Morgunblaðið - 22.02.1964, Side 24

Morgunblaðið - 22.02.1964, Side 24
44. tbl. — Laugar«lagur 22. febrúar 1964 -JBordens VORUR bragðásTbézt Dómur í Sigurb]arnarmalinu: VEITÍNGAMADURINN HLAUT 20 MÁN. FANGELSI Annar gjatdkeranna 30 daga skilorðsbundið fangelsi — Refsing hins felld niður — Báðir taldir hafa sýnt stór- fellt hirðuleysi í opinberu starfi Haraldur Guðni Guðmundur Kári Þorleifur Trésmiðir, tryggiö sigur B-listans Kosning hefst í dag STJÓRNARKOSNING í Trésmiðafélagi Reykjav^kur fer fram í dag og á morgun. Kosið er í skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8, og hefst kosningin í dag kl. 2 og stendur til kl. 10 í kvöld. — Á morgun (sunnudag) verður kosið frá kl. 10 árdegis til kl. 12 og frá kl. 1 e. h. til kl. 10 og er þá kosningu lokið. í G Æ R var upp kveðinn í Sakadómi Reykjavíkur dóm- ur í máli ákæruvaldsins gegn Sigurbirni Eiríkssyni, veit- ingamanni, og tveimur fyrr- verandi gjaldkerum Lands- banka íslands. Dóminn kvað upp Halldór Þorbjörnsson, sakadómari. Ákærður Sigurbjörn Eiríksson var dæmdur í 20 mánaða fang- elsi fyrir að hafa brotið gegn 248. grein almennra hegningarlaga (um fjársvik) með því að selja í Landsbanka íslands dagana 19., 20. og 21. september 1963 sex tékka að fjárhæð samt. 1,925,000, án þess að innistæða væri fyrir tékkunum á viðkomandi banka- reikningum og án þess að hann léti þess getið að þannig var á- statt um tékkana. Hann var hins- vegar sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum hinna með- ákærðu gjaldkera. Frá refsingu Sigurbjarnar dragist gæzluhalds- vist hans, 19 dagar. Fram skal tekið varðandi dóm- inn yfir Sigurbirni, að Lands- banki ísiands hefur sótt bóta- kröfur sínar í einkamálum, og komu þær því ekki við sögu í þessu refsimáli. Ákærður, Garðar Siggeirsson, var dæmur í 30 daga skilorðs- bundið varðhald samkvæmt 141. grein almennra hegningarlaga fyrir stórfellt hirðuleysi í opin- beru starfi, en hann tók við fjór- um af hinum sex tékkum Sigur- bjarnar, og hafði þó haft kynni af tékkaútgáfu Sigurbjarnar, bæði vegna fyrirmæla um þau viðskipti, sem aðalféhirðir hafði gefið honum, svo og vegna per- sónulegs sambands við Sigur- björn. Garðar var sýknaður af ákæru um að hann hefði misnot- að stöðu sína í bankanum í eigin- hagsmunaskyni. Ákærði, Marinó Hafsteinn Sveinsson, sem keypti tvo af áð- urnefndum sex tékkum, þrátt fyrir áðurnefnda aðvörun aðal- féhirðis og án þess að ráðfæra sig við hann, var talinn hafa sýnt stórfellt hirðuleysi í opinberu starfi og því hafa brotið gegn 141. grein almennra hegningarlaga, Framíhald á bls. 23. TEKIZT hefur á Álafossi að framleiða ullarfeiti (lanolin) úr þvottalegi, sem kemur frá hin- um nýju ullarþvottavélum. Er feitin unnin úr þvottaleginum á kemiskan hátt, en ekki með vél- Tveir listar eru í kjöri, eins og undanfarin ár í félaginu, B-listi lýðræðissinna, sem skipaður er mörgum reyndustu mönnum fé- Þetta kom fram í ræðu, sem Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi, flutti á Búnaðarþingi í gærmorg un. Ásbjörn gaf öllum þingfull- trúum sýnishorn af þessari nýju framleiðslu og gat hann þess, að þetta væri í fyrsta skipti sem ullarfeiti væri unnin á fslandx. Hann sagði einnig, að feitin væri tekin úr þvottaleginum á kemiskarr hátt en ekki með vél- Tveir seldu í Þýzkalandi INGÓLFUR Arnarson seldi afla sinn sl. fimmtudag í Cuxhaven, 142 tonn fyrir 118.742 mörk. í gær seldi Surprise afla sinn í Bremerhaven, 119.5 tonn fyrix 101 þúsund mörk. Ekki selja fleiri togarar er- iendis í þessari viku. FUNDI fulltrúa SAS og Loft- leiða lauk sl. fimmtudag og fór SAS-mennirnir fjórir af landi brott í gærmorgun. Morgunblað- inu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Loftleiðum um viðræðurnar: „Fulltrúar Loftleiða og SAS hafa dagana 19.—20. febrúar haldið fundi í Reykjavik í þeim tilgangi að kynna sér sameiigin- lega annars vegar verðlagsgrund völlinn og kostnaðarhlið norr- æns flugs yfir Norður-Atlantshaf, lagsins, sem staðið hafa í fylk- ingarbrjósti í baráttu fyrir flest- um hagsmunamálum stéttarinnar og A-listi, sem að mestu leyti er um, þetta væri aðeins byrjunar- stig, en vonandi yrði hægt að fullkomna framleiðsluna, sem yrði nokkur búbót fyrir sauðfjár bændur. Ullarfeiti er notuð í alls konar snyrtikrem, handáburð, sápur, hárþvottalegi og margs konar aðrar snyrtivörur. Fram til þessa hefur orðið að flytja ullarfeiti (lanolin) inn til landsins, en ef þessi tilraun að Álafossi tekst jafn vel og byrjunartilraunirnar gefa vonir um má búast við, að innflutningur þessarar dýru vöru leggist niður og að jafnvel verði um útflutning að ræða. 13 Akranesbátar með 72 ionn Akranesi, 21. íebrúar. SJÖTÍU og tvö tonn fiskuðu 13 bátar samtals í gær. Aflahæstur var vélbáturinn Anna með 8.8 tonn, annar Sæfari með 8 tonn og þriðji Fram með 7.2 tonn. Margir höfðu loðnubeitta línuna í gær. Margir róa með 40 bjóð. Haföm er sá fyrsti hér, sem vitjar um þorskanet á vertíðinm, fiskaði í gær 1200 kíló. — Oddur. og hins vegar til þess að rann- saka möguleika fyrir samvinnu. Umræðurnar fóru fram í hrein skilni og vinsemd og hefir ár- angurinn orðið sá, að báðir aðil- ar hafa gert ljósa afstöðu sína til vandamálanna. Fulltrúar flugfélaganna munu láta flugmálastjórnum í té grein- argerðir. Flugmálastjórnir ís- lands og Norðurlandanna munu hittast í náinni framtíð til þess að halda áfram viðræðum." skipaður kommúnistum, enda hafa þeir haft öll ráð í stjórn fé- lagsins síðustu árin og unnið það eitt til afreka að knýja félagið út í tilgangslausar vinnudeilur, sem skaðað hafa félagana um þús- undir króna. Takist kommúnistum að halda stjórn félagsins áfram má gera ráð fyrir að þessari stefnu verði haldið áfram, enda er fráfarandi stjórn algert verkfæri í höndum þeirra pólitísku ævintýramanna, er stjórna verkalýðsmálastefnu kommúnistaflokksins. B-listi lýðræðissinna er þannig skipaður: Haraldur Sumarliða- son, formaður, Guðni H. Árna- son, varaformaður, Guðmundur Sigfússon, ritari, Kári Éjl. Ingv- arsson, vararitari, og Þorleifur Sigurðsson, gjaldkeri. Varastjórn: Kristinn Magnússon, Ólafur Ól- afsson og Viktor H. Auðbergsson. Trésmiðir! Greiðið atkvæði sem fyrst, því að það auðveldar alla vinnu í sambandi við kosn- ingarnar. Hafið samband við fé- laga ykkar og komið í kosninga- skrifstofu lýðræðissinna og veitið aðstoð ykkar í baráttunni gegn kommúnistum: Munið að sigur B-listans er sigur ykkar og sam- takanna. Ekki fólsku verk AF FRÉTT blaðsins í gser um að drengur á hjóli hafi verið barinn af öðrum dreng má ráða að um fólkskuárás bafi verið að ræða. Svo var þó ekki, / Samkvæmt uppiýsingum, sem blaðinu hafa nú verið gefnar, er forsaga málsins sú, að drengurinn, sem kom á hjóli eftir Ásvallagötunni, hrifsaði húfu af öðrum minni, sem var þar á götunni. Þriðji drengurinn, sem var þarna staddur, sveiflaði þá tösku sinni til þess á hjólinu. Kom taskan í hjólið (ekki andlit piltsins) með þeim afieiðing- um, að drengurinn, sem á því var, féll í götuna og skrámaðist allmikið. Dreng- irnir eru nágrannar og fór sá, sem með töskuna var heim með hinum. Mæðrum piltanna kom síðan saman um, að rétt væri að fara með þann slasaða í Siysavarðstof- una og fóru þangað með hann báðar. Kom þar í ljós að piltSánn hafði fengið snert af heilahristing. um. Engar auglýsingar í færeyska útvarpinu, segir Djurhuus lögmaður BLAÐEÐ haifði spurnir af því í gær að Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna hefði verið tilkynnt það í skeyti frá Færeyjum að ekki yrðu teknar frá því auglýsingar um mannaráðningar í fær- eyska útvarpið. Ennfremur herfði fulltrúa þess í Færeyj- um verið neitað um það sama. Sama gilti um tilkynningar frá Landssambandinu. Hins vegar hafði í fyrrakvöld ver- ið birt tilkynning þess til ieiðréttingar á því, er útvarp ið hafði sagt um gengisfell- ingu og gjaldeyrisskort hér á landi. Fyrri tilkynningar Fiski- mannafélags Færeyja hafa sýnilega haft áhrif, því ekki hofðu nema tveir sjómenn pantað far með Gullfossi hing að til lands í þessari ferð, en ástæða hafði verið til að ætla að fleiri mundu leita hér at- vinnu. Vegna þessa máls átti blað ið í gær símtal við lögmann Færeyja, Hákun Djurhuus og var það á þessa leið. — Hvað viljið þér segja um þann orðróm að lög verði sett í Færeyjum, sem banna sjó- mönnum að ráða sig'á islenzk skip? — Ég hef ekki heyrt að nein lög yrðu sett á Lög- þingi Færeyja um að banna sjómönnum að fara á íslenzka báta, eða báta annara þjóða, svo sem Norðmanna og Þjóð- verja. — Hvað mynduð þér segja um slíka lagasetningu? Framh. á bls. 23 Ullarfeiti framleidd á ís- landi í fyrsta sinn Er notuð í alls konar snyrti- vörur, sápur og hárþvottalegi Ræddu möguleika á samvinnu Loftleiða og SAS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.