Morgunblaðið - 03.01.1964, Page 14
14
MORGUNBLADIÐ
Fðstiiclagur 3. jan. 1964
Halldóra Sigur-
jónsson -
KÆRA vinkona.
Mér finnst, að ég geti ekki lát-
ið þennan dag líða svo hjá, að ég
ekki sendi þér kveðju og þakk-
læti fyrir allt það góða, sem þú
hefir fyrir mig gert. Ég veit, að
margir góðir hugir munu leita
þín í dag, því að svo ótal mörg-
um hefir þú veitt styrk og þrótt
og uppörvun á þeirra erfiðustu
stundum. Ein vinkona okkar
sagði við mig: „Ég veit ekki
hvernig ég hefði komizt í gegn-
um lífið, ef ég hefði ekki kynnzt
henni Halldóru. >að var kona
sem benti mér á að fara til henn-
ar, þegar ég var alveg að gefast
upp. Þar fékk ég þann skilning
og þann styrk, sem dugði mér
til þess að komast yfir erfiðasta
hjallann. Hún uppfræddi mig,
benti mér á veginn framundan og
kastaði birtu á hann. Án hennar
hjálpar og uppörvunar veit ég
ekki, hvað ég hefði gert. Ég er
henni þakklátari en svo, að ég
geti orðum að komið“. Þetta sagði
þessi vinkona okkar, en braut
hennar var mjög erfið, eins og
svo margra annarra hér á þess-
ari jörð.
Ég vil gera orð þessarar konu
að mínum og þakka þér fyrir allt,
sem þú hefir fyrir mig gert, það
var svo dásamlegt að koma til
þín eða bara að hringja til þín
og tala við þig um reynslu, sem
af öðrum hefði verið álitin bág-
biljur einar. Þú áttir alltaf skiln-
ing og uppörvun handa manni.
Þú varst svo vel lesin bæði í
spiritúalistiskum — (eins og þú
- Minning
nefndir það) — sálarsóknar- og
guðspekilegum fræðum. Alltaf
vissir þú, hvar maður gat fengið
svar við spurningunum, sem á
sóttu. Þú varst svo víðlesin og
hafðir svo mikla eigin reynslu.
Tvívegis varst þú send til út-
landa. Annað skiptið til London,
en í hitt skiptið til Svíþjóðar sem
fulltrúi Félags Spiritualista ís-
lands á þing þess félagsskapar,
sem haldinn var á þessum stöð-
um. Þar veit ég að ísland átti
góðan og öruggan fulltrúa. Það
var gaman að frétta af þér á þess-
um þingum. Heim komst þú aftur
full af fréttum og nýjum sann-
indum, sem þú miðlaðir okkur
aftur af brunni vizku þinnar.
í framhaldi af þessu eru mér,
og sjálfsagt einnig mörgum öðr-
um, ógleymanlegir fundir þeir
sem félagsskapur þinn hélt í
Kópavoginum, en þú hafðir for-
ystu fyrir. Þú fræddir okkur og
fékkst ýmsa til þess að halda þar
fræðandi fyrirlestra. Fundurinn
endaði með því að beðið var fyr-
ir sjúkum. Munu þeir sjálfsagt
verða mörgum, sem þá sóttu
ógleymanlegir. Það var eins og
maður væri alltaf svo léttur á sér
á eftir.
Tvívegis hafðir þú forystu um
það að fá hingað heim hinn há-
menntaða og fróða lærdómsmann
og miðil, hr. Horace Leaf, en ein
bók eftir hann, sem heitir „Dul-
rænar gáfur“, er til í íslenzkri
þýðingu. Það var okkur öllum,
sem höfðum því láni að fagna að
kynnast þeim ágæta manni, góð
Eiginmaður minn,
KKISTINN Á. SIGURÐSSON
Hringbraut 74, Reykjavík,
lézt 1. janúar.
Fyrir mína hönd, barna og tengdabama.
Júlíana Kristjánsdóttir.
Utför bróður míns
ÓLAFS BJÖRNSSONAR
frá Bæ,
fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 4. janúar
kl. 10.30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað.
Andrés Bjömsson.
Jarðarför mannsins míns, föður okkar og fósturföður
BOGA GUÐMUNDSSONAR
Bergþórugötu 20,
fer fram föstudaginn 3. jan. kl. 10,30 fyrir hádegi
Athöfnin fer fram í Fossvogskirkjunni.
Eiginkona, börn og fósturdætur.
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og kærleiks-
gjafir vegna fráfalls
HELGA KRISTÓFERSSONAR
skipstjóra,
er fórst með vélbátnum Hólmari frá Sandgerði 29. nóv.
síðastliðinn.
Eiginkona og synir, foreldrar og systkini.
Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and-
lát og útför mannsins míns
DAGS BRYNJÚLFSSONAR
fyrrv. bónda og hreppstjóra í Gaulverjabæ.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á Sól-
vangi í Hafnarfirði. íbúum Gaulverjabæjarhrepps flyt
ég alúðarþakkir fyrir minningargjöf, aðrar gjafir og
virðingu sýnda hinum látna.
Þórlaug Bjarnadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför mannsins míns,
GUÐMUNDAR TÓMASSONAR
Mykjunesi.
Gróa Einarsdóttir.
og hugþekk reynsla. Af honum
mátti mikið læra.
Þýðing þín á bókinni „Ósýnileg
vernd“, bókin um hinn heilaga
Franz af Assisi, var okkur líka
mikils virði.
Þar sem þessar fátæklegu línur
mínar eru ekki nein eftirmæli og
ég vona, að þér endist það vel
heilsa, að við megum hafa þig
á meðal vor ennþá góða stund,
þá ætla ég ekki að telja upp
meira af verkum þínum og ekki
að þylja æviferil þinn, þó að
það gæti verið fróðlegt og
skemmtilegt.
Ég veit að það munu margir
minnast þín hlýlega í dag og
framvegis, því að svo margir hafa
svo margt af þér þegið, sem er
meira virði heldur en fjárhags-
leg hjálp, því að af veraldar auði
hefir þú aldrei haft mikið, en því
meira af auði þeim, er mölur og
rið fær ei grandað.
Nú, þegar þér er farin að dapr-
ast sýn og heilsan er farin að
bila, þá veit ég að margur mun
minnast þín, sá er áður hefir sótt
styrk til þín.
Bið ég svo guð að gefa þér
góða heilsu þann tíma, sem þú
átt ennþá eftir að vera meðal
vor.
Með innilegu þakklæti og beztu
kveðju.
Þinn einlægur.
Hálfdán Eiríksson.
— Leit
Framh. af bls. 12
Vatnsenda og á svæðunum þar í
kring.
Mikill fjöldi manna hefur tek-
ið þátt í leitinni m.a. Andri Heið
berg fenginn til að kafa við
bryggjusporðinn í Kópavogi.
Talið er, að leitin að Bárði
sé einhver hin umfangsmesta
sem gerð hefur verið að í ná-
grenni Reykjavíkur. Leitinni
verður haldið áfram í dag, m.a.
mun þyrlan taka þátt í henni ef
veður leyfir.
Bárður Jónsson er meðalmað-
ur á hæð, dökkskolhærður, en
með þunnt hár. Harm mun vera
klæddur í tvihnepptan jakka
með ljósum teinum, vestispeysu,
brúna skó og með dökklita
húfu með skyggni. Verið getur
að hann sé klæddur ljósum ryk-
frakka. Bárður stingur við, þar
sem hann var lítilsháttar meidd-
ur á vinstra fætL
Bjarni Guðmundsson
klæðskera meista ri
ÞAÐ mun vera svo m'eð flesta,
þegar þeir heyra and'lá Usfregn
vina og kunningja að þá setur
hljóða. Svo var einnig með mig
þegar ég heyrði lát vinar máns,
Bjarna Guðmundssonar, klæð-
skeraimeistara Grænuíhlíð 11
Reykjavíik, en hann lézt á Lands
spítalanum 4. nóvember síðast-
liðinn. Bjarni var fæddur í Kerl-
ingadal í Mýrdal 15. september
1903, sonur hjónanna Helgu
Andrésdóttur og Guðmundar
Bjarnasonar sem bæði voru
Skaftfellingar.
Móður sína missti Bjarni þeg-
ar hann var 7 ára og var það
vissulega mikið áfall svo imgu
barni, en sökum þess hive ungur
hann var og barnslundin létt
mótuðu þessir erfiðleikar hann
ekki eins mikið og ef hann hefði
verið eldri. í Kerlingardal átti
Bjarni svo heima til 17 ára ald-
urs, að faðir hans og stjúpa
brugðu búi og fluttust í Árnes-
sýslu. Fór hann þá að Loftsstöð-
urn og var þar í 2 ár, en fluttist
síðan til Reykjavíkur og nam þar
klæðskeraiðn sem hann stund-
aði æ síðan. Hann rak sauma-
stofu ýmist einn eða í fólagi með
öðruon.
Bjarni giftist árið 1936 fyrri
konu einni Bjarnheiði FrLmanns
dóttur hinni mestu mydarkonu,
en missti hana 1950 frá tveimiur
ungum drengjum. Var það hon-
um sár harrnur sem hann þó bar
með karlmennsku og æðruleysi.
Fyrir rúmum 11 árum giftist
hann eftirlifandi konu sinni, Val
gerði Þorvarðardóttur, góðri og
göfugri konu sem með svo mik-
il'li snilld reyndist honum og
drengjunum, að á betra verður
efcki kosið enda fann Bjarni það
og mat ag verðleikum. Bjarni
var heimakær og heimilisrækinn
með afbirygðum, óþrjótandi um-
'hygigja hans fyrir heimilinu
sýndi sig allsstaðar. Þangað var
g’ott og skemmtilegt að koma.
Þar ríkti friður Og ánægja. Mér
verður lengi minnisstætt þegar
við hjónin komum þangað á síð-
asta afmælisdegi Bjarna, hvað
þau hjónin vo>ru glöð og sam-
taka í að veita og skemmta gest-
um sínum, og hafa víst fleiri en
ég sem ekki datt í hug að þetta
yrði síðasta skiptið sem við
sæurn hann í glöðum vinahópi.
Nú er Bjarni horfinn yfir móð-
una miklu þangað sem leiðir all-
ra liggja. Með honum er horfinn
góður þegn þjóðfélagsins. Hann
var maður ósérhlífinn við alla
vinnu, greiðvikinn og gott til
hans að leita, ráðhollur og orð-
'heldinn svo af bar, enda mun
honum hafa verið innrætt í æsku
að sannleikurinn missir aldrei
gildi. Bjarni var glæsilegur mað-
ur, hár og þrekinn, fríður og karl
mannlegur, greindur og glaður
t í viðmóti, prúður og kurteis ,í
allri framkomu. Einn bróðir átti
hann Stefán að nafni, sem bú-
sebbur er á Hóli i Landeyjum.
Ég vil svo að endingu þakka
Bjarna löng kynni og votta konu
hans og sonum mina innilegustu
samúð.
Gamall kunningi.
VÖNDUÐ
FALLEG
'ÍQitrpórJónssoii £* co
Jiafihirstnrti 4 ,
ATVIIMIMA
Viljum ráða þrjá unga menn til verksmiðjustarfa,
ákvæðisvinna. Upplýsingar hjá verkstjóra
ekki í síma.
AXMINSTER, Grensásvegi 8.
Iðnaðarhúsnæði
ásamt geymsluhúsnæði að stærð 1000 fermetrar á
tveimur hæðum er til leigu. Tilboð merkt:
„Góður staður — 9771“ sendist blaðinu fyrir
5. janúar 1964.
1 þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar
unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera
blaðið til kaupenda þess.
Greniniel - Þingholtsstræti - Óðinsgötu 8
Þórsgötu - Flókagötu - Skeggjagötu &
Rauóarárst. h-M - Snorrabraut sunnan-
yerða & Auðarstræti - Hofteig - Austurbrún
Gjörið svo vel að tala við atgreiðslu blaðsius eða
skrifstofu.
jttwgpttiMafrifr
Sími 224 80