Morgunblaðið - 22.02.1964, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.02.1964, Qupperneq 11
' Laugardagur 22. febr. 1964 MORGUNBLAÐIÐ fl Fiskifræöingarnir horfa aögeröar- lausir á eyöingu fiskuppeldisstööva segir Bjarni Sigurðsson i Vigur 1 MORGUNBLAÐINU 27. nóv. sl. er birt grein eftir Jón Jóns— eon fiskifræðing með yfirskrift- inni: „Friðun islenzku fiskistofn- «nna og framtíð þeirra“. í byrjun greinar þessarar skýr ir greinarhöfundur frá ýmum ráðstöfunum, sem gjörðar hata verið á seinni árum til friðunar Jiskistofnunum kring um landið, evo sem lokun Faxaflóa og fleiri „þýðingarmikilla uppeldis- Etöðva" fisks, fýrir öllum botn- vörpuveiðum í nokkur ár, að ó- gleymdri útfærzlu landhelginn- ar um 4 mílur á árinU 1952 og síð ar á árinu 1958 upp í 12 mílur. Öllum landsmönnum mun vera það ljóst, að ofangreindar ráð- Etafanir miða til bóta hóflausri rányrkju fisks, sérstaklega á uppeldisstöðvum ungfisks inn fjarða. Hitt mætti og öllum þeim eem lesa grein Jóns vera ljóst, að hann þakkar sér og öðrum fiski- fræðingum okkar þær ráðstafan ir, sem náð hafa fram að ganga í þessum efnum. Nei, þetta er hinn mesti misskilningur hjá Jóni. Hér eiga stærstan hlut að máli sjómannastéttin okkar og íslenzk stjórnvöld, en ekki fiski fræðingarnir sem þegjandi (og afkiptalausir, nema til hins verra), hafa haldið hlífiskyldi yf ir takmarkalausri rányrkju ung fisks í ísafjarðardjúpi og inn- fjörðum þess, um langt árabil, eem leitt hefur til gereyðingar á viðurkenndum og þýðingarmikl um fiskuppeldisstöðvum þar, og komið í veg fyrir fiskigengd í Djúpið. Það kennir annars margra grasa í nefndri grein Jóns. Hann skrifar um friðun og lokun „ým issra þýðingarmikilla- uppeldis- töðva, þar á meðal Faxaflóa, Breiðafirði og ýmsum fjörðum og flóum við norðurströndina, og segir: „Er hér um að ræða hið þýðingarmesta skref, er við höfum stigið fyrr og síðar til íriðunar fiskistofnunum". Ætli að fleirum en fiskifræðingunum okkar, hafi á þessum tíma ekki verið orðið ljóst, hvað þýðingar mikið og aðkallandi það var orð i« að friða uppeldisstöðvar fisks kringum landið, ásamt þýð- ingarmiklum fiskimiðum? Hvað sýndi okkur betur nauðsyn þessa en þau áhrif, sem friðun fiski- miðanna á styrjaldarárunum ’39 til ’45 hafði á aflaföng lands- manna hvarvetna kring um land ið? Voru það ekki einmitt sjó- mennirnir okkar, sem sóttu íisk inn á miðin þá og nú er kröfðust þeirra aðgerða, sem náðu fram að ganga árið 1952 og 1958 er landhelgin var aukin upp í 12 mílur? Ég held að svo hafi verið. f*að þýðir ekki lengur fyrir Jón Jónsson eða aðra fiskifræð inga að reyna að telja heilvita fólk trúi um að það sé „skyn- samleg nýting fiskistofnanna' aðrar eins aðfarir og átt hafa sér stað hér við Djúp um langt órabil, hvað rányrkju snertir gagnvart aðal nytja fiskum okk ar. Milli 10 og 20 rækjuveiðibát ar (mér er sagt 16 bátar á sl. ári) hafa hin síðustu ár dregið botnvörpur sínar ýmist innfjarða eða á fullu dýpi hér í Djúpinu. — Á árinu 1962 var svo komið með rækjuveiðarnar hér, að sum ir rækjuveiðimenn hættu veið- um, þar eð rækjan virtist þá horf in úr Djúpinu. Þá fyrst urðu rækjuveiðimenn hér og ráðamenn ísafjarðarkaup- staðar (sem áður þýddi ekki að tala við um takmörkun þessara veiða) fyrst viðmælandi og töldu takmórkun veiðanna nauðsyn- I lega. Leiddi þetta til smávægi- legra takmarkana í bili. Heyrzt hefur að fiskifræðing- arnir hafi sett rækjuveiðamönn- um einhverjar reglur um ákveð- ið aflamagn, sem veiða mætti. en sem rækjuveiðamenn sættu sig ekki við (þótti of lítið). og var þá óðar „slakað á klónni." sem haldið er, að hálfu fiski- fræðinganna. Já, „Ada-m var ekkj ekki lengi i Paradis". Á síðastliðnu ári hafa rækju- veiðibátarnir aldrei verið fleiri en þé. 16 að tölu, eins og áður er sagt. Um aflann á árinu er það að segja, að á tímabili mun hann hafa verið viðunandi, en aðal- lega á fulldýpi og með höll- unum beggja vegna Djúnsins. á vaðinu frá Ögurvík út fyrir Arnarnes. Siðari hluta ársins fór aflinn mjög dvinandi, stund- um lítill og misjafn eins og gerist nú og gengur. Bátarnir þá á stöðugu „spani" um allan sjó, djúpt og grunt, Inn á firð- ina hafa þeir lítið leitað á árinu, enda ekkert þar orðið að hafa, sem veiði getur kallast. Miklar sögur fara af því, að ógrynni af smá ýsuseiðum hafa veiðst í rækjutrolli á árinu, sem ekkert gagn er að, en verður hverskonar hvítfugli, Mávum og Svartbak og fl. að bráð, sem jafnan gerjar sig kring um bátana í hvert skifti sem rækjutrollið kemur upp á yfirborð sjávarins. Víst mun hvorki þetta ungfiski, né annað, sem tortímst hefur hér við ísafjarðardjúp af völdum rækjuveiðanna frá fyrstu byrj- un. ekki hafa verið teknar með í „dánartöluskýrslum" þeim, sem fiskifræðingurinn Jón hefur stuðst við þegar þann reiknaði út hver voru áhrif fiskveiðanna á fiskstofnana. Það er ekki ólíklegt, að tor- tíming fiskimiða hér við Djúp, af völdum rækjuveiðanna frá byrjun. það er í 27 ár, nemi nokkrum hundruðum millióna fiskseiðja, með hliðsjón af fiski- rannsóknarskýrslum dr. Bjarna Sæmundssonar 1908 hér við Djúp og víðar, sem síðar verður getið. Af grein Jóns verður ekki annað séð en hann vilji styðja að því að friða hinar mikilsverð- ustu uppeldisstöðvar unefisks. svo og þýðingarmikil veiðisvæði kring um landið, enda þakkar sér og öðrum fiskifræðingum hvað áunnist hefur í þessum efnum. En hvað meinar svo Jón með þvi að tilfæra í grein sinni eftir- farandi setningu, sem hann segir að „mætur stjórnmála- maður íslenzkur sagði fyrir nokkrum árum: „Það þýðir ekki að friða fiskinn en drepa fólkið.“ — Það væri gott ef fiskifræðing- urinn vildi fræða mig og aðra um hver þessi „mætj stjórnmála- maður" er. Vart mun hann vera búsettur í þeim héröðum er liggja að þeim áðurgreindu firðlýstu veiðisvæðum. Hugsan- legt er að þessi spekingur (!!) eigi heima hér við ísafjarðar- djúp og sé einn í þeim tiltölu lega fámenna hópi manna, sem gengið hefur í lið með fiski- I fræðingnum til að tortima öllu | fiskungviði í ísafjarðardjúpi og innfjörðum þess. Eða mætti ætla að þessi „mætj stjórnmálamað- ur“, sem Jón vitnar til, sé einn 1 af fiskifræðingunum okkar, eða þá mjög nákooninn þeim? J<á, það er sannarlega við „ramman reip að draga" að ætla sér að koma vitinu fyrir Jón og aðra, sem trúa þvi. að friðun fsafjarðardjúps fyrir taumlausri rányrkju alls upg- fisks. þýði ssma og „drepa fólkið" hér í héraðinu. Hitt væri sönnu nær að álvkta, að friðun þeirra áður gjöfulu fiskimiða hér í Djúpinu og Bjarni Sigurðsson. viðurkenndu fiskuppeldisst.öðva á innfjörðum þess, (sem nú i hartnær 30 ár hefur tekist að gjöreyðileggja með skarki botn- vörpu, dragnóta- og rækjuveiða- báta). hefði vissulega geta orðið til þess að koma í veg fvrir þennan fólksflótta. sem átt hefur sér stað úr sumum hre'poum N.-ísafjarðarsýslu á seinni árum. Það vantar ekki útreikning- ana í grein Jóns, sem skiljan- le^a bvggjast allir á ranrrjókn- um hans og annara stéttar- bræðra. Mann bókstaflega sundl- ar þegar maður les um alla þessa útreikninga og þá vizku sem vfir M''nni dettur ósjálfrátt í hug þessi landfleygia spurning: „Er þetta hægt Matthias?" Jón spyr: „ Hvað er þá að seeia um ást^nd islenzku fiski- stofnanna í dag og hvers má vænta af framtíðinni" Ekki telur Jón rannsóknir sínar komnar það langt. að hægt sé að svara þessu nema að ..litlu leyti". Ég trúi bessu vel Jón. Svo heldur Jón áfram: ..Hitt er þó hægt að fullyrða að ekki er i auenablik- inu sjáanleg nein merki of- veiðis i helstu fiskstofnunum Hve nálægt hámarksnýtineu við erum komnir vitum við ekki, nema þá helst að þvi er snertir þorskstofninn" (Mundu þessar dánarskýrslur fiskifræðingsins eitthvað vera svipaðar dánar- skýrslum presta og prófasta, hvað mannfólkið snertir?). Ennfremur segir Jón: „Við vit- um nú með nokkuð mikilli vissu, hver eru áhrif veiðanna á þorsk- stofninn. Heildardánartölur í þeim hluta stofnsins. sem kom- inn er í gagnið er rúmlega 60%. þ. e. á hverju ári hverfa 60 af hverjum 100 fiskum af völdum veiðanna eða öðrum orsökum." Jón telur svo nauðsynlegt að „geta greint á milli þeirrar dánartölu er orsakast af veið- unum og þess, sem fer forgörð- um á annan hátt“ Og Jóni fipast ekki í reikningunum,, en segir: „Með sérstökum aðferðum hefur oJckur tekist að skilja þetta hvert að, og kemur í ljós að *A heildardánartölurnar eru af völdum veiðanna en % af eðli- legum orsökum." Jón telur að „Núverandi dánartala 60% ár- lega. virðist enn ekki hafa or- sakað ofveiði í stofninum, en við höfum ástæð-u til þess að ætla, að hætta sé á ferðum þegar dánartalan er komin yfir 65%.“ „Núverandi dánartala svarar til heildarsóknar er mælist 620 milljóa tonntímar áriega, en -65% dánartala myndi fást með sókn er næmi 720 millj- ón tonntímar." „Það virðist þvi vera fræðilegur grundvöllur fyr- ir því að auka heildarsóknir í íslenska þorskstofninn um 16% áður en óæskilegri dánartölu yrði náð.“ Já, svo mörg eru þau orð. Mikið veit þessi Jón. Það mun verða talið frekt að fara fram á við fiskifræðingínn, að hann gæfi okkur Norður-ís- firðingum þó ekki væri nema lít- inn útdrátt úr fiskirannsóknar- skýrslum þeim, sem hljóta að hafa verðið gerðar, þegar rann- sakað var hver áhrif rækjuveið- arnar hefðu á fiskveiðar og fl. hér við Djúp, að endurteknum og marg ítrekuðum kröfum sýslunefndar N-ísafjarðarsýslu og fjölda útgerðarmanna og sjó- manna. Hvað mundi t. d. dánartala ungfisks vegna rækjaveið- anna í Djúpinu hafa verið áætl- aðar hjá vísindamönnunum, sem rannsökuðu? Fróðlegt væri og að bera skýrslur þessara fræðimanna saman við skýrslur dr. Bjarna Sæmundssonar, sem áður hefur verið getið. En hvað er ég annars að fara, þegar ég minnist á þessa hluti? Hér í Djúpinu hafa alls engar rannsóknir farið fram í þessum efnum þau hartnær 30 ár, sem rækjuveiðar hafa verið stundað- ar. Nei, hér hefur verið keppst við að tortíma hverskonar ung- fiski í tug- eða hundruðmilljóna tali og eyðileggja hinar mikls- verðustu uppeldisstöðvar, sem líklega óviða kring um land vort. hafa fundist þýðingarmeiri en einmitt hér við ísafjarðar- djúp. Fiskifræðingamir okkar hafa trúað því sem rækjuveiðamenn hafa sagt, „að það væn viðburðar ef fiskseiði lentu í rækjutrollinu". Fjöldi manna mun þó geta staðfest það. sem óhrakinn sannleika. að fyrst þegar rækjuveiðar byrjuðu á fjörðunum, voru seiðin úr hveri- um drætti mæld i fötum. Hvað sanna líka fiskirannsóknir dr. Bjarna Sæmundssonar í þessum efnum? Hvað veiddist af seiðum í smávörpurnar hans? í nóvember árið 1956 var sýslumanninum á ísafirði sent kærubréf undirskrifað af 136 mönnum. Flest voru þetta út- vegsmenn og sjómenn búsettir á ísafirði og sjávarþorpunum hér við Djúpið. Rétt er þó að geta þess hér að allir bænd- urnir umhverfis hinn áður afla- sæla Skötufjörð skrifuðu nöfn sín undir kærubréfið. Höfðu þeir svo sannarlega fengið nóg af þvi að horfa upp á skemmdarverk rækjuveiðamanna frá því að rækjuveiðar byrjuðu þar. svo að segja rétt framundan hlað- varpanum hjá þeim. Síðan má líka svo heita, að ekki hafi orðið þar fisks vart á firðinum. . Árið 1957 lét sýslunefnd N-ísa- fjarðarsýslu siðast frá sér fara eftirfarandi ályktun. sem sam- þykkt vax einróma þó á sýslu- fundi: „Með skýrskotun til fyrri ályktana, sem sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu hefir látið frá sér fara á undan- förnum árum, síðast árið 1956,_ varðandi rækjuveiðar við Isafjarðardjúp vill nefnd- in taka fram, að hún heldur þar fram sömu skoðunum og áður, að nauðsyn beri til þess að takmarka veiðisvæði hér við Djúpið á þann veg að bannaðar verði rækjuveiðar með botnvörpu á fistkisvæð- unum innan Djúps“. „Að gefnu tilefni vill sýslu- nefndin lýsa þvi yfir sem áliti hennar að fyllilega sé tímabært að benda á í ræðú og riti, hver áhrif rækjuveið- ar hér við Djúp, hafi þegar haft á tortímingu fiskung- viðis, fiskigengd og fiskstöðu hér við ísafjarðardjúp. Jafn- frarot beinir sýslunefndin þeirri spurningu til herra fiskimálastjóra Davíðs Ólafs- sonar, hvað valdi þeim drætti, sem á er orðinn þeim rann- sóknum í þessum efnum er hann hefur upplýst að ákveð- ið hafi verið að framkvæma, fyrir meir en’ári síðan.“ Sýslunefndaroddvita var falið að senda ofangreida ályktun til Fiskfélags íslands. Ég hefi gert mér far um að reyna að fylgjast með gerðum „Fiskiþingsins“ sérstaklega hvað snertir rækjuveiðarnar hér við Djúp. Gögn þau sem ég hefi haft með höndum, til þessa, er blaðið Ægir, rit Fiskifélags íslands. En í því riti er aðeins birt árlega eitthvað hrafl af því sem gerist á þingum félagsins. Af tilviljun hefi ég í höndum eitt þíngskjal frá Fiskiþingi árið 1955, sem ég tel rétt að birta hér orðrétt: Þingskjal II. Humar- og rækjuveiðar. Frá Sjá- varútvegsnefnd. Framsögumað- ur: Friðgeir Þorsteinsson. Eftirfarandi samþykkt gerð. * „Fiskiþingið telur nauðsyn- legt til verndunar rækjustofns- ins, að rækjuveiðar i nnfjarðar verði bundnar við ákveðin veiðisvæði og veiðileyfi tak- mörkuð". „>á telur þingið að leita beri álits fiskideildanna í hverjum i stað, áður en leyfi séu veitt til humar- og rækjuveiða". „Fiskiþingið leggur fyrir fiskimálastjóra, að afla sem gleggstra upplýsinga um og leita álits sérfróðra manna, um það hvort rækju- og humarveiði spilli öðrum aflamöguleikum." „Fiskiþingið telur að gefa beri meiri gaum ýmsum mögu- leikum við sjávarsíðuna, sem enn hafa verið ónotaðir eða lítt nýttir. og bendir í því tilefni á krækling, túnfisk og ál, og kú- fisk og ál, svo aðeins fátt sé nefnt og leggur þingið fyrir fiskimálastjóra að sjá um að at- huganir verði gerðar. bæði um veiðar og vinnsluaðferðir." 7. nóv. 1955: Páll Þorbjörnsson (sign) Magn- j ús Gamalíelsson (sign) Einar Guðfinnsson (sign) Friðgeir Þorsteinsson (sign) Ingvar E. Einarsson (sign). Um árangur þessarar sam- þykktar hefi ég hvergi séð getið. Gera má ráð fyrir, sbr. framan greint þingskjal, að leitað hafi verið álits fiskideildanna á Vest- fjörðum áður en leyfðar væru rækjuveiðar á ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Líklega farið dult með þetta. Allir vita þó að í þeim tveimur áðurtöldu fiski- sælustu fjörðum á Vestfjörðum er enn rányrkjunni haldið áfram af fullum krafti, frá yztu nesjum til innfjarðabotna. Hvað hefir okkur svo verið sagt um „álit sérfróðra manna" um rækjuveiðarnar og áhrif þeirra? „Hvort rækjuveiðar spilli öðrum aflamöguleikum" eða valdi tjóni á uppeldisstöðv- um ungfisks? Nei, ekkert heyrst um þetta eða sézt á prenti svo ég viti til. Allt vald í þessum efnum, að Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.