Morgunblaðið - 23.01.1964, Page 8
MORGUN BLAÐIÐ
Fimrritudagur 23. jan. 1964
Efling Reykhóla
Á FUNDI í Sameinuðu þingi á
miðvikudag þafði Sigurður
Bjarnason framsögu fyrir tillögu
til þingsályktunar um ráðstaf-
anir til eflingar byggðar á Reyk-
hólum. Tillöguna flytur Sigurð-
ur ásamt þeim Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni, Birgi Finnssyni og
Matthíasi Bjamasyni.
Þingsályktunartillagan er svo-
hljóðandi: *
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta fram fara
nýjar athuganir á því, hvernig
hagnýta megi hið forna höfuð-
ból Reykhóla á Reykjanesi
þannig, að byggð þar eflist og
verði jafnframt nálægum sveit-
um til stuðnings.
í þessu sambandi skal sérstfk-
‘ lega athuga möguleika á eftir-
farandi:
1) Auknum stuðningi við hag-
nýtingu jarðhita á staðnum til
gróðurhúsaræktunar.
2) Uppbyggingu iðnaðar, t. d.
mjólkuriðnaðar og þangvinnslu.
3) Umbótum í skólamálum,
t. d. með bættri aðstöðu til ungí-
ingafræðslu og stoínun héraðs-
skóla.
4) Lendingarbótum á Stað á
Reykjanesi eða á öðrum þeim
stað, sem hentugur yrði -talinn.
Ríkisstjórnin skal skipa fimm
manna nefnd til þess að gera til-
lögur um framkvæmdir á Reyk-
hólum og hvernig stuðla megi að
aukinni byggð þar. Skal einn
nefndarmanna tilnefndur af
hreppsnefnd Reykhólahrepps,
annar af sýslunefnd Austur-
Barðastrandarsýslu, en þrír skip
aðir án tilnefningar. Skal nefnd-
in hafa lokið athugun sinni og
skilað tíllögum sínum fyrir 1.
október 1964“.
★
Sigurður Bjarnason kvað
Reykhóla á Reykjanesi vera
glæsilegt og merkilegt höfuðból
frá fornu fari. Þar væru lönd
góð og víð, hiti mikill í jörðu,
náttúrufegurð og víðsýni mikið,
en þessi svip-
mikli staður og
náttúruauðævi
hans hefðu ekki
verið hagnýtt
sem skyldL Ár-
ið 1943 beitti
Gísli Jónsson,
þáv. þingmaður
Barðstrendinga,
sér fyrir því, að
nefnd var skipuð til að gera til-
lögur um framtíðarnot Reyk-
hóla sem skólaseturs og tilrauna
stöðvar fyrir Vesturland. Flutti
Gísli síðan frv. til laga á grund-
velli álits þessarar nefndar, og í
framhaldi af lagasetningu var til
raunastöð í jarðrækt reist á
Reykhólum, sem rekin hefur
verið siðan. Þá hefur landnám
ríkisins unnið miklar ræktunar-
framkvæmdir á staðnum, em-
bættisbústaðir fyrir lækni og
prest hafa verið reistir þar, ný
og myndarleg kirkja byggð,
heimavist við barnaskóla og
sundlaug.
Hins vegar hafa helztu nátt-
úrugæði staðarins, járðhitinn,
ekki verið nýtt sem skyldi, nema
þá til upphitunar örfárra húsa.
íbúar Reykhóla eru nú rúml. 60,
og hafa þeir mikinn áhuga á upp
byggingu staðarins. Einnig verð-
ur þess vart í A-Barðastrandar-
sýslu, að fólkið þar bindur vonir
við Reykhóla og ýmsa starfsemi,
sem þar væri auðvelt að reka
í þágu héraðanna.
Bkoðun flutningsmanna tillög-
unnar er, að brýna nauðsyn beri
til að stuðla að aukinni hagnýt-
*ingu jarðhitans og þá helzt til
gróðurhúsaræktunar, sem hægt
er að reka á Reykhólum í stór-
um stíl. Einnig kæmi til greina
uppbygging iðnaðar, og hefur
þegar verið hafizt handa uin
byggingu mjólkurbús á staðn-
um. Þá er rætt um þangvinnslu
við norðanverðan Breiðafjörð,
sem vel yrði staðsett á Reykhól-
um. Unglinga- og bamafræðslu
hefur verið haldið uppi á Reyk-
hólum við erfiðar aðstæður.
Þarf að ljúka sem fyrst bygg-
ingu kennsluhúsnæðis, og athuga
þarf, hvort ekki sé tímabært að
koma upp héraðsskóla á staðn-
um. Ennfremur er talið, að sam-
göngum við norðanverðan
Breiðafjörð og sambandinu við
Breiðafjarðareyjar væri veruleg
bót að ferjubryggju á Reykja-
nesi. Hefur helzt verið rætt um
bryggjugerð á Stað, og var t. d.
á si. sumri lagður akvegur frá
Stað niður að sjónum og hugsan-
legu bryggjustæði.
Að lokum sagði Sigurður
Bjarnason:
„Það er álit okkar flm. þess-
arar till., að það sé mjög þýð-
ingarmikið fyrir strjálbýlið á
Vestfjörðum, að mynduð verði
ný þéttbýlishverfi á einstökum
stöðum, þar sem framleiðsluskil
yrði eru góð og aðstaða til fé-
lagslegs samstarfs og samgangna
hagstæð. Það er einmitt slík þétt
býlismyndun í strjálbýlinu, sem
getur að okkar áliti á marga
lund orðið því til ómetanlegs
gagns og eflingar, t. d. á sviði
menningar, heilbrigðis, fræðslu
og félagsmála.
Það, sem fýrir okkur vakir
með þesari tillögu, er, að á Reyk
hólum verði byggður upp þrótt-
mikill skólastaður með gróður-
húsarækt, iðnaði og greiðum og
öruggum samgöngum á öllum
árstímum. Ef þetta tækist, mundi
það hafa mikla þýðingu, ekki
aðeins- fyrir byggðina í Austur-
Barðastrandaýslu, heldur fyrir
alla Vestfirði. Það er von okkar
flm. að tillagan megi verða til
þess að koma nýju skriði á
framkvæmdir á Reykhólum,
stuðla að eflingu byggðarinnar
þar og aukinni trú á framtíðina
í þessum fögru og kjarnmiklu
sveitum.
Ég vil að lokum geta þess, að
fyrir nokkru er hafin athugun á
því, hvernig unnið skuli að efl-
ingu byggðar á Vestfjörðum yfir
leitt. Fer sú athugun fram á
grundvelli þáltill., sem samþykkt
var á síðasta Alþingi. Er það
von okkar flm., að jákvæður ár-
angur verði af þeirri athugun
og að henni ljúki innan skamms.
Til þess ber brýría nauðsyn, að
byggð haldist alls stáðar í okkar
landg þar sem aðstaða er góð
til framleiðslu, og fólkið getur
lifað við góð og þroskavænleg
lífskj ör.
Vetfirðingar hafa jafnan tekið
þróttmikinn þátt í framleiðslu-,
starfsemi þjóðarinnar. Það væri
þess vegna mikið tap fyrir þjóð-
arheildina, ef byggð þar héldi
áfram að eyðast. Einskis má því
láta ófreistað til þess að gera
aðstöðu fólksins þar sem bezta.
Eina leiðin til þess, að fólkið uni
við framleiðslustörfin ' úti" um
land, er að tryggja því jafngóð
lífskjör og fólkið nýtur í þétt-
býlinu. Á þéirri grundvallarstað
reynd verður stefna ríkisvalds-
ins á hverjum tíma að byggjast“.
Tillögunni var vísað til síðari
umræðu og allsherjarnefndar.
Afurða- og rekstrarlán lancE-
búnaðarins. rædd á Alþingi
Lánin hækkuðu um 90 millj.
kr. 1963 — Seðlabankinn
hnekkir fullyrðingum Framsóknar
Á FUNDI Sameinaðs Alþingis á
miðvikudag hafði Ágúst Þor-
valdsson framsögu fyrir þings-
ályktunartillögu, sem hann og
átta aðrir Framsóknarmenn
flytja. Gerir tillagan ráð fyrir
því, að bændur fái fullt verð
greitt út í hönd þegar við af-
hendingu vöru’ sinnar. Tillagan
hljóðar svo:
„Alþingi láyktar að skora á
ríkisstjórnina að beita sér fyrir
því, að ríkisbankarnir láti land-
búnaðinurn í té nauðsynleg lán
móts við aðra atvinnuvegi þjóð-
arinnar, m. a. með því að kaupa
afurðalánavíxla vegna landbún-
aðarafurða frá þeim fyrirtækj-
um, sem annast sölu þessara af-
urða, að því marki, að þessi fyrir
tæki geti greitt bændum þegar
við móttöku afurðanna það verð,
sem gert er ráð fyrir í verð-
lagsgrundvelli á hverjum tíma“.
Flutningsmaður sagði bændur
fá tvo þriðju afurðarverðs nokik
ru eftir afhendingu vöru sinnar,
en þriðjung verðsins ekki fyrr
en 8-18 mán síð-
ar. Stafaði þetta
af því, að J>ær
stofnanir, sem
tækju búvörurn
ar til sölu af |
bændum, skorti i
fjármagn til að
greiða verðið
ailt þegar við
móttöku. Erlend
is væri þessu öðru vísi háttað, td.
fengju bændur í Danmörku og
Noregi þegar að lokinni afhend-
ingu búsafurða fuillt verð greitt.
Ingólfur Jónsson, landlbúnaðar
málaráðherra, sagði, að vitan-
lega væri æskilegast, að bændur
fengju sem mest og helzt allt
greitt fyrir afurðirnar við af-
hendingu, en þótt fyrirtæki
bænda, sem verzla með landbún
aðarvörur, ættu kost á því að
fá 100% lán tiil að geta greitt
100% við aflhendingu, mundu
;þau ekki gera það af eðlilegum
ástæðum. Ekkert fyrirlæki, sem
tæki vörur til sölumeðferðar,
mundi nokkm sinni sjá sér fært
að greiða meira en 90% fyrr en
varan væri seld.
Ekkert nýtt væri, að aðalfund
ir Stéttarsamvands bænda gerðu
Aðild íslands að Moskvusamningnum rœdd á Alþingi:
Ráðherra svarar fyrirspurn um
ísland og atómvopnalaus svæði
Á FUNDI Saméinaðs þings á
miðvikudag hafði utanríkisráð-
herra, Guðmundur I. Guðmunds
son, framsögu um tlilögu til þings
ályktunar um heimild fyrir ríkis
stjórnina að fullgilda alþjóða-
samninginn um takmarkað bann
gegn tilraunum með kjarnorku-
vopn.
Samningur þessi var gerður
25. júlí s.l. ár milli Bandaríkj-
anna, Bretlands og Sovétríkjanna
og hafa flest
ríki heims síðan
gerat aðilar að
honum. Utanrík-
isráðherra kvað
ríkisstjóm ís-
lands hafa tal-
ið, að íslenzika
lýðveldið ætti
að gerast aðili
og lýsa þannig
stuðningi sínum við þá steínu,
sem fram kæmi í sammngnum.
Samningurinn hefði verið undir-
ritaður fyrir íslands hönd hinn
12. ág. s.l., en gildistaka samnings
ins fyrir ísland væri háð sam-
þykki Alþingis, og þvi væri þessi
tillaga fram lögð.
Ragnar Arnalds (K) kvaddi
sér hljóðs. Var það álit hans, að
hægt væri að
skipta mannkyn
inu í flþkka að
því leytL hve
mikiö menn
hefðu fagnað
samnings gerð-
inni; sumir
hefðu fagnað
meira en aðrir.
Saimningurinn
hefði vakið fögnuð flestra þjóða,
en einkum meðal þess hluta
mannfólksins, sem þingmaðurinn
nefndi „friðarsinna“. Þeir hefðu
glaðzt meira en aðrir og einnig
þeir meðal íslendinga, sem berð-
ust gegn Tierbúnaði. Þingimaður-
inn minntist á framikomnar hug-
myndir um kjarnorkuvopnalaus
svæði í heiminum, svo sem Norð
urlönd. Spurðist hann fyrir um
afstöðu ríkisstjórnarinnar til
þeirra hugmynda.
Guðmundur I. Guðmundsson,
utanríkisráðherra, varð fyrir
svörum. Sagði hann ekkert annað
mál hafa verið rætt jafn oft, jafn
mikið og ýtarlega á alþjóðaráð-
stefnum undanfarin ár og þetta
afvopnunarmál í sambandi við
kjarnorkuvopn. Tillagan, sem
hér lægi fyrir, væri um sam-
þykkt á því jákvæðasta, sem
hingað til hefði komið fram í
þessum málum. R.A. hefði rætt
afvopnunarmál almennt, en þar
sem ráðherra kvaðst ekki búast
við öðru en umræður urh þau
yrðu tómt málþóf og tímaeyðsla.
Kvaðst ráðherrann mundu leiða
hest sinQ^ hjá þessum almennu
hugleiðingum Ragnars að sinni.
Svar sitt við fyrirspurn R.A.
væri í stuttu máli: ísland sjálft
hefði engin kjarnorkuvopn og
hefðu ekki í hyggju að afla
þeirra, enda engin tök á þvi.
Varnairliðiðhefði engin kjamorku
vopn, og enginn hefði nokkru
sinríi farið fram á slfkt. ísland
væri því kjarnprkuvopnalaust
svæði, og engin ráðagerð væri
uppi um að breyta því, hvorki
af hálfu ríkisstjórnarinnar né
varnarliðsins.
Aðrar yfirlýsingar kvað ráð-
herrann ekki hægt að gera, og
ekki gæti hann gefið yfirlýsing-
ar, sem binda ættu seinni ríkis-
stjórnir. „Ég get heldur ekiki gef
ið yfirlýsingar um, að ástandið
eigi að vera svo og svo eða ekki
svo og svo einhven. tíma í fram
tíðinni", sagði ráðherrann að
lokum. Afstaða vor í þessu máli
væri hliðstæð afstöðu ríkisstjórna
Danmerkur og Noregs.
Málinu var síðan vísað til ut-
anríkisnefndar og umræðum
frestað.
kröfur um aukin afurðalán; —.
það? hefðu þeir gert frá upphafi,
en ekki hefði verið hægt að
uppfylla þessar kröfur, þrátt
fyrir stjómarskipti. Ekkert nýtt
væri, að bændur fá ekki 90%
borgað út á afurðirnar, eins og
þeir hafa farið
fríam á, og ekk-
ert nýtt, þótt j
þeir fái ekki
meira en 2/3
greidda strax
eins og nú, held
ur hefði þettia
verið svona síð-
ustu 20 ár a.
m. k.
Rétt væri, að afurðalán Seðla-
bankans erú að prósenttölu
læigri nú en þau voru um skeið,
©ða 55% í stað 67%. Hins veg-
ar hefur lánastarfsiemin ekki
minnkað, sagði ráðherrann, þvi
að til viðbótar við afurðalánin
hafa viðskiptabankarnir lánað
til að stofnanir bænda þyrftu
ekki að lækka útborgun.
Rikissjóður
greiðir nú hallann.
Því væri haldið fram, að bænd
ur væru verst launaða sitétt lands
ins. Þannig var þetta a. m. k.
um skeið, meðan bændur fengu
ekki útbargað það verð, sem
sexmainnanefndin reiknaði þeim,
vegna þess að bændur urðu að
bera hallann af búreikningnum,
og grundvallarverðið náðist
ekki. Þetta hefur farið batnandi
síðari árin, síðan bændum var
tryggt grundvallarverðið með
því, að ríkisisjóður greiðir nú
þann halla, sem bændur báru
áður.
Skipta mætti bændur í aðal-
atriðum í 3 flokka eftir tekjum,
þ.e. hópur, sem hefði 150—200
þús. króna árstekjur, allstór hóp
ur, sem fengi 100—150 þús. kr., og
svo allt of margir bændur, sem
fengju 40—100 þús. kr. Þessi síð-
asttaldi hópur, sem vitanlega
byggi við lág kjör, drægi stór-
kostlega niður meðaltekjur
bændastéttarinnar og lægi mest
á að lyfta undir hann á einhvern
hátt.
i
Danskir bændur og íslenzkir.
Á. Þ. hefði sagt, að bændur 1
nágrannalöndum fengju útborg-
að fullt verð við afhendingu.
Þetta væri rangt. í Danmörku
er mikið flutt út, og útflutnings-
bætur þar eru sáralitlar. Bænd-
ur Þar verða að bera hallan af
útflutningnum að langmestu ieyti
og láta innaniandssöluna bæta
það upp. MjólITúr- og kjötsamlög
danskra bænda geta ekki gert
upp heildarverðið við bóndann,
fyrr en vitað er, hvað jafnaðar-
verðið verður. Norskir bændup
væru ekki betur settir. Þessar
fullyrðingar Ágústs Þorvaldsson-
ar stæðust því engan veginn, og
mundi hann ekki hafa kynnt sér
málið nógu vel. '
Staðhæfingum hnekkt.
Oft væri talað um það nú, aS
landbúnaðurinn búi við mun
verri lánakjör en t.d. sjávarút-
vegurinn. Af því tilefni benti
ráðherrann á að afurðalánin
hafa í heild hækkað ákaflega
mikkið. 30. nóv. 1962 voru heild-
arafurðalán 293 millj. 612 þús,
Frh. á b'ls. 23