Morgunblaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. marz 1964
Reykiiagarbann í áætl-
unarvögnum Steindórs
Afstaða almennings til reykinga-
banns breytt
CM helgfina auglýsti Bifreiðastöð
Steindórs að héðan í frá vaari
hannað að reykja í áætlunarbil-
um stöðvarinnar á Keflavikur-
leiðinni og einnig leiðinni austur
á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Mbl. bað Sigurð Steindórsson,
Lík fundið í
Reykjuvíkurhöfn
AÐFARANÓTT sunnu-
dags fannst lík Jóhannesar Ein-
arssonar, sjómanns, Barónsstíg
25, í Reykjavíkurhöfn. Jóhann-
esar hefur verið saknað frá 12.
jan. s.l. Var þó í fyrstu talið, að
hann hefði ráðið sig í skipsrúm
án þess að gera aðstandendum
aðvart, en þegar vikur liðu, án
Framhald á síðu 27
framkvæmdasljóra, nm nánari
skýringu á þessu banni.
Sigurður sagði að áður fyrr
hefði verið bannað að reykja í
vögnunum, af því væri bæði sóða
skapur og eldhætta og allra
handa leiðindi, en það hefði
mælzt svo illa fyrir að ekki
hefðu verið tök á að halda því
banni við. Nú væri enn meiri á-
stæða til að banna reykingar,
eftir upplýsingarnar um skað-
semi þeirra, og þá gætu eigendur
langferðabílanna ekki setið hjá
með að banna þetta. Enda virt-
ist afstaða almennings allt önn-
ur gagnvart reykingum og þeir
teldu að bann fengi nú betri und
irtektir.
— Nú ætlum við að halda
þessu banni stíf'c fram, sagði Sig-
urður. Þetta eru líka svo stuttar
leiðir, taka aðeins um klukku-
tíma, svo fólk ætti að þola það.
Davíð Stefánsson látinn
Framh. af bls. 1
viðkvæmur eins og nýgræð-
ingur á vordegi. Nú er hann
löngu orðinn hluti af ljóðlist
íslendinga og mun svo verða,
þó að nýir tímar og margvís-
leg umrót eigi eftir að fara um
íslenzka ljóðlist og íslenzkt
þjóðlíf eins og plógur á frjóa
jörð.
Eitt af því sem gerði skáldið
Davíð Stefánsson svo eftir-
minnilegan í vitund íslend-
inga var upplestur hans sjálfs
á ljóðum sínum. Rödd hans
var eins og töfrasproti. Hún
lauk upp huldufólksklettum
Ijóðlistar hans, svo að hverj-
um þeim var ógleymanlegt,
sem á hlýddu. Nú er þessi
rödd þögnuð. En klettarnir
sjálfir standa og bíða þeirra
sem hafa þrá og löngun til að
njóta þess ævintýris sem bæk-
ur hans geyma.
f þriðju ljóðabók Davíðs
Stefánssonar, K v e ð j u r
(1924), leggur skáldið úr höfn
með þekktu kvæði sem heitir
„Eg sigli í haust“. í þessu
ljóði brýzt enn fram sú heita
tilfinning, sem gerði Davíð að
miklu skáldi, en þó hefir hann,
vegna reynslu sinnar, meira
taumhald á tilfinningum sín-
um og skaphita. Hann er
þroskaðri. Og nýr tónn, djúp-
ur og fágaður, slæst í för með
þeim fyrri, tóni ástar og æsku.
Æ síðan setja þessir tveir
þættir mark á Ijóð skáldsins;
óstýrlát æska, gáski, ævintýr>
annars vegar; tregi, spurning
hins vegar. Formið tekur
einnig breytingum, það verð-
ur ákveðnara, enn persónu-
legra fyrir skáldið en áður. fs-
lendingar höfðu eignazt þjóð-
skáld, frábrugðið öllum öðr-
um, í senn með sterkan svip
af arfi genginna kynslóða,
sem hann unni frá því hann
var drengur á hlaðinu í Fagra
skógi og sá gamla bændur og
slitnar konur koma í heim-
sókn með byrðar þúsund ára
á herðum, og ljóðrænan unað
þeirrar æsku sem hann gerð-
ist talsmaður fyrir á þeim ár-
um, þegar íslenzka vorið lá
eins og stirðnuð jörð undir
klaka. En Davíð varð einn
þessara Ijúfu vorboða, sem
Jónas talaði um öld áður.
Hinn merki mennta- og
menningarfrömuður, Þórarinn
Björnsson, skólameistari á
Akureyri, hefur sagt að þráin
sé hinn blái strengur í skáld-
skap Davíðs. „Hann er, að ég
ætla, skáld þrárinnar, öllum
öðrum islenzkum skáldum
fremur“, segir hann. Davíð
seyddi fram þrá þeirrar kyn-
slóðar, sem gerði hann að
þjóðskáldi og talsmanni sín-
um. 1 ljóðum hans birtist þrá
vaknandi þjóðar eftir ævin-
týrinu — handan hafsins.
Mundi nokkur hafa túlkað
tilfinningar hennar betur en
Davíð Stefánsson? Ungur og
eirðarlaus stefndi hann á
hennar vegum til annarra
landa, þroskaður snillingur
veitti hann þessari sömu þrá
i farveg menntaðs þroska og
sígjöfullar reynslu. Hún opn-
aði honum ævintýr nýs ís-
lands. En eins og brimið hverf
ur í svartan sand og ljósið
brennur að stjaka, þannig
hverfur þrá skáldsins einnig
inn í myrkur dauða og tor-
timingar. Haust fer að; haust
Davíðs Stefánssonar fyrr en
okkur varði. En það vor, sú
birta og sá ylur sem hann gaf
þjóð sinni, lifir áfram með
henni i ótöldum ljóðum; þar
munum við ávallt finna hann,
skáld stórhuga kynslóðar á ís-
landi, skáld vors og trúar á
guð og land. Þar munum við
finna hann þrátt fyrir þá stað-
reynd sem ein er óhagganleg
og verður ekki breytt og hann
hefur sjálfur lýst svofelldum
orðum:
„Kvæði mín eru kveðjur.
Brimið brotnar við naust.
Eg kom að sunnan í sumar
og sigli i haust“.
— ★ —
Davíð Stefánsson var af-
kastamikill rithöfundur. Hann
orti margar ljóðabækur, skrif-
aði leikrit, þar með „Gullna
hliðið", sem víðfrægt er orðið,
bæði hér og erlendis, reit fjöl-
margar ritgerðir og kom safn
þeirra út fyrir síðustu jól og
loks skrifaði hann skáldsögu i
tveimur bindum, Sólon ís-
landus. Ritverk hans, auk rit-
gerðasafnsins, eru þessi:
Svartar fjaðrir (1919), kvæði
(1922), Kveðjur (1924), Munk
arnir á Möðruvöllum (1925),
Ný kvæði (1929), Kvæðasafn
I—n (1930), f byggðum
(1933), Að norðan (1936),
Sólon Islandus I—n (1940),
Gullna hliðið (1941), Kvæða-
safn I—m (1943), Vopn guð-
anna (1944), Ný kvæðabók
(1947), Heildarútgáfa (1952),
Ávarp Fjallkonunnar (1954),
Landið gleymda (1956), Ljóð
frá liðnu sumri (1956), Tvær
greinar (1959), f dögun (1960).
■Þ
Togarinn Wislok liggur nú á þurru á Krosssandi á fjörunni og hal lar út ir.iti briminu.
(Ljósm. Otto Eyfjörð)
Pólski togarinn farinn að láta si j
PÓL.SKI togarinn Wislok liggur
nú á þurru a Krosssandi ag
Björgum h.f. hefur um helgina
unnið að því að festa hann með
strengjum í gamalt flak sem
þarna er.
Fréttamaður blaðsins á Hvols-
Velli fór á strandstað á sunnudag,
tók myndir og leitaði frétta hjá
Kristni Guðbrandssyni, forstjóra
Björgunar.
Kristinn telur vonlaust að
draga skipið út nema með eigin
vélarafli, en leiðslur í vél eru
farnar að láta sig, því þær eru
úr potti og stáli, en ekki kopar,
sem gefur eftir eins og í ísl.
skipunum. Eins er komin svart-
olía um allt vélarrúmið. Mjög
gott veður hefur verið á strand-
staðnum síðan skipið fór upp,
en ef gerir verulegt brim er tal-
ið að togarinn liðist í sundur, því
böndin eru svo miklu strjálli en
á islenzku togurunum.
Skipstjórinn er enn fyrir aust-
an ásamt vélstjóra. En fram-
kvæmdastjóri Skipafélagsins er
væntanlegur í dag. Verður þá
tekin ákvörðun um hvað gert
verður.
Skipbrotsmennirnir eru enn í i taka þá er á ieið frá Nýfundna-
Reykjavík, því togarinn sem á að I landi.
Kristinn Guðbrandsson í Björgu n er að reyna að dæla úr skipinu.
Ný mjólkurvinnslustöð
reisf á Akureyri í sumar
IMýr vegur lagður ofan við
þéttbýli bæjarins
AKUREYRI 2. marz. — Kaup-
félag Eyfirðinga hefur í hyggju
að reisa nýja og fulkomna mjólk
urvinnslustöð á túninu ofan við
búfjárræktarstöðina að Lundi
við Akureyri, á næstunni. Málið
er enn á athugunarstigi, en það
er vilii stjómar KEA að fram-
kvæmdir hefjist nú í sumar, ef
aðstæður leyfa.
Fréttamaður Mbl. átti í kvöld
tal við Jakob Frímannsson fram
kvæmdastjóra KEA, og Jónas
KrLstjánssOn, mjólkursaimlagsstj.,
sem gáfu eftirfarandi upplýsing-
ar:
Núverandi mjólkurvinnslustöð
í Grófargili var reist fyrir 25
árum og síðan hefur mjólkur-
magn, sem þar er tekið til
vinnslu sexfaldast. 1963 var það
rúmlega 17 millj. lítra og hafði
aukizt um tæp 8% frá 1962. Ár-
leg aukning hefur verið 5—8%
eftir árferði, en likurf benda til
að aukningin fari vaxandi á
næstu árum. Lengi hefur því ver
ið Ijóst að núverandi húsa- og
vélakositur verði fljótlega ófull-
nægjandi og er raunar þegar svo
komið.
Stendur á túni Lundar.
Fyrir mörgum árum var farið
að svipast um eftir lóð fyrir nýja
vinnslustöð og kom þá helzt til
greina tveggja ha. lóð á Glerár-
eyrum, en sá hængúr var á, að
Glerá fellur um hana miðja. —
Hins vegar hefur Akureyrarbær
lengi vellt fyrir sér að breyta far
vegi Glerár, en nú er ljóst orðið
að engin tök verða á því um
sinn vegna mikils kostnaðar við
verkið. Þurfti því enn að leita
að nýjum og hentugum stað.
Komu ýmsir til greina, suðúr við
Gróðrarstöð RFN, norður við
Lóngbrú og við Lund. Ýmsir ann
markar fylgdu öllum þessum
stöðum, en þó var Lundtúnið tal
ið ákjósanlegast. Nú er ákve
að mjólkurstöðin nýja verði þar
og hefur bæjarstjórn Akureyrar
þegar tryggt Mjólkursamlaginu
loforð fyrir lóð þar.
Nýr vegur verður lagður frá
Lónsbú, yfir Glerá á nýrri brú,
nokkru neðan við núverandi brú
við Rangárvelli, suður í gegnum
túnið í Lundi og áfram suður
fyrir ofan þéttbýlis á Akureyri
og gkal tengjast Eyjafjarðarbrrit
gengt flugvellinum. Eftir þess-
um vegi fara mijólkurflutningar
úr sveitunum fram, þegar fram
í sækir. Núverandi mjólikursam-
lagssvæði KEA nær um sveitir
Eyjafjarðar norður í Svarfaðar-
dal og Svalbarðsströnd, Höfða-
hverfi og Fnjóskadal.
Skipulagsstjóri og vegamála-.
stjóri munu væntanlegir norður
á næstunni til að ákveða hið nýja
vegarstæði. Þangað til er ekiki
hægt að staðsetja húsið nákvæm
lega né teikna það.
Sænskir arkitektar, sem teikn-
að hafa mjólkurstöðvar víða um
theim, höfðu gert þrjá frumdrætti
að mjólkurstöð á Gleráreyrum,
en nú verður að vinna það verk
aftur frá rótum, þar sem þeir
eiga ekki lengur við breyttar að
stæður.
Þurrmjólkurgerð reist fyrst.
Ráðgert er að reisa stöðvar-
húsið í tveimur áföngum. í fyrri
áfanga verður búsnæði fyrir
þurrmjólikurgerð, sem tekin verð
ur upp í stað núverandi kasein-
framleiðslu. En vinnsla nýmjólk-
ur, smjör- og ostagerð verður á-
fram í núverandi húsnæðj í 3-4
ár enn. Síðar verður svo hafizt
handa um síðari áfanga fram-
kvæmdanna.
Heildarkostnaður við nýju
mjólkurstöðina mun skipta tug-
um milljóna og verður stærsta
átak KEA á næstu árum — Sv. P.
Stanislov Knor
leikur í kvöld
TÉKKNESKI píanóleikarinn
Stanislav Knor kom til Reykja-
víkur í gærkvöldi. Hann kemur
hingað á vegum Tónlistarfélags-
ins og ætlar að halda tónleika
fyrir styrktarfélaga þess í kvöld
og annað kvöld í Austurbæjar-
bíói.
Á efnisskránni eru: Sónata 1
f-moll op. 2 nr. 1 eftir Beethoven,
fimm prelúdíur eftir Debussy,
tveir tékkneskir dansar eftir
Martinu og „Myndir á sýningu"
eftir Mússorgský,