Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1964, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 23. ian. 1964 MOPGUN BLA.ÐIÐ 23 Mengun veiðivatna — fyrirsjáanleg endalok Þorlákslæks og IVIúncliausen barón TJM ]»essar mundir er e.t.y. veriS aS granga frá síð'asta kapítula veiðivatns á íslandi. Að vísu ekki merkilegs veiði- vatns, ef miðað er við mörg önnur hérlendis, en þó nógu merku til þess, að þaö hefur verið talið til hlunninda af þeim, sem lönd eiga að, og margir hafa átt þar sínar ánægjustundir með stengur og hjól. Hér er um að ræða Varmá eða horleifslæk, sem kemur upp ofan Hveragerðis, rennur í gegnum þorpið, með- tekur þar viðbót úr klóökkum þess, og liðast síCan um Ölfus ið, og fellur i Ölfusá. Fyrr á árum var Þorleifslækuf talinn gott sjóbirtingsvatn, og þar fengust fiskar margir, sumir stórir. Á síðari árum hafa örlög þessa læks orðið þau, að net hafa staðið þvert í hon um á ýmsum stöðum, sífellt hefur bætzt við skólpið, hleypt hefur verið í hann bor holuvatni, svo silungur drapst í hrönnum, og nú er e.t.v. kom ið að síðasta kaflanum í veiði- sögu þess vatns. Innan skamms mun taka til starfa í Hveragerði ullarþvottastöð, vafalaust hið merkasta fyrir- tæki, og þar er fyrirhugað að þvo helminginn af ull lands- manna, eða svo. Frá þessari stöð mun þvottavatnið renna með þeim kemisku efnum, sem notuð eru, að vísu fyrst í gegnum rotþró, en síðan um skolpræsi Hveragerðis og auka árvöxtinn.- Vonandi er, að rot- þró þessi komi að því gagni, sem til mun ætlazt, en í leik- mannsaugum virðist það vafa- samt að hægt verði að eyða þar kemiskum efnum, svo dugi og berist eitthvað af þeim í ána, má vera að það verði þúfan, sem hlassinu velt ir, og þannig verði punktur settur aftan við sjóbirtings- veiðina í Þorleifslæk. Við ullarþvotta er notaður þvottasódi, og við ullarþvotta stöðina á Akurey ri voru notuð milli 40—50 tonn af honum á s.l. ári, auk ca. 4—7 tonn af öðrum kemiskun efnum, sem undirritaður kann ekki að telja. Sagt er, að sódinn leysi upp fitu í ullinri, blandist síð an og „neutralíserist“, eins og sagt er, og sé því skaðminni, jafnvel skaðlítill. Vona ber, að þetta ‘og rotþróin verði til þess að Þorleifslækur mengist ekki að kemishum erfnuim, þannig að það sem eftir er af fiski þar drepist, eða hafi sig á braut. En það er full ástæða til þess, að menn hugsi mál af þessu tagi náið, áður en róðizt er í iðhaðarframkvæmd s ir. Góðra gjaída er vert að efla iðnað og fraimieiðslu í landinu, en hitt er verra, ef þess er ekki &ætt, að landsins gæði spillist eklki að óþöriu. Gildir það jafnt um veiðivötn sem annað. Og önnur um- gengni við ár, svo sem að láta skolpræsi falla í þær, og nota þær fyrir öskuhauga, svo á eithvað sé minnzt, er ámælis- verð, og væri full ástæða til þess að slik mál væru tekin föstum tökum. Óvíst er þó, að aðrir en þeir, sem hér eiga hlut að máli, geti svo um mun ar bætt umgengnina, en ef segja á hverja sögu eins og hún er, þá er hún hreinlæti og sómatilfinningu landsmanna til skammar eiris og nú er í pottinn búið. UM MENGIJN VEIÐI- VATNA. Það er sjálfsagt auðveldast að láta skólpræsi frá bæjum, og sveitarfélögum falla í það straumvatn, sen nærtækast er. Að vísu kemur þetta ekki mjög að sök, ef um fá ræsi er að ræða, og vatnsmagn ár- innar mikið. En almennt á ekki að láta skolpræsi falla í ár, svo ekki sé talað um það fyrirbæri, sem mun eiga sér stað í Hveragerði varð- andi Þorleifslæk. Og víðar mun pottur brotinn í þeseum efnum en þar. Eins og áður hefur verið drepið á, bar svo við sumarið 1959, að Jarðboranir ríkisins „misstu“ í lækinn talsvert magn af heitu borholuvatni, þannig að fiskur í honum stré drapst á vissum svæðum, og skýrðu blaðafregnir frá því, að Hvergerðingar hefðu haft silung á borðum um það leyti. Vart hefði undirritaður haft lyst á þeim fiski. Það er löngu kunnugt, að rotþrær er hægt að byggja með viðráðanlegum kostnaði, og þar eyðast flest þau efni, sem koma frá mannabústöð- um. Hitt er hins vegar ekki ljóst, hvort þetta nægir, varð- andi kemisik efni, en betur væri að menn gerðu rneira af því að byggja slikar þrær en nú er gert. .. • HVAÐ SEGJA VATNAI.ÖGIN? í 83. grein vajtnalaga, 1. ííð, segir svo: „Bannað er að láta í vötn frá iðjuverum eða sleppa um vötn, í skurði eða aðrar veit ur nokkra þá hluti, fasta, fljótandi eða loftkennda, sem spilla mundu botni vatns eða bakka, eða vatninu sjáifu, svo að hætulegt sé mönnum eða búpeningi, , eða spilli veiði í vatninu. Bannafi er og að láta slík efni í ís eða svo nærri vatni að hætt sé við að þau berist í það“. Síðan segir, að ráðherra geti greitt undanþágur með vissum skilyrðum, og er eftir farandi um veiði: „Ef veiði er spillt skal skylda iðjuhöld til að láta viðeldi í vatnið, sem nægi til þess að veiði haldist eigi minni en var, ella bæta veiðispjöllin fullum bótum“. Svo mörg eru þau orð, og væri vonandi, að menn gæfu þessari lagagrein almennt meiri gaum, og full ástæða er til þess að beita henni gegn þeim, sem brotlegir gerast. Það er hægt að spilla veiði á fleiri máta en með rányrkju neta, eða annarra veiðitækja, svo ekki sé minnzt á hrein- lætis- og heilbrigðishlið þessa máls. Að lokum þetta: Nú, þegar fyrir dyrurri stendur, að auka svo mjög fiskeldi allt í land- inu, skapa ný veiðivötn og þar með verðmæti, þá er til lítils unnið, ef jafnan er rifið niður öðru megin sem ^varar því sem bæt er við hinu meg- in. Að rækta eitt veiðivatn á meðan það næsta er eyðilagt vegna fyrirhyggjuleysis og sóðaskapar, minmr helzt á sig Munohausens úr tunglinu, er hann skar jafnan af reipinu fyrir ofan og hnýtti við fyrir neðan sig. Kannast víst flest- ir við hvernig þeirri för bar- ónsins lauk. —hh. Stjórn VR sjálfkjörin Guðmundur Garðarsson, form. ÞEGAR frestur til að skila list- um eða tillögum um kjör stjórn- ar, trúnaðarmannaráðs og end- utskoðenda í Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur fyrir næsta ár rann út, hafði aðeins einn listi borizt, og er hann því sjálfkjör- inn. Stjórn og trúnaðarmanna- ráð VR næsta ár er því skipuð éftirtöldum fhönnum: _ Formaður: Guðmundur H. Garðarsson. Aðalstjórn: — Öryggi Framhald^áf 1. siðu. Aoroflot, né slysa á flugvei- um flugfélaga kommúnista- ríkjanna, aem ekki eru með- limir í IATA, Alþjóðasiam- bandi flugfélaga. Héir er um mjög athyglis- verða þróun að ræða, sér- staklega þegar tekið er tillit til þesis, að á áriniu 1963 jókst farþegafl-ug um 11 af hundr- aði, í um 90.000 milljón fiar- þegaimílur alls. Þá urðu á árirau seim leið um 150 bamaslys í leiguflugi, en hliðstæð tala 1962 var um 400, mun hærri þá, en eðlilegt gat talizt, miðað við reymsiu fyrri ái'a. Slysafjöld- inn mikli 1962 varpaði skugga á allt farþegaflug, en „Flight“ eegir ,að siys í leiguflugi 1963 séu hlutfallslega meiri í sam- ræmi við leiguflug í heild í heuiunum. — Oryggisrealur Framhald af 1. síðu. Þungur baggi á skipshliðinni Rökin fyrir því að minnstu skipuiTum sé mest hætta búin er fyrst og ffemst reynslan und- anfarið. Jafnvel allt að 130 brúttó lesta skip eru nú farin að farast á þessum veiðum. Skip af öllum mögulegum gerðum hafa farizt. Ég tel hins vegar að veiðiaðferð- in við síldveiðar með kraftblökk og nælonnót af þeim stærðum sem nú er notað, sé orðin ofviða minnstu skipunum. Síldarnótin er orðin stór, sterk og þung, átakið t frá kraftblökk- inni við veiðarnar kemur ofar- lega á skipið og krafturinn á snurpuvírinn frá sístækkandi tog vindum er orðinn óskaplegur. Þegar snurpað er, er e.t.v. stund- um hert of mikið, á nótinni, þurrkað of mikið upp, eins og það er nefnt, með þeim aíleið- ingum að ef ekki tekst sað háfa nógu hratt úr nótinni, drepst síld- in í henni og skipið fær þungan bagga hangandi á skipshliðinni og hann hefur þegar reynzt nokkrum skipum um megn. Ef mikið er í nót og síldin drepst í henni, getur verið um veru- lega þyngd að ræða, en fyrir slíku átaki er varla hægt að gera minnstu skipin nægilega stíf. Þau hallast þá það mikið að sjór fer að fljóta inn um lestarop og ann- ars staðar, og eftir það verður ekki við neitt ráðið lengur. Næl- onnótin er nú orðin það sterk að hún rifnar ekki ,strax við sama átak og gömlu netin gerðu. — Sildveiðiskip Framhald af bls. 24. Sigurður Brynjólfsson* hefir verið skipstjóri á Jóni Garðari frá því í haust, en áður hafði hann verið með mörg skip, næst áður Freyfaxa. Jón Garðar er> stálbátur byggður í Hollandi 1960, 128 tonn að stærð. Talið var skipið hið liðlegasta veiði- skip og kvaðst Guðmundur Jóns son útgerðarmaður á Rafnkels- stöðum hafa keypt samskonar skip, ‘jafn gamalt og eins að öllu leyti, vegna þess hve reynslan hefði verið góð á Jóni Garðari. Það skip ber nú nafnið Kristján Garðar, áður Gjafar frá Vest- mannaeyjum. Jón Garðar hafði gefið góða raun á sumarsíldveið- um, aflaði s.l. sumar 22 þús tunn ur og varð 5. skipið í flotanum. Sumarið áður fékk það 27 þús. tunnur. Það hefir stundað vetrar síldveiðar allt frá því er það kom til landsins. Sigurður lét vel af Jóni Garð ari sem sjóskipi. Aðspurður sagði hann skipið ekki hafa ver- ið valt. Það hafði um 15 tonna Ú! ágtiý tisballest í lest. Skipið hefði nú oltið undan krappri báru. Sjór hefði ekki verið verri en. oft gerðist á þessum tíma á þessari sjóleið. Að vísu væri Þessi staður slæmur. Vindur hefði ekki verið nema 5—6 vind stig. Ekki gátu þeir skipsmenn gert sér neina grein fyrir hvað raunverulega orsakaði .slysið, urðu ekki varir við að neitt bil- aði, eða neinu hefði verið á- bótavant. Skipið tók ekki sjó inn á dekk er aldan skall á því. Sjópróf munu hefjast út af máli þessu hjá sýslumanni Gull- bringusýslu í dag. í gær átti blaðið tal við skip- stjórann á Rifsnesinu, Angantý Guðmundsson. Skip hans hafði orðið fyrir áfalli, fengið á sig sjóhnút og lagzt á hliðina og við það hafði nótina tekið út af báta- palli. Þetta skeði um kl. 6 í gær- morgun, eða um klukkustund eft ir að Jón Garðar sökk. Rifsnes- ið var aðeins með litla síld inn- anborðs eða um 70 tunnur. Það var væntanlegt til Reykjavíkur í gærkvöldi. Mörg skip fengu stór köst í fyrrinótt, en sum urðu fyrir á- föllum og rifu nætur sínar. Jón Garðar er þriðja síldveiði skipið sem ferst á nokkrum dög um. Björn Þórhallsson, Halldór Friðriksson, Magnús L. Sveinsson. Fyrir í aðalstjórn sem kjörnir voru í fyrra til tveggja ára, vorw þeir: Eyjólfur Guðmundsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Helgi Guðbrandsson. Varastjórn: Bjarni Felixson, Óttar Októsson og Richard Sigurbaldurssoa. Trúnaðarmannaráð Aðalmenn: Andreas Bergmann, Einar Ingimundarson, Gunnlaugur J. Briem, Oddgeir Bárðarson, Ragnar Guðmundsson, Ottó J. Ólafsson, Sverrir Hermannsson, Markús Stefánsson, , Baldvin Einarsson, Daníel Halldórsson, Arnór Valgeirsson. Endurskoðendur Aðalmenn: Kristján Guðmundsson Og Sæmundur Gíslason. AKRANESI, 22. jan. — Vélbátur frá Bolungarvík heitir Guðmund ur Péturs, liggjandi í Vestmanna eyjum. Þangað er Garðar Finns- son, skipstjóri, farinn og æblar að vera með Guðmund Péturs um tíma. - DAGSBRÚN Framh. af bls. 17 V ara -Trúnaðar ráð: Elías Jónsson, Hverfisg. 65a, Frið geir Þórarinsson, Brekku Seltj. nesi, Guðbjartur Karlsson, Álfta mýrj 26, Guðmundur Jónsson, Hjallav. 19, Guðmundur Kristins son, Sólheimium 27, Guðni Árna- son, Melabr. 19, Gunnar Jóhanns son, Hrisateig 12, Hafsteinn B. Ingvason, Gnoðavogi 38, Héðinn Hjartarson, Gnoðavogi 42, Jó- hann Sigurðsson, Melafor. 14, Seltj.nesi. Jóhannes Jónasson, Hjallav. 19, Jóhannes Sigurðsson, Seljavegi 15,Magnús Guðmunds- son, Meðalholti 8, Magnús. Ólafs- son, Höfðaborg 55, Már Gunnars- I son, Efstasundi 7, Stefán ísaks- | son, Gnoðavogi 34, Sveinn T. I Haraldsson, Laugailæk 24, Sveinn 1 Valdimarsson, Shellvegi 4, Viðar Sigurðsson, Stórholti 18, Þor- I steinn Ingólfsson, Skipholti 60. — Alþingi Framh. af bls. 8 kr., en 30. nóv. sl. voru þau 380.148.500 kr. eða nærri 90 millj. hærri En fullyrðingar um, að sjávarútvegur hafi fengið betri fyrirgreiðslu við afurðalán í Seðlabankanum en landbúnaður, kvaðst ráðherra hafa gert fyrir spurn til bankans úm þetta at- riði. Svar bankans var þetta: „í bréfi hins háa ráðuneytis, dags. 10. þ.m., er beðið um sikýr- ingar á því, sem fram heifur kom ið í umræðum á Alþingi, að af- urðalán Seðlabanikans nemi 55% af verðmætum sjávarafurða én 63% af verðmœti landbúnaðar- afirða. Öll afurðalán Seðlaibank- ans byggjast á svokölluðu skila- verði afurða, en það er reilknað út á eftirfarandi hát: Skilaverð landbúnaðarafurða, sem fara í innanlandssölu, er skrásett heildsöluverð hjá Fram- leiðsluráði landfoúnaðarins að frá dregnum opinberum gjöldum, sem nema um 2,2%. Skilaverð útfuttra landbúnaðarvara er fob- verðmæti þeirra að frádregnuim opinberuim gjöldum 1,6% auk um boðslauna til söluaðila. Skilaverð sjávarafurða er fob-verðmæti þeirra að frádregnum opinberum gjöldum, 7,4% og umboðslaunum til söluaðila. Af framangreindu má ráða, að umrædd fullyrðing, sem komið hefur fram á Alþingi, er á mis- skilningi byggð og röng, þannig að lánin eru afgreidd með sama hætti, bæði til sjávarútvegs og landbúnaðar“. Ráðherra kvað flutningsmenn hljóta að gera sér ljóst, að við mikla erfiðleika væri að stríða við að auka afurðalánin, því að aldrei hefði Framsóknarmönnum tekizt að leysa þennan vanda, þegar þeir hefðu setið í ríkis- stjórn. Seðlabankinn getur ekki veitt meiri lán en sem svarar því fjármagni, er hann hefur yfir að ráða hverju sinni. Eðlilegt væri hins vegar að stefna að því, að bændur fengju 90% við afhend- ingu. Nú væri stefnt að því að auka fjármagn Seðlabankans, fyrst og fremst til að auka útláw til atvinnuveganna. Þetta væri i dagskrá hjá þessari rikisstjórí eins og fyrri stjómum Hins ve-I ar vissu Framsóknarmenii vel, að ekki yrði hægt að greiða 100% út á afurðirr.ar, og að svo stöddu ekki heldur 90%. Eysteinn Jónsson (F)' kvað landbúnaðinn verr staddan í þess um efnum en ^jávarútveginn. Björn Pálsson (F sagði aftur á móti, að rekstrarfjárskorturinn væri ekki síður tilfinnanlegur hjá sjávarútveginurr, en landbún aði. Umræðum var síðan frestað og málinu vísað til allsherjarnefnd ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.