Morgunblaðið - 23.01.1964, Qupperneq 6
6
MORGUN BLADIÐ
Fimmtudagur 23. jan. 1964
Heimur batnandi fer
„ALLT hefur breytzt til
batnaðar.,“ sagði Málfríður
Hansdóttir, þegar hún átti
samtal við Stefán Jónsson,
fréttamann í útvarpið á 100
ára afmæli sínu s.I. þriðju-
dag. Margir voru undrandi
yfir því að hlusta á gömlu
konuna í útvarpinu þá um
kvöldið, hversu ungleg og
gáskafull rödd hennar var,-
en undir niðri djúp og virðu-
leg alvara. Það sem hefur
ekki sízt vakið mikla at-
hygli, var sú hreina og óflekk
aða bjartsýni á framtíðina,
sem fram kom af orðum þess
arar 100 ára gömlu konu. —
Morgunblaðið hefur af ýms-
um verið beðið um að birta
útvarpssamtalið við Mál-
fríði Hansdóttur og er það
gert með mikilli ánægju. —
Hún setur ungu fólki gott
fordæmi, hún treystir því fyr
ir nýju landi, jafnframt því
sem hún er ein af þeim ágætu
fulltrúum gömlu kynslóðar-
innar, sem æskan mætti taka
sér til fyrirmyndar.
Útvarpssamtalið við Mál-
friði Hansdóttur fer hér á
eftir:
„í kvöld skulum við tala
við gamla konu, fíngerða,
grannvaxna, með svolitla
slikju á augunum, þar sem
hún stendur við herbengis-
gluggann sinn, teinrétt undir
hundrað ára byrði, Málfríði
Hansdóttur að Narfeyri á
Skógarströnd, sem varð eitt
hundrað ára í dag.
— Málfríður, hvar ert þú
fædd?
— Á Litla-Hrauni í Kol-
beinsstaðahreppi.
— Hverjir voru foreldnar
þínir?
— Hans Hjaltalín, hrepp-
stjóri þeirra og Sigriður Sig-
urðardóttir. Þau fiuttu svo
þaðan að Jörfa, sama hrepp.
Þá hef ég líkiega verið árs-
gömul, eða um það bil.
— Og þú manst vel eftir
árunum á Jörfa?
— O, ekki er það nú vel,
því þá var ég ekki nema sex
ára, þegar ég fór þaðan. —
Þá missti ég móður mína.
— Og faðir þinn?
— Stóð uppi með níu böm.
Heiðunshjónin í Brokey, Jón
Hjaftalin og Hildur Vigfús-
dóttir (þeir vom bræðrasyn-
ir) buðu að taka eitt okkar
systkinanna, af góðvild nátt-
úrlega, því þá var bart í ári
á þeim tíma, hann hefjir víst
verið fátækur. Svo það varð
úr að ég vaæ látin fara. Ég
var nú ekki viljug að fara og
faldi mig í vindauga, en það
var náttúrlega gerð leit og
ég fundin. Þá fór ég.til þess-
ara heiðurshjóna, ég var hjá
þeim eins og hjá beztu for-
eldrum, það segi ég satt, þang
að til ég varð 21 árs. Þá, eins
og gerðist og gekk, fór mað-
ur nú að hugsa til hjúskapar.
Ég ólst upp með manmsefni
mínu ....
«
— Ögmundi?
— Já, Ögmundi Hjartar-
syni.
— Svo settuð þið saman
bú?
— 1 Hörðudal, já, Fremri-
Vífilsdal í Hörðudal. Þar
bjuggum við í 39 ár.
— Og eignuðust hvað mörg
börn?
— Þrjú börn. .
— Nú manst þú, Málfríð-
ur, á þessum tíma, harða vet-
ur?
— Ójá, þeim man maður
nú helzt eftir. Það vom marg-
ir harðir vetur á því tíma-
bili.
— Hvaða afmælisdagur
mundi nú hafa verið hvít-
astur?
— Árið áttatíu, ég held
hann haifi verið talinn harð-
astur, 1880. Þá var 36 stiga
írost.
— Hefur þú ennþá sjón,
Málfríður?
— Ekki til að lesa. Það em
tvö ár síðan ég hætti að geta
lesið. Áður gat ég lesið mér
til gamans í blöðum og svo-
leiðis.
— En þú hefur ennþá sjón
til þess að bera þig um?
— Já, mikil lifandis ósköp,
— Sálarlífið er svo heil--
brigt, 'ég man vel eftir mér
þegar ég var á Jörfa, ég man
ósköp vei eftir mörgu þar,
það er nú líkast til. Ég held
ég gæti þekkt aftur þúfuna,
sem við lékum okkur mest.
— Er langt síðan þú hef-
ur komið þangað?
— Að Jörfa? Aldrei síðan
á ævinni.
— Málfríður, nú manst þú
náttúrlega tímana tvenna. —
Finnst þér fólkið hafa breytzt
á íslandi?
— Já, að mörgu leyti, og
til batnaðar. Menningin og
menntunin hefur náttúrlega
breytt fólkinu alvég. Þá var
allt að kæfast, þá var ekkert
nema vinnan, vinna, vinna til
þess að geta haft ofan í sig
og utan á. Allt befur breytzt
til batnaðar nú á öldinni, það
skiptist allt til batnaðar um
aldamótin. Til að mynda með
búskapinn, það var ekki lítið
hvað þá batnaði margt, elleg-
ar húsakynnin þá, mér finnst
bara eins og þetta sé allur
annar lj,eimur, það er ekkert
annað orð til yfir það. Það
er bara eins og maður sé
kominn í annan heim.
— Og enn heldur það áfram
að batna?
— Já, það heldur áfram. —
Mlaður veit bara ekki hvar
þetta endar. Ætli það haldi
ekki áfram meðan heimur
stendur."
Málfríður Hansdóttir.
ég get hlaupið hér um al.lt.
Heilsan er sæmileg að öllu
leyti nema, ja við getum kall-
að það ellilasleika. Það er
eins og við hugsuðum okkur
vél sem gengur, það er eiins
og allt slitni ef eitt stykkið
bilar.
— Þú hefur ennþá alveg
óbilað minni?
Fjárlög rædd
í USA
— breytingar
bobabar
Washington, 21. jan. — AP.
JOHNSON, Bandaríkjafor- í
setií lagði í dag fyrir banda-
ríska þingið fjárlagafrum-
/varp fyrir fjárhagsárið 1964
1— ’65. Gerir forsetinn þar ráð
i fyrir útgjaldalækkun, að upp
hæð 97.9 milljarða dala.
Af frumvarpinu kemur
fram, að gert er ráð fyrir
lækkun til landvarna, og nem
ur hún 1.3 milljarðl Hins
vegar er gert ráð fyrir að
1 milljarður renni til starf-
Isemi, er miðar að því að út-
rýma fátækt
í frumvarpinu er gert ráð
fyrir tillögu Kennedys, fyrr-
um íorseta, um skattalækk-
un. Þó hún sé talin munu
nema 11 milljörðum, verður
greiðsluhalli fjárlaga, skv.
frumvarpinu, 5 milljörðum
minni en á núverandi fjár-
hagsárL
Pabbi í fjórða sinn
Einn þeirra, sem hringdi í
gær sagðist nýlega hafa orðið
pabbi — og það í fjórða sinn.
Var manninum að vonum mik
ið niðri fyrir — og svo, að ég
gleymdi að spyrja hvort það
hefði verið strákur eða stelpa,
hve margar merkur og svo
framvegis. En auðvitað er það
sjálfsögð kurteisi að spyrja um
allar helztu staðreyndir í mál-
inu, enda þótt það fari inn um
annað eyrað og út um hitt hjá
okkur karlmönnum.
Konan fæddi sem sagt í byrj
un vikunnar — og það munaði
sáralitlu, að eiginmaðurinn
þyrfti að taka á móti barninu.
Þess vegna var hann enn svona
æstur. Hann sagðist ekki vera
menntaður til starfsins — og
enda þótt hann gerði nú ýmis-
legt, sem hann hefði ekki fag-
lega kunnáttu til, þá treysti
hann sér ekki til að taka á móti
barni.
Og ástæðan var sem sagt sú,
að þegar hann hringdi í sjúkra
liðið var enginn bíll á stöðinni.
„Bíllinn er uppi við Brúar-«
land“, sagði stöðin. „Við vit-
um ekkert hvenær hann kem-
ur“.
Maðurinn varð auðvitað
skelfdur og spurði hvað þetta
ætti að þýða, hvort það væri
aðeins einn bíll? Já, þeir voru
ekki með fleiri þann dgginn.
Taka oft á móti
börnum
En svo kom bíllinn loksins
frá Bfúarlandi og konan fæddi
á Fæðingardeildinni tíu mínút-
um eftir að þangað kom. Þar
skall hurð nærri hælum. En
faðirinn sagðist varla trúa því
að einungis einn bíll væri á
stöðinni að staðaldri. Sagði hins
vegar að gott væri að láta
þetta koma fram, ef það gæti
orðið einhverjum til viðvörun-
ar — einhverjum eiginmann-
inum, sem ekki væri leik-
inn í að taka á móti börnum.
Eg hringdi í slökkvistöðina,
sem gegnir hinu tvíþætta hlut
verki — að slökkva eld og
flytja sængurkonur. Ingimund
ur Guðmundsson kom í sím-
ann og sagði, *ð tveir sjúkra-
bílar væru að staðaldri á stöð
inni, hægt væri að grípa til
þess þriðja. En stöðin þyrfti
fleiri bíla og fleiri starfsmenn,
ef hún ætti að anna Öllum sín-
um verkefnum svo vel færi.
„Við erum í alls konar auka-
snatti", sagði hann — „flytja
sjúklinga milli sjúkrahúsa og
því um líkt — og þess vegna
kemur það fyrir, að við getum
ekki sinnt öllu um leið og kall
ið kemur. Margir okkar hafa
orðið að taka á móti börnum á
leiðinni til Fæðingardeildarinn
ar. Eg er búinn að vera hér í
19 ár og hef tekið á móti barni
a.m.k. sex sinnum".
Þeim er ekki fisjað saman
þarna á slökkvistöðinni.
Loksins
Velvakandi fær mikið af bréf
um. öll eru þau yfirleitt kvört
unarbréf. Menn kvarta yfir ölla
milli himins og jarðar, ekkert
er eins og það á að vera — og
þess vegna kemur það óneit-
anlega fyrir, að grunnt er á
nöldrinu í Velvakanda. En nú
brá svo við, að okkur barst
bréf frá konu, sem furðaði sig
á öllu þessu nöldri. Hún sagði,
að sér virtist sem öllum liði
ágætlega, enginn skortur virt-
ist vera á neinu — og því í ó-
sköpunum fólk væri alltaf að
finna sér eitthvað til að kvarta
yfir. Hér lifði fjöldinn eins og
blóm í eggi, þrátt fyrir allt.
Mér fannst í rauninni kom-
inn tími til að fá eitt slíkt bréf.
Huglækning
Eftirfarandi bréf hefur okk-
ur borizt:
Bækur þær, er seinustu árin
hafa komið út og skýra frá hug
lækningum hér á landi, hafa
selzt á augabragði, og sýnir það
hve almennur áhugi er fyrir
þessum málum. En í sambandt
við það langar mig til að vekja
athygli á bók, sem kom út 1951.
Hún nefnist „Lækningin" og er
eftir írú Ingveldi Gísladóttur.
Þar segir hún frá undursam-
legri lækningu dóttur sinnar,
ellefu ára gamallar, sem hafði
verið sjúk frá tveggja ára aldrL
Bókin kom út á óhentugum
tíma, var ekkert auglýst og
„lagðist til hliðar" hjá bóksöl-
um þegar nýjar bækur komu
á markaðinn. Og hjá bóksölun-
um mun hún liggja enn og eina
hjá höfundi. Þeir, sem eiga
bækur Ólafs Tryggvasonar og
Margrétar frá öxnafelli, ættu
að reyna að ná sér i þessa bók.
— Á. Ó.
ÞURRHIÖDUR
ERli ENUINGARBEZTAR
BRÆOURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Simi 11467.