Morgunblaðið - 07.01.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 07.01.1964, Síða 2
2 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 7. jan. 1964 Eyjagígurinn ekki dauBur en Snrtsey hefur stytzt GEORGIEL hlustar á liflá.tsdóm sinn. Stalínískur keimur af réttarhöldunum í Sofia? Sakborningurinn hefur verið líflátinn GÍGOPIÐ í nýju eynni við Vest- | mannaeyjar mun hafa verið autt í u.þ.b. þrjá daga, en ekki hefur sézt vel til eyjarinnar um nokk- urra daga skeið, þar til í gær, að nokkuð rofaði til. Virðist J eyjan hafa stytzt austan megin en halda hæð sinni að mestu. Þrettón ára drengir teknir drukknir f GÆRKVÖLDI, mánudagskvöld var brotinn brunaboði vestur í bæ. Slökkviliðið fór á staðinn, en hér var þá um gabb að ræða. Slökkviliðsmenn handsömuðu fimm unga drengi, sem þeir grun uðu um verknaðinn, og afhentu þá lögreglunni. Drengirnir voru allir undir áhrifum áfengis og súmir mjög drukknir og illir við- skiptis. Urðu sumir veikir á lög- reglustöðinni. í ljós kom, að fjór- ir þeirra voru þrettán ára, en einn átján. — Drengjunum var skilað í hendur aðstandenda sinna, þegar áfengi hafði verið tekið af þeim. Þeir neituðu að hafa brotið brunaboðann. [ Gisjka miá á, að eyjan hafi nú | stytzt ur i einn fimimtunig af þeirri lengd, sem bún hafði mesta. í gærmorgun sást allvel til eyjarinnar. Lagði þá u-pp úr henni samfelldan gufuhjúp eða siæður. Um kl. 14.30 var gufan orðin meiri og dekkri á lit. Síðar um daginn var um alldökkan, samfelldan gufústrók að ræða, sem rauk með miklum hraða upp úr eynni. Um dimmumótin sáust tveir svartir jarðstólpar upp úr gígnum, en fremur smáir og kraftlitlir. Töluvert mikinn brennisteins- daun leggur yfir Eyjar, þegar vindur stendur aí nýju eynni. Sáttafundir um helgina og í dag SÁTTASEMJARI ríkisins hóf fund með aðilum að deilunum um kaup og kjör trésmiða, múr ara, málara og pípulagningar- manna kl. 16 á sunnudag. Fund- urinn stóð til kl. 13,30 á mánu- dag, án þess að samningar tækj- ust. Nýr fundur hefur verið boð aður kl. 14 í dag. • FRÁ því var skýrt í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, sl. sunnudag, að fyrrverandi sendi- maður landsins hjá Sameinuðu þjóðúnum, Ivan-Asen Khristov Georgiev, 56 ára að aldri, hefði verið tekinn af lífi. Hafði hann á gamlársdag verið dæmdur til lífláts fyrir njósnir í þágu Banda ríkjanna og var við því búizt, að skammt yrði að biða aftöku hans. Sjö dómarar hæstaréttar Búlgaríu kváðu upp dóminn, sem ekki var unnt að áfrýja. Ekki var heldur hugsanlegt, að verjendur hins ákærða gætu beðizt náðunar fyrir hans hönd. Allar eigur Georgievs voru gerð ar upptækar. Réttarhöldin I máli Búlgarans fóru fram í Sofía fyrir opnum tjöldum, að viðstöddum erlend- um fréttamönnum. Er það sam- dóma álit þeirra, að réttarhöld- in væru engan veginn sambæri- leg við réttarhöld í slíkum mál- um á Vesturlöndum. Þegar á- fyrsta degi játaði Georgiev á sig allar þær sakir, sem á hann voru bornar, og mæltist til þess, að hann hlyti þyngstu refsingu. „Ég hef ekki játað til þess að draga úr sekt minni“, sagði hann. — „Ég kæri mig ekki um að verzla með réttlætið. Ég bið ykkur að veita mér þyngstu refs ingu. Og ég er reiðúbúinn að taka við henni, sökum þess, að ég hef framið hinn alvarlegasta glæp“. ★ ★ ★ Georgiev var sakaður um að hafá á sl. sjö árum tekið við 200.000 dala greiðslu frá ýmsum starfsmönnum bandarísku leyni- þjónustunnar, sem hann hefði mælt sér mót við, ýmist í Banda- ríkjunum, París, Genf eða Vínar borg. Þá var talið honum til sekt ar, að hann hefði notað fé til þess að halda ástkonur bæði heima í Búlgaríu og erlendis. í ákærunni gegn Georgiev var tilgreint, að hann hefði veitt leyniþjónustunni upplýsingar um ágreining Kínverja og Rússa og ýmsar leynilegar upplýsingar um sameiginlega afstöðu komm únistaríkjanna innan S.Þ. Það er álit vestrænna frétta- manna, er fylgdust með réttar- höldunum í Sofía, að þar hafi alls ekki verið sannað óyggjandi, að Georgiev væri sekur um njósnir. Hið eina, sem sýnt hafi verið fram á, væri, að hann hefði verið í aðstöðu, sem hann hefði getað misnotað til njósna. Það þótti allspaugilegt, er einn dómarinn sagði í réttinum, að ákærði hefði all háar hugmynd- ir um sjálfan sig. Hann hefði til dæmis stungið upp á því við einn starfsmann CIA, að með honum yrði mælt sem frsm- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Georgiev var hinn rólegasti meðan á réttarhöldunum stóð og spjallaði um mál sitt rétt eins og hann væri í samkvæmi að ræða uim veðrið. Hann kvaðst hafa gengið viljugur til verks fyrir CIA haiustið 1956, enda um þser mundir verið nokkuð blend- inn í trúnni, vegna þeirra breyt- ingar, er þá heifðu orðið í búl- göskum stjórnmálum eftir 20. flokksþingið í Moskvu, — þar sem Krúsjeff hélt leyniræðuna um Stalín. Georgiev kvaðst hafa slitið sambandi við leyniþjónust- una 1958, þar sem verkefni hans hefðu verið of smávægileg og lágkúruleg, að hans áliti. Hins vegar sagði í ákæruskjalinu, að hann hefði átt í bréfaskiptum við Allan Dulles ári síðar og síðan haldið áfram störfum. Vegna máls Georgievs urðu nokkrar óeirðir við bandaríska sendiráðið í Sofia skömmu áður en dómur var upp kveðinn. Hafa þær óeirðir og réttarhöldin öll orðið til að minna menn nokkuð á fyrri „játningar" og sýniréttar- höld austan tjalds. New York Times segir m.a. í ritstjórnar grein um málið fyrir nokkrum dögum: „Óeirðimar fyrir fram- an bandaríska sendiráðið föstu- daginn 27. desembar sl. varpa nokkru ljósi á sýniréttarhöldin í rnáli búlgarska sendimannsins, UM HELGINA urðu tvö bifreiða slys í Reyikjavík og var í báðum tilviifcum ekið á fótgangandi kon- ur. Meididust þær báðar, önnur talsvert. Laust fyrir kl. 18 á sunnud. var ekið á fótgangandi konu, Svan- hildi Þórðardóttur, Háteigsvegi 18, er hún var á leið yfir Snorra braut við gatnamót Njáisgötu. Kastaðist konan í götuna og hand leggs- og fótbrotnaði. Svanlhildur var flutt á slysavarðstofuna og þaðan í Landakotsspítala. Þeir, sem kynnu að hafa séð atburð þennan, eru vinsamlega beðnir að gefa sig frarn við rann er segist hafa verið njósnari f þágu Bandaríkjanna. Óeirðir sem þessar verða ekki fyrir tilviljun. Þær eru fyrirskipaðar og vand- lega skipulagðar og hafa það stjórnmálalega markmið a3 spilla sambúð Búlgaríu og Banda ríkjanna. Yfirleitt er stalínískur keirtv. ur af því sem nú er að gerast 1 Búlgaríu. Það minnir á hin miklu og fölsuðu hreinsana-réttarhöld Stalíns í Moskvu fyrir nærfiellt þrjátíu árum. Enn einu sinni sjáum við mann, sem sakfellir sjálfan sig opinberlega og „ját- ar“ að hafa drýgt illar dáðir ai vansæmandi ástæðum. Og ein» og í Moskvu-réttarhöldunum kemur í ljós við lauslega athug- un á „játningunni“, að farið er grunsamlega rangt með ýmsax staðreyndir ...“ Peningarnir fundust - glæp- urinn týndist U M kl. níu á mánudagskvöld hringdi maður ofan frá Skúla- götu til lögreglunnar. Kvað hann hafa verið gerða árás á sig, og hann rændur 10.000 krónum. —. Við athugun á Slysavarðstofunni komu engir áverkar í Ijós á mann inum, en hins vegar fundust tíu þúsund krónurnar á honum. —. Maðurinn var skólaus á öðrum fæti og undir áhrifum áfengis. sóknarlögregluna sem vitni. Um níu-leytið í gænmorgun, miánudagismorgun, var ekið á koniu á Kalkofnsvegi. Konan, Þórhildur Sveinsdóttir, Nökkva- vogi 11, var á leið norður yfir Kallkofnsveg frá strætisvagnabið skýlinu sunnan götunnar. Er hún var nær komin yfir götuna, varð hún fyrir Volkswagen-„rúg- brauði“, se*n ekið vax í vestiur- átt. Barst Þórhildur smiáspöl með bílnum en féll síðan í götuma. Var hún flutt í slysavarðstofuna og reyndist mjög marin á hand- legg au/k þess sem ihún kvartaði um þrautir í baki. 16 kössum af gos- drykkjum stolið ÞRJÚ innbrot voru framin í komið. Brotin hafði verið rúða Reykjavík um helgina, þar af eitt all viðamikið. Á laugardags- kvöldið munu bíræfnir þjófar hafa lagt leið sína í gosdrykkja- verksmiðjuna Sanitas við Köil- unarklettsveg og haft á brott með sér 16 kassa af gosdrykkj- um. Uppvíst varð um innbrotið um fcl. 11 um kvöldið, er að var Skemmdir af eldi á Akranesi AKRANESI, 6. jan. — Laust tyrir fcl. 7.30 í morgun kom eld- ur upp í söluturni á Kirkju- braut 15. Þórður Þórðarson á Bílastöð ÞÞÞ varð fyrstur elds- ins var, en hann er í næsta faiúsi. Hringdi hann í eiganda aöluturnsins, Hallgrím Arnason, er býr á Skólabraut 18. Hall- grínnur kvaddi í skyndi bruna- liðsmenn á vettvang, ag tókst þeiim á hálftíma að slökkva eld- inn. Þarna var mikið af flugeld- um, sem fuðruðu upp á skanwnri stundu. Skemmdir urðu mifclar á vörum og húsi af völdum elds, vatns og reykjar. Eldsupptök eru talin vera út frá rafmagni í jóla stkxautL — Oddur. MÁLFUNDAKLÚBBUR HEIMDALLAR heldur starfsemi sinni áfram í Valhöll í kvöld kl. 20,30. Umræðuefni: HVER ER ÞÁTTUR ÍS- LENZKRAR ÆSKU í ÞJÓÐ- LÍFINU? Frummælandi: Ármann Sveins son, menntaskólanemi. Nýir þátttandendur eru hvattir til að koma. — STJÓRNIN. í húsinu og út um gluggann handlángaðir 16 kassar af gos- drykkjum, eins og fyrr getur, eða um 400 flöskur. Ærin fyrir- ferð er á þýfinu, og er talið að þarna hafi verið fleiri en einn að verki, auk þess sem þjófarnir hafa haft þama bíl til þess að flytja góssið á brott. Um helgina var einnig brotizt inn í fatahreinsunina í Ficher- sundi 3. Var hurð sprengd upp, og talsverðum skemmdum vald- ið á dyraumbúnaði. Ekki varð séð að neinu hefði verið stolið. Þá brutu tveir piltar rúðu í söluturni að Vesturgötu tvö seint um nótt, og seildust inn eftir sælgæti. Lögreglumenn voru staddir eigi fjarri innbrots staðnum, og sáu hvar tveir menn tóku skyndilega til fótanna. Elti lögreglan og náði piltunum, sem viðurkenndu brot sitt. Annar þeirra hafði skömmu áður brotið rúðu hjá Natan & Olsen rétt hjá, en ekkert tekið. Báðir vom piltar þessir ölvaðir. Seefalke farinn með Grönland KLUKKAN 8.50 á mánudags- morgun lagði þýzka dráttar- og björgunarskipið Seefalke upp í ferð sína yfir Atlantshafið, til Þýzkalands, með togarann Grön- land í eftirdragi. Eins og menn munu minnast, skemmdist Grön- land afar mikið af völdum elds- voða fyrir nokkru. — Skipstjór- inn lét þess aðspurður getið við brottförina, að hann kviði ekk- ert fyrir förinni, þótt um þetta leyti árs væri. Bílvelta Á ÁTTUNDA tímanum síðastl. laugardagskvöld varð það óhapp á Þingvallavegi við Miðfell, að jeppabíll fór út af veginum í roki og hálku og valt. í bílnum voru hjón og börn þeirra tvö. Konan skarst talsvert á höfði, þó ekki alvarl.. en hitt fólkið slapp ómeitL Tvær konur slas- ast / umferðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.