Morgunblaðið - 03.01.1964, Síða 23
£ FóstuSagur 3. jan. 1964
MORGUNBLAÐID
23
Fyrir þeim eru
ailir dagar jafnir
Spjallað við togaraskipstjóra og vitaverði
Eins og aðrir dagar.
EKKI hafa allir tæifæri til
að skemmta sér á gamlárs-
kvöld, horfa á brennur, skjóta
flugeldum, fara á dansleik og
halda gleði hátt á loft. Sumir
eru við vinnu sína eins og
aðra dag, eða eru einangraðir
á afskekktum. stöðum, þar
sem litið er um dansleiki og
brennur.
Fréttamaður Morgunblaðs-
ins átti í gær símtal við skip-
stjórann á togaranum Vík-
ingi, Gunnar Jónsson.
— Hvar eruð þið staddir?
— Úti af Vestfjörðum. Við
höfum verið að veiða síðan
á annan jóladag.
— Hvað gerið þið til til-
breytingar á gamlárskvöild?
— Það er nú lítið. Gamlárs-
dagur er hjá okkur eins og
aðrir daga, nema hvað við
kemur mataræði. Við fengum
hamiborgarhrygg í kvöldmat.
Á nýjársdag voru svið á borð-
nra. Að öðru leyti gengur líf-
ið sinn vanagang á sjónum,
þótt árið kveðji og annað
taki við. Við vorum að reyna
að fiska, en afli h-efur verið
mjög tregur að undanförnu,
enda mesta ótíð.
Reyndum að veiða eitthvað.
í»á var rætt við Guðbjörn
Jónsson. skipstjóra á togaran-
um Hvalifeili.
— Hvar eruð þið? spurði
fréttamaður.
— Við erum á leið eitthvað
út á haif frá Reykjavík, en
þangað þurftum við að
skreppa, til þess að skjóta í
Uiihurðir gjöhtu
— rúður titruðu
ÓSKAPLEGT þrumuveður gekk
yfir Vestmannaeyjar að kvöldi
nýársdags. Stóð það versta yfir
tfrá kl. 22.55 til kl. 23.30. Má
eegja, að óhug hafi slegið á Eyja
búa í fyrstu, því flestir tengdu
eldingarnar við gosið, en fljót-
lega áttuðu menn sig á því, að
hér var um að ræða þrumuveð-
ur, því eldingarnar komu flest
allar úr suð-austri.
' Voru eldingarnar svo magnað
er, að þær yfirlýstu öll rafmagns
Ijós og það þrátt fyrir að glugga
tjöld byrgðu glugga. Varð fólk
vart við, að útihurðir gjöktu og
etórar gluggarúður titruðu. —
Dæmi voru um, að perur brotn-
uðu í lampastæðum.
■ ' Teljandi skemmdir urðu engar
f þrumuveðrinu, svo vitað sé, en
> tfólk varð óneitanlega fyrir tals-
verðu ónæði og áttu sumir and-
vökunótt.
Júpiter seldi í
Hull á nýársdag
JÚPITER varð ‘fyrstuir ís-
lenzkra togara til að selja atfla
Binn erlendis á þessu ári. Seldi
hann á nýársdag í Hull 122 tonn
tfyrir 10.530 sterlingspund.
í gær seldi Hallveig Fróðadótt
lr í Grimsby 133.6 tonn fyrir
ttO.213 sterlingspund og RöðuU
Beldi einnig í Grimsby 1 gær
02.5 tonn fyrir 8.781 sterlings-
puncL
í dag selur Jón forseti í Bret-
landi og er það síðasta salan er-
lendis þessa viku.
land veikum manni, sem senni
lega hefur verið með botn-
langakast. Annars héldum við
út þann 20. desember.
— Hvað gerðuð þið ykkur
til dægrastyttingar á gaml-
árskvöld? »
— Dægrastyttingin okkar
var bara sú að reyna að veiða
eitthvað, en það er svö sem
ekki neinn uppgripaafli um
þessair mundir. Við erum að
hugsa um að stíma langt út
núna, ég veit ekki hvert, en
við verðum víst að minnsta
kosti að fara út fyrir land-
helgi.
— Hvað borðuðuð þið á
gamlárskvöld?
— Við fengum svið og upp-
stúf.
— Hafið þið góðan kokik?
— Eg þori ekki að kveða
upp neinn dóm um það. Úr
því verður reynzlan að skera.
Hann hefur ekki verið um
borð nema í nokkra daga.
Eins og þú skilur áreiðanlega,
þá tekur talsverðan tíma að
komast að því, hvort kokkur
er góður eða slæmur.
Harðastí veturinn.
Næst var hringt til vita-
varðarins í Hornbjargsvita,
Jóhanns Péturssonar.
— Ég get ekki séð, að neinn
munur sé á því að vera hér
eða á veðurathugunarstöð á
Grænlandi. í tvo mánuði, eða
frá byrjun september og
fram í desember voru allar
samgöngur við umheiminn
óhugsandi, — stanalaust rok
og hríðarveður. Þetta er
harðasfci vefcur síðan ée kom
Hver ók aftan á
Skoda-bifreið-
ina?
UM KL. 21 í gærkvöldi var stræt
isvagn að taka af stað á móts við
Prost h.f. á Reykjavíkurvegi í
Hafnarfirði og ók hann í veg fyr
ir rauða Skodabifreið, G-1677,
sem neyddist til að stanza, er
hún var komin á móts við miðjan
strætisvagninn.
í þeim svifum lenti bifreið aft
an á Skoda-bifreiðinni, sem
skemmdist lítilsháttar. Hin bif-
reiðin ók burtu. Ökumaður henn
ar er beðinn að gefa sig fram við
Haf narfj arðarlögregluna.
Germanía sýnir
ævintýramynd
Á MORGUN, laugardag, verð-
ur næsta kvikmyndasýning fé-
lagsins Germaníu, og verður að
þessu sinni aðeins sýnd ein
mynd, ævintýramynd, er nefnist
„Aufruhr im Schlaraffenland"
eða uppreisn í allsnægtanna
landi. Er hún einkum ætluð böm
um, en fullorðnir ættu einnig
að geta dregið aif henni nokk-
um lærdóm, að allsnægtimar,
sem falla mönnum fyrirhafnar-
laust í skaut, séu ekki lokatak-
mark allra lífsins gæða, enda
kemur af þeim sökum til upp-
reisnar í landi allsnægtanna.
Myndin er í litum. Sýningin
verður í Nýja bíói og hefst kl.
2 e.h. Öllum er heimill aðgang-
ur, bömum þó einungis í fylgd
fullorðinna.
■■MMmaMmnM
■
hingað fyrir fjórum árum.
— Hvað gerðuð þið á gaml-
ársikvöld?
— Það er nú ekki margt,
sem hægt er að gera hér. Við
léfcum bara fara vel um okkur
og hilustuðum á góða tónlist.
Það eru tveir krakkar hjá okk
ur yfir hátíðarnar, en svo fara
þau í skóiann og þá verðum
við aftur tvö ein hjónin.
Sjálfsagt verið álfar á ferð.
Að síðustu var hringt til
Ósikars Aðalsteins, rithöfund-
ar og vitavarðar í Galtarvita
og spurt um áramótin hjá
(hionum og fjölskyldu hans.
— Hér var gott veður,
logn og blíða, sagði Óskar.
Strákarnir mínir söfnuðu sam
an við og var haldin mesta
myndarbrenna, sem var okk-
ur til mikillar ánæigju. Hér
hafa sjálfsagt verig álfar á
á ferð að venju, þótt við
yrðum þeirra ekki vör.
— Piltarnir, sem komu með
jólapóstinn, lentu í nokkrum
hrakningum. Þannig stóð á,
að háflæði var, þegar birtan
var bezt. Urðu þeir að vaða
mikinn httuta leiðarinnar fyrir
Göltinn. Mikið brim var og
illfært, en þeir létu það ekiki
á sig fá. Þegar þeir komu
hingað í vitann, voru þeir
velktir, en hressir og kátir.
Pósturinn hafði ekiki vöknað.
— Við fengum óvæntan
gest í haust. Ég sat við skrif-
borðið mitt og var að vinna
að skáldsögunni minni, sem
ég hef haft í smíðum síðast-
liðin 3 ár og vonast til að
Ijúka fyrir vorið. Allt í einu
heyrði ég einihvern skarkala
tfyrir utan gluggann og leit út.
Á stéttinni voru tvær hvítar
dúfur, sem ég á, og þriðji
fuglinn, heldur stærri. Telst
hann ekki tiil húsdýra minna,
því hér var kominn haförn.
Við hlupum upp til handa og
fóta og rákum örninn á braut.
Ekki mátti tæpara standa við
að bjanga dúfunum, því þær
voru þegar særðar. Þær lifðu
samt af og eru nú við beztu
heilsu.
Þrumur og elding
ar gengu yfir
Reykjavík
NOKKRAR þrumur og elding-
air gengu yfir í nágrenni Reykja
víkur á tímabilinu kl. 8—10 að
kvöldi nýársdags.
Um daginn hafði verið suð-
austanrok með rigningu og tals-
verðum hita, en svo sneri til
sunnan og suð-vestan áttar. Kom
þá kaldur loftstraumur yfir land
ið. Fylgdu þessu nokkrar þrum-
ur og eldingar á Suður- og Vest-
urlandi. T.d. varð vart við eld-
ingar í gærmorgun á Hornafirði
og Vestmannaeyjum, en þar hef-
ur verið allmikið um þrumur
að undanförnu í sambandi við
gosið.
Sáu tví- eða þrí-
höfðaðan gosmökk
GOSIÐ í Surtsey var í fullum
gangi þegar til þess sást um ára
mótin, en slæmt skyggni var.
Ekkert sást til nýja gossins. Síð-
degis í gær þóttust Reykvíking
ar sjá tví- eða þríhöfðaðan gos-
mökk, sem næði allt upp í 10
þúsund metra hæð. Þetta var
rétt í ljósaskiptunum og ekki
ljóst hvort þetta væru fleiri ang
ar af sama stofni gosmakkar.
Uppi í þessari hæð var í gær 59
stiga frost, skv. upplýsingum frá
veðurstofunni.
Erlingur Pálsson,
yfirlögregluþjónn
— Fernt brennist
Framh. af bls. 24
hann undir aðgerð á nýjársdags-
kvöld, og hafði ekki læknis ver-
ið vitjað fyrr, þar sem hann
kvartaði ekki. Þrír fullorðnir
voru það mikið særðir að þeir
voru fluttir af slysavarðstofunni
í sjúkrahús.
Erlingur Pálsson sagði að lok-
um, að að öðru leyti hefði allt
farið vel fram, engar kvartanir
hefðu borizt Um rúðubrot né
önnur spellvirki. Taldi hann það
m.a. eiga rætur að rekja til þess,
hve lögreglan var vel skipulögð,
85 lögregluþjónar hefðu verið á
vakt umrædda nótt og voru 5 tal-
stöðvarbílar í ferðum víðs vegar
í bænum alla nóttina. Einnig
vann lögreglan mikið að því síð-
ustu daga ársins að ná í ólög-
lega kínverja, með aðstoð rann-
sóknarlögreglunnar og náði fleiri
þúsundum af smygluðum kín-
verjum í sína vörzlu. Hefði einn
maður verið uppvís að því að
selja þessa bannvöru.
Piltur þvingaður
til víndrykkju
Erlingur gat að síðustu leiðin-
legs atviks, sem átti sér stað á
gamlárskvöld. Þá var komið með
útúrdrukkinn 15 ára pilt á lög-
reglustöðina. Við eftirgrennslan
kom í ljós, að félagar hans höfðu
beitt hann valdi og hellt ofan í
hann áfengi. Kvað hann piltinn
hafa verið mjög leiðan út af
atviki þessu og var honum ekið
heim svo lítið bar á um nóttina.
Morgunbalðið átti stutt samtal
við Bergsvein Ólafsson, augn-
lækni, varðandi ofangreint slys á
auga af völdum kínverja. Hann
sagði að ástæða væri til að vara
fólk við kínverjum og öðrum
hættulegum sprengjum, því oft-
sinnir hefðu þær leitt til slysa á
borð við þetta, og þá ekki sízt
um áramótin.
Kviknaði óvænt í eldf jallinu
Eins og fyrr var sagt voru þrír
sendir af slysavarðstofunni í
sjúkrahús. Enginn sjúklinganna
er talinn hættulega særður, og
fékk einn heimfararleyfi í dag,
ung stúlka, Svanhvít Hallgríms-
dóttir að nafni.
Blaðamaður Morgunblaðsins
kom að heimili Svanhvítar á
Hvassaleiti 18 síðdegis í gær, og
átti tal við foreldra hennar, þar
sem stúlkan var sofandi og ennþá
mikið veik. Sagði faðir hennar
að hann hefði farið út á svalir
með tvö eldfjöll, hann hefði
kveikt í öðru en Svanhvít hald-
ið á hinu. Af óskiljanlegum
ástæðum kviknaði í eldfjalli því,
sem Svanhvít hélt á í höndunum,
líklega vegna neista sem hefði
borizt á milli. Er þá ekki að sök-
um að spyrja að neistaflug gus-
aðist yfir hár og brjóst Svan-
hvítar, jafnframt því sem kvikn-
aði í gluggatjöldum á svalahurð-
inni. Tókst fljótlega að slökkva
eldinn en stúlkan brenndist tölu-
vert á enni og brjósti og hár
hennar sviðnaði. Mest brenndist
hún á brjósti, þar sem hún var
í undirkjól úr nælonefni, sem
bráðnaði á augabragði.
Svanhvít er 16 ára gömul,
nemandi í Tónlistarskólanum.
Maður féll í liöfn-
ina í Keflavík
MAÐUR datt í höfnina í Kefla-
vík klukkan rúmlega 24 aðfara-
nótt 2. janúar. Manninum var
bjargað upp í bát og nokkru síð-
ar flutti lögreglan hann á varð-
stofuna, þar sem hlúð var að hon
um þar til læknir kom, en hann
taldi nauðsynlegt að flytja mann
inn á sjúkrahús.
Þar dvelur hann ennþá og mun
vera á batavegi.
Systir okkar
HRAFNHILDUR EINARSDÓTTIR SASS
lézt í New York 1. janúar.
Ingibjörg Einarsdóttir,
Asgerður Einarsdóttir,
Logi Einarsson,
Ólafur Haukur Ólafsson.
Systir mín
ÞRÚÐUR JÓNA MAGNÚSDÓTTIR
lézt að Elliheimilinu Grund 1. janúar.
Einar Magnússon.
Maðurinn minn
HJÖRTUR ÞORLEIFSSON
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laug
ardaginn 4. þ.m. kl. 2 e.h.
Jónína Guðmundsdóttrr.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför eiginmanns, föður og afa
SIGURJÓNS SÍMONARSONAR
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði
Borgarsjúkrahússins.
Hólmfríður Halldórsdóttir,
Guðrún K. Sigurjónsdóttir, Þórarinn Jónsson,
Hallborg Sigurjónsdóttir, Haraldur Guðmundsson,
Kristján Sigurjónsson, Guðný Þorvaldsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson,
Símon Sigurjónsson, Ester Guðmundsdóttir,
Jórunn A. Sigurjónsdóttir, Kristján J. Ólafsson,
og barnabörn.
r r