Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 5
Ú' Sunnudagur 8. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kristileg: samkoma í dag, kl. 5 f Bet- aníu, Laufásvegi 13, Allir velkomnir. Nona Johnson og Mary Nesbitt tala. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar heldur bazar 17. marz n.k. Þeir er vildu styrkja hann eru góðfúslega beðnir að snúa sér til kirkjuvarðar Dómkirkjunnar eða frú Elísabetar Árnadóttur, Aragötu 15. SKÁXAKAFFI. Kvenskátar hafa haft kaffisölu árlega undan- tfarin 17 ár og er það fjársöflun- ardagur Minningarsjóðs Guðrún- a.r Bergsveinsdóttur. Ágóða sjóðs ins skal varið til kaupa á hús- gögnum í dagstofu kvenskáta í Reykjavík. Hinn árlegi kaffidag- ur verður nú í LÍDÓ á sunnu- daginn. Margt verður til skemmt unar m.a. tízkusýning, Ómar Ragnarsson skemmtir, spurninga keppni, danssýning og söngur. Gott kaffi, heimabakaðar kökur og hinir vinsaelu lukkupokar. Junior Chamber Island Fundur á vegum stjórnþjálfunar- nefndar verður í klúbbnum n.k. þriðju dag kl. 12:15. Frummælandi: Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Fyrir- •purnir, umræður. Langholtssöfnuður. Er til viðtals i safnaðarheimili Langholtsprestakalls alla virka þriðjudaga miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7 e.h. svo og klukku- stund eftir þær guðsþjónustur, er ég annast. Sími 35750. Heimasími að Safa mýri 52 38011. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. K.F.U.M. og K. I Hafnarfirði. Gunn- ar Sigurjónsson cand. theol talar á •amkomunni á sunnudagskvöldið kl. 8:30. Bræðrafélag Dómkirkjunnar heldur aðal- og fræðslufund. Sunnudaginn 8 marz 1964 kl. 20:00 í áður auglýstum stað. Mætið vel og stundvfslega. Fundur verður hjá Bræðrafélagi Óháóa safnaðarins sunnudaginn 8. marz kl. 3 e.h. 1 Kirkjubæ. Stjórnin. Kvenfélag Neskirkju heldur fund fimmtudaginn 12. marz kl. 8:30 í Fé- lagsheimilinu. Skemmtiatriði og kaffi. Stjórnin. Kvenfélag Langholtssafnaðar. Afmæl lsfundur verður haldinn í Safnaðar- heimilinu þriðjudaginn 10. marz kl. 8:30. H jál prœðisherinn í dag eru sérstakar samkomur hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík kl. 5 Fjölskyldutími þar sem verður Yngri liðsmannavígsla og um kvöldið kl. 6:30 verða þrír-reynsluhermenn vígðir í Herinn. Ofursti Arne Fiskaa talar á sainkomum dagsins einnig mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Það verður mikili söngur og hljóðfærasláttur á •amkomunum. Öllum er heimill að- gangur meðan núsriim leyfir. Davíð Stefánsson (Höggmynd eftir Severin Jacobsen). Maður nokkur, sem beðinn var að velja ljóð dagsins eftir Davíð, sagði, að af svo mörgu væri að taka, að hann tók í Þess stað, að hann tók norðan", fletti svo af handa- hófi, og kom niður á þetta gullfallega ijóð: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst meö vor í augurri þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líöi dagar og líði nœtur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn nœði um daladœtur, þá dreymir állar um sól og vor. Davíð Stefánsson VISUKORN Vískukom frá Akureyri: Harmar þjóðin hersins fall hneig fyrir dauðans plógi Svifin er of Sólarfjall svanur úr Fagraskógi. Gunnar Sigurjónsson. GAMALT og goit skrímsl í Amarbæli Einu sinni kom skrímsl upp úr ölfusá og lagðtst á ysta fjósbás- inn í Arnarbæli. Það hafði sex fætur og þorði enginn að fara í fjósið fyrir því. Svo var það ljótt og voðalegt. Var þá séra Eiríkur í Vogsósum sóttur. En þegar hann kom í hlaðið á Arnar bæli, kom skrímslið út úr fjós- inu og skreið niður í ána. Eiríkur fyl-gdi því, og hefur það ekki sézt síðan. Orð spekinnar Horfðu mót sólunni, og þá sérðu ekki skuggann. Helen Keller. Gegnum kýraugað ER það ekki furðulegt, hve fá ir Reykvíkingar vita um eina mestu Paradis, sem til er í nágrenni borgarinnar? Hér er átt við svæðið milli Elliðaánna. Ennþá er það óspillt af mannavöldum utan eins hita- veitustokks, sem brýna nauð- syn bar til að leggja yfir það. Sá, sem að sumarlagi leggur leið sína um þetta yndislega svæði, verður ekki svikinn um ánægjuna. sá HÆST bezti Maður kom til Árna biskups Helgasonar í Görðum o.g bað hann um lán eða nokkra hjálp, en gat þess um leið, að það væri nú íyrir sér eins og öðrum tátæklingum, að hann byggist nú ekki við að geta bc-rgað það, og úrræði sit-t yrði því, að biðja guð um að launa honum það. Árni biskup svaraði: Ekki er nú í kot vísað! >ú munt eiga hjá honum! (Ekki úr íslenzkri fyndni!). Vindáshlíð Myndin er úr Vindáshlið, en þar eru sumarbúðir K.F.U.K. Fremst á myndinni er kirkjan, sem áður stóð að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en var flutt i Vindásihlið og siðan endurbyggð að innan. Fjær á myndinni sézt skáli sumarstarfsins, sem er hið reisulegasta hús. Æskulýðsvika Æskulýðsvika K.F.U.M. og K. verð- ur haldinn í næstu viku á hverju kvöldl 1 Laugarneskirkju. Samkomux verða á hverju kvöldi og verður get- ið um þær j Fréttum í dagbók jafn- óðum. í kvöld tala Bjarni Ólafsson, kenn- ari og Margrét Hróbjartsdóttir kristni- boðl. Æskulýðskór. Binsöngur. Tví- söngur. MiktU almennur söngur. Það er svo margt þarna, sem er forvitnilegt. Til að mynda hylurinn, sem þarna er niðurundan Skeiðvellinum. Hann er að vísu ekki hreins- aður af drasli, sem ætti þó að vera skylda borgaryfirvald- anna. Ofanvert við þennan hyl er bægt að sjá hrein jarðfræði leg undur. Það er svo margt hægt að skrifa um þennan fallega reit, hér við höfuð- borgina, en hér verður stað- ar numið að smni. Að lokum skal það sagt, að það veldur furðu nú í blíð - unni, að ekkí skuli nú minnzt á það, þegar fer að „vora“ svona í alvöru, að kennarar skólanna skuli ekki telja pað beztu kennsluna í náttúru- og landafræði að fara með nem- endur sína út í náttúruna og sýna þeim, það sem oftast verður torlært inni í skólastof unum, en barnaleikur þar úti í dýrðinni. Hvernig væri að skipulagð- ar væru ferðir til landsins milli ánna, sem hér hefur ver - ið minnzt á, meðal skólanem- enda? Það aka þangað strætisvagn ar að staðaldri! Húsmæður Stífa og streikki stóresa. Er við frá kl. 9—2 og eftir kl. 7. Ódýr vinna. — Simi 34514, Laugateig 16. — Geytmið auglýsinguna. Til sölu Eldihúsinnrétting, gömul, á- samt Rafha ísskáp, eldavél og stálvasik. Lágt verð. — Miðtún 2, sími 15496. Til leigu Alveg ný, tveggja herb. íbúð til leigu fyrir reglu- samt fólk. Tiliboð sen-dist Mlbl. fyrir 14. þ.m. merkit: „Góð umgengni — 9508“. Tvær flugfreyjur óska eftir 3 herb. íbúð nú þegar eða fyrir 14. maí. — Simi 18271 og 14232. Bókamenn A Framnesvegi 40 getið þið fengið bækurnar hand bundnar í gott band. Úrval af mjög góðu og fallegu efni. Til sölu Mótor og gírkassi í Ohevro let ’55. Uppl. í sima 35553. Til sölu rafmagnsmótor 20 ha 220/380 V. Mjög hagstætt verð. — Rafvélaverkstæðið S. Melsteð, simi 40526, — Sogaveg 158. Verzlun — Iðnaður - Húsnæði ca. 40—60 ferm. óskast sem allra fyrst, helzt miðsvæðis í Austurborg- inni. Tilboð merkt: „Verzl un Iðnaður", senddst í pósthólf 331, fyrir 15. marz Klæðningar — húsgögn Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. Höfum flestar tegundir húsgagna fyrirliggjandi. - VALHÚS- GÖGN, Sikólavörðustíg 23. Sími 23375. Rauðamöl Mjög fín rauðamöl, gróf rauðamöl. Enn fremur mjög gott uppíyllingarefni. Sími 50997. ÁRSHÁTÍD verður haldin í Sigtúni (Sjálf- stæðishúsinu) föstudaginn 13. marz kl. 7,30. Fjöldi skemmtiatriða Miðar fást hjá Magnúsi Baldvins syni Laugaveg 12, og í ÍR-hús- inu. — Dökk föt. rtjómin. IVEeð lögum skal land byggja... nefnist þýðingarmikið er- indi, sem Svein B. Johan- sen flytur í Aðventkirkj- unni í dag sunnudaginn 8. marz kl. 5 síðdegis. Einsöngur — Tvísöngur. Anna Johansen og Jón Hj. Jónsson. AUir velkomnir. 3ja herb. íbuð Til sölu er ný skemmtileg 3ja herb. íbúð á 3. hæð í sambýlishúsi. Harðviðarinnrétting. Teppi á gólf- um. Bílskúrsréttur. Upplýsingar í síma 35452 kL 16—20. Einbýlishús 80 ferm. hæð og rishæð alls 7 herb. íbúð ásamt 60 ferm. bílskúr og um 900 ferm. lóð við Borgarholts- braut í Kópavogskaupstað, til sölu. Útb. kr. 300 þús. Nýja Fasteígnasalan Laugavegi 12. — Sími 24-300. Kl. 7,30 — 8,30 e.h. sími 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.