Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 24
yn PMT-Mi [SO!J> WU11 > m!stíi SGöGN, STERKOG STIUHREIIM Bifreið með 17 manns fór LSgregluþjónar bera burtu u mferðartálmanir á Strandgötu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ ). Nornagestur kom heilu og höldnu til Aberdeen Banaslys á Akureyri Akureyri, 6. jan. DAUÐASLYS varð í umferð- inni hér í bæ kl. 18 í kvöld. Öldruð kona varð fyrir vinstra framhorni Landrover-bíls syðst í Gelslagötu, hlaut á>verka á höfði og var flutt meðvitundar- lítil í sjúkrahús, þar sem hún andaðist á tíunda tímanum. Konan hafði gengið skálhailt vestur yfir götuna, en rétt í því beýgði bíllinn til norðurs frá Ráðhústorgi. Sjónarvottum ber saman um, að bílnuan hafi verið ekið mjög hægt, enda stöðvaði ökumaður þegar í stað, er árekst urinn varð, Og var þá framendi bílsins aðeins 20 cm. norðan gangbrautarinnar. Konan var dökkklædd, og götulýsing er þarna afar léleg, þótt staðurinn sé í hjarta bæjarins. Skv. ósk lögreglunnar verður nafn konunnar ekki birt að svo stöddu. — Sv.P. Viðtal við Thorvald Aberdeen 6. janúar. — Einkaskeyti frá AP). LÍNUVEIÐARINN Norna- gestur frá Þórshöfn, sem saknað var á laugardag, kom skipstjoravin Andreasen til Aberdeen á laugardags- kvöldið heilu og höldnu. Tal- stöð Nornagests bilaði á nýj- ársdagskvöld og því gat hann ekki látið frá sér heyra. Norna gestur var á leið frá miðun- um við Jökul' til Grimsby með viðkomu í Þórshöfn, en á nýjársnótt lenti hann í vondu veðri út af Eyrabakka. Tafðist línuveiðarinn vegna veðursins og skipstjórinn ákvað að hætta við að sigla til Þórshafnar og halda beint til Skotlands til þess að missa ekki af sölunni í dag. 26 menn voru með Nornagesti og var umfangsmikil leit hafin að línuveiðaranum. Hér á eftir fer stutt viðtal við Thorvald Framh. á bls. 23 Síld ALLGÓÐ síldveiði var aðfara- nótt sunnudags á Skeiðarárdjúpi við Meðallandsbugt. Fékk 21 bát- ur -um 26 þúsund tunnur. Farið var með síldina til Eyja, og fór nokkur hluti hennar í frystingu, en mest í bræðslu. Aðfaranótt mánudags var stormur og rign- ingarsuddi eystra, en upp úr hádegi í gær fóru síldarbátarnir að halda austur frá Eyjum. Allar þrær eru nú fullar í Vestmanna- eyjum. Sumir unglinganna voru undir áhrifum áfengis, en ekki var það almennt. — Lögreglan gerði það, sem í hennar vSIfti stóð, til þess að afstýra vandræðum. Voru fjölmargir unglingar gripmr vegna óláta og þeim ekið í lög- reglustöðina. — G.E. Goðofossmólið fyrir rétt í febrúor? Einkaskeyti til Mbl. Newark, New Jersey, 6. jan. — AP. í DAG átti að taka fyrir mál þriggja Bandaríkjamanna hér í borg, en þeir eru sakaðir um að hafa gert tilraun til þess að smygla sex millj. dollara virði af írskum happdrættis- miðum (Irish sweepstakes) til Bandaríkjanna í marz J S)62. Þrír íslenzkir sjómenn, voru við mál þetta riðnir á sínum tíma, munu þeir verða beðnir að mæta fyrir réttin- um sem vitni. Réttarhaldi í máli Bandarikjamannanna þriggja hefur verið frestað til 10. febrúar nk., en talsmenn réttarins segja, að svo geti farið að málinu verði þá enn frestað. Sé þannig oft um mál af þessu tagi. Skýrt hefur verið frá því að saksóknar- inn muni snúa sér til íslend- inganna þriggja þremur vik- um áður en réttarhaldið fer fram, og biðja þá að mæta sem vitni. Heyrzt hafði, að íslendingunum muni e. t. v. gefast kostur á að bera vitni í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, en talsmenn rétt- arins sögðu í dag að þeir myndu verða beðnir að kopaa til Newark. — íslendingarnir þrír hafa ekki sætt ákæru í máli þessu. Þeim var haldið skamman tíma í New Jersey sem vitnum í marz 1862, en síðan leyft að sigla heim með Goðafossi. — Fram skal tekið, að happdrætti eru ólögleg í Bandaríkjunum. Lenti akkúrat í skafli, báð- um megin var stórgrýtisuri, seg/r einn fart>eginn i bilnum, sem fauk, Guðmundur Þorgrimsson MORGUNBLAÐIÐ hefur haft tal af einum farþeganna, sem voru í bílnum, er fór út af veg inum á Fróðárheiði aðfaranótt sunnudags. Það er Guðmund- ur Þorgrimsson frá Staðastað. Segist honum svo frá: — Dansleikurinn var búinn um kl. tvö, og lögðum við fljótlega af stað þar á eftir. Klukkan hefur líklega verið um 2,30 þegar við vorum að nálgast háheiðina. Þarna var mjög hvasst, og stóð vindur- inn á þá hlið bílsins, sem að hlíðinni sneri. — Mikil hálka var á vegin- um, en brún hans var auð. Bíllinn tók að renna til á svell inu, og þegar hjólin fengu fasta viðspyrnu á vegarbrún- inni, valt hann út a£ veginum. Fór billinn þrjár veltur og stanzaði á hliðinni. Valt hann svo hratt, að menn hreyfð- ust varla til í sætunum. Flest- ir höfðu kastazt út til hliðanna þegar bíllinn fór út af. — Maður skynjaði varla, hvað var að gerast, því að þetta bar svo brátt að og gekk svo fljótt fyrir sig. Ekki beyrð ist í fólkinu á meðan. Framh. á bls. 23 þrjár veltur á Fróðárheiii Ólafsvík, 6. janúar. AÐFARANÓTT sunnudagsins sl. lá við stórslysi á Fróðárheiði, er 17 manna farþegabifreið, Merce- des Benz, frambyggð, fauk út af veginum með 16 farþega og lenti þar á hvolfi. Samkvsemt viðtali við öku- manninn, Karl Asgrimsson, Gröf, Miklaholtshreppi, þá var hann á leið heim til sín af dansleik í Ólafsvík með 16 farþega, 12 þeirra úr Staðarsveit, en 4 frá Akranesi, en Akurnesingarnir áttu bifreið sina geymda hinu megin við Fróðárheiði. Höfðu þeir ekki treyst sér til að aka yfir heiðina söktran mikiltar hálku og hvassviðris. Eins og fyrr segir var mikil hálka á heiðinni og mjög hvasst, allt að 11 vindstigum. Sagði Karl Ásgrímsson, að þegar biíreiðin var komin neðst í svokallaða Rjúpnaborgarbrekku, sem • er skamimt fyrir neðan háheiðina, Ólafsvíkurmegin, sviptist bifreið in til að framan og rann út ai veginum án þess að hann gæti að gert. Biíireiðin fór þrjár veltur og stöðvaðist á hlið. Karl telur það guðsmildi, að engin meiðsli skyldu verða á farþegum við ó- happ þetta. Hins vegar skemmd- ist bifreiðin mikið. Rafmagns- geymir bennar var staðsettur und ir framsæti, og hentist hann úr skorðum. Slettist sýra á nokkra farþega, sem framarlega sátu. Ekki mun það hafa sakað neinn utan þess, að föt munu nokkuð hafa skemmzt af bruna. . Eftir að bifreiðin stiöðvaðist komu farþegar sér út úr henni og gekk það greiðlega. Fóru þeir og ökumaður niður í sæluhús vegagerðarinnar, sem er þarna á heiðinni og var ca. 10 mínútna gangur frá slysstað að sæluhús- inu. Hringt var þaðan til Ólafs- vikur og náðist fljótlega í sim- stöðvarstjórann, Bjarna ólafs- son, sem brá skjótt við og útveg aði bifreið til þess að ná í fólk- ið. Enn fremur fór læknir staðar ins, Arngrímur Björnson, með upp á heiði til aðstoðar ef með þyrfti, en ekki þurfti að gera að neinum meiðslum. Var siðan ekið með allan hóp- inn til Ólafsvíkur. Karl vill taka það fram, að farþegar hafi sýrit mikla stillingu og dugnað við þessar erfiðu aðstæður. Hann seg ir að lokum, að aðbúnaður í sæluhúsinu hafi vægast sagt ver ið mjög ábótavant, hvergi hægt að kveikja ljós eða hita upp, þar sem búið var að brjóta lampa- glös og eyðileggja hitunartæki. Munu illviljaðir ferðamenn á heiðinni þannig hafa svalað skemmdarfýsn sinni. Vegagerðin hafði nýlega endurnýjað öll tæki sæluhússins fyrir veturinn. H.K. Ölvaður unglingur um fermin garaldur, (andlitið gert óþekkj- anlegt), á Strandgötunni í Haf narfirði í gærkveldi. Þrettándadlæti unglingá á Strandgötu í Hafnarfirði UPP úr kl. átta í gærkvöldi tóku unglingar að safnast saman á Strandgötunni í Hafnarfirði. Höfðu þeir í frammi alls konar ærsl og óspektir, svo að lögregl- an hafði nóg að gera fram eftir öllu kvöldi. Undanfarin ár hefur jafnan farið svo á þrettándakvöldi í Hafnarfirði, að unglingar hafa haft skrílslæti í frammi og jafn- vel valdið spjöllum. Svo fór og í þetta sinn, að gamlárskvöld var rólegt í Hafnarfirði, en í gær kvöldi var engu líkara en götu- skríll sprytti upp úr jörðunni I hjarta bæjarins. Flestir voru unglingarnir mjög ungir, 11 — 14 ára, en þeir elztu munu hafa verið um 17 — 18 ára. Eldri unglingar tóku yfir- leitt ekki þátt í óspektunum. Reist var götuvígi úr drasli yfir götuna og reynt að tálma um- ferð á annan hátt. Eirinig voru bílar færðir til og reynt að velta öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.