Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. marz 1964
f'JFiizABerri
/tflÍRí)
að spyrja yður um sjálfa yður.
En þetta, að drengurinn skuli
hverfa svona, er undarlegt, og
því spyrjum við um það fyrst.
En segið mér nú: var drengur-
inn farinn að taka nokkurn þátt
í störfum föður síns?
— Alls ekkert, svaráði Ruth.
— Hann hafði engan áhuga á
þeim og þekkti ekkert til
þeirra?
— Nei.
— En þér sjálf? Sagði hr.
Ballard yður nokkuð um starf
sitt?
— Mjög lítið. Einstöku sinn-
um kom það fyrir, að hann hafði
fest góð kaup á einhverju og var
sérstaklega ánægður með það,
eða hafði selt eitthvað dýru
verði einhverjum ríkum Ame-
ríkumanni, þá nefndi hann það
við okkur, eins og fólk gerir, þeg
ar það verður fyrir einhverju
happi, en það var líka allt og
sumt.
— Og þessi happakaup, hvað
voru það? Húsgögn? Málverk?
Skartgripir?
— Eg held ekki, að hann hafi
verzlað neitt með skartgripi,
sagði hún, — nema ef vera skyldi
eitthvað smávegis, sem ferða-
menn sækjast eftir. En málverk
og húsgögn voru það, sem hann
verzlaði aðallega með.
— Svo að hann verzlaði ekki
með skartgripi?
— Ekki svo að ég viti.
— Þekkið þér verzlunarstjór-
ann hans, hr. Sebastiano?
— Eg hef hitt hann nokkrum
sinnum. En má ég nú koma með
spurningu?
— Gerið þér svo vel.
— Stóð þetta morð í sambandi
við atvinnu hr. Ballards?
Hann fórnaði höndum. — Það
er nú ofsnemmt að spyrja um
það. Og ef þetta er eins og þér
segið, að hann hafi ekki verzl-
að með skartgripi — það er að
segja verðmæta skartgripi — sem
hann hefði getað haft á sér, þá
lítur þetta út eins og við héld-
um í gær, að ekki hafi verið um
rán að ræða. Því að, eins og þér
síkiljið, hefði morðinginn getað
skilið eftir jafnvel vindlinga-
veski úr gulli, ef eitthvað verð-
mætara hefur verið til að slægj
ast eftir. En þér segið, að hann
hafi ekki verzlað með skart-
gripi?
Hún tók eftir því, hvernig
hann tuggði þetta upp aftur, rétt
eins og hann byggist við, að það
gæti haft einhver áhrif á hana.
Hún hugsaði sig því um andar-
tak og sagði síðan: — Eg segi
ekki annað en það, að ég heyrði
haxm aldrei minnast á slíkt. En
þér haldið, að hann hafi gert það
samt, er ekki svo?
— Nú, hvað maður heldur eða
heldur ekki . . . Hann afgreiddi
aftur spurninguna með því að
yppta öxlum. — En hugsið yður
nú vandlega um, ungfrú. Þetta
er mikilvæg spurning. Hafið þér
nokkurntíma séð grunsamlega
menn á ferli hérna í kring, nokk
urn, sem var yður til ama að sjá,
jafnvel þótt þér vitið ekki hvers
vegna? Hafið þér nokkumtíma
séð hr. Ballard með nokkurri
slíkri persónu?
Hún ætlaði að fara að hrista
höfuðið, en áttaði sig þá, svo að
ekki varð úr því.
— Svo að það hafið þér? sagði
fulltrúinn.
— Eg veit ekki, sagði hún. —
Það þarf ekki að hafa verið neitt
að marka.
— Segið þér okkur það samt.
— Það var í gærmorgun. Þá
sat maður á veggnum þarna. Sat
bara og horfði á húsið. í fyrst-
unni lagði ég ekkert upp úr
þessu. Hélt, að hann væri bara að
hvíla sig. Þetta var eftir morg-
unverð. En þegar ég kom aftur
úr sjónum, einum tveim klukku
stundum síðar, var hann þar
enn.
— Lýsið þér honum, ef þér
getið.
— Hann var smávaxinn og
frekar grannur, ljóshærður, og
var í köflóttri skyrtu og með of-
urlítinn blómskúf í hnappagat-
inu á henni. Það var allt, sem ég
tók eítir nema, ef vera skyldi . . .
— Já, hvað?
— Eg veit nú ekki, hvað kom
mér til að halda það, en ein-
hvernveginn fannst mér hann
mundi ekki vera ítalskur.
— Ljósa hárið, ef til vill?
— Ef til vill, en þó . . . Nei,
ég veit, hvað það var en það er
bara svo bjánalegt.
— Haldið þér áfram.
— Hann var með höndina í vas
anum og var að hringla pening-
um.
— Eg skil. Hér I ítalíu geta
menn gengið vikum saman, með
ekkert í vösunum nema böggl-
aða seðla. Er það það, sem þér
eigið við?
— Já.
— En stundum hafa menn nú
samt mótaða peninga í vasanum.
Og hann bæti líka hafa verið að
hringla í lyklum.
— Eg veit. Vitanlega er þetta
ekkert til að taka mark á, enda
sagði ég, að það væri bjána-
skapur.
— En yður fannst nú samt ein
hvernveginn, að hann væri út-
lendingur. Töluðuð þér kannski
eitthvað við hann?
— Nei, mér fannst hann ætla
að fara að tala við mig, en hætta
við það.
— Hver veit nema þetta séu
mikilvægar upplýsingar. Við ætl-
um að grennslast eftir, hvort
nokkur hefur séð þennan mann
í köflóttu skyrtunni. En nú verð
um við að spyrja yður um sjálfa
yður. Þetta eru þessar venju-
legu spurningar, sem við verð-
um líka að leggja fyrir hitt heim
ilisfólkið. Þegar við höfum lok-
ið því, verðum við að rannsaka
húsið. í fyrsta lagi, hve lengi
hafið þér verið í þjónustu hr.
Ballards?
Ruth sagði honum það, og er
hann kom með fleiri spurningar,
hélt hún áfram og skýrði frá at-
höfnum sínum daginn áður. Þar
var margt, sem hún þurfti að
gæta sín vel að sleppa úr frá-
sögninni, én engar gildrur virt-
ust leynast í spurningunum, og
þessi yfirheyrsla gekk fljótt. Þeg
ar fulltrúinn loksins sagði, að
nú væri ekki meira í bili, fannst
henni eins og hún hefði verið að
svara spurningum, klukkustund eins og ósýnileg skrift, sem kem
um saman.
Hún bauðst til að sækja Garg-
iulohjónin, ef hann vildi næst
tala við þau. Hann sagði, að hún
skyldi ekki gera sér það ómak;
hann mundi finna þau sjálfur.
Svo gekk hann í áttina til húss-
ins. Þetta smáatvik gerði Ruth
órólega. Það þýddi, að hann vildi
ekki gefa henni tækifæri til að
tala við hjónin einslega, fyrr en
hann væri búinn að spyrja þau.
Hún gekk á eftir mönnunum inn
í húsið og sá þá líta í kring um
sig í forstofunni og ganga því
næst eins og hikandi inn í setu
stofuna.
Hún elti þá ekki þangað, held
ur varð eftir í forstofunni og
þakkaði guði fyrir, að ekki var
hægt að sjá hjartsláttinn í henni
með berum augum. Hana hryllti
við tilhugsuninni um, að nú
mundu þeir horfa á blettinn, þar
sem Lester Ballard var myrtur.
Henni fannst eins og blóðblettirn
ir, sem Stephen hafði þ’">gið af
steingólfinu, hlytu að verða sýni
legir fyrir augum þeirra, rétt
ur í ljós við hita. En svo dvöldu
þeir ekki þarna inni nema eina
eða tvær mínútur en fóru síðan
fram í eldhús að leita að Madge.
Aðeins ungi lögregluþjónninn,
sem hafði komið þarna dagina
áður, dokaði í stofunni, andartak,
eftir að hinir voru farnir út. Þa<f
an sem Ruth stóð, gat hún séð til
hans og þegar henni var ljóst,
hversvegna hann dokaði við,
varð henni meira hverft við ea
hingað til hafði orðið.
Það var fyrirkomulagið í stof-
unni, sem hafði vakið eftirtekt
hans. Það var greinilega ekki
eins og hann mundi það, enda
þótt hann gæti ekki strax komið
breytingunni fyrir sig. En nú leit
hann á grænköflótta legubekk-
inn undir glugganum og síðan út
í hornið, þar sem hann hafði áð-
ur staðið. |
Svo sneri hann sér við og kom
fram í forstofuna aftur. Um leið
og hann gekk fram hjá Ruth,
BYLTINGiN V RUSSLANDI 1917
ALAN HOOBEHEAD.
heimili í þorpinu þar sem honum
hafði verið ætlað að dvelja.
Hann gat ekki ferðazt um Síber
íu án leyfis, en innan síns héraðs
var hann að mestu frjáls maður.
Hann gat fengið sér atvinnu,
kvænzt, heimsótt kunningja og
einu fangamúrarnir, sem hann
hafði af að segja, voru hinar gíf
urlegu vegalengdir, sem einangr
uðu hann frá umheiminum. Um
það bil er Lenin kom þarna, var
Síbería orðin æfingasvæði fyrir
byltingasinnaða menntamenn;
þeir eyddu þarna næstum allir
nokkrum árum ævi sinnar, og
höfðu venjulega mikið gagn af'
því. Þarna höfðu þeir næði til
umhugsunar, ritstarfa og ráða-
bruggs. Venjulega batnaði heilsa
þeirra (í Síberíu er alls ekki ó-
heilnæmt loftslag), og enda þótt
þeir hafi ef til vifl ekki orðið
þessari vist beinlínis fegnir, þá
veitti hún þeim vissan styrk und
ir átökin, sem fram undan voru.
Lenin lagði af stað í febrúar
1897, og ferðaðist með járnbraut
og ríðandi, í hægum dagleiðum,
austur á bóginn. Það var komið
langt fram í marzmánuð, þegar
hann kom til Krasnoyarsk og þar
beið hann í mánuð eftir því, að
ísa leysti, svo að hann kæmist
með fljótabát til þorpsins Shus-
henskoye, þar sem honum hafði
verið ákveðinn dvalarstaður.
Þetta var frumstætt bæjarfélag
með 1500 íbúum, plágað af mý-
biti á sumrum, en lengst af vetr
arins innilokað af ísi og snjó.
Sayanfjöllin risu í fjarska. Þarna
dvaldi Lenin næstu þrjú árin.
Hann fór töluvert á dýraveiðar
— bréf frá honum eru uppfull
af snípu- og andaveiðum og erf-
iðleikunum við að ná sér í vel
vaninn veiðihund — og á sumr
in synti hann í Yeniseiánni.
Hann heimsótti kunningja 6Ína,
sem voru í útlegð í nágranna-
bæjunum. En fyrst og fremst
starfaði hann. Hann þýddi „Sögu
Iðnfélagahreyfingarinnar", eftir
Sidney og Beatrice Webb, og lauk
við fyrsta stórverk sitt „Þróun
kapítalismans í Rússlandi", skrif
KALLI KÚREKI
Teiknari; FRED HARMAN
YOU STILL
C ROSS-EYED
FROM GOLO
FEvee f
NOSIRf THIS IS PEAL*
IMASINEf 1 TRAIPSC ALL OVER
TH' DESEUT AM' COME CLOSE T
CASHIIO’ IN.- AN' THEN STBI K£
&OLD RIOHT HERE ON TH’RANCH
Hvað fannstu þarna?
Ég trúi varla mínum eigin augum
.— en það er gull í moldinni héma!
Þú ert ennþá ekki búinn að ná þér
eftir gullæðið.
Önei. Þetta er raunvemlegt. Hugs-
aðu þér bara! Þarna æði ég um eyði-
mörkina þvera og endilanga og er
nærri hrokkinn upp af------og svo
finn ég gull hérna heima á búgarð-
inum.
Jæja, grafðu það aftur niður og
gleymdu því, eins og þú sagðir áðan.
Nei, það get ég ekki gert. Ég verð
að sna Kalla það. Það er á landareign
hans.
aði greinar fyrir -sósíalistablöð,
og hélt uppi stöðugum bréfa-
skiptum við Plekhanov, Axelrod
og aðra byltingamenn erlendis.
Bækurnar voru allt hans líf, nú
meir en nokkru sinni áður. Hvert
bréfið eftir annað var sent móð
ur hans og systrum þar sem hann
bað um að senda sér böggla. Allt
væri þakklátlega þegið:- stjórn-
málaritgerðir, orðabækur, mál-
fræðibækur (hann tók nú mikl
unj framförlim í ensku, þýzku,
frönsku og ítölsku), sagnfræði-
rit, skáldsögur og heimspeki.
leiðinlegustu hagskýrslur virt-
ust vera honum skemmtilestur.
Snemma árs 1898 var Krupska
ya tekin föst í Petrograd og
dæmd í þriggja ára útlegð í Sí-
beríu. Hún kom í maímánuði til
Shushnenskoye, tærð og vesæld
arleg, en fann Lenin miklu hress
ari og sólbrenndan. Þau giftu sig
skömmu síðar.
Um þessar mundir skrifar Len
in: „f byrjun útlegðar minnar á
kvað ég að snerta aldrei kort af
Evrópu-Rússlandi eða jafnvel af
Rússlandi, því að það mundi fá
mér svo mikillar gremju að horfa
á þessa svörtu díla. En nú orðið
er það ekki svona slæmt“.
Þegar hann átti ekki eftir
nema eitt ár af fangavistinni, tók
hann að líta fram í tímann. Bréf
hans tii útlanda gerast hvassyrt
ari og hann rífst grimmilega út
af skilningnum á Marx, og í fé
lagi við tvo aðra útlaga, Julius
Martov og Alexander Postresov
leggur hann drögin að útgáfunni
á Lskra, nýja byltingarbiaðinu,
sem á að safna saman sósialdemó
krataflokknum og sameina alia
Marxista hvarvetna.