Morgunblaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 19
f>riðjudaguT 3. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 Fiskiþing og skdlamál ÞÆR fregnir berast af nýaf- stöðnu þingi Fiskifélagsins, að það hafi samþykkt til'lögu um að stofnað skuli til námskeiðs við Stýrimannaskólann í Reykjavík, fyrir minni fiskimannaprófs- xnenn, sem veiti þeim rétt til skipstjórnar á fiskiskipum hér við land til jafns við þá, sem xneira fiskimannaprófið hafa. Torvelt er að skilja hugsana gang þeirra manna sem að þess- ari tillögu standa. Ekkert bendir til að það sé hyggilegt að draga úr menntun skipstjóra, og þann- ig verkar þessi merkilega tillaga, því að hún gerir ráð fyrir að menn með 4 mánaða námi og einhverri smá við'bót fái sama rétt til skipsstjórnar og menn með 2 vetra námi, sem hvergi virðist um of, og heldur mætti þyngja, ef breytingar væru á gerðar. Þetta tilræði við menntun skipstjóra mundi koma niður á Stýrimannaskólanum. Hann var ekki byggður til þess að standa auður, minnka mundi aðsókn að honum eftir að svo væri kom- ið að menn gætu fengið jafn- gild réttindi, án þess að ssekja Ihann, eða með smá undirvísun é námskeiðum á námskeið ofan. Verksvið Skólans mundi þá verða aðeins farmennirnir en þeir eru minni hluti þeirra sem þangað hafa sótt. Það er ekki af tillögunni að sjá að þetta menntasetur sjómanna eigi eða hafi átt á Fiskiþinginu vinum að fagna, og skýrir það kannski málið, að margir útgerðarmenn láta sér fátt um finnast annað en það eitt, að maðurinn geti fiskað, en það þarf meira til ef vel á að fara. Tillagan á engan Ihljómgrunn innan skipstjóra- félaganna ,enda hafa þau það öli á stefnuskrá sinni að stuðla að menntun og öryggi sjófar- enda. Fiskiþing virðist hafa aðra stefnu í öryggismálum, þótt undarlegt megi virðast. Ef gera má ráð fyrir, að Fiskiþing hafi íhagsmuni útgerðarmanna efst á dagskrá, sem ekki er ósennilegt, því að það er þannig skipað, að það getur varla talizt annað en útgerðarmanna samtök, þá er það nokkur skýring á afstöðu Fiskiþingsins til fiskimanna. Þessi afstaða rifjar upp fyrir mér sarntal við mann, sem hafði verið formaður í einni veiðistöðinni og náð aflamagni í betra lagi. Mig grunaði að meira mundi fiskiríið hafa byggzt á ikappi en forsjá, og lét því orð falla um, að hann mundi hafa eótt nokkuð fast og fókk þetta evar: „Ég skal segja þér, að ég hugsaði bara tim að komasit út, aldre; um heimferðina.“ Útgerð- armaðurinn fékk viðunandi afla, ®g það flaut á meðan ekki sökk. Þessi maður stýrðist af blindu ofurkappi. Lærdómur var ekki (honum fjötur um fót, því að hann hafði ekkert lært í sjó- *na_nnskulegum fræðum. Ég skil ekki þá stefnu, sem ligg ur í átt fáfræðinnar. Ég fæ ekki eéð, að það eigi að baiga útgerð- ina, að menn komi til starfs eæmilega uppfræddir í þeim greinum sjómennskunnar, sem á skólabekknum má læra og að gagni má koma. Vitanlega verður ekki sjálf tfiskimennskan lærð i skóla, eða ef bókum, en sú náltúra drepst eklki úr mönnum við það að Ikomið sé fyrir í kollinum nokkru •f bóklegu viti, sem miðar að öryggi skips og áhafnar, og það er ekkert óþarfa punt sem rítfa þarf niður. Þorri skipstjóra síkilur mennt- tan sína sem lið í öryggismálum Bjófarenda. Þessvegna vilja skip Btjórar enga aftur för í sínum akólamálum. Þeir hafa uppi öfl- uga andspyrnu gegn þeim sem ▼ilja draga skólamál þeirra nið- ur á við, því að þeir vita vel, að mennt er máttur. Þeir fengu á s. 1. hausti samkomulag og lof- orð um að á næsta hausti yrði stofnuð sérstök deild við Stýri- mannaskólann, fyrir þá menn sem hafa 120 rúml. réttindi og óska að bæta við sig námi, svo að þeir megi stýra stærri skip- um. A loknu vetrar námi yrði þá samanlögð skólaganga þeirra álíka og var fyrir 30-40 árum og var miðuð við að stýra fiski- skipi, sem var að stærð 30 rúml. og þar yfir. Ekki verður sagt að kröfurnar hafi vaxið. Þetta var gert með sérstöku til- liti til svokallaðra undaniþágu- manna, sem hafa orðið í vand- ræðum með sjálfa sig, af þvi að þeir voru ekki undirbúnir þá þróun, sem orðið hefir í skipa- byggingum okkar. Þeir höifðu sparað við sig að taka hið meira fiskimannapróf. Tillögu fiskiþingsins virðist, í það minnsta að nokkru leyti stefnt gegn þessu samkomulagi, og þykir mér leitt að þurfa að segja það. Óviljandi getur þetta varla verið gert, þótt nokkuð kunni að skorta á að málið hafi verið nógu vel ígrundað. Varla getur það verið komið á stefnu- skrá hjá Fiskifélaginu að standa á móiti því að skipstjóra-r stundi tilhlýðilegt nám. En frá þeim sjónanhól verður þó að líta á umrædda tillögu Fiskiþings, sem gengur í berhögg við samþykktir skipstjóra samtakanna og hags- muni þeirra manna, sem lagt hafa á sig þá skólagöngu, sem Fiskiþingið vill nú bjarga hinum undan, með hliðarráðstöfun, sem varla getur talizt sanngjörn eins og nú skail sýnt fram á. Út af Stýrimannaskólanum hafa skrifazt 522 menn með meira fiskimannaprófi á s. 1. 11 árurn. Á s. 1. hausti var meiri aðsókn að fiskimannadeild skól- ans en verið hefir. Á skipaskrá árið 1963 voru aðeins um 60 fiskiskip, önnur en togarar, yfir 120 rúml. Við þetta er svo því við að bæta að meðalaldur skip- stjóra er meira en 11 ár í starfi, ef heilsan endist og verður því að margfalda töluna 522 nok'kr- um sinnum til að nálgast rétta útkomu. Séu þetta ebki fullgild rök fyrir því engmn hörguil er á mönnum til skipsstjórnar á | skipum yfir 120 rúml., þá er | fróðlegit að heyra hve hópurinn þarf að vera stór svo að nógu sé úr að moða. j Það eru minni fiskimanna prófin sem þurfa gagngerðrar endurskoðunar við. Þau eru hvorki fugl né fiskur, og þola ^ engan samanburð við aðrar þær kröfur, sem nú eru gerðar um verkkunnáttu og faglega menntun. | Það þarf að komast á þessi mál 1 fastara form, svo að menn geti treyst því, að það hafi ákveðna þýðingu að læra þetta eða hitt stýrimannaprófið, og það : verði ekki ónýtt fyrir þeim gert með sífelldum breytingum og glundroða tillögum, sama eðlis og þeim, sem Fiskiþing hefir látið frá sér fara. Sigurjón Finarsson skipstjóri. Kjartan Reynisson Fæddur 29. sept. 1942. Dáinn 25. febr. 1964. HVERJSÍIG má það vera, að hann Kjartan sé diáinn. Við eigum erfitt með að trúa því. Hann, sem var svo ungur, lífsglaður, ávalt brosandi, hjálpfús, boðinn og búinn til alls, þess sem öðrum mátti að gagni koma, eins og til- vera hans væri í raun og veru mótuð til þess að gera öðrum gott. Hann dó ungur, segjum við. En hafði hann þá afrekað nokkru í þessu lífi, sem vert er að fara að stinga niður penna til þess að skrifa um? Eða var hann kannske búinn að vinna það starf, sem honum hafði verið ætlað að inna af hendi í þessum heimi? Vegir Guðs eru oft óskiljanleg- ir. En við trúum því að þegar ungir efnilegir menn eða konur eru kölluð burt frá ættingjum og vinum, þá sé það vegna þess að það sé meiri þörf fyrir þau annarsstaðar. Sannarlega gæti það átt við um „Dadda“, en það var hann oftast kallaður á meðal nánustu ættingja og vina. Oll hans framkoma, frá fyrstu ár- um lífs hans, var á þann veg að þeir sem kynntust honum höifðu unun af. Umgengni hans, látbragð, viðmót hans gagnvart náunganum var mótað festu og stillingu, sem vakti athygli allra, sem umgengust hann. Kjartan fæddist á .Geirseyri við Patreksfjörð 29. sept 1942, sonur hjónanna Freyju Guð- mundsdóttur og Reynis Einars- sonar, og flutti tíu ára gamall með þeim til Reykjavíkur og síðar í Kópavog. Foreldrar hans eignuðust tvö börn, hitt barnið er Dröfn 17 ára gömul, sem er við nám í Noregi, en kemur heim til þess að fylgja bróður sínum seinasta spölinn á þessari jörðu. Eftir svo ungan mann, sem Kjartan var, liggur í raun og veru mikið lífsstarf. Hann harzlaði sér strax völl við verzlunarstörf, eftir að hann lauk barnaskóla, en aflaði sér menntunar í því starfi í skólum hér heima og síðar í Danmörku. Allsstaðar þar sem hann var, vann hann sér traust húsbænda sinna og kannske ekki síður viðskiftavinanna. Hann endaði lífsstarf sitt hér, sem fulltrúi í verzluninni Vesturgarði í Kjör- garði við Laugaveg. Það er nokkur lýsing á framkomu hans í starfi, að stundum var hringt í verzlunina og spurt eftir, unga, prúða piltinum. En þó hann ákilaði sinni vinnu val og drengilega, var 'hiún ekki nema hluti af lífs- starfinu. Hann helgaði sig strax ungur, sem barn, hugsjónum skáta'hreyfingarinnar. Þar eyddi hann öllum frístundum sínum, utan 'heimilisins. Þar kom fljótt fram fórnarvilji hans til náung- ans að hjálpa þeim, sem máttu sín minna. Hann hlaut að launum ýmsar trúnaðarstöður meðal skátanna. Og hæfileikar hans í félagsmál- um nutu sín þar. Hann hafði á hendi leiðbeiningarstörf meðal yngri skátanna, og lagði sig fram um að verða þessari hreyfingu, sem hann hafði svo mikla trú á, að sem mestu liði. Hann tók þátt í tveimur Skáta- mótum erlendis, sem fulltrúi. Árið 1959 á Jótlandi og s.l. ár í Grikklandi, en þá var hann að- stoðarfararstjóri. í gegnum þessi félagsstörf eignaðist hann marga góða kunningja, og vinahópurinn var orðinn stór. Öll kynning hans var á einn veg. Hann var fastur á skoðun sinni og fylgdi fast eftir því sem hann taldi vera rétt. Sælustu minningarnar um hann eru á heimilinu hans. Mamma hans var lengi veik á síðasta ári og er enn. Systir hans var erlendis, en faðir lengi bundinn störfum utan heimilis- ins. Hann var löngurn stundum heima í frístundum sínum og reyndi að gera móður sinni Mfið léttara. Umönnun hans gagnvart henni kom þá bezt fram, þegar hún þurfti þess mest með. Hann Kjartan er ebki horfinn okkur að öllu. Minningin um hann er svo góð að við hljótum að hugsa okkur að hann sé á meðal okkar. Við getum ,ekki trúað því að hann sé 'alfarinn. Ungu skátarnir eiga eflaust eftir að minnast þess að svona hafði Kjartan sagt þeirn að það ætti að vera og eftir því muni vera óhætt að fara. Jafnaldrar hans í skátahreyfingunni eiga erfitt með að trúa því að hann sé horfinn þeim. Góður guð, styðji og styrki foreldra 'hans og systur til þess að umbera að missa hann frá sér svo ungan. Guð blessi minningu hans. Baldur Guðmundsson. VINUR minn, Kjartan Reynisson er borinn til hinztu hvíldar frá Dómkirkjunni í dag. Minniugar liðinna ára streyma framhjá innri sjónum, minningar sem allar, hver og ein, sem opnar ijóma og birtu uan tryggan og kærleiksríkain förunaut, vin og samstarfsmann í marglháttuðu félagsmálastarfi, fórnfúsan Og framkvæimdasaman ungan, glæsi legan mann eir vann sér virðingu og álits allra er honum kynntust og blönduðu við hann geði. Skátahreyfingin átti hug hans cskiptan — enda var hann kom- inn þar til mestu trúnaðarstarfa og metorða, og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum þessi mikilsverðu félagsstörf fyrir æsku Reyikjavíkur, gat ekki hjá því farið, að vinátta akikar yrði bæði djúp og einlæg. Mannkostir hans voru svo tvímælalausir og fölsikvalausir að þeir kenndu okkur vinum hans að meta fyrst og fremst hið góða og fagra í lífinu og þýðingu þess, hve leik- urinn, hjálpsemin og einlægnin gefa Mfinu sjálfu mikið gildi. Kjartani var, kornungum æsku manninum, falin mikilsverð trún aðarstörf, sem hann rækti af sér- stakri alúð og óskiptum áhuga er skópu honum virðingu og trausit húsbænda og samstarfs- manna. Andrúmsloftið var hlýtt og innilegt í kringum þennan svip- hreina og glæsilega unga mann svo að öllum leið vel í návist hans enda vinsæll og eftirsóttur félagi. Það er mikill skaði þegar ung- ir hæfileikamemi falla fyrir ald- ur fram og harmurinn sem nístir hjartað við fráfall þessa einlæga og bezta vinar míns verður ekki með orðum sagður. Sú gæfa féll mér í sikaut að vera við hlið hans og sjúkrabeð hinztu för hans til framandi lands, þar sem vonir stóðu til að hægt yrði að bjarga honum frá sigð dauðans. Sú von brást, og nú er hann kvaddur hinztu kveðjunni. Mín þakkarskuld til þessa góða vinar míns er mikil og verður því miður aldrei goldin, svo margt sameiginlegt áttum við í sjóði minninga liðinna samveru- stunda. Söknuður minn er heitur og sár. En hversu smár er hann þó ekki hjá harmi foreldra og systur, sem nú verða að sjá að baki einkasyni og einkabróður. Góður Guð gefi þeim styrk í trúnni á endurfundi að baki tjaldsins mikla og í myndinni af góðum og flekklausum ungum manni. „Vertu viðbúinn“ kenna skáta- lögin og skátahreyfingin okkur. Engan þekki ég sem kunni og skildi gildi þessara orða betur en hann, og engan veit ég sem bet- ur var við því búinn, að mæta hinu óvænta og dulda, en hann með fleklklausu lífi sínu. Þúsundfaldair þakkir, góði vin- ur. Guð varðveiti þig og vaki yfir þér. . Steinn Lárusson. FYRIR rétt rúmlega tveim vik- um hittum við Kjartan Reynis- son glaðan og hressan á heimili foreldra sinna. í dag fylgjum við honum til grafar. Svo skjótt og óvænt geta örlög skipast. Dulið mein hafðileynst þarsem enginn gat séð annað en ímynd hreysti og gjörvileika, og á úr- slitastund var hvergi hjálp að finna. Þótt Kjartan væri kallaður burt aðeins 21 árs gamaU, ein- mitt þegar hann stóð við þrösk- uld manndómsáranna, hafði honum auðnast að sýna, að í honum bjó efniviður mikils mannsefnis, dugnaður og dreng- skapur samfara viljafestu O'g reglusemi. Eftir að hafa dvalið við verk- legit verzlunarnám í Danmörku tók Kjartan innan við tvítugs- aldur við forstöðu stórrar félags- verzlunar í Kópavogi, og leysti störf sín þar af hendi með þeirri prýði að staða hans var vand- fyllt er hann kaus að hverfa að öðru starfi. Nú síðast var Kjartan verzlunarstjórí í einni af deildum sérverzlunarinnar Kjörgarðs í Reykjavík. Frá unga aldri tók Kjartan þátt í skátahreyfingunni af Iífi og sál, og mun honum fátt hafa verið* hjartfólgnara en stefnu- mið og málefni þessara heil- brigðu samtaka æskumanna. Hann hlaut þar mikinn frama miðað við aldur og voru falin ábyrgðarmikil störf á vegum þeirra, nú síðast að vera farar- stjóri flokks íslenzkra ungmenna á al'heimsmót skáta í Grikklandi síðastliðið sumar. Innan þessa félagsskapar eignaðist Kjartan hóp valinna vina, mér liggur við að segja fóstbræðra, glaðværs hóps drengilegra ungmenna, sem ætíð voru viðbúnir og oft voru kallaðir þangað sem hjálpar var þörf. Viðbrögðum þeirra við lokastríði og fráfalli Kjartans og hugulsemi þeirra við aðstand- endur hans gleymir enginn sem með fylgdist. Þegar svo þungur harmur hef- ur lostið vini okkar, foreldra og systur Kjartans stoðar mannleg samúð lítið. Tíminn einn getur grætt hið djúpa sár. En minn- ingin um hinn góða og vamm- lausa dreng mun lifa með öllum, sem honum kynntust. Sveinn S. Einarsson. Leiðrétting í SMÁKVEÐJU sem ég í Mbl. sendi Sigurði Pálmasyni, kaupm. á Hvammstanga, á áttræðisaf- mæli hans þ. 21. febr. sl., urðu mér þau mistök á að segja börn þeirra hjóna fjögur. Þetta er ekki rétt. Auk dætranna fjögurra eignuðust þau einn son, sem bú- settur er á Hvammstanga. — Ég bið alla hlutaðeigandi velvirð- ingar á þessari missögn minni. Gunnar Gíslason. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu ei langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.