Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. jan. 1964
MORGUNRIADID
3
fróðleik. Eftir 8 daga eða svo
kemur hver flokkur svo fram,
og heldur fyrirlestur fyrir
bekkinn um sitt efni og sýnir
teikningar sínar og kort til
skýringar. ' Og svo afhenda
börnin kennaranum vinnu-
bækur sínar, sem geymdar
eru fram á vorsýninguna,
þegar foreldrar þeirra geta
fengið að sjá jfer.
*
— Mér finnst þetta meira
þroskandi fyrirkomulag en
lexíulærdómurinn, segir'
Marinó Stefánsson. Þó hreyf-
ing sé og suða í bekknum, eru
allir í starfi og börnin verða
að hugsa meira sjálf. Ég held
að þetta sé framtíðarkennslu-
aðferðin og muni geta ú.trýmt
námsleiða. Flestum börnum
þykir gaman að þessu og
verða síður léið en ef þau
eiga að sitja lengi og hlusta.
— Að öðrum þræði er líka
félagslegt uppeldi í því fólgið
að læra að koma sér saman
í flokkum. Það er í samræmi
við okkar lýðræðisskipulag.
Einhvern tíma verðum við að
kenna börnunum það og æfa
þau í því.
Þó krakkamir í 11 ára E
sitji ekki kyrr í sætum sínum
er furðulega lítill ys og þys
í stofunni. Þriggja manna
hefnd ffá þeim hefur líka
samið með kennaranum regl-
ur, sem hanga uppi á vegg og
þær reglur hafa verið sam-
þykktar af bökknum. Þær
hljóða svo:
1. Komast skal fljótt til
verks og halda vel áfram.
2. Samtal ætti helzt ekki að
vera, nema um námsefni og
þá hljóðlega.
3. - Af þeim heimildabók-
um, sem fátt er til af, ma
hver ekki taka nema eina.
4. Ekki má fara með heim-
ildabækur heim til sín nema
með leyfi kennara.
5. Bókum og áhöldum -sem
fengin eru að láni, ber að
skila á sinn stað, í röð og
röglu.
6. Leyfilegt er að ganga um
stofuna, þegar þarf, en ekki
má trufla aðra flokka, seni'
eru að vinna og varast skai
að hrista eða ryðja niður af
borðum annarra.
Þessar reglur eru sýnilega
allvel haldnar í 11 ára bekk
E. Þær mættu kannski koma
upp á fleiri veggi, þar sem
fullorðnir starfa saman.
Fjórip nemendur vinna saman að einu verkefni. Hérna safna 4 telpur efni í verkefni sitt og
skrifa í vinnubækur.
í STÓRRI bjartri kennslu-
stofu er heill hópur 11 ára
barna önnum kafinn. Sum
sitja við borð og líma mynd-
ir í vinnubækur eða skrifa
skýringar, önnur liggja í
smáhópum á gólfinu kring-
um kort og í einu horninu '
standa fjórir .piltar við líkan
í kassa. Þetta er landafræði-
tími hjá Marinó Stefánssyni
kennara í Breiðagerðisskóla.
Fjórir strákar sýna okkur
líkanið sitt, sem er snilldar-
vel gerð mynd af Rínardaln-
um, fjöllin og dalurinn gerð
úr sandi, blár þráðarspotti
sýnir ána Ruhr, plastkubbar
eru verksmiðjur og íbúðar-
hús og bátar úr leir sigla á
Rínarfljóti. Merkispjöld sýna
nöfn á fjöllum, borgum og
ám. — Við erum að læra um
Þýzkaland, segja strákarnir.
Fjögurra drengja flokkur
ardalnum með fjöllum, ám,
hjá drengjunum.
CifARlr
en si lesa
úr 11 ára bekk E hefur i landafræðitíma búið til likan af Rm-
verksmiðjum o. fl. Kennarinn, Marinó Stefánsson, skoðar verkið
x þau lesa það heima og skýrir
það fyrir þeim, og ryður
þannig brautina. Þau hópa sig
svo saman í flokka og kenn-
arinn deilir niður verkefninu.
Nú er tekið til starfa, börnin
kynna sér viðfangsefnið. Þau
fá til þliðsjónar vinnubækur
um það, geta flett upp í göml
um landafræðibókum og eru
hvött til að viða að sér meiri
r
Þetta er miklu skemmtilegra
en'að lesa um það í bókum.
Rétt hjá þeim liggja fjórar
telpur á magánum kringum
kort af Bretlandi og teikna
menn og dýr. — Við höfum
veðráttuna í Bretlandi og
landbúnaðinn, segja þær, og
merkja komrækt og kartöflu-
rækt inn á írland og sauð-
fjárrækt á Skotland. — Við
sýnum hvað eru mörg dýr á
móti hverjum manni, segir
ein til skýringar. — Og þarna
er Golfstraumurinn. Hann
kemur líka til íslands, segir
önnur.
Við eitt borðið sitja dreng-
ir og líma myndir inn í vinnú
b.ækur. — Við erum með
borgirnar í Þýzkalandi, segja
þeir, og bæta við til skýring-
ar að þeir safni viðeigandi
myndum úr bókum og bióð-
um. — Lesið þið þá dagblöð-
in? — Spyrjum við. — Já,
já, en mest íþróttirnar og
framhaldssöguna.
Marinó Stefánsson, kenn-
ari, hefur undanfarin ár, tek-
ið upp þessa kennsluhætti í
10, 11 og 12 ára bekkjum sín-
um, byrjaði á því 1957, og er
eini kennarinn í Breiðagerðis
skóla sem hefur þennan hátt
á. Verklega kennslan stendur
yfir í viku eða 10 daga í einu,
í náttúrufræði- og landafræði
tímum, og einnig eru notaðar
vinnubækur í íslandssögu og
biblíusögu, en þá lætur
Marinó krakkana ekki vinna
alveg jafn frjálst.
Námsskráin mælir svo fyr-
ir, að 11 ára börn skuli í landa
fræði læra um Norðurlönd,
Þýzkaland og Bretlandseyjar.
í upphafi kynnir Marinó börn
unum allt verkefnið, lætur
Þessar fjórar stöllur liggja á gólfinu og teikna kort af Bret-
lanði.. * (Ljósm. Sv. Þorm.)
rn
v
Fiskveiðiráðstfcfnan
í London
0
Alþýðublaðið ræðir í gær fisfc
veiðiráðstefnuna í London og
kemst þá m.a. að orði á þessa
leið:
„Athyglisvert er við þessa ráð _
stefnu, að Bretar telja nú löglegt
að færa fiskveiðllögsögu út í 12
mílur, jafnvel þó ekki sé um að
ræða svo sérstakar aðstæður sem
eru við ísland. Þetta er staðfcst
ing á hinum algera ósigri þeirra
í deilunni við íslendinga undan
farinn áratug. Hinsvegar vilja
þeir enn afj slík útfærsla gerist
með samkomnlagi við aðra en
ekki einhliða. Eru þeir að skapa
aðstöðu til útfærslu á sinni eig
in fiskveiðilandhelgi og vilja fá
um það samkomulag við megin-
landsríkin, sem stunda veiðar
við strendur Bretlands. Virðist
það hafa tekizt.
Stórveldi snúa sjaldan við
blaði í utanríkisstefnu á einni
nóttu. Samkomulagið milli Breta
og meginlandsþjóðanna er stórt
skref af þeirra hálfu í áttina til
þeirrar afstöðu, sem íslendingar
hafa byggt á undanfarin ár.
Þessi viðburðir sýna, hversu
skynsamlegt það var af ríkis-
stjórninni að leysa deiluna um
landhelgi okkar með samning-
um eins og gert var. Hefði verið
fylgt þeirri stefnu Framsóknar-
manna og kommúnista að semja
ekki við neinn, er hugsanlegt að
brezki flotinn væri enn á verði
um landhelgisbrjóta innan 12
mílnanna**.
Jarðeldar og heilsufar
Baldur Johnsen Iæknir ritar
grein undir þessari fyrirsögn í
nýjasta hefti „Fréttabléfs um
heilbrigðismál“. Ræðir hann þar
um áhrif eldgosa á heilsufar Is-
lendinga. En þau hafa oft verið
mikil og örlagarík á liðnum öld
um. Kemst læknirinn að þeirri
niðurstöðu að ekkert eldgos sem
mönnum er kunnugt um hér á
landi hafi valdið jafnmiklum
skaða og Skaftáreldamir, en um
þá segir svo í Ketilstaðaannál frá
árinu 1783:
„Vetur harður með miklum
frostum og áfreðum fyrir norðan
og austan, batnaði með Aprili.
Á Suðurlandi upp komu jarðeld
ar úr sjó fyrir sunnan Geirfugla
sker, hvar þeir upp skutu einu
stóru skeri eður eylandi, sem
strax var kóngi markað, en sökk
litlu þar eftir.
Svo komu upp eldar úr jöklin
nm fyrir norðan Mýrdal á Síðu
með svo mikilli frekju að þar
gjöreyddust 23 bæir, á hverra
tveimur, sem voru Skál og Hólma
sel, að stóru kirkjur, en Ásar í
Skaftártungum var nær fallinn
af jarðskjálftum, er fylgdu að
venju þessum bruna ógnarlegir
með eldingum og brennisteins-
rigningu, samt byltingum, svo
að Skaftá uppþornaði og upp
kom hraungarður í farvegnum,
hvers hún svo síðar, þá hún náði
rennslinu, aftur vitjaði“.
„Mikið magur og
óþrifalegur“
Síðar í þessari lýsingu er frá
því sagt, að af þessum jarðeld-
um hafi leitt mikið öskudrif yfir
landið, grös hafi sölnað og „bæði
naut, hestar og sauðfé eigi á því
þrifust, en kálfar og lömb, er þá
á legg komust, urðu mjög skamm
vinn sökum beinhnúta og gadd-
jaxla —“
„Mikið magur og óþriflegur
var á þessu hausti fénaður
manna á íslandi".