Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 3
MORCUNBIAÐIÐ 3 Þriðjudagur 7. jan. 1964 Þ AÐ vakti mikla athygli fyrir jólin þegar Austur- Þjóðverjar féllust á að heimila íbúum Vestur-Ber- línar að heimsækja ætt- ingja sína í Austur-Berlín yfir hátíðirnar. En ekki var þar með sagt að slakað væri á eftirlitinu við múr- inn að því er varðaði Aust- ur-Þjóðverja sjálfa, og voru þeir eftir sem áður jafn innilokaðir. Sást þetta bezt á jóladag þegar 18 ára rafvirkjanemi, Paul Schulttz, reyndi að strjúka vestur yfir múrinn. Hann komst ekki á leiðarenda. — Austur-þýzkir landamæra- verðir skutu hann bana- skoti í bakið. Sjónarvottur í Vestur-Ber- lín segir svo frá flóttatilraun Schultz og félaga hans: Hanzki Paul Schultz varð eftir á gaddavírnum Þegar Paul Schultz var myrtur við múrinn Þeir komu hlaupandi að múrnum. Félagi Pauls komst upp á gaddavírinn og hefði getað stokkið niður í Vestur- Berlín. En hann gerði það ekki, heldur beið hann eftir að hjálpa Paul Schultz upp á múrinn. Allt í einu heyrðust hróp og köll. Þrír austur-þýzk ir verðir komu hlaupandi. Svo kvað við skot, og Paul fórnaði höndum. Félagi hans teigði sig þá niður og dró Paul upp á múrinn. Þegar þeir félagar voru báð ir komnir upp á múrinn heyrð ust fleiri skot. Paul Schultz rak upp óp og féll ofan af múrnum í fangið á vestur- þýzkum lögregluþjóni, sem skundað hafði á vettvang strax og fyrsta skotið heyrð- ist. Var Paul Schultz þá lát- inn. Þessu næst aðstoðaði lög- regluþjónninn félaga Pauls við að komast niður, og var sá ósærður. Snjórinn við múr- inn, þar sem Paul féll, varð rauður af blóði hans, en á gaddavírnum hékk annar glófi hans, fastur. Fjöldi Vestur- Berlínarbúa komu þarna að og settu upp kross úr óhefluð- um fjölum, en umhverfis hann kerti, blómvendi og jólatrés- greinar. Austur-þýzka fréttastofan ADN skýrði frá morðinu á þann veg að tveir menn hafi gert tilraun til að fara yfir múrinn og ekki sinnt aðvör- Paul Schultz unarkalli landamæravarðanna né aðvörunarskoti. Hafi þá verið skotið á þá og annar þeirra „sennilega særzt“. Ludwig Erhard kanzlari minntist Paul Schultz á fundi með fréttamönnum í Bonn. „Þetta andstyggilega morð við múrinn á hátíð kærleiks og friðar fyllir okkur öll við- bjóði og gremju", sagði Er- hard. Þá hafði'verið ákveðið að fulltrúi borgarstjórnarinn- ar í Vestur-Berlín færi í könn unarferð til Austur-Berlínar og að nýju hliðunum fjórum í múrnum, en vegna morðs- ins var hætt við það. En þrátt fyrir morðið var ekkert lát á ferðum Vestur- Berlínarbúa til ættingja sinna fyrir austan. Lætur nærri að um ein og hálf milljón manna hafi notað þetta ■ fyrsta tæki- færi frá því múrinn va'r reist- ur í ágúst 1961 til að heim- sækja ættingja. tws u; Nýja flugvélin, Sólfaxl, á Reykjavíkurflugvelli á laugardag. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Eldur út frá sorprennu KLUKKAN 19,25 á mánudag var slökkviliðið kvatt að Skaítahlíð 34. Rusl hafði stíflast þar í sorp- rennu, svo að kveikt hafði verið í rusilinu, til þess að tæma renn- una. Við það kviknaði í út frá rennunni, og urðu töluverðar skemimdir á húsinu. Varð að rífa frá rennunni og brjóta, en auik þess skemmdist húsið af reyk. ------------------------ Nýja Flugfélags- vélin komin Ferðum til Evrópu fjölgar HIN NÝJA flugvél Flugfélags fs- lands, Cloudmaster DC-6B, kom til Reykjavíkur frá Kaupmanna- höfn síðdegis á laugardag. Flug- vélin var keypt af SAS, og er j hún nýuppgerð. Engin athöfn var við komu vélarinnar. Jóhannes Snorrason flaug vélinni lieim. Vélin er „systurskip“ Skýfaxa, tekur yfir 80 farþega í sæti. Hún á að heita Sólfaxi eftir vélinni, •em brann inni í Grænlandi í vetux. í sumar mun enn fjölga ferð- uma hjá Plugfélagi íslands. Verða farnar þrjár ferðir til Lundúna í viku hverri og tíu til Kaup- mannahafnar (þrjár um Osló og sjö um Glasgow). Verða því alls tíu ferðir til Bretlands og tíu til Danmerkur í hverri vifku. — Þessar ferðir munu Cloudmaster vélarnar tvær annast ásamt Viscount-vélinni Gullfaxa. yaátftHwíÍiÍwrtir Áhöfnin, sem flaug Sólfaxa heim. STAKSTtlMiVR Eysteinn „hleypidómalaus“ f RIXSTJÓRNARGREIN & 1. sunnudag lýsir Tíminn áramóta- hugleiðingum Eysteins Jónsson- ar, formanns Framsóknarflokks- ins, sem hann segir hafi verið „skýr og hleypidómalaus yfir- sýn um. áhrif stefnu „viðreisnar- stjórnarinnar og framtak fólks- ins í landinu“. Síðan segir blaðið: „Unga fólkinu var ekki ætl- aður sami sess í þjóðfélaginu og áður, meðan þeirri stefnu var fylgt, sem Framsóknarflokkur- inn réð meiru um. Hér er stefna stórkapitalismans að verki og liún byggist m. a. á því, að ungt folk'almennt eigi ekki að vera að brjótast í því að eignast eigin ibúðir. Það eigi að vera góðir leigjendur hjá þeim, sem hafa til þess fjármagn að koma upp ibúðum „á hagkvæman hátt“. Bændur eiga að vera mátulega fáir og þoim á að fækka skipu- lega meg því að þrengja að landbúnaðinum. Fiskimenn eiga ekki að fást við útgerð né vera að brjótast upp í útgerðarstétt, heldur róa á bátum annarra. Almonningur á ekki að fást við verzlun, viðskipti, vinnslu af- urða eða iðnað í samvinnufélög- um, heldur fela allt sitt ráð þeim, sem hafa næga peninga til þess að annast þetta.“ „Stórkapitalistarnir“ orðnir æði margir Málflutningur á borð við þennan er raunar þess eðlis, að ástæðulaust ætti að vera að hafa um hann mörg orð. Þó mun svo vera, að til séu þær sálir, sem enn taka alvarlega stjórnmála- skrif Tímans og öfugrr.æli Fram- sóknarleiðtoganna. Þess vegna taldi Morgunblaðið rétt að vekja athygli á þessum ummælum, þótt raunar viti það hvert manns- harn, að um land allt byggir fólk sér íbúðir, að framkvæmdir eru meiri í landbúnaði en nokkru sinni áður og fjöldi fiski- nxinna hefur „brotizt upp í út- gerðarstétt", enda eru nú á tveggja ára tímabili flutt inn hvorki meira né minna en 125 glæsileg fiskiskip, sem einmitt eru í eigu fjölda einstaklinga, sem samkvæmt ummælum. Tim- ans heita héðan í frá „stórkapi- talistar“. Það fer ekki að verða leiðinlegt að vera nefndur því nafni, þegar það er gefið öllu dugmesta fólkinu, sem brýst í því að koma sér upp íbúðum, bátum eða verzlunar- og iðn- fyrirtækjunx Áróðurinn hefur mis- tekizt En nú hafa Framsóknarfos ingjarnir og málsvarar þeirra um 5 ára skeið haldið uppi fávís- legum haturs- og öfugmæla- áróðri. Þetta hefur raunar ekki hryffgt þá, sem í andsvari hafa staðið, þótt í aðra röndina sé leiðinlegt að þurfa að deila við menn, sem aldrei fást til mál- efnalegra umræðna. Aðalatriðið er þó, að fólk sér stöðugt betur í gegnum blekkingarvef Fram- sóknarforkólfanna, og þess vegna fer líka vegur málgagns þeirra, fréttafölsunarblaðsins, stöðugt minnkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.