Morgunblaðið - 23.01.1964, Side 22

Morgunblaðið - 23.01.1964, Side 22
Olyrapíuðfdifrinn til Innsbruck INNSBRUCK hefur að sjálf- sögðu lengi borið svip þess að Olympíuleikar eru í undirbún- ingi. Eftir viku, eða miðviku- daginn 29. jan. hefjast leikarnir. Á morgun, föstudag, má^segja að aðalhátíðahöldin hefjist. Kl. 10.30 lendir á flugvellinum við borgina flugvél með Olympíu- eldinn innanborðs. Allmargir heiðursgesta leikanna verða einnig með vélinni og aðrir taka á móti henni á vellinum. Fyrstur út úr flugvélinni stíg- ur Karl Schæfer, tvöfaldur Olympíumeistari og sjöfaldur heimsmeistari í listhiaupi á skautum. Hann mun bera blys- ið með Olympíueldinum á land. Borgarstjórinn í Innsbruck dr. Alois Lugger fíytur ávarp og risastór lúðrasveit leikur gríska þjóðsönginn. Karl Schæfer af- hendir síðan borgarstjóranum blysið með Olympíueldinum og lúðrasveitin leikur þjóðsöng Austurríkismanna. Eftir þessi hátíðahöld verður eldurinn fluttur til „gamla bæj- arins“ í Innsbruck og geymdur í svokölluðum Maxmilian-sal dagana sem eftir enu til leik- anna. JOHNNY NILSSON, sænski skautahlauparinn var um s.l. áramót kjörinn „íjþróttaimað- ur Norðu.rlanda 1963“. Þetta er í annað sinn sem slíkt kjör fer fram, en á þingi norrænna íþróttafréttamanna, sem hald- ið var í Reykjavík 1962, var samiþykkt reglugerð fyrir slíku kjöri. Hefur hvjgxt hinna * jþróttamaöur Norðurlanda 1963' 5 Norðulanda eitt atkvæði í skoðanakönnuninni. Niisson hlaut um s.l. áramót atkvæði allra Norðurlandanna og hlýt- ur góð verðlaun fyrir seim nor rsen samtök íþróttafrétta- manna veita. Johnny Nilsson hlaut þessa viðurkenningu fyrst og fremst fyrir þann stórglæsilega ár- angur er hann náði í heims- meistaramótinu 1963. Þá ruddi hann heimsmetunuim og varð yfirburðasigurvegari með ár- angri sem á engan sinn líka. Á nýafstöðnu Evrópumóti gekk honum verr. Hann hafn aði í 10. sæti samanlagt og var hvergi framar en nr. 7. Hann hefur sem sé ekki enn í vetur fundið formið. Sumir fréttamenn spá honum betra gengi í Innsbruck, segja hann hafa miðað allar sínar æfing- ár við að koroast á „toppinn" þegar til Olympíukeppninnar kemur. Á myndinni er „Íþróttamað- ur Norðurlanda 1963“ á fullri ferð. Skozka knattspyrnan 2. umferð Skozku bikarkeppninnar fer fram n.k. laugardag og mætast þá m.a. þessi lið: Brechin City — Dundee Morton — Celtic Rangers — Duns St. Mirren — Stranraer Liðið. sem St. Mirren mætir leikur í II. deild og er nú sem stendur í 10. sæti með 25 stig eftir 24. leiki. Staðan í 1. deild í Skotlandi er þessi: Kilmarnock Rangers Celtic Hearts Dundee 22 leikir 37 stig. 22 — 36 — 22 — 30 — 22 — 29 — 22 — 28 — Dunfermline Dundee U. Motherwell St. Johnstone Falkirk Partick Aberdeen St. Mirren Third Lanark Queen of South Hibernian Airdrie East Stirling 27 23 22 21 21 19 19 17 15 15 14 14 9 Jashin ,svarta tígrisdýrið4 atvinnumaður ■ (Jruguay Fyrsti rússneski atvinnuma^urinn HINN heimsfrægi rússneski knattspyrnumaður, markvörð- urinn Lev Jasihin, sem hlotið hefur viðurnefnið „svarta tígrisdýrið" mun á næsta leik tíroa hætta að leika fyrir Dynamo í Moskva og gerast atvinnumaður í Montevideo í Uruguay. Þessar stórmerku fréttir berast frá Uruguay og er for maður félagsins Penarol, Gast on Guelfi heimildarmaður, og segir félag sitt hafa gert sarnn ing við Jashin. Jashin er fyrsti Rússinn, sem gerist atvinnumaður (opinberlega) í ilþróttum. Formaður Penarol-félagsiins sagði að hann hefði fengið tilkynningu gegnum sendiráð Rúisisa í Montevidao að siovézlk yfirvöld hefðu fallizt á að Jashin gerizt atvinnumaður hjá Penarol. Jashin mun og sjálfur vera fús til verkisins. Ekkert liggur fyrir um það hverja upphæð fjár Jasihin fær fyrir undirritun atvinmu- samnings, en fyrir liggur, að kröfur Jashins í þeim eifnum voru ekki litlar. . Þannig hljóðar þessi stór- merka tilkynning fró Uru- guay. Bkikert hefur hieyrzt um þetta annars staðar frá og þykir sumum fréttin nokkuð ósennileg. En hvað getur ekki skeð Þvi má við bæta að Jasihin er líklega nú frægasti mark- vörður heims'ins. Á öllium Lev Jashin heimsmeistarakeppnum hefur hann þótt sk'ára fram úr og verið valinn í heimslið og lék m.a. í úrvalsliði Evrópu gegn Englandi fyrir skömrnu og hélt marki sínu hreinu þann hálfleikinn sem haiui lék. t.l Handbolta vinsældir aukast DÖNSKU stúlkurnar sem keppa munu á Norðurlandamóti kvenna í handknattleik í sumar, verða engin lömb að leijsa sér við. Þær hafa þjálfað afar'vel að sögn og nú nýverið sigruðu þær Svía með miklum yfirburðum. Handknattleiksíþróttin á góðu gengi áð fagna í Danmörku nú. Árangur beztu mannanna er mjög góður í vetur m. a. sigur yfir sænska landsliðinu sem Dönum þykir sætastur allra sigra og ennfremur tveir sigrar í ungl ingalandsleikjum við Svía, auk þess sem áður er nefnt um kvennahandknattleikinn. En kannski enn meira virði fyrir leiðtogana eru vin- sældir handknattleiks meðal áhorfenda. Nú þegar % hlutium deildakeppninnar er lokið er komið í ljós að tölur um fjölda áhorfenda hafa hækk- að um 30—35% frá því verið hefur. Þetta á eingöngu vió um 1. deild en allar aðrar deildir fagna betri aðsókn að kappleikj- um en áður, þó aukningin sé ekki eins gífurleg og hjá 1. deild. Það ríkir mikill spenningur um . úrglit 1. deildar bæði um sigurinn og eins um það hverjir falli í 2. deild. Segja dönsk blöð því að ekki sé ástæða til að ætla að áhorfendum fækki síðasta þriðjung keppnistímabilsins — heWur þvert á móti. Það virðist víst að met verði sett í áhorf- endafjölda. „Honn hefði gert hið snma“ BREZKI hnefaleikameistarinn í þungavigt, Brian London, vann sl. mánudag Bandaríkjamanninn Billy Nielsen á rothöggi í New- castle. En leikurinn var óvenju- lega sögulegur. Hinn endanlegi úrslitadómur féll í 4. lotu. Dómarinn greip inn í leikinn til að skilja hnefaleik- arana tvo frá hvor öðrum. Banda ríkj amaðurinn lét hendur falla, en í sama augnabliki fékk hann þungt högg og féll til jarðar. Hann komst á fætur aftur, en London rétti honum samstundis högg, sem lagði hann til fulls. London neitar að hafa slegið ólöglegt högg. „Ég gerði það sem ég bjóst við að Bandaríkjamað- urinn gerði við mig, ef hann hefði petað“, sagði London.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.