Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 17
' Sunnudagur 8. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 ^ Mikið skáld Fullyrt hefur verið, að ljóð- list hafi hnignað um okkar daga á íslandi. Erfitt er fyrir þann, sem man Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson, Tómas Guð- mundsson og Stein Steinar að fallast á þá fullyrðingu. Hér skal engum getum að því leitt, hver þessara manna verði tal- inn mest skáldið, þegar tímar líða. Á Davíð Stefánssyni mátti heyra, að hann valdi vísvitandi að hverfa frá torskildum skáld- skap Einars Benediktssonar. Steinn Steinarr mun og ekki hafa verið ýkja hrifinn af kveð- skap Davíðs Stefánssonar. Hver þessara manna um sig orti með sínum haetti, ruddi nýjar brautir ©g er því skiljanlegt, að nokk- urrar keppni hafi gætt í garð þeirra, sem öðru vísi fóru að. Samtímamenn fagna því hins vegar að hafa kynnzt ljóðum allra þessara snillinga og telja ástæðulaust að gera upp á milli þeirra. Um Davíð Stefánsson er það víst, að enginn hefur kveðið svo öllum almenningi væri skilj- y-'-y-yys.-.-.-.-■y.y.y.-.-.---.-.-.y;-y.y.-.-.y.-.- ■ • •:•••;.•.• ■•'•.•.■.•.•.v>v<w.v.v.v,- ■•■yy.yy.-:ww-yyy--?w<-:ýy.yyy.:-:::::Y---y?y>y&w<ýs.ymœ:.:.y.y.:&ytt Mörgum veröur hugsað til gróðu rsins núna i vetrarhlýindunum og vona að hann standi af sér þau vorhret, sem búast má við að komi. REYKJAVIKURBREF Laugard. 29. febr. anlegar. Honum var það öðrum fremur gefið að yrkja á einfald- an, óbrotinn hátt. Þess vegna voru vihsældir hans með þjóð- inni langvinnar og djúpstæðar. Hann var sannarlegt þjóðskáld. Glæsibragur Þótt Davíð Stefánsson veldi hugsun sinni einfalt form, var yfir honum sjálfum óvenjulegur glæsibragur. Hver sú hátíð þar sem hann kom fram og flutti kvæði varð mun hátíðlegri fyrir bragðið. Jafnvel nærvera hans ein gerði það að verkum, að mönnum þótti meira til um sam- komuna en ella. Svo var t.d. um 200 ára afmæli Hóladóm- kirkju á sl. sumri. Þar var Davíð einungis einn meðal margra kirkjugesta, en á fáa varð þeim starsýnna en hann. Hér í Reykja- vík flutti Davíð sennilega síðast kvæði á Háskólahátíðinni haustið 1961. Glæsimennsku hans þá munu fáir, sem þar voru staddir, gleyma. Öllum mega og í minni vera þau heilræði, sem hann þá gaf þjóð sinni: „Við tölum islenzkt tungumál. Við tignum guð og landsins sál og fornan ættaróð. Þeir gjalda bezt sinn gamla arf, sem glaðir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjóð.“ Klakastíflur Eftir þvl sem árin færðust yfir Davíð Stefánsson mátti ljósar marka af kvæðum hans og skrif- um hvilíkar mætur hann hafði á þreki og manndómi. í kvæðinu Klakastíflur, sem birtist í bók- inni „ í dögun“ 1960, segir: .En svo eru þeir, sem heima híma, hafa hvorki þrek né tíma, kref jast auðs og vegs og valda, tn vilja lítið fyrir gjalda, skipa fyrir, skyldir nöðrum, skreyta sig með stolnum fjöðrum, heimta allt af öðrum. Stofujallar, stertimenni, strjúkið hár frá lágu enni. Þið eruð mestir milli hríða, minnstir þar sem átök þarf. Eigi þjóð við þraut að stríða þá er lítið ykkar starf. Þegar öðrum þarf að bjarga, þá er hljótt um ykkur marga. Þá, sem gadd af þjóðum bræða, þykir ykkur nóg að hæða, hirðið lítt um skuldaskilin, skelfist myrkrahylian. öðrum myndi orðum beitt, ef þið hefðuð sjálfir þreytt stríð við kynngikaldar nætur, klakahögg við fljótsins rætur, strítt við ógnir frosts og fanna, fyrir ykkar þjóð og granna, ef þið hefðuð eina nótt öðrum björg í hafið sótt, eins og þjónninn þjáðzt og lifað þetta eina kvæði skrifað, einni hugsun öðrum fórnað, ykkar þjóð og lándi stjórnað eina stund og átt að glíma við ofbeldið i klukkutíma.“ „Hún treystir <íuði o<í gæfuimi44 Davíð Stefánsson tók lítinn þátt í dægurþrasi og blandaði sér ekki í stjórnmáladeilur. Á árinu 1958 hélt hann þó ræðu á hér- aðsmóti Sjálfstæðismanna í Eg- ilsstaðaskógi. Sú ræða birtist í ritgerðasafni hans, „Mælt mál“, sem kom út nú fyrir jólin. Þar segir hann m.a.: „Mundi ekki næst sanni að telja allt þetta nýja góðgæti bergmál og áhrif erlendrar átta- villu og umbrota, eins konar upp- bætur, sem þeir láta blekkjast af í svipinn, sem eru á flótta und an sjálfum sér og tilverunni? Til þessa andlega flótta má rekja hraðann, sem mikið er um rætt, óðagotið, ölæðið, taugaspennuna, friðleysi mannanna. Ofan á allt þetta bætist svo dýrtíð og háar tölur. Eiga þær ekki, að einhverju leyti, skylt flóttanum og blekkingunni? Ef til vill eru þær ekki með öllu óháðar erlendum atburðum, þó að innlend fjármálastjórn hafi lagt yfir þær blessun sína og athafnalífsins. Aðfluttar sjúk- dómskveikjur fá oft nýtt og ann- arlegt lífsmagn í nýju landi, nýtt afbrigði verður til, þjóðlegur stofn, en eðlið er hið sama. Heimagerð sjálfskaparvíti veita þessum gróðri friðland og vaxt- arskilyrði, menn afsaka sjálfa sig og kenna öðrum, klögumálin ganga á víxl bæði í heimahús- um og þingsölum, en verst er þó, þegar mönnum dettur í hug að þjóðnýta þessa menningarsjúk- dóma. Þjóðin er orðin ýmsu vön og yirðist taka þessu öllu með ró- semi, veit að afglöp aldarfarsins eru ekki dauðadómur hennar, heldur aðeins aðvörun. Þess vegna vinnur hún verk sín, eins og ekkert hafi í skorizt, ræktar jörðina, flytur hey í hlöður, mjaltar kýr, eys silfrinu úr sjón- um, greiðir gjöld og skatta, með- an unnt er, og lætur sér hvergi bregða. Innst inni treystir hún guði og gæfunni.“ „Auðvitað þurfa allir peninga, en einhlítir eru þeir ekki44 f sömu ræðu segir Davlð: „Ég minntist áðan á félaga- fjöldann meðal landsmanna. — Auðvitað kjósa öll þessi félög sér formann og stjórn, og á þeim lendir öll hugsun og umhyggja. Aðrir félagsmenn venjast smátt og smátt af því að hugsa, það gerir félagsstjórnin, og verða að síðustu einskonar atkvæðavélar, sem rétta upp höndina, þegar með þarf. Öll þessi félög, sem aldrei sitja á sárshöfði, kljúfa þjóðina í ótal deildir og hópa, andstæðar fylkingar. Þau sam- eina ekki, heldur sundra. Öll virðast þó hafa eitt sameiginlegt markmið: að skara eld að sinni köku. Auðvitað þurfá allir pen- inga, en einhlítir eru þeir ekki. Það þarf að afla þeirra og um- gangast þá með viti, og öðrum að meinalausu. Fáir kunna þá umgengni betur en íslenzki bónd inn, sem breytir órætkarjörð í stórbýli. f starfi hans er falinn sá gróandi, sú menning og festa, sem er einn meginþátturinn í heilbrigðu lífi, framtíð og sjálf- stæði þjóðarinnar.“ „Hlutdeild í ein- hverju, sem er meira“ Enn segir skáldið: „Undirrót heilbrigðs fjárhags er að vekja hjá fólkinu viljann til sjálfsbjargar, viljann til hollra framkvæmda, vilja til að neyta og njóta sinna eigin krafta, and- legra og líkamlegra. Þó að okk- ur sé nauðsyn að veiða þorsk og síld, rækta gras og ala kvik- fénað, þá getur það naumast verið höfuðtilgangur lífsins, að menn ali aldur sinn hér á jörð aðeins og eingöngu til þessara starfa. Okkur hlýtur að hafa ver- ið ætluð hlutdeild í einhverju, sem er meira og varanlegra, ein- hverju sem er óháð grassprettu og fiskigöngu, dægurlögum og dýrtíðarþrefi. Þetta viðurkennir innsta vitund vor allra, þegar henni veitist tóm til íhugunar og játninga. Þá getur sá, sem snauð- ur er af jarðneskum fjármunum, orðið hinum auðuga jafnsæll. Bóndanum mun verða um annað hugsað á banasænginni en inn- stæðu sína í stofnsjóði kaupfé- lagsins. Og vart mun honum mikil fróun í tónaflaumi út varpsins. Engan mun iðra þess að lokum að hafa átt sér hugð arefni, andstæð efnishyggju, og eytt til þess tíma og jafnvel nokkru fé, að leggja rækt við sinn innri mann. Þar má rækta samúð, skilning og kærleika, sem auka víðsýni og vit, stækka manninn sjálfan og veröld hans.“ Davíð Stefánsson var ófeiminn við að flytja gagnrýni, hvort heldur í ljóði eða mæltu máli, þegar hann taldi gagnrýni þörf, en gagnrýni hans var ekki nei- kvæð. Hann lét sér ekki nægja að skamma allt og alla heldur setti fram fyrirmynd, sem hann taldi að fylgja skyldi I stað hins, sem miður færi. Sízt má vera án gagnrýni, jafnt skáld og rit- höfundar, sem stjórnmálamenn, og raunar allir þeir sem einhvern vanda eiga að leysa, verðá sjálfra sín vegna og annarra, að una gagnrýni. Ekkert verk er svo fullkomið, að ekki megi gera betur. Mannlegur breyzkleiki sækir á alla, svo að þeir þurfa aðhald til þess að gera eins vel og þeir geta. Gaí>nrýni á gagnrýnanda En auðivtað verða gagnrýn- endurnir sjálfir einnig að sæta gagnrýni. Morgunblaðinu er það mikill ávinningur, að svo snjall bókmenntamaður sem Sigurður A. Magnússon skuli vera bók- mennta- og leiklistargagnrýn- andi blaðsins. Að vísu geðjast ekki öllum jafnvel að dómum hans. Hann hefur í þessum efn um ákveðnar skoðanir, sem móta dóma hans, og þær skoðanir eru ýmsum harla andstæðar. En hvort sem menn eru Sigurði sam- mála eða ekki, verða þeir að viðurkenna, að I rit- og leiklist ardómum sínum, þá færir hann yfirleitt rök fyrir máli sínu, ger- ir grein fyrir á hverju hann byggir dóma sína, svo að les- andinn verður fróðari eftir en áður og á hægara með að mynda sér sína eigin skoðun. Stundum er hins vegar svo að sjá sem Sigurður haldi, að það tilheyri góðri gagnrýni, að reka hornin I allt og alla. Þetta lýsir sér sízt í því, sem hann hefur bezt vit á, þegar hann skrifar um bók- menntir. En telji hann sig t. d þurfa að víkja að byggingum bænum, þá virðist hann ekki sjá margt fallegt. Út yfir tekur þó, þegar hann minnist á stjórn- málamenn. Vafalaust eiga þeir mörg harðyrði skilið, en eitt- hvert samræmi verður að vera { dómum. í Lesbók Morgunblaðs- ins sl. sunnudag segir s-a-m t-d.: „Eitt einkenni þessa slappleika og ósjálfstæðis birtist í sívax- andi valdi stjórnmálaflokkanna á öllum sviðum þjóðlífsins, ekki sízt í menningarmálum, en af þessu valdi leiðir, að til áhrifa- starfa í þjóðfélaginu veljast helzt atkvæðalitlir já-menn, sem eru þægir þjónar flokkanna, en vilja hvorki né geta tekið persónu- lega afstöðu til mála eða márkað sjálfstæða stefnu. Að þessu leyti virðist mér Alþingi fslendinga hafa hnignað síðustu 50—60 ár- in: það er ekki lengur skipað raunverulegum leiðtogum þjóð- arinnar, eins og áður var.“ Voru þeir betri fyrir 50-60 árum? Sízt skal á móti því mælt, að margt sé að núverandi alþingis- mönnum að finna, né að miklir ágætismenn hafi setið á Alþingi fyrir 50—60 árum. Á það má þó minna, að aldrei síðan hefur annar eins glundroði ríkt í ís- lenzkum stjórnmálum og á ár- unum frá 1909 til 1917. Þá má segja, að samfelldur meirihluti héldist ekki á Alþingi stundinni lengur, enda urðu sex sinnum stjórnarskipti á átta ára tima- bili. Enginn getur talið slíkan óstöðugleika í stjórnarfari æski- legan, hversu mætir sem menn- irnir voru, er með völdin fóru. En svo vill til, að s-a-m sjálfur hefur ekki alls fyrir löngu lýst sumum þeim, er þá voru at- kvæðamestir. Það var I hinum margumtalaða dómi hans um ævisögu Hannesar Hafstein. Ef núverandi þipgmenn eru verri en þeir sem s-a-m lýsti þá, eru þeír vissulega ekki góðir, óg er ekki nema að vonum, að honum blöskri þvílíkur óþjóðalýður. En myndi skýringin ekki vera sú, að hvort tveggja eru sleggjudóm- ar, settir fram án íhugunar og þekkingar á öllum aðstæðum? Sumum kann e.t.v. að finnast skrítið, að í Morgunblaðinu sé haldið uppi slíkum innbyrðis deilum. En þeir, sem í Morgun- blaðið skrifa eru allir frjálsir menn og segja óhikað sína skoð- un. Auðvitað skjátlast þeim eins og öðrum. Þeir eru allir við því búnir að taka gagnrýni, telja hana ekki fjandskaparbragð held ur vilja af henni læra. Hver eru dæmi skoðanakúg- unar? Eðlilegt er að spurt sé: Hver eru hin raunverulegu dæmi skoðanakúgunar, sem íslenzkum stjórnmálamönnum er stöðugt borið á brýn? Sjálfir eiga þeir í hörðum deilum, éins og eðli lýðræðisins útheimtir. En getur nokkrum dulizt, að barátta þeirra er nú mun málefnalegri en hún áður var? Fyrir 50—60 árum skiptust þingmenn iðulega á æru meiðandi skömmum I sölum Al- þingis. Nú á Karl Kristjánsson í áralöngum raunum af því, að hann ofmælti, þegar hann talaði um „móðuharðindi af manna völdum.“ Þá og raunar lengi síð- ar, var mikill hluti af lesmáli blaðanna persónuníð og nagg. Nú er þetta að mestu leyti horfið. Mönnum finnst enn oft hallað réttu máli og stöðu eða félaga- samtökum misbeitt I valdabar- áttunni, en þá er þó um málefni deilt. Persónulegur eltingáleikur er a.m.k. einungis svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Hvaða maður á Alþingi reynir nú að bregða fæti fyrir fræðimenn eða listamenn, af því að þeir hafi honum andstæðar skoðanir? Um slík dæmi ofsókna á ekki að þegja, ef þau eru fyrir hendi, heldur nefna þau hik- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.