Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 23
Þriðjudagtir 7. jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 23 „Hr. íhaldsmaður" — Goldwater — hefur nú gefið kost á sér Öldungadeildarmaðurinn, sem vill slíta stjórnmdlasambandi við Sovétríkin, og greiddi atkvæði gegn tilraunabanni BARRY Goldwater, öld- ungadeildarþingmaður frá Arizona, hefur nú ákveðið að gefa kost á sér til kjörs forsetaefnis repúblikana. Áður hafði Nelson Rocke- feller, ríkisstjóri í New Yorkríki, gefið út sams konar tilkynningu. Er Goldwater skýrði frá ákvörðun sinni, lét hann þess getið, að skoðanir hans hefðu fallið í svo góðan jarðveg í Bandaríkj- unum, að hann gæti ekki skotið sér imdan þeirri skyldu, sem honum hefði þannig verið lögð á herðar. Goldwater hefur um all- langt skeið verið talinn dæmigerður íhaldsmaður, sá, sem er hvað lengst til hægri af öllinn hægrisinn- um, jafnvel alger öfgamað- ur. Af útliti að dæma get- ur hann þó hvorki talizt öfga- eða ofstopamaður, en hann er maður frekar svip- mildur, rólegur í fram- komu og tali. Skoðanir hans eru þó ekki allar mildilegar. Goldwator var kominn um fertugt, er hann fór fyrst að gefa sig að stjórnmálum. Árið 1949 bauð hann sig fram í borgarstjórakosningum í Phoenix í Arizona — meira til gamans, — eins og hann sagði sjálfur. Hann náði kjöri. Þetta leiddi til þess, að hann ákvað að bjóða sig fram í þingkosningum 1952, og var hann þá kjörinn til öldunga- deildar, fyrsti öldungadeild- arþingmaður repúblikana í Arizona 1 tvo áratugi. Nú er hann að ljúka öðru kjörtíma- bili sínu 1 deildinni. Goldwater er sonur pólsks innflytjanda, „Big Mike“ Gold wasser, sem kom til Banda- ríkjanna frá Poznan á dögum borgarstyrjaldarinnar. Upp- haflega lagði Goldwater fyrir sig verzlunarstörf, og þyk- ir mörgum einkennilegt, hvemig skoðanir hans hafa orðið til, m. a. á alþjóðamál- um. Hann greinir á um margt við marga áhrifaríka repú- blikana, og hafa nokkur banda rísk blöð tekið saman skoðan- ir hans og Rockefellers á helzbu málum, og gert á þeim samanburð. Kemur þá í ljós, Barry Goldwater að ágreiningurinn er síður en svo lítilh • Goldwater er á þeirri skoðun, að slíta eigi öllum stjórnmálasamskiptum við Sovétríkin. Segist hann hafa verið á móti þeim frá upp- hafi . . . „Ég kann ekki við að sýna þeim mönnum neina virðingu, sem lýst hafa því yfir, að þeir ætli sér að jarða okkur". • I>á segir öldungadeildar- þingmaðurinn, að hann telji efnahagsaðstoð við eriend ríki eigi fyrst og fremst að miðast við það, hvar aðstoð- in komi að mestu gagni í baráttunni við kommúnis- mann. • Goldwater greiddi at- kvæði gegn tiiraunabanninu, sem gengið hefur undir riafn- inu „Moskvusáttmálinn“. Þá afstöðu rökstyður hann með því að segja, að Sovétríkin hafi hagnazt á banninu, og séu líkur til þess, að það verði til að færa Sovétríkjun- um yfirhöndina á sviði kjam- orkuhernaðar, a.m.k. á vissu sviði,-. ' 9 Afstaða Goldwaters til Kúbu er sú, að setja eigi eyjuna í herkví, þjálfa beri kúbanska flóttamenn, komið skuli á fót útlagastjóm, en síðan skuli veitt öll nauðsyn- leg aðstoð til að hrinda Castro úr sessL Þótt Rockerfeller telji, að endurskoða beri að miklu leyt áætlanir um efnahagsaðstoð við erlend ríki, þá eru þessir tveir menn, sem gefið hafa UTAN IÍR HEIMI kost á sér til kjörs forseta- efnis repúblikanaflokksins, á öndverðum meiði, hvað við- víkur þeim atriðum, sem nefnd eru hér. Með átburði ársins 1962 í huga, þá kunna margir að telja, að stefna Goldwaters verði ekki til þess fallin að auka á friðarhorf- urnar í heiminum. Rockefeller og Goldwater greinir þó ekki aðeins á um utanríkismál. • Goldwater leggst gegn opinberu sjúkrasamlagi. Hann er hins vegar hlynntur einka- tryggingum á þessu sviði. — Rockefeller styður hugmynd- ina um sjúkrasamlag. • Skattamál hafa verið of- arlega á baugi vestra undan- farið. Goldwater leggst gegn lækkun skatta, nema henni fylgi einnig lækkuð ríkisút- gjöld. Rockefeller er hins veg ar hlynntur skattalækkun þegar í stað, lækkun úr 52% í 47% á félagaskatti, og lækk- un skatta á einstaklingum um 7,5 milljarða dala. Það dylst engum, að stefna Goldwaters er í mörgu ákaf-" lega einstrengingsleg. T.d. eru þeir ekki ófáir, sem telja stefnu hans í utanríkismál- um munu leiða til stórversn- andi sambúðar stórveldanna, jafnvel styrjaldar Víst er a.m.k., að skoðanir hans ganga í þveröfuga átt við það, sem verið hefur undanfarið. Þá þykir Goldwater heldur engan milliveg fara í innan- ríkismálum. Enn kunna fleiri að bætast í hóp þeirra Goldwaters og Rockefellers, sem nú sækjast eftir útnefningu til forseta- efnis repúblikana. Margir telja, að Richard Nixon, fyrr- um varaforsætiscráðherra, og sá, sem beið lægra hlut fyrir John F. Kennedy, sé líklegri maður til að sigra í barátt- unni við frambjóðanda demo- krata, er að forsetakosning- um kemur. Enn hefur hann þó ekki gefið á sér kost, og óvíst, hvort svo verður. Á meðan beinist athyglin að Rockefeller, sem beðið hefur fylgistjón, vegna einkamála, og Goldwater, sem almennt gengur undir nafninu „Mr Conservative", þ.e. „Hr. Ihaldsmaður.“ — Ferð páfa Framh. af bls. 1 aði ítölsku stjórninni góðar ósk- ir í upphafi ferðar og móttökur, sem aukið hafi gleðina yfir heim koinunni í ferðalok. Páfinn ók inn í borgina eftir sömu leið og Pétur postuli gekk, er harm kom til Rómar. Stóð páfi í bif- ireið sinni og veifaði til mann- fjöldans, sem var samkominn til að fagna honum. Göturnar voru fánum skrýddar og kyndl- ar vörpuðu gullnum bjarma á páfa, og föruneyti hans. „Ma-Asalama" — Vertu sœll ' Þegar Páll páfi steig upp I flugvél sína í Aamrnan, skein sól í heiði og mannfjöldinn á flugvellinum hrópaði „Ma-Asal- »ma“, vertu sæll. Hussein Jórd- aníukonungur kvaddi páfa á flug vellinum og færði honum að gjöf skál skorna úr olíuviði. Á skálina eru skornar tvær helgi myndir, sýnir önnur fæðingu Krists, hin skýrn hans. Einnig eru orðin, bróðurkærleikur, kær leikur, friður og trú, skorin í 6kálina. Áður en páfi steig upp í flugvél sína hafði þar verið komið fyrir olíuviðargrein. Á flugvellinum hélt páfi kveðju- ræðu og sagðist þess fullviss, að J órdaníumenn myndu áf ram standa vörð um helgidómana, sem pílagrímar leituðu í landi þeirra. í kveðjuræðu sinni kvaðst Hussein vona, að móttökurnar, sem páfi hefði fengið í Jórdaniu hefðu glatt hann og snortið hjarta hans. Síðan blessaði páfi mannfjöld- enn, margir krupu og Múhamm- eðstrúarmenn hneigðu höfuð sín til jarðar. Þota frá Jórdanska flughernum fylgdi flugvél i>áfa áleiðis og skotið var af fallbyss- um í kveðjuskynL Flugvél páfa hnitaði hring yfir flugvellinum éður en hún hvarf sjónum Jórd- •niubúa og þeir veifuðu ákafL Yfir Kapri tók ítölsk herflugvél á móti flugvél páfa og fylgdi henni til Ciampino flugvallar- ins. Eining og friður í morgun söng Páll páfi messu í Fæðinigankirkjunni í Betlehem. I ræðu sinni skoraði hann á alla kristna menn, að vinna að ein- ingu og friði og allar kristnar kirkjudeildir að sameinast í skylningi á hlutverki kristindóms ins í heiminum. Hann bað Mú- hameðstrúarmenn og Gyðinga að gleðjast yfir óskum kristinnar kirkju um frið og réttlæti. Páfinn sagði, að glæða yrði starf kirkjunnar nýjum lífsþrótti, nýjum vilja og skilningi og lagði áherzlu á nauðsyn árangurs ríks starfs kirkjuþingsins. Um afstöðuna U1 annarra kristinna kirkjudeilda sagði páfinn: „Við erum reiðubúnir að undirbúa jarðveginn fyrir viðræður, sem hafi að markmiði, fund með hin- um kristnu bræðrum okkar í framtíðinni. Höldum þennan fund eins fljótt og auðið er.“ Páfinn beindi síðan orðum sín- um til andstæðinga kristindóms- ins og sagði: „Kveðjurnar, sem við sendum í dag, ryðja úr vegi ölum hindrunum og berast öll- um mönnum, einnig þeim, sem um þessar mundir eru í andstöðu við kristna trú“. Hann þakkaði yfirmönnum kirkna í Landinu helga góðar móttökur og lagði á- herzlu á, að kaþólska kirkjan óskaði aðeins eftir frelsi til þess að vinna að friði og einingu í þágu mannkynsins. MikiU mannfjöldi var saman- kominn við Fæðingarkirkjuna og var páfa mjög vel fagnað. Krupu saman Frá Betlehem ók Páll páfi til Jerúsalem, og á leiðinni þangað hylltu hann þúsundir manna. í Jerúsalem bar fundum Páls páfa og Aþenagorasar patríarka af Konstantínópel saman í annað sinn. Að þeim fundi löknum gáfu kirkjuleiðtogarnir út sameigin- lega yfirlýsingu þar sem segir, að hinn sögulegi fundur þeirra hafi verið mjög mikilvægur, en þó sé aðeins hægt að Hta á hann sem vott um bróðurþel. „Við biðjum Guð, að fundur okkar megi verða upphaf nýrrar þróunar honum til dýrðar og til hjálpar hinum trú- uðu. Eftir margra ára þögn höf- um við hitzt í ósk um að vilji Guðs verði að raunveruleika, og til þess að leggja áherzlu á þau grundvallarsannindi, sem felast í Guðspjöllunum, sem hann fékk kirkjunni til varðveizlu“, segir í yfirlýsingunni. Áður en leiðtogarnir kvöddust, krupu þeir hlið við hlið í bæn til Guðs. Á Olíufjallinu Fyrsti fundur leiðtoga róversk- og grísk-kaþólsku kirkjunnar í 500 ár var á Olíufjallinu að kvöldi sunnudags. Er kirkjuleið- tögamir hittust, féllust þeir í faðma. Þeir ræddust við um stund, en kvödust síðan með kossi. Á sunnudaginn fór Páll páfi frá Jórdaníu til ísrael og heim- sótti helga staði í Galileu og Sam aríu, þar á meðal staði, sem tengdir eru æsku Krists. Þegar páfinn sneri aftur til Jórdaníu um Mandelbaum-ihliðið, sagði hann: „Þetta er minnisstæðasti dagur Hfs míns“. ★ Áður en páfinn fór frá Jerúsa lern í dag, sendi hann persónu- lega kveðju til 250 þjóðhöfðingja, kirkjuleiðtoga og stjórnmála- manna. (Sjá skeyti til forseta íslands á bls. 1). Tass-fréttastof- an flutti skeytið orðrétt án nokk- urra lunmæla. Meðal þeirra, sem páfinn sendi kveðju var Wilhelm A. Visserhofft, framkvæmda- stjóri heimskirkjuráðsins, en það eru samtök milljóna Lút- herskra, kaþólskra og þeirra, er tilheyra ensku kirkjunni. Blaðið „Jerúsalem Post“ lofaði í dag Pál páfa fyrir mannkær- leitka og hina trúarlegu auð- mýkt, sem hann sýndi á pílagríms ferð sinni. Blaðið gagnrýnir Yitzahk Nissim, æðsta Gyðinga- prest í ísrael, fyrir að hafa ekki sent páfa kveðju. í ræðu, sem Páll páfi hélt á sunnudagskvöldið, ræddi hann gagnrýni, sem fram hefur kom- ið á Píus páfa XII. En hann hef ur verið átalinn fyrir að for- dæma ekki Gyðingamiorð nazista. Páll páfi kvaðst vilja vísa þess- ari gagnrýni á bug og sagðist vita, að á styrjaldarárunum hefði Píus páfi gert allt, sem í hans valdi stóð til þess að hjálpa þeim, er í nauðum voru staddir, án tU- lits tiil trúar þeirra. — Nornagestur Framhald af bls. 24. Andreasen. skipstjóra á Norna gesti: „Það var ekki fyrr en á laug- ardag, sem ég vissi, að skips míns væri saknað,“ sagði Andreasen,“ en þá heyrði ég í danska og norska útvarpiniu, að leit væri hafin og varð mjög undrandi. Við ætlhðum að hafa viðkomu í Þórsihöfn á leiðinni tU Bretlands, en vegna þess hve við töfðumst í veðrinu suður af íslandi, hættum við við það, tU þess að geta selt í Aberdeen í dag.“ „Við héldum tU veiða við ís- land 17. des. sl. og vorum komn- ir á miðin fjórum dögum síð- ar,“ hélt skipstjórinn áfram. — „Veður var fremur slæmt á miðunum, en við veiddum á hverjum degi þar til á gamla- ársdag. Þá lögðum við af stað heim. Um miðnætti á nýjárs- nótt hafði ég samband við konu mína í Þórshöfn og óskaði henni gleðilegs árs og daginn eftir ræddi ég við bróður minn,’ skip- stjóra á Grírni Kamban. Síðan bilaði sendirinn og við gátum ekki látið frá okkur heyra.“ — Fauk útaf Framhald af bls. 24. — Hæðin frá vegarbrún og að bílnum er á annan tug m. Hann lenti akkúrat í skaflg en báðum rnegin við hann var stórgrýtisurð. Enginn vafi leik ur á því, að hefði bíllinn ekki lent í skaflinum, hefði hann farið í spón. Þá hefði ekki þurft að spyrja um afdrif far þega Furðulegt má telja, hvað við sluppum vel. — Við komuimst út um glugga á hægri hliðinni, þar sem hurðin er á vinstri hlið, sem niður vissi. Fólkið vor talsvert dasað eftir veltumar, einkum höfðu þó konumar skelfzt. Við fórum nokkrir á undan hópnum að sæluhúsi, sem er þarna á heiðinni nokk urn spöl frá. Allslæmt veður var; gekk á með vindhviðum, og á veginum utrðuim við að vaða leðju og ganga á svelU tii skiptis. 1 sæluhúsinu er sími, og náðum við svo að segja þegar sambandi við ólafsvík. Báðum við um, að bifreið yrði send eftir okikur, og einnig læknir, þar sem öku maður okkar óttaðiist, að ein- hverjir kynnu að hafa brenmzt af sýru, sem slettst hafði á þá úr rafgeymi. Við þurftum ekki að bíða nema svona um hálftíma, þair til bíllinn kom og læknirinn með. — Við rannsókn kom I Ijós, að enginn var alvarlega slas- aður. Menn voru með skráiru- ur og fundu fyrir eymsluim, sumir hverjir. í dag, mánudag, frétti ég þó, að meiðsli fólks- ins væru nú farin að gera vairt við sig. Hef ég heyrt uim 4, sem hafa verið fluttir tH lækn is. — Um nóttina, etftir að kom ið var til Ólafsvíkur, þar sem tvær stúlkur urðu eftir, var ferðinni haldið áfram til Stað arsveitar. í þetta sinn vair far inn Ennisvegur og svo fyrir Jökul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.