Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 12
MORGUNBLADIÐ i Sunnudagur 8. marz 1964 réttarlög-maður, frú Sigríður J. Eiríksdóttir, hjúkrunarkona, Dr. med Ólafur Bjarnason, gjaldkeri Bjarmi Bjarnason, læknir, formaður, Dr. med. Gisli Fr. Petersen, ritari, Hans R. Pórðarson, stór* Jtaupmaður og Jón Oddgeir Jónsson, nú ráðinn framkvæmdastj óri Krabbameinsfélags Rvíkur. — Krabbameínsfél. Reykjavlkur Framh. af bls. 8 en fjáröflun, til sín taka eftir aö Krabíbameinsfélags íslands var stofnað. Fræðsluerindi um k. abbamein hafa verið haldin á vs;,um þess í útvarpinu. Bækl- ingar um krabbamein og krabba rr.einsvamir hafa verið gefnir út á vegum þess. Um tíma fékk það sýnda fræðslumynd um krabba- msin í Tjarnarbíói, sá um áróð- ur gegn reykingum meg því að fá litskuggamyndir, sem Krabbameinsfélag íslands lét gera, sýndar í krvikmyndahúsum í Reykjavík og á Akureyri. í>á hefur það veitt læknum styrki til utanfarar til að kynna sér nýjungar í krabbameinsrann- sr.knum, og einum læikni hefur þ-tð veitt styrk til kaupa á tækj- um tfl frumurannsókna. Það lagði fram til viðbótarbygging- ar Landspítalans ásamt Krabba- meinsfélags íslands, allverulega peningaupphæð, með sénstaka f.vrirgreiðslu krabbameinssjúkl- inga fyrir augum. Það hefur haldið fræðslukvöld fyrir ljós- mæður og hjúkrunarkonur um trjóst- og legtfcraíbbamein. Um tíma lét Krabbameinsifélag Reykjavíkur gera rannsóknir fyrir blóði í saur, með það fyrir auigum, að það mætti gefa leið- beiningar um krabbamein á byrjunarstigi. Með því að þessar ransóknir gáfu engan jákvæðan árangur, frekar en í öðrum lönd um, þar sem þær hafa verið fram fcvæmdar, voru þeir lagðar nið- ur. Þýðingarleysi þeirri þótti fullreynt. Leitarstöð Krabbameinsfélags Reykjavíkur Arið 1956 hóf Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur undirbúning að stofnun, krabbameinsleitarstöð í Reykjavík. Verkefni hennar skyldi vera að gefa fólki, sem efcki kenndi sjúkleika, tækifæri til rannsóknar, með tilliti til krabbameins á byrjunarstigi. Stöðin tók til starfa 14. maí 1957 og varð þegar fjölsótt. Sam- fcvæmt skýrslum hennar hafa um 1% af þeim, sem þangað hafa komið til rannsóknar, verið með krabbamein. Er það svipað hundraðstala og í öðrum lönd- um, sem slíkr stöðvar eru starf- ræktar. Hjá öllum konurn, sem leitað hafa til stöðvarinnar, eru gerðar frumurannsóknir í leit að legkrabbameini. Það er rann- sóknaraðferð, sem hefur rutt sér til rúms um allan heim á síðari árum, og sýnir að hægt væri að útrýma legkrabba að miklu eða jafnvel öllu leyti með nógum almennum rannsóknum og etftirliti á þeim konum, sem hafa tekið sjúfcdóminn. Læknar leitarstöðvarinnar voru: Riohard Thors frá byrjun og Gunnlaugur Snædal frá 11. júní sama ár, auk þess höfðu þeir aðstoðarstúlku, sem jafn- framt annaðist rannsóknir á blóði, þvagi o.s.frv. Einnig vann Sigríður Pétursdóttir, sem lært hafði frumugreiningu í Amerífcu að þeim rannsóknum, undir stjórn Ólafs Bjarnasonar læikn- is, en síðar Ólafs Jensson- ar læknis, eða frá 1. des. 1957, að hann var ráðinn aðstoðar- læknir Ólafs Bjamasonar, sem efcki gat sinnt þessu verkefni sökum anna, en hafði allan veg og vanda að undirbúningi þess- arar nýjungar. Krabbameinsfélag Reykjavík- ur annaðist rekstur leitarstöðv- arinnar þar til í maí 1958. Rekst ur hennar kostaði meira fé en gert hafði verið ráð fyrir og varð félaginu ofviða. Tæki hennar voru því seld Krabbameinsfé- lagi íslands, sem kaus heldur að taka við rekstri stöðvarinnar, en að styrkja K.Rvíkur til þess. Leitarstöðin hefur frá byrjun verið í Heilsuvemdarstöðinni og ekki þurft að greiða húsaleigu, Ijós né hita, ekki heldur ræst- ingu. Fyrstu stjóm Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur, eftir að Krabbameinsfélag ísl. var stofn að, skipuðu þessir menn: For- maður: Alfreð Gíslason læknir, ritari: Gísli Fr. Petersen yfir- laaknir, gjaldkeri: Ólafur .Bjarna son læknir, varaform.: Þorsteinn Soheving Thorsteinsson lyfsali, meðstjórnendur: frú Sigríður Eiríksdóttir, Sveinbjöm Jónsson hrl. og Bjarni Bjarnason lækn- ir. Árið 1954 gekk Þorst. Sch. Thorsteinsson úr stjórninni vegna heilsubrests. f hans stað var kosinn Hans R. Þórðarson stórkaupm, en Bjarni Bjarnason varð varaformaður. Á aðalfundi 1960 baðst Alfreð Gíslason læknir eindregið und- an endurkosningu. Hann hafði frá byrjun unnið félaginu af árvekni og miklum dugnaði. Hoii um var þakkað mikið og heilla- ríkt brautryðjendastarf í þágu krabbameinsvamanna. Stjórn Krabbameinsfélaigs Reykjavíkur, síðan 19Í60, er skip uð þannig: Formaður: Bjarni Bjarnason læknir, ritari: Gísli Fr. Petersen yfirlæknir, gjald- keri: Ólafur Bjarnason dr. med meðstjórnendur: frú Sigríður Eiríksdóttir, Sveinbjöm Jóns- son hrl., Hans R. Þórðarson stór- kaupma. og Jón Oddgeir. Jóns- on fulltrúi. Um áramótin 1951 og 1952 lét Gunnar Thorarensen af störfum sem framkvæmdastjóri K.R. Nokkru seinna, eða í maí 1952, tók frú Þóra Björnsdóttir við stjóm skrifstofunnar, sem þá var í Lækjargötu 10 B. Hún ann aðist stjóm skrifstofunnar þar til í maí 1954, að skrifstofan flutti í Blóðbankann við Bar- ónsstíg, húsnæði, sem félagið fékk endurgjaldslaust. Frk. Hall dóra Thoroddsen tók þá við stjóm skrifstofunnar, ásamt skrifstofu Krabbameinsfélags ís- lands og er nú framkv.stjóri þess félags. Starfið jókst með hverju ári, og haustið 1962 var Guðmundur Benjamínsson ráð- inn sem starfsmaður á skrifstof- unni. Ný verkefni Krabbameinsfé- Iags Reykjavíkur og nýr fram- kvæmdarstjóri Árið 1960 tók Jón Oddgfeir Jónsson að sér framkvæmda- stjórn happdrætta Krabbameins- ■félags Reykjavíkur. Á sl. hausti fól stjóm Krabbameinsfélag ísl. Krabbameinsfélagi Reykjavik- ur að sjá um fræðslustarfsemi, bæði í Reykjavík og úti á landi, enda er Krabbameinsfélag ís- lands nú mjög störfum hlaðið. Aufc fyrri starfa sem eru um- svifamikil, er það að undirbúa víðtækar rannsóknir og leit að legkrabbameini hjá ölluim kon- um í landinu á 25 — 60 ára aldri. Fræðslustarfsemin felst fyrst og fremst í því að láta sýna kvik- myndir um skaðsemi reykinga í skólum og hjá ýmsum félögum, gefa út fræðslurit um krabba- mein og áróðursrit gegn reyking um. Jóni Oddgeir var einnig fal- in framkvæmd þessarar starf- semi og framfcvæmdastjórn Kraibbameinsfélags Reykjavíkur. Félagið hefur nú ákveðið og undirbúið að taka að nýju upp fræðslu í útvarpinu uim krabba- mein og skaðsemi reykinga, en sú fræðsla hefur að mestu legið niðri undanfarin ár. Á árinu 1962 var þegar löngu orðið sýnt að skrifstofuhúsnæði krabbameinsfélaganna í Blóð- bankanum var alltof þröngt, og að ekki yrði komizt hjá að bæta úr því. Stjórnir félafjanna fóru þá sameiginlega að athuga mögu leik á að útvega nýtt húsnæði fyrir starfsemi þeirra. Það varð svo úr að þau keyptu hálfa húseignina við Suðurgötu 22 í Reykjavík, að jöfnu. Nokkru seinna keypti K.í. hinn hluta eignarinnar. Miklar umbætur og breytingar hafa verið gerðar á húsinu og umhverfi þess. Þann- ig hafa" krabbameinsfélögin skap að ágæt starfsskilyrði og aðstaða til þeirra rannsókna, sem nú standa fyrir dyrum hjá K.í. verð ur óaðfinnanleg. Húsakaupin voru allmikið átak, en óhjá- kvæmilega til að tryggja aðstöðu og framtíðarrekstur félaganna. Veglyndi almennings Ekki er úr vegi að minnast þess, hverjum helzt beri að þakka að krabbameinsfélögin hafa getað elft starfsemi sína og komið henni nokkuð áleiðis Það er fyrst og fremst veglyndi og góður skilningur almennings sem á þar hlut að máli. Félags menn eru nú um 1400. Árleg framlög þeirra eru félaginu góð ur styrkur. Happdrættin eru þó aðaltekjulind þess, og árangur- inn af þeim sýnir, svo að ekki verður um villst að viðleitni krabbameinsfélaganna á sér ítök í hugum fólksins, sem skylt er að þakka og virða. Bóndakona gaf 100 þús. krónnr Félaginu hafa löngum borizt góðar gjafir, sem ekki er hægt ð telja upp hér. Þó er ein þeirra, sem á sér algera sérstöðu. Það var 1961, að fyrrverandi bóndakonu, sem ekki vill láta nafns síns getið, lét færa félaginu eitt hundrað þús kr. að gjöf. Þetta er veg- legasta gjöf, sem Krabbameins- félagi Reykjavíkur hefur borizt. Eins og að lýkum lætur, mun efcki miklum auðæfum til að dreyfa hjá þessari konu, heldur frábær fórnfýsi og gjafmildi, sem lengi mun minnst innan Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Borgarsjóður Reykjavíkur hef- ur veitt félaginu árlegan pen- ingastyrk síðan 1955. Auk velvilja og góðs ^kilnings á málefnum félagsins, hefur það létt mjög starfsemi þess og gert hana ánægjulega, að starfsfólk skrifstofunnar og framkvæmda- stjórinn vinnur störf sín af ein- lægni og áhuga. Skólafólk frætt um skaðseml reykinga Fræðsla um krabbamein, áróð- ur og þá fyrst og fremst gegn reyfcingum skólafólks, er a.m.k. um stundarsakir, orðið baráttu. mál Krabbameinsf. Reykjaviikur. Kvikmyndasýningar í mörgum skólum, fræðslurit, fyrirlestrar o. fl. krefst mikillar vinnu og mikils tíma. Allur áróður og fræðslustarfsemi kostar mikið fé. Kannske er nokkur hætta á að fjárskortur geti orðið fé- laginu nókkur fjötur um fót. Reynsla undanfarinnar ára af skilningi almennings og opin. berra aðila, gefur þó efcki ástæðu til neinnar svartsýni. Það, sem gerir alla fræðslu um krabbamein erfiða, er hin mikla hræðsla, sem öllum al. menningi stafar af sjúkdómin- um. Ef til vill á nafn hans ein- hvern þátt í því. Sumir halda, að allir þeir, sem fá krabbamein, í hvað mynd sem er, séu dauða- dæmdir. SHkan misskilning þarf ag leiðrétta með því að fræða fólkið meira en verið hefur. Bæði meðal lækna og almenn- ings eru margir andvígir al- mennri fræðslu um krabbamein, telja hana varhugaverða. Senni. lega mætti þó draga mikið úr þeim ótta, sem fólki stafar af krabbameininu, með þvlí að fræða það um gang þess og lækningamöguleika á réttan hátL Það er óneitanlega vandasamt verk. Litlu má muna að vopnin snúist í höndum þess, sem með þá fræðslu fer og þannig gert illt verra. Öll slík fræðsla verð- ur að byggjast á varúð og næm- um skilningi á afsúöðu fóLks til sjúkdómsins. KVENSKÓR IMÝTT FRÁ BARTELS • LAIJGAVEG 11 Sttetmmui K0PAR FITTINGS W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.