Morgunblaðið - 23.01.1964, Page 13

Morgunblaðið - 23.01.1964, Page 13
Fimmtudagur 23. jan. 1964 MORGUNBLADID 13 Bli ABrar þjóðir fram úr okkur um nýtingu jarðvarma 400 stiga hiti finnst í borholu í Kaliforníu NÝLEGA var mikið skrifað í bandarísk blöð um jarðnita- borun í Kaliforníu. Tilefnið var, að s.l. nýársdag mældist á botni borholu, sem var orð- in 2500 m. djúp, 400 stiga hiti á Celsíus, en það er lang mesti hiti í borholu, sem fund izt hefur. Gunnar Böðvarsson forstöðumaður Jarðhitadeild- ar Haforkumálaskrifstofunn- ar, var boðinn til Kaliforníu til skrafs og ráðagerða áður en Bandaríkjaménn hófu þessa borun. Gunnar hefur sem kunnugt er haft afskinti af jarðhitarannsóknum og til- raunum víða um heim. Leit- aði Mbl. því til hans og fékk að ræða við hann um jarð- hitarannsóknir og virkjun jarð varma í veröldinni, og um það hvar við islendingar stönd- um hvað þetta snertir, ekki sízt þar sem okkur hættir af ókunueleika til að halda að hvað jarðhita snertir bá sé- um við nær ein um hituna. — Áhugi á jarðhita fer mjög vaxandi erlendis og við höfum orðið þess milkið varir á síðari áruim, bæði hatfa margir gestir komið hingað' og allmargar fyrirspurnir bor izt til okkar, segir Gunnar. — Talsvert h'efur verið leitað til okkar hér og þá sérstak- lega á vegum Sameinuðu þjóð anna. Ég fór t.d. þegar árið . 1961 fyrir beiðni Sameinuðu þjóðanna til Vestur-Indía, til að líta á jarðhitasvæði þar. Um áramótin 1954—1956 fór ég til Mexíco sörou erinda og dvaldi þar í 3 mánuði og loks fór ég í nóvember Dg desem- ber s.l. til Suður-Ameríku á vegum Sameinuðu þjóðanna Og var sérstaklega í Costa Rica. bessi vaxandi og almenni áhugi, sem orðinn er á jarð- hita, stendur aðaliega í sam- bandi við tvennt. Verkleg þróun eða iðnaðarþróun hefur verið mjög hröð í ýmsum þeirra landa, sem orðið hafa aftur úr, og orkuþörfin aukizt mjög hjá þeim. í mörgum þeirra er einmitt jarð- hiti einkum kringum Kyrra- hafið. Kyrrahafið er í raun- inni umlukt j arðel dasvæðum, þar er líka víða jarðhiti og möng landanna, sem að Kyrra hafi liggja, eru í örri þróun. Áður hafa landnemar ekki gef ið þessu gaum, en nú er það að breytast. Önnur orsökin fyrir vaxandi Ahuga á þeesu sviði er sú, að á siðari* árum hefur verið rek% inn nokkur áróður fyrir vi.rkj- un jarðvamma, Sameinuðu þjóðirnair hafa staðið mest að því. Mesta átak þeirra á þessu sviði var ráðstefna í Róm um hagnýtingu sólanorku, vind- orku og jarðvarma árið 1961. Hún hefur haft talsverð áhrif tö að breiða út vitneskju um þessa möguleiika. Og möng lönd hafa tekið upp afihugun vegna hvatningar þaðan. sem þegar fyrir aldamót höfðu tekið upp umtalsverða hag- nýtingu jarðvanma á Toscana- svæðinu. í>eir hafa síðan unn- ið ötullega að þesisu og höfðu þegar fyrir síðari heimsstyrj- öldina komið upp jarðvarma- aflstöðvum með 100 Mw afli. Síðan hafa þeir aukið þetta í 300 Mw. Næstir komu . Islendingar, sem hefja hagnýtingu jarð- variha upp úr 1926 og boranir 1928. Var það mjög virðingar- verð framtakssemi á þeim tíma. Þorkell Þorkelsson, veð- urstofustjóri, var brautryðj- andi í jarðhitainiálum og vann merkilegt starf við aðstæður, sem margir í dag mundu ekki láta bjóða sér. Annar maðffþ, núlifandi, kom mjög við sögu, Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri. Þessi þróun í j arðhitamálunum náði að sjálfsögðu hámarki 1943, þeg- ar Hitaveita Reykjavílkur tók til' starfa. Síðan hefur hita- veita verið aukin og mun fjöldi þeirra íslendinga, sem nota jarðvftrma til upphitun- ar, vera um 55 þús. Nýja Sjáland byrjaði sínar frumathuganir 1950 og gerð- ust Nýsjálendingar þegar stór tækir og hófu boranir skömimu síðar. Árið 1960 hóf fyrsta jarðvarmaaflstöðin starfsemi sína með 69 Mw. afli, en nú hafa þeir 150 Mw til raiforku- vinnslu og marbmiðið er að innan skamm^verði virkjun komin upp í 250 M$. Ég átti því láni að fagna að dvelja á Nýja Sjálandi fyrir ári. Þar er áberandi miikill jarðhiti, sem að nobkru stafar af því að yfirborðsberg er rn.jög sundurlaust. — Og nú eru fleiri þjóðir komnar í spilið? — Já, mér virðist augljóst að talsvert muni verða um jarðvirkjanir, einkum í Vest- urríkjum Bandarílkjanna og Mið-Ameríku. Japanir og Fil- ippseyingar koma væntanlega síðar. Bandaríkjamenn hafa nu fengið miikinn áhuga á virkjun jarðvamia, sem í raun inni kemur furðulega seint. það stafar þó líklega af gnægð annarra og ódýrari orkulinda í landi þeirra, svo ekki hef- ur verið jafn augljós hagnaður af því og var á Ítalíu og í Nýja Sjálandi og svo hér, þar sem ekki er um bol eða olíu að ræða. Fyrsta borun eftir jarðgufu var framibvæmd í norðurhluta Kaliforftíu árið 1924, og náðist ágætur árangur, en síðan stóðu holurnar ónotaðar til 1956. Þá bom fram nýr at- hafnamaður á þessu sviði, og bom þvi til leiðar að stofnað var félag til virbjunar jarðvarma. í sam- vinnu við raforkufélög hefur það komið upp fyrstu jarð- varmarafstöðinni með 24 Mw stöð á sarna staíj. Og borað var 1924. í rauninni má segja, að víða í Vesturríkjunum sé jarð hiti, og nú eru komnir í spilið margir aðilar, þannig að víða fara fram jarðhitarannsóknir. Lang merkilegstar eiru boran- irnar sem verið er að fram- kværna í Imperial Valley í * Kaliforníu. Fyrir nokkrum ár um voru gerðar tilraunir til að bora þar eftir olíu, en hætt við þær. Menn veittu því þá athygli að borholurnar voru óvenju heitar. MJÖG HÁR HITI OG SALTLÖGUR METTAÐUR MEÐ GULLI OG SILFRI Fyrir þremur árum var svo boruð þarna 1500 m. djúp hola og reyndist hitinn á botni Gunnar Böðvarsson. hennar 320 stig á Celcius. Hol an gaf gufu og saltlög, sem er alveg óvenjulegt. Saltlög- urinn reyndist vera mettaður, þ.e.a.s. 30% og í honum önm- ur verðmæt og nytsöm efni, svo sem kalíumsölt og ýmsir sjaldgæfir málmar, þ.á.m. silf ur og gull. Þessi efnasamsetn- ing er alveg einstök og ekki vitað um hana annars stað- ar. Þetta vakti mikla athygli. Eftir þessa fyrstu vel heppn- uðu borun hefur áhuginn á þessari lind aukizt mjög og fyrir tveimur mánuðum hóf- ust þar meiri háttar boranir. Á nýársdag var lokið við fyrstu holuna, sem er 2500 m. djúp og á botni henmar er hiti líklega 400 stig á Celcius. —Er þetta ekki mesti hiti í borholu, sem fundizt hefur í heiminum? — Jú, til samanburðar má geta þess, að heitasta hola sem áður var ritað um mældist 295 stig og er á Nýja Sjálamdi. En á ítalíu og hér hefur ekiki náðst meiri hiti en 240—250 stig. — Gg þú varst ráðgefandi við þessa borun? — Mér var boðið að koma vestur í haust og líta á svæð- ið og ræða þessi mái við banda ríska samverkamenn. Einn þeirra heimsótti okikuir líka sl. sumar. Menn "binda nú miiklar vonir við þetta svæði. Þó ber því ekki að leyr.a að þessi hái hiti skapar erfiðleika og einn- ig saltlögurimn, sem tærir mjög málma. En vonir standa þó til að megi vinna bug á þessuim vanda. — Hvað ætla Bandarílkja- menn að gera með þessa oiiku, sem þarna er? - .— Eg býst við að þeir hafi í hyggju að koma upp stórum raforkuverum og jarnframt að vinna ýms efni úr saltlegin- um. NÝTILEGUR JARÐVARMI VÍÐA UM HEIM — En hvernig gengur með jarðhitanýtingu í öðrum lönd urp, sem þú hefur heimsótt? — Eftir dvöl mína í Mexico voru framkvæmdar boranir og gerðar einhverjar virkjunar- tilraunir, en óg hef ekki haft nægilega góðar spurnir af ár- angri til.að greina frá því. Eftir að hafa heimsótt Mið- Ameríkulöndin nýlega, fæ ég ekki betur séð en að þar muni talsverðir möguleikar á jarðvarmanýtingu í 4 ríikjum, Guatemala, E1 Salvador, Nic- aragua Og Costa Rica. Allt eru þetta mikil jarðeldalönd, og þar eru mörg sórlega falleg há og strýtumynduð eldfjöll. Þarna er víða jarðhiti, þó ekki sé hann mikill miðað við j a rðeldastar fsem i n a svo sem hér og á Nýja Sjálandi. En það kann að einhverju leyti að stafa af því að þar eru sér stakar loftlags- og jarðvegs- aðstæður. Mér þykir ebki ólik legt að jarðhitarannsóknir í þessum löndum verði samein aðar undir stjórn Sameinuðu þjóðanna eða studdar af þeim. Þó það sé minna kannað, þá býst ég við að vænta megi jarðhitarannsókna í Suður- Ameríku, í Andesfjallgarðinu- um, sem er 6000 km. langar. Einmitt um þessar mundir eru tveir menn á vegurn Sam eiguðu þjóðanna að athuga jarðhita í Ohile. í ýmsum nýju ríkjanna í AÆríku er 'líka jarðhiti. Þau svæði munu öll tengd Afrílku sprungunni miklu, sem ligg- vu- suður-norður í Austur- Afríku, eða um Abessiníu, Súdan og Kenya. Má búast við að þarna verði eitthvað gert í iþeim málum. Loks er í Sovétríkjiunum unnið að iþessum málum. Jarð hitasvæðin eru á Kamohatka. Þar hafa Rússar komið upp lítilli virkjun, 5 Mw. Við höf- um fengið nokkur rit frá Rúss um um jarðhitamél. Virðast þau merkileg og gagnasöfnun mikil. En það er einkenni á rússneskum náttúruvísindum, að laigt er mikið upp úr gagna sötfnun og ekki sparaðuir mann afli. Japanir virðast eikiki hafa álhuga á að virkja sinn jarð- hita. Þeir nota hann til heilsu bótar og eru jarðhitastaðirnir friðaðir til þeirra hluta. Ég er þeirrar sboðunar, að jarðvarmi muni finnast til- tölulega víða í heiminum og það í meira magni en menn hafa gert sér grein fyrir hing- að til. T. d. hefi ég haft af iþví spurnir að Rússar hafi miikið af 100 stiga heitu vatni í Sib- eríu undir svæði, sem er hundruð þús. ferkm. að stærð. Gg í Ungverjalandi er tailið að dæla megi mjög miklu magni af heitu vatni úr jörðu. Miikill áhugamaður þaðan heimsótti okkur í fyrrasumar. Getum við verið í fylkingar- brjósti áfram? — Hvar stöndum við ís- lendingar svo á sviði jarð- hitarannsókna? — Við vorum meðal þeirra fyrstu til að nýta jarðvarma og við höfum byggt upp okk- ar eigin hugmyndir og tækni á þessu sviði. Eins og við höfum talað hér um að framan, þá höfum við haft tækifæri til að miðla öðrum á þessu sviði, sem er mjög ánægjulegt. í sam- bandi við þau afskipti sem ég hefi haft af þessum mólum á ferðalögum og í viðtölum við erlenda tæknimenn, hefi ég reynt að gera mér grein fyrir stöðu okkar íslendinga í þessum efnum og varpað fram þeirri spurningu hvort við getum vænzt þess að. vera í fylkingarbrjósti til lengdar. Ég verð þess var að aðrar þjóðir hafa fengið áhuga á þessu og þær hafa sumar hverjar yfir að ráða MMMMMMKIMM fjármagni og mannafla af allt annarri stærðaPgráðu en við þekkjum hér. Aðstaða okkar í vísinda og tæknifræðum er ekki auðveld, og þessi fræði eiga hér erfitt uppdráttar. Ég vil ekki dylja, að ég tel, -að aðstaða okkar gagnvart umheiminum í þess- um efnum hafi frekar versnað en batnað á síðustu árum, þrátt fyrir ýmis ytri merki um miklar framfarir hér á landi. Ég hefi haft kynni af vísindamálum hjá nokkrum öðrum tiltölulega litlum þjóð- um þ. á m. eru Danmörk, Nor egur, Nýja-Sjáland og ég hefi haft spurnir af ísrael. Á síðasta áratug hafa þessar þjóðir aukið alla visirida- starfsemi mjög mikið, og þró- un hefur verið þar mjög ör. Hér hefur allt gengið hægar, og bilið milli okkar og þeirra hefur breikkað. Ég er satt að segja uggandi út af þessu, og ég tel, að menn hér á landi geri sér þetta ekki fyllilega ljóst. íslenzkur alraenningur hefur ekiki nægan álhuga á þessum málum, menn hugsa frekar um stjcrnmál, hús- byggingar og bifreiðar. Þó er óhætt að fullyrða, að vísinda- leg þekíking og hálþróuð tækni séu meginstoðir nútímaiþjóð- lífs. Bf við drögumst uim of aftur úr á þessum sviðum, er ihætt við, að ýmislegt annað í þjóðlífi okkar muni verða erfitt. Mjög bagalegt hefur verið, að Háskóli íslands hefur fram á síðasta áratug ekki haft möguleika til þess að taka virkan þátt í þróun raunvís- inda eins og hliðstæðar stofn- anir erlendis gera. Háskólann hefur sikiort fé og ýmislegt ann að, og mun þetta eiga rót sína að rekja til hins almenna sinnuleysis. En á síðustu árum hefur nokkur breyting orðið á þessum móluim. Það er mjög ánægjulegt. Einnig hafa Há- skólanum nýlega borist mijög myndarlegar gjafir, önnur frá stjórn Bandaríkjanna til bygg ingar raunvísindaistofnunar, og hin frá Framkvæmdabank- anum til kaupa á rafreikni- tæki. Háskólanum mun þann- ig gefið betra tækifæri til þess að taka virkan þátt í vísinda- og tæknimáliuim. Höfum einmitt vitnqpkju og reynslu á þessu sviði En við verðurn að sækja fastar fram, og hefja sókn á þeim sviðum, sem okkur henta bezt, heldur Gunnar áfram. Þá Vomum við aftur að jarðhitamálunum. Þar er tæknilegt og vísinda- legt efni, sem við höfum sér- stakar aðstæður til að vinna. Við getum unnið jákvœtt starf á þessu og skyldum sviðum. M. a. hefi ég velt því fyrir mér, hvort við gætum ekki gert út vísindalega leiðangra til annarra landa, eins og aðr- ar þjóðir. Einkurn kom mér þetta í hug í Suður-Ameríku. Þar eru mörg verkefni, sem við hefðum sérlega góðar að- stæður til að leysa aif hendi. Þau verkefni væru líka at- 'hyglisverð fyrir okkur, þar sem jarðfræðilegar aðstæður eru með öðrum hætti en við eigum að venjast. Einnig koma mér til hugar rannsókn- ir á Norður-Atlantshafssvæð- inu. Að undanförriu höfum við framkvæmt víðtækar athug- anir á berggrunninu undir ís- landi og mér finnst engin fjar stæða að gera ráð fyrir þvi að við munum færa út kvíarnar og halda þeim rannsóknum áfram í nágrannalöndunum, Grænlandi og Færeyjum. Á þessu sviði sitjúm við inni með mikla vitneskju og að sumu leyti meiri reynslu en aðrar þjóðir. Ég tel að rannsóknir á þessu sviði geti orðið- mjög þýðingarmiklar þegar fram í sækir fyrir vísinda- og menningarstarf- semi hér í landi. — E.Pá. ÍTALlk, ÍSLENDINGAR OG NÝSJÁLENDINGAR BRAUTRYÐJENDUR Upphafsmenn jarðhitavirkj- unar voru að sjálfeögðu ítalir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.