Morgunblaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. Jan. 1964
13
'U
MORGUNBLADID
Aukið vinfengi
og bætt
r >•
Aramótaræða dr. Bjarna Benedikts
sonar forsætisráðherra
Samitakamátturinn hefur áreið
anlega unnið stórvirki. Ýmislegt,
sara hér hefur verið bezt gert,
vaari enn óunnið, ef honum hefði
ekki verið beitt. En hefur honuim
ætíð verið beitt í rétta átt?
Eða hafa í skjóli hans orðið átök
og deiliur seim engum koma að
gagni?
Auðvitað verða launþegar, að
hafa sín samtök og gæta þess,
að ekki sé á rétt þeirra gengið.
En þegar litið er um öxl yfir at-
burðarás síðustu áratuga, þá
sóst hið sama endurtaka sig æ
ofan í æ. Með eins eða tveggja
ára bili eru háðar harðvítugar
launadeilur, sem enda ætíð með
’ Gott kvöld, góðir hlustendur.
Á bESSARI stundu verður áreið
enlega fleirum en mér hugsað
til Ólafls Thors, sem ávarpað
hefði ykkur enn í kvöld, ef
heilsa hans hefði leyft. Hann
dvelur nú vestan hafs sér til
hvíldar og hressingar. Auðvitað
eru skiptar skoðanir um Ólaf
Thors, því að
K’ stendur um stóra menn
stormur úr hverri átt.
. • En ég mæli örugglega fyrir
munn allra íslendinga, þegar ég
ber fram þá ósk, að hann komi
eem fyrst aftur heim, hraustur
og hressandi. Megi þjóðin lengi
njóta lífsreynslu hans og ráð-
hollustu.
Af gæðum lífsins ríður mest á,
Bð heilsan haldist. Aldrei hafa
fleiri á samri stundu gert sér
igrein fyrir hverfulleik líiflsins en
þegar sú fregn barst út, að for-
seti Bandarikjanna, hlaðinn lífs-
krafti á bezta aldri, hefði fallið
fyrir morðingjahendi. Þnátt fyrir
allan sfcoðanaágreining var hans
innilegar saknað um allan heim
en áður eru dæmi til um nokk-
urn einn mann. Hinn almenni
Böknuður er því athyglisverðari
sem John F. Kennedy var vissu-
lega í liifanda lífi umdeildur
maður, harður í horn að taka og
hikaði ekki við að beita hinu
ítrasta valdi, ef á þurfti að halda.
En einmitt með því bjargaði
hann heimisfriðnum svo seim sést
é viðurkenningu þeinra, er þá
létu undan síga, á því, að hann
hí fi verið sannur friðarins mað-
ur.
Vonandi verður ársins 1963
minnzt í sögunni fyrir það, að
þá hafi farið að létta ófriðar-
skýjunuim, sam lengi hatfa yfir
vofað. Enn er þó of snemmt að
dæma um, hvort þar er varan-
legur bati á ferðum eða einungis
svikaglenna. En trúa viljum við
|því, að bannið gegn helsprengju-
tilraunum boði nokkuð gott og
þýðan í kalda stríðinu haldi
ófram að aukast. Eitt merki henn
ar er heimildin, sem Vestur-
Ðerlínarbúar hafa fengið til þess
að heimsækjia um hátíðirnar
frændur og vini fyrir austan
múrinn mikla. ískyggileigt er þó,
að ekiki nær sú leyfisveitimg til
þess, *að Austur-Be/rlímarbúar
Ifari vestur fyrir múrinn. Þá er
óttazt, að þeir hverfi ekki aust-
ur yfir aftur, en enguim virðist
til hugar koma, að þeir, sem
Buisur fara, ílendist þar.
Á meðan svo stendur ber að
taka öllum batamerkjum með
varúð. Sjálfir getum við íslend-
ingar ekki lagt mikið af mörk-
um til að auka friðarhorfur, ann-
®ð en leyfi okkar til þess, að á
landi okkar sé haldið uppi vörn-
um fyrir málstað frelsisins. Sú
þjóð, sem neitaði að tryggja svo
Binn eigin hag og skoðanabræðra
Binna, mundi sýna, að hún skildi
ekki hvað til friðar og sjálfstæðis
hennar heyrir.
Skipti okkar við aðrar þjóðir
hafa á þessu ári öll horft til auk-
ins vinfengis og bættrar sam-
Iþúðar. Landhelgisdeilunni við
Breta laiuk með hinni happa-
Bælu samningsgerð 1961 og nú í
vetur lýkur þeim tímabundmu
fiiskveiðiréttindum, sem Bretar
fengu imnan íslenzkrar fiskveiði-
lögsögu. Aldrei kom til mála, að
þau réttindi yrðu endurnýjuð
eða framlengd og munu nú flest-
jir hafa sannfærzt um, að allar
hrakspár um slíkt voru ástæðu-
lausar. Brezka stjórnin vildi með
heimboði til forseta íslands gera
augljóst, að öll óvild vegna land-
helgisdeilunnar væri úr sögunni.
Kemur öllum saman um, að for-
setinn hafi gert frægðarför til
Bretlands. Hann varð þar var
eimlægs vinarhugar í garð is-
lenzfcu þjóðarinnar og bar hróð-
ur hennar meðal þeirra, sem litt
þekktu til hennar áður.
Heimsókn varaforseta Banda-
ríkjanna, Lyndon B. Johnsons,
hingað til lands var tákn vin-
áttu þjóðar hans í okkar garð.
Almenningur hér sýndi glögg-
lega, að hann kunni að meta
þessa vinsemd og varð tilraun
til truflunar einungis til þess, að
hinn sanni hugur íslendinga
kom enn betur í ljós. Af John-
son höfðu farið ýmsar sögur áð-
ur en hann kom hingað, en þóít
menn sæu hann eimungis í svip
duldist þeim ekki, að hann er
mikilhæfur maður. Enda er það
haft eftir hinum látna forseta,
að e.f hann hefði eklki • sjálfur
haft hug á forseta-dæmitniu
xnnndi hann hafa stutt til þess
þann Bandaríkjamann, er hann
viissi til þess hæfastan, Lyndon
B. Joihnson. Er nú mikið undir
því komið fyrir alla heimsbyggð-
ina, að Kennedy hafi þarna
reynzt sannspár um hæfileika
eftirmianns síns.
Horfur eru á þv*i, að á árinu
1964 ljúki því eina deilumáli,
sem við eigum við frændlþjóð á
Norðurlöndum. Gert er ráð fyrir
almiennum þingkosningum í Dan
mörku oig hefur því verið heitið,
að eftir þær verði handiritamálið
tekið upp að nýju og afgreitt
á þann veg, sem við megum vel
við una. Ber að fagna því, að
þetta deilumál leysist svo, að
báðuim þjóðum verði sæmd að.
Metum við það því meira við
Dani sem þeir sýna með þessu
sannan stórhug, en eru ekki
þvingaðir vegna réttarkrafna eða
lögskyldu, sem fram yirði knúin
gegn vilja þeirra.
Nú í árslok er og rétt að rifja
upp og þakka þá gjafmildi, sem
ýmsir Danir og raunar fleiri
Norðurlandamenn, einkum Norð-
menn, sýndu í sambandi við
byggingu Skálholtsdómkiirkju, en
vígsla hennar fór fram á árinu
með miklum hátíðleik.
Af innanlandsmáluim vefjast
efnahagsmálin enn mest fyrir
mönnum. Minnist ég raunar ekki,
að öðru vísi hafi verið öll þau
ár, sem ég hefi haft aifekipti af
stjórn.mélum. Höfum við reynzt
furðanlega fundvísir á að búa
okkuir þar til örðugleika, sem
ekki hafa orðið auðleystari við
það, að þeir eru heimatilbúnir.
Sannast þá enn, að sjálfsskapar-
vítin eru verst. Ég hetfi allra sízt
löngun til að gera litið úr vand-
anurn, sem nú er við að etja, n-é
draga úr áhyggjum manna hans
vegna. Þó komia mér í hug um-
mæli, sem ég sá nýlega höfð
eftiir Jdhn Meynard Keynes, ein-
um kunnasta hagfræðingi þess-
arar aldar. Þau hljóða svo:
„Látum okkur ekki ofmeta þýð
ingu efnahagsvandans né vegna
ætlaðrar nauðsynjar hans fórna
öðrum efnum, sem hafa meira
og varanlegra gildi. Úrlausn
hans ætti með sama hætti og
tannlækningar að vera í höndum
sérfræðinga.“
Efnahagsörðugleilkar heillar
þjóðar varða að vísu fleiri og
eru vandmeðfarnari en skemmd-
ar tennur í einum manni, en um
hvorttveggja gilda lögmál or-
saka og afleiðinga, sem sérfræð-
ingar kunna mest skil á og ekiki
"MH«v v .... ..... ... .
'V'SS
Bjarni Benediktsson
verður haggað hvorki með funda
samþykktúm né samtakamætti.
Sjálfur benti t. d. Keynes á sín-
um tíma á ráðin til að korna í
veg fyrir atvinnuleysi og er það
ekki sízt þeim ráðum að þakka,
að böli atvinnuleysisins hefur nú
tekizt að útrýma eða halda í
skiefjum gagnstætt því, sem var
á árunum milli ófriðanna. Sér-
fræðingar eru ekki alvitrir en
hagnýt þekking er samt mun
hollari leiðarvísiir en ótal Egils-
staðasamiþykktir.
Þekkingin ein stoðar ekki, ef
menn fást ekki til að skeyta
henni, en án hennar skapa menn
sér oft örðugleika að óþörfu. Eng
inn efi ©r ó því, að okkur ís-
lendingum mundj. nú um langt
slceið hafa vegnað mun betur, ef
við hefðum áttað okkur á nokkr-
um helztu staðreyndum efnahags
lífsins og virt lögmál þess.
Með þessu er engan veginn
sagt, að við höfum til einskis
unnið eða engu góðu fengið áork
að. Þvert á móti, þá hefur margt
gengið okkur i hag og framfarir
oiðið undra-miklar, þegar á allt
er litið. En ýmsa erfiðleika hefði
mátt losna við og hraða umibót-
um, ef betur hefði verið að gáð.
Hér er þó margt í efni og sumt
svo samanslungið, að örðugt er
að átta sig á hinu sanna sam-
hengi og fá rétta heildarsýn.
A síðustu 50—60 árum hefur
svo að segja samtímis orðið ger-
breyting í flestum greinum þjóð-
lífsins. Þjóðin fær stjórnarfars-
legt frelsi, nútírna tækni er inn-
leidd, meiri hluti fólks flyzt úr
strjálbýli í þéttbýli, verzlun verð
ur innlend, nýir atvinnuvegir
eru teknir upp, ótal félagssam-
tök eru mynduð og veðurfar stór
batnar, að ógleymdum áhrifum
tveggja heimsstyrjalda. Allt hef-
ur þetta haft þýðingu, meira og
minna samiverkandi í sörmu átt.
En hver eru áhrif hvers um sig?
Um það verður seint fullyrt til
hlítar.
Athugum aðeins þátt félags-
samitakanna.
svokölluðum sigri launlþega. En
á sama stendur, hvaða stjórn-
mólaflokkur eða flokkar eru Við
völd, — og þeir hafa allir verið
það oftar en eimu sinni á þessu
tímabili, — þá neyðast stjórnar-
völdin ætíð nokkru eftir að
kauphækkanirnar hafa verið
knúðar fram til að gera gagnráð-
stafanir — auðvitað ekki af
mannvonaku, enda væri hún þá
furðulega almenn Og áhrifarík
í öllum flokkum — heldur til
þess að koma í veg fyrir, að
efnahagskerfið fari úr skorðum.
Niðurstaðan er sú, að flestir telja
á hlut sinn gengið og síðan er
hafizt handa á ný og þá einban-
lega borið fyrir að bæta þurfi
hag hihna verst launuðu, þó að
það vilji farast fyrir, er til fram-
kvæmdanna kemur.
Þessa sögu þarf ekki að rekja.
Við þeikkjum hana öll af feng-
inni reynslu og fyrri hluta síð-
ustu útgáfu hennar höfðu menn
fyrir augum nú fyrir hátíðirnar.
Sízt ber að undrast, þótt menn
Vilji bæta sinn hag, hitt er furðu
legra,. að þeir skuli ekiki hafa
áttað sig á leiðunum til þess held
ur halda ætíð hina gamaltroðnu
leið vítahrings, sem engum færir
kjarabætur en skapar ölluim örð-
ugleika.
Mér er fjarri skapi að láta svo
sem ríkisstjórnin eigi enga sök
á þeim örðugleilkum, sem nú
blasa við. Hún var of viðbragðs-
sein að snúast gegn varðþensl-
unni, sem magnazt hefur á þessu
ári með óheilbrigðum yfirborg-
unum og öðrum truflunar-
merkjum. E. t. v. er það nokkur
afsökun, að við vorum ætið sak-
aðir um samdrátt, þó að of lítil
tilhneiging i þá átt væri fremur
ásökunarefni. Meðalhóifið er
stundum vandratað.
Aðalatriðið er, að bver og
einn verður fyrirfram eftir föng-
um að gera sér grein fyrir af-
leiðingum gerða sinna og meta,
hvort þær séu líklegar til að
ná settu rnarki.
Þeir, sem berjast fyrir alrnenn
um kauphækkunum, verða aS
hafa hreinskilni og kjark til þesB
að horfast í augu við þær al-
mennu verðlagshækkanir, sem
af þeirn spretta. Oft heyrist til
þess vitnað; að kaupmáttur
launa hafi komizt svo og sjvo
hátt á tilteknuim tíma, en hnign-
að síðan og vanrækslu ef ekki
illvilja stjórnarvalda kennt um.
Þessu er haldið fram, þó að eðli
málsins, lög landsins og síendur-
tekin reynsla segi til um, að al-
mennum kauphækkunum fylgja
ákveðnar verðlagshækkanir. —
Verðgildi nýrrar kauphækkunar-
öldu hlýtur því að hníga oifan í
öldudial áður en varir.Þetta sam-
hengi orsakar og afleiðingar verð
ur ekki rofið með því að maigna
öldurótið. Hitt yrði miklu árang-
ursríkara að reyna að koima
kyrrð á, svo að jafnvægi öruggs
verðgildis og fasts verðlags komi
í staðinn.
Þá tjáir ekki annarsvegar að
mótmæla afekiptum ríkisvalds-
ins af launadeilum og heimta að
frjáls samningsréttur sé hafður
í heiðri en krefjast hins vegar,
að ríkissitjórnin leysi deilurnar
án þess að við nokkurn sé kom-
ið, og ríkissjóður borgi það, sem
á milli ber, án þess að afla sér
til þess nauðsynlegs fjár.
Með réttu er undan því kvart-
að, að hér tíðkist ýmis konar
lausung í fjármálum, lítið sé að
marfca reikninga og skýrslur um
hag atvinnufyrirtækja, enda séu
skattsvik nær opinber og á allra
vitund. Gegn sliku verður að
sporna rneðal annars með mun
strangara eftirliti en hingað til.
En á meðán eilíf óvissa ræður
um framhald atvinnurekistrar,
verkföll blasa við með nokikurra
missera eða mánaða fresti ‘ er
hætt við, að hver hramsi til sín
eftir föngum. Viðurkenninig á
nauðsyn fjársöfnunar til áfram-
haldandi uppbyggingar er tor-
fengin, svo að hver og einn rétt-
lætir sjálfan sig með því, að
haldi sá, er hefur. Mun og sönnu
nær, að skattsvik fara ekki eftir
stéttum heldur aðstöðu og á-
kvörðun hvers einstaks.
Úr sjálfheldunni verður ekki
sloppið nema allir leggist á eitt-
Löggjafarvaldið megnar ekki ó-
stutt af heilbrigðu almennings-
áliti að ráða við vandann. Al-
þingi og ríkisstjórn hljóta að
stjórna í samræmi við þá stefnu,
sem kjósendur hafa valið við al-
mennar kosningar. Sam-tökum
almennings má ekki beita til
þess að torvelda, að löglegur
meirihluti kjósenda ráði. En rík-
isstjóm og Allþingi verða einni'g
að kappkosta að hafa náið og
gott samistarf við hin fjölmennu
samtök fólksins, sem af sinni
hálfu ber að tryggja að lýðræði
ráði innan þeirra.
Ólíkar skoðanir mega ekki
leiða til þess, að menn geti ekki
unnið saman að augljósum hags-
munamálum allra. Skoðunamun-
ur stafar sjaldnast af illvilja
hvað þá samsærishug heldur ólík
um sjónarmiðum. Aukið víðsýni
og umburðarlyndi létta lausn
margs vanda.
Við ættum að hafa lært, að
paradís verður seint búin til hér
á jörðu. Þeir, sem trúðu á þús-
und ára ríkið, hvort heldiur í
austri eða vestri, haifa flestir
vaknað við illan draum. Hevrum
hvað Halldór Kiljan Laxness
segir eftir sína bitru reynsiu.
í Skáldatíma kemst hann svo að
orði:
„Það virðist nú hafa orðið for-
stöðumönnum Rússa ljóst, að orð
ið sósíalismi er aðeins kaldrana-
leg skrýtla, ef það táknar c .t-
hvað annað en almenna vel-
gengni þjóðarinnar. í lönd-uim
eins og til dæmis Sviþjóð hefur
„kapitalisminn“ um langt skeið
verið arðnýttur af -sósíalista-
stjórninni til eflingar almennri
velgengni í landinu: kúnni er
ekki slátrað í soðið heldur haldið
mátulega feitri svo hún mjólki.“
Þrátt fyrir paradísarmissi
margra, þá þokar mönnum áfram
í rétta átt og það hraðar en
orðið hefur .hér á landi, ef þeir
fást til að sjá hverjar leiðir
liggja að settu marki og hvað
hefur helzt tafið förina.
En er þetta ekki tómt tal? Er
í alvöru hæg að ná samvinnu
Framh. á bls. 15