulag hafði náðst. um
sjálfstæði Kýpur 1959.
í desember 1957 urðu lands
stjórnarskipti á Kýpur og tók
Sir Hugh Foot, áður lands-
stjóri á Jamaica, við af Sir
John Harding marskálki.
Töldu Bretar að friðvænlegar
yrði á eyjunni eftir að her-
maðurinn Harding hafði vik-
ið úr embætti, en það fór á
annan veg. Tyrkir kröfðust
þess að eyjunni yrði skipt
milli grískumælandi manna
og tyrkneska minnihlutans og
vopnaviðskipti hófust milli
Grikkja og Tyrkja á eyj-
unni. En friður komst á eft-
ir að sáttmálinn hafði verið
undirritaður í London 1959
og sem áður segir hefur frið-
ur haldizt þar til nú um jól-
in, en ólga verið undir niðri.
Mynd þessi var tekin skömmu eftir að Kýpurdeilan leystist í London 1959. Makaríos er kom
inn heim til Kýpur og hér er hann ásamt landsstjóra Breta Sir Hugh Foot (í miðið) og
Kutchuk foringja tyrkneska minnihlutans.
Kona og börn tyrknesks heriæknis fundust skotin til bana í
baðkeri á heimili sínu í Nicosia si. sunnudag. Þar voru grískir
Kýpurbúar að verki.