Morgunblaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. marz 1964 Útgefandi: F ramkvæmdastj óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. ÞJOÐSKALDIÐ FRA FAGRASKÓGI Molotov og Krúsjeff um friðarsamningana við T\avíð Stefánsson, þjóðskáld- ið frá Fagraskógi, er lát- inn. Með honum er vinsæl- asta ljóðskáld íslendinga horf ið af sjónarsviðinu. Hann var mikið skáld, stórbrotinn per- sónuleiki og hjartahlýr og heillandi maður. Sagan mun lyfta nafni hans hátt á sínum breiðu vængjum. ★ Allt frá því að fyrsta Ijóða- bók Davíðs frá Fagraskógi, Svartar fjaðrir, kom út fyrir 45 árum, hefur hann verið ást mögur þjóðar sinnar. Ljóð hans hafa verið lærð og sung- in um allt ísland. Síðar gerð- ist hann mikilvirkur og vin- sæll leikrita- og skáldsagna- höfundur. í ritgerðasafni eftir Davíð Stefánsson, er nefndist „Mælt mál“ og kom út nú fyrir jólin, gat að líta einkar skýra og sterka mynd af þjóðskáldinu frá Fagraskógi. Fagurt mál, víðsýni, sterk og öfgalaus átt- haga- og ættjarðarást, hrein- skilni og réttvísi mótaði svip þessa ritgerða- og ræðusafns Davíðs Stefánssonar. Hann var tengdur átthögum sínum traustum og órjúfandi bönd- um. Fjöldi ljóða hans og rit- gerða bergmála fölskvalausa ást hans og tryggð til bernsku stöðvanna. ★ í fyrsta kafla bókarinnar „Mælt mál“, kemur þetta sér- staklega fegurlega í ljós. Hann kemst þar að orði m.a. á þessa leið: „Vinnuborð mitt stendur við norðurglugga. Út um hann blasir við mér Eyjafjörður. Við mynni hans austanvert rís Kaldbakur, fjallið mikla. Hvort sem hann klæðist skikkjunni grænu, feldinu hvíta eða purpurakápunni, er hann alltaf jafn tiginn og bjargfastur. En þó sýnist hann stundum í kvöldmóð- unni fljóta á hafinu, líkt og tröllaukinn nökkvi, jafnvel hefjast í loft upp eins og hann hyggi til brottferðar. En þá grípur hann heimþráin, tryggð við fornar stöðvar. Andi fjallsins er þögull en máttugur. Vestan fjarðarins, undir Kötlufjalli, er Fagriskógur. Vafalaust er það sama fjallið og Landnáma nefnir Sólar- fjöll. Þessi tvö f jöll, sitt hvoru megin álsins, hafa verið hljóðir vottar hugsana minna og gerða, frá því ég sá dags- ins ljós. Hvar sem ég er staddur á hnettinum, er skammt heim í Fagraskóg. Þar hef ég alltaf átt góðu að mæta, og fyrr en nokkurn varir ek ég heim í varpann. Á þessum slóðum teiga ég ilm úr grasi og hlusta á söng sjófugla. Líf fólksins, búskap og aflabrögð, læt ég mig einnig nokkru varða. Allt treystir þetta gömul tengsl við hlíðina og fjörðinn“, segir skáldið. ★ Við íslendingar eigum Fagraskógi Davíðs Stefánsson ar mikið að þakka. Þaðan hafa runnið sterkir og hollir straumar, þaðan hafa hljóm- að fögur ljóð, sem fundið hafa ríkan hljómgrunn hjá ís- lenzku fólki. Þar, undir Sólar- fjöllum, andspænis Kaldbak, mótaðist frjór hugur heims- borgara, sem þó stóð ávallt föstum fótum í norðlenzkri sveit. ★ Trúin á framtíð byggðar- innar um allt ísland gengur einnig eins og rauður þráður gegnum ritgerðir og ræður Davíðs ■ Stefánssonar. Hann ræðir af karlmannlegri bjart- sýni og raunsæi um það sem koma skal. Hann sér byggð- ina færast „í aukana, unz all- ar verða ein samfeld gróandi heild. Það er að stækka ís- land“, sagði Davíð í ræðu sem hann flutti af svölum Alþingis hússins á vegum stúdenta fyr- ir rúmum 11 árum. Enn eitt höfuðeinkenni Davíðs Stefánssonar mætti nefna. Það er réttvísi hans, samúð hans með þeim sem leita réttar síns gegn rang- læti í hvaða mynd sem það birtist. Hann réðist alltaf beint framan af óréttlætinu, sálarlausri skriffinnsku og hverskonar klíkuskap. ★ En nú er rödd hans, þessa karlmannlega og djarfa skálds, hljóðnuð. íslenzka þjóðin þakkar honum líf hans og ljóð. Af þeim stóð gustur hreinskilni og karlmennsku, en líka ilmur af vori og gró- anda. Þar birtist hrynjandi tungunnar, magnaður kyngi- krafti hugsjóna, sem munu lifa löngu eftir að þjóðskáldið frá Fagraskógi hefur verið orpið moldu að Möðruvöllum í HörgárdaL NI K I T A Krúsj eff sagði fyrir skömmu í viðtali við í t a 1 s k a bókaútgefandann Julio Einaudi, að hann mundi því aðeins skrifa endurminn- ingar sínar, að hann teldi hættu á, að hann yrði hrak- inn úr embætti forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Einaudi hafði bent Krúsjeff á, að aðrir stjórnarleiðtogar, svo sem de Gaulle, forseti Frakklands; Eisenhower, fyrr verandi forseti Bandaríkj- anna og Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hefðu auðgað heimsbókmennt irnar með minningum sínum. Þá svaraði Krúsjeff stuttlega: Hvers vegna skyldi ég líka gera það? Ég vil heldur verja lífi mínu til starfa fyrir land mitt og þjóð og í þágu friðar fyrir allar þjóðir heims. í viðtalinu svaraði Krúsjeff fjölmörgum spurningum bæði varðandi innanríkismál Sovét ríkjanna og aiþjóðleg deilu- mál. Kom þar fram eins og áður, að Krúsjeff telur Þýzka landsmálin hættulegustu al- þjóðadeiluna og öllu öðru mikilvægara að finna friðsam lega lausn á henni. Af sam- skiptunum við Bandaríkin kvaðst hann engar áhyggjur hafa. — Það er skoðun mín, sagði Krúsjeff, að Konrad Adenauer, kanzlari hafi und- ir lok kanzlaratíðar sinnar skilið, hverjar afleiðingar „Langar þig í styrjöld?“ spurði Krúsjeff Molotov. Dauft yfir skák- lífi í Færeyjum EINS og áður hefur verið sagt frá í Mbl. keppti færeyskur skák- maður, John Nolsöe frá Tórshavn í Færeyjum sem gestur á Skák- þingi Norðlendinga. Fréttamaður Mbl. á Blönduósi átti stutt tal við hann að skákþinginu loknu. — Hvað segir þú um skáklíf í Færeyjum? — Það er heldur dauft um þess ar mundir. Landsmót hefur ekki verið haldið í 10 ár, en í Tórs- havn og Vestmanna eru starfandi skákfélög. Fyrir 15—20 árum var áhuginn meiri. — Hefur þú tekið mikinn þátt í skák að undanförnu? — Ekki get ég sagt það. Ég byrjaði að tefla nokkuð fyrir inn an tvítugt, en svo fór ég til Nor- egs og var þar í fimm og hálft ár. Þá tefldi ég ekkert. Nú hef ég verið heima í hálft annað ár og teflt talsvert. Sl. sumar var hald- ið alþjóðlegt skákmót í Færeyj- um í tilefni af 40 ára afmæli Havnar Tevlingarfelag. Þátttak- endur voru 14 og tefldu eftir Monrad-kerfi, 9 umferðir alls. Ég tók þátt í mótinu ásamt 7 öðrum Færeyingum og þar tefldu ís- lendingarnir Friðrik Ólafsson, Ingvar Ásmundsson og Margeir Sigurjónsson, sem hefur verið búsettur í Færeyjum í 12 ár og er mikill áhugamaður um skák. — Og hvar varst þú í röðinni? - Ég var í 5.—7. sæti ásamt löndum mínum O. Andreasen og J. K. Henriksen. Við hlutum fjóra greindi á Austurríki það gæti haft að ætla að leysa Þýzkalandsmálin með valdi. Og ég er þeirrar skoð- unar, bætti hann við, að nú- verandi kanzlari, Dr. Ludwig Erhard, geri sér þess einnig ljósa grein. í þessu sambandi sagði sovézki forsætisráðherrann frá því, er friðarsamhingar voru gerðir við Austurríki. Molotov var þá utanríkisráð- herra og segir Krúsjeff, að þeir hafi deilt um það, hvern- ig friðarsamningunum skyldi háttað. Krúsjeff kveðst hafa viljað ganga að skilyrðum Vesturveldanna, en Molotov hafi verið ákaflega andvígur ýmsum atriðum þeirra. Þá segist Krúsjeff hafa spurt Molotov: „Hvað er þetta, langar þig í styrjöld?" Því hafði Molotov svarað afdrátt- arlaust neitandi og Krúsjeff þá sagt stutt og laggott: Gott og vel, þá verðum við líka að kalla hermenn okkar heim frá Austurríki. Og þar með var málið útrætt. ★ Einaudi ræddi lengi við Krúsjeff um landbúnaðar- vandamál Sovétríkjanna og stefnu Krúsjeffs varðandi hin víðáttumiklu óræktuðu héruð í austurhluta Sovét- ríkjanna, hina svonefndu Kazakstan-áætlun. — Allir segja, að þessi áætlun hafi mistekizt, sagði Krúsjeff, — en það er ekki satt. Við höf- um haft hag af því að sinna þessum héruðum og þau hafa gefið þjóðinni töluvert magn af hinu ágætasta brauði, þeg- ar uppskeran í öðrum héruð- um brást. Sagði Krúsjeff, að það, sem lagt hefði verið í ræktun Austurhéraðanna mundi borga sig, þótt ekki næðist þar góð uppskera nema tvisvar sinnum á fimm árum. Hins vegar sagði hann, að hætta yrði við Kazakstan áætlunina jafnskjótt og Sovét ríkin hefðu náð Vesturveld- unum í kornframleiðslu. Kornökrunum yrði þá breytt í tún og með bættri tækni mætti e.t.v. í framtíðinni rækta þar alls kyns góðgæti. Jafnvel kvað Krúsjeff ekki óhugsandi, að áður en langt um liði mætti sjá þar hina dýrðlegustu olívulundi. og hálfan vinning. Friðrik Ólafs- son var efstur með 8 vinninga, ea 7 vinninga hlutu Ingvar Ás- mundsson, B. H. Wood frá Eng- landi og F. Ronsperger frá Sviss. — Hvað segir þú svo um skák- þingið og dvöl þína hér á landi? — Ég er ákaflega hrifinn. Mér finnst ísland fagurt og tignar- legt og dvölin hér á Blönduósi hefði ekki getað verið betri. Ég hef búið í ágætu hóteli og skák- félagarnif allir verið ágætismenn. Reynsla mín af skákmótum er lítil og ég hef aldrei teflt erlendis fyrr. Ég var spenntur að vita, hve sterkum skákmönnum ég ætti að mæta og nú er ég ríkari að reynslu. Mótið hefur verið strangt. Við tefldum þrisvar tvær skákir á dag og það er mikið erf- iði, en allir virtust hafa mikinn áhuga á að hraða mótinu sem mest, því að flestir höfðu mjög nauman tíma til að sækja það. Það er skemmtilegt að kynnast svona miklum áhugamönnum i skák. — B. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.